fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Sjónvörp ekki vatnsþolin...

Jamm þar kom að því að sjónvarpið gaf upp öndina sökum drukknunar. Það gerði þessa líka litlu dembu sem stóð yfir í þó nokkuð marga klukkutíma og hreinlega drekkti sjónvarpinu okkar. Það hafði brotnað úr strompinum og lekið þar niður á milli. (Og auðvitað var sjónvarpið beint fyrir neðan) Það er allavega eina skýringin sem við höfum þar sem hingað til hefur aldrei lekið inn í þessum þekktu austfjarðarúrhellum. Og það má þá líka hafa verið þokkalegt vatnsmagn þar sem það er heil hæð á milli!! Nett pirruð á því að þurfa að punga út fyrir nýju sjónvarpi!
Og svo í ofanálag þá er næturgestur hjá okkur, sem hefur náð að bjargast frá vosbúð og drukknun í gær, semst sloppið inn í eitthvert skiptið sem Kítara hefur farið út. Þó svo ég vilji nú mýslu ekki mein þá vil ég ekki hafa hana í húsinu mínu. Og verður farið í að setja upp gildrur hér og þar til að góma hana. Nema Kítara nái henni fyrst. Hugsa samt að mýsla passi sig á að sýna sig ekki mikið þar sem Kítara er. Kítara hefur veitt mýs áður, er snögg og á auðvelt með að góma þær. Spurning hvernig það gangi hérna innandyra.
Ég er núna að bögglast við að læra, og reyna að koma tíkinni í skilning um það að boltaleikur og fyrirlestrar ganga ekki beint vel saman.
Fór í mæðraskoðun í morgun og allt leit vel út, blóðþrýstingur, piss og hjartsláttur. Smá bjúgmyndun í gangi, svo ég verð víst að láta poppið eiga sig um sinn.

Engin ummæli: