Góðan daginn gott fólk. Það þýðir víst lítið að slaka á í þessum prófundirbúningi. Fór lítið fyrir lestri í gær, var í engu stuði né ástandi til að læra eftir svefnlitla nótt.
En í dag horfir málið öðruvísi við. Búin að fara út með tíkina, skafa af bílnum, festa mig, leika mér í skaflaleik á bílnum, sturta, morgunverður og er nú komin fyrir framan tölvuna með kaffibollann við hönd, tilbúin til að takast á við verkefni dagsins.
Væri alveg sátt við að þurfa ekkert að fara út aftur í dag. Veðrið leit ok út þegar ég var að fara af stað og það er ok veður úti, nema þegar rokhrynurnar fara af stað og feykja upp öllum lausa snjó sem fallið hafði í nótt, þá sést ekki handaskil. En það er afskaplega fallegt og jóló úti, verð ég að viðurkenna.
Í gamla daga þá fékk maður alltaf jólafílíng við að klára prófin, skildi það koma upp líka núna? Eins og á vorin, þegar prófin eru búin þá á að vera komið sumar. Ég vona það, er alveg til í að fá smá jólapúst núna. Hver veit hvernig desember mánuður verður hjá okkur.....
Á þeim nótunum verð ég að segja að okkur bumbulíusi líður bara mjög vel. Bumbulíus er fullur af krafti og gengur erfiðlega að vera kyrr. Það fer greinilega ekki ílla um hann þar sem hann heldur bara áfram að stækka og stækka og ég stækka og stækka, og er komin með þokkalega kúlu beint út í loftið. Stundum læðist sú hugsun að mér "hvernig verð ég þá í desember??"
Stundum finnst mér þetta afar óraunverulegt ennþá. Og stundum fyllist ég óöryggi og kvíða. Me the baby dummy.... En næ að hrista það af mér jafn óðum. Æðislegt Þórhalla systir fékk kassana frá sínum fyrrverandi með bunch af barnafötum. Fullt fullt, af hennar börnum. Við Hjölli getum semst farið yfir þau þegar við verðum í Mývó fyrstu vikuna í des. og fengið lánað hellings og meir!
Jæja - best að vinda sér í lærdóminn - prófið fer ekki neitt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli