laugardagur, nóvember 20, 2004

Hálf einmannalegt

að sitja hérna svona snemma á laugardagsmorgni. Enginn mættur á msn og engin meil. Búin að sitja hérna síðan um rúmlega sjö, vaknaði með liðbandaverki og sinadrátt, og var vont að liggja í bælinu lengur, svo ég ákvað að skella mér í lærdóm. Það er líka rólegt hér á heimilinu svona snemma.
Rólegt yfir öllu, meira að segja ekkert rok úti, afskaplega notalegt.

Engin ummæli: