föstudagur, nóvember 05, 2004

Segi bara eins og hinir:

"Enn og aftur föstudagur." Þetta hefur maður verið að lesa á bloggum víðsvegar um landið. Enda ekkert skrýtið. Þetta þýðir að það er vika síðan ég kom heim frá London, ok, og þá eru 2 vikur síðan ég fór út!! Áður en ég veit af þá verða prófin búin, jólin komin og ég orðin mamma!! ó mæ gaaadddd. Ég finn fyrir sams konar kvíða fyrir prófum og því að verða mamma - ætli þetta séu sömu efnaskipti sem verða í prófskrekk og mömmuskrekk?? Dóa - þú ert öll í þessu - gimme komment on that!!
Annars var ég mega dugleg í gær að læra. Var ekki búin að missa eins mikið úr og ég hélt. Svo þetta er allt á góðu róli hérna. Lék mér meira að segja við að æfa mig í forritun, klösum og smiðum í rólegheitunum og hlustaði á nýja REM diskinn í leiðinni sem kom ágætlega út. (btw Jóhanna ég keypti hann - í London he he)
Við fáum sjónvarpið eitthvað bætt frá tryggingum, ætli við náum okkur ekki í nýjan imba í dag eða eftir helgi. Og mýslugildrur eru komnar víðs vegar um húsið sem eru nota bene skaffaðar af bænum ef svona gerist. Kítara hefur fengið veður af henni, en náði ekki að sjá hana almennilega til að ná að hlaupa á eftir henni.
Er eitthvað svo eirðarlaus, er í engum gír til að læra, er eitthvað stress hjá mér í gangi, finnst ég verða að þrífa, samt í engum gír að þrífa..... æ þið þekkið þetta.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki veit ég nú með mömmuskrekkinn, en prófskrekkurinn getur jú verið djöfullegur!! Ég er samt ekki frá því að hann sé skárri núna á seinni árum en hann hefur oft verið, eigi veit ég hvort það er bara aukið kæruleysi eða hvað.... hmmm.. það er kannski einhver sálfræði á bak við það .. eða að maður er búinn að átta sig á að heimurinn stendur hvorki né fellur með útkomu prófa :o)

En hvernig er REM diskurinn, á hann að fara á jólagjafa-óskalistann minn?

kv Dósa litla

Guðrún K. sagði...

Já ég myndi segja það. Hann á heima í safninu - frekar en sumir aðrir meira að segja! Kom mér þægilega á óvart.
Já þú segir að heimurinn stendur né fellur með útkomu prófa.. en hann hlýtur að gera það með útkomu fæðingar (þe hjá manni persónulega) huh - maður fær að taka upptökupróf ef manni gengur ekki of vel í því fyrsta...
Ég held að ég sé bara að ganga í gegnum eðlilegar hugsanir svona á síðustu mánuðunum, og eðlileg stressköst. Vona ég - ég meina að það hljóta að vera fleiri þarna úti sem líða svona líka?

Nafnlaus sagði...

Þetta reddast allt, eða hefur gert það hingað til. Ég var bara dugleg við að lesa mér til um hitt og þetta og bókin What to Expect the First Year (bandarísk bók þar sem ég er í ameríkuhreppnum) bjargaði ýmsu hjá mér (forðaði mér frá því að hringja í lækninn mörgum sinnum) því það er ýmislegt sem gerist hjá ungabörnum sem manni finnst ekki vera eðlilegt þótt það sé það eðlilegasta í heimi (og ömmur vita endilega ekki alltaf allt þótt þær viti mikið).

Síðan bætirðu bara við þetta ást og umhyggju og ég veit þú hefur nóg af því :)

kk
Solla