laugardagur, september 18, 2004

Þreytt eftir daginn

andlega ekki líkamlega. Var samt ánægjulega öðruvísi en venjulegir dagar. Vorum hjá Gumma og Rímu í nær allann dag. Hjölli var að aðstoða Gumma við að komast almennlega á netið. Koma honum inn á deilis höbbana og setja hann af stað í up og downlód. Við Ríma skiptum okkur ekkert af þessu, sátum og kjöftuðum. Skoðaði áhugaverða bók um meðgöngu og fyrstu mánuði á eftir. Margt nytsamlegt sem ég las þar. Þau buðu okkur svo í kvöldmat, góðan sukkmat frá eina skyndibitastaðnum hérna; sjoppunni. En sú sjoppa býr til þá albestu hammarra sem ég hef smakkað.
Ég er bara þreytt vegna hve lítið rýmið er hjá þeim, og þegar fjórar manneskjur eru í svona litlu rými svo lengi þá verður maður þreyttur.
Í hádeginu í dag þá var mér hugsað til þess hvað ég myndi gera af mér í dag ef ég byggi enn í R-vík. Ég var í svona kaffihúsa-Kringlu-Laugavegsröltsstuði. Hefði sennilegast hringt í einhverja vinkonu/vin og setið á kaffishúsi og kjaftað. Helltist yfir mig söknuðartilfinning. Söknuðar í að breyta út af hinni venjulegu rútinu, brjóta upp hið daglega líf og daglega mynstur. Svo dagurinn í dag var ágætis tilbreyting. Fæ þessar tilfinningar afar sjaldan nú orðið. Og þá finn ég mér eitthvað að gera til að gleyma henni. Í vetur var það yfirleitt í þessum köstum sem ég henti hundi og dóti út í bíl og brunaði í sveitina. En þá kom þessi tilfinning sterkari inn þar sem ég var ein hérna og það var erfitt. Stundum á sunnudagskvöldum í vetur áttaði ég mig á því að einu samtölin sem ég hafði átt yfir alla helgina voru við tíkina, og ó boj ef hún gæti talað, gæti hún sagt frá mörgum leyndarmálum. Og oft hugsa ég til þess með hryllingi ef ég hefði ekki átt hana í vetur.

Engin ummæli: