Jamm og jæja - þá byrjar ballið. Í dag var fyrsti dagurinn sem þurfti að skafa af bílnum. Og var frekar þykkt á - frosthrím, ekki snjór ennþá. Og skítakuldi úti, en afar frískandi!!
Ég er búin að vera að læra í nær allan dag. Hugsa núna í 01010011, og sé þessar tölur fyrir mér í hvert skipti sem ég loka augunum. En ég skemmti mér geggjað við að grúska í þessu í dag.
Annars er lítið að frétta. Ætla að taka mér frí á morgun frá lærdómi eða föstudag, jafnvel skreppa til Egilsstaða í sund og já bara gera mér dagamun, þar sem ég hef ekki litið upp úr skólabókunum síðan einhvern tímann fyrir sl helgi.
Rima kíkti svo í kaffi eftir hádegið reyndar (tók hádegishléð mitt þá) með litla guttann sem er orðinn 2 mánaða. Vá - hvað tíminn líður hratt, áður en ég veit af verður minn tími kominn. Huh... þarf að lifa af október í verkefnaskilum og nóvember í prófum áður en þar að kemur, svo ég er ekkert að stressa mig neitt á þessu strax (nóg er skólastressið)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli