föstudagur, september 10, 2004

Ein heima og eirðarlaus.

Hjölli fór til Eskifjarðar með kallinum í gærmorgun. Við Kítara látum fara vel um okkur. Hún sefur bara á meðan ég læri, man alveg hvað ég er leiðinleg þegar ég læri. Merkilegt samt hvað hún fattar að láta mig í friði þegar ég segi "læra núna" en það lærði hún í vetur. Samt þegar líða fór á eftirmiddaginn í gær þá missti ég einbeitninguna - kannski líka vegna þess að ég var búin að vera að síðan snemma um morguninn.
Komst að því í gærkveldi af hverju ég hef haldið lífi í aloa vera plöntunni minni - en auðvitað þegar ég tek mig til og elda þá brenndi ég mig. Af gamalli reynslu batt ég um sárið með plástri og bút af þessari góðu plöntu og náði að komast í veg fyrir blöðruna sem var að myndast. Og kvöldið fór í að horfa á Smallville (again - ekki erfa það við mig)
Núna er föstudagur og ég er að sækja fyrirlestra gærdagsins af netinu. Er samt í engu stuði til að læra. Ætla samt að reyna að komast í gegnum eitthvað af þessu - ekki mikið í dag þar sem ég var svo dugleg 3 sl daga. Renni svo yfir á Eskifjörð á eftir til að sækja Hjölla.
Það er eitthvert eirðarleysi í mér, kannski bara gamall föstudagsfílíngur að láta á sér bera.

Engin ummæli: