þriðjudagur, september 21, 2004

Tilraunir á tölvum

Ég var að læra, hlusta á fyrirlestur í tölvuhögun. Og þar kom upp sú spurning hvað gerist í tölvu ef örrinn er algjörlega dauður. Nú kennarinn gat ekki svarað því almennilega þar sem hann hafði aldrei lent í þeirri aðstöðu.
Nú við Hjölli tókum okkur til og athuguðum hvað gerðist. Tókum gamlann örra, sem virkaði fínt og settum hann í móðurborð/tölvu sem við áttum til og vorum ekki að nota. Og komumst að því að þegar örri er alveg dauður (þar sem við yfirklukkuðum hann þannið að hann sprakk) þá gerist ekki neitt - það kemur straumur á systemið en skjárinn fær ekki samband, ekki neitt - auk þess þar sem skjárinn og skjákortið fær ekki samband þá komumst við ekki einu sinni í biosinn sem er grunnur móðurborðsins til að sjá hvað er að. Og ef maður fiktar enn meir þá eru góðar líkur á að maður steiki móðurborðið og powersupplyinn.
Þetta var mjög gaman að prufa!! Mæli ekki með þessu fyrir fólk sem veit ekki alveg hvað það er að gera og sérstaklega og alls ekki á dýru flottu vélunum sínum!!
En hve margir nemar hafa þá aðstöðu að prufa svona hluti??

Engin ummæli: