fimmtudagur, september 23, 2004

"Verð að fara að hlusta"

Sko undanfarið er ég búin að standa sjálfa mig að því að vera að tala við Hjölla og fleiri, og svo rétt á eftir er ég búin að gleyma stórum parti af samræðunum. T.d. áðan þurftum við í sjoppu, og ég spyr hann hvort hann langi í eitthvað að drekka. Jú hann bað um Grænan Powerade. Ok. Ekkert mál. Ég fer inn í sjoppu, kemst strax að (hann beið í bílnum) og ég var búin að gleyma því sem hann sagði. Ég hreinlega mundi ekki hvort hann hafði beðið um grænan eða bláan powerade. Samt voru ekki liðnar nema kannski 2 mín síðan hann sagði þetta við mig.
Ég í öngum mínum sagði við stelpurnar í sjoppunni, Lísu eiganda og Boggu dóttur hennar (sem ég var btw með í skólanum í vetur) að ég yrði að fara að hlusta meira á manninn minn. En þær hlógu bara að mér, sögðu mér að hafa ekki áhyggjur af þessu; þetta væri fylgikvilli þessara 9 mánuða. Þetta myndi lagast að þeim liðnum. Hmmm, mér finnst þetta nú bara ekkert sniðugt!! Þetta hefur ágerst undanfarið, ég finn fyrir hve gleymin ég er, og ekki bara gagnvart Hjölla, heldur td mömmu minni og pabba (og reyndar öllu). Mér finnst þetta geggjað óþægilegt, en reyndar létti mér mikið þegar ég heyrði að þetta væri eðlilegt - ég var farin að hafa mega miklar áhyggjur af mér!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sorrý, þetta lagast ekki fyrr en svolítið eftir fæðingu, ég var verst þegar Arndís Dúna var ungabarn.

Solla