Góðan daginn dúllurnar mínar. Ég er afskaplega hress og fersk eftir góðan nætursvefn. Tilbúin í slaginn vs námsbækur og verkefni. En ég kem til með að læra í Hvammi í dag. Náði í Hjölla í gær inn á Eskifjörð en þeir gátu ekki klárað svo við rennum yfir núna á eftir. Ég pakkaði bara saman lappanum og skólabókum til að grúska þar.
Hjölli var jafnvel að spá í að fara á skakið, sem væri snilld þar sem fiskbyrgðirnar okkar í kistunni fara minnkandi. Fisklaus getum við ekki verið og að kaupa fisk í búð er hreint rán, sérstaklega þegar maður kemst í ókeypis fisk með smá vinnu! Í fyrra fór Hjölli á skakið í 2 - 3 tíma og við fengum yfir 20 kg í þeirri ferð - það er nú ágætis búbót!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli