Ég er búin að sitja með sveittan skallann yfir verkefni, sem mér gengur afar erfiðlega með, erum að læra um nýja hluti sem ég hef ekki náð almennilegum tökum á enn. En það vonandi kemur - ætla allavega ekki að gefast upp þrátt fyrir smá hindrun á leiðinni (hefur ekki verið minn vani hingað til)°
Von er á Hjölla heim í dag, með meira parkett til að leggja á gólfin hérna niðri.
Krosslegg putta hvað varðar deilir.is og vona að þessar elskur lendi ekki í miklum vandræðum (hafa þeir oft bjargað mörgum kvöldum frá RÚV).
þarf að fara að grafa upp ullarsokkana mína því það er farið að kólna ískyggilega mikið hérna fyrir austan (þurfti meira að segja að skafa í gær)
Er farin að hlakka til að fara suður í næstu viku...
Grauturinn í hausnum er ekkert að skána (hmmm kannski er einhver tenging þarna á milli hvað varðar erfiðleika mína varðandi verkefnið)
Og enn fækkar fötum sem ég get notað í skápnum mínum.
Peningamálin í mínus, literally.
Er með alveg óþrjótandi löngun í Ning's (sem er náttla auddað vegna þess að það fæst ekki neinstaðar í nágrenni við mig)
Lífið er yndislegt
Engin ummæli:
Skrifa ummæli