mánudagur, september 20, 2004

Kaffi - jey!!!

Vissuð þið að október nálgast hratt? Ég leit á dagatalið og mér brá þegar ég fattaði þetta. Mér finnst enn eins og september sé bara ný byrjaður.... oh well..
Ég er alveg hæst ánægð með að tilkynna ykkur að ég get drukkið kaffi aftur :o) Ekki mikið en samt! Byrjaði hægt og rólega með að blanda saman swiss miss og drekka svona súkkulaði kaffi (með viðbættu súkkulaðisýrópi og heslihnétusýrópi) Og í morgun ákvað ég að prufa venjulegt kaffi svart og sykurlaust eins og það er best og viti menn - það bragðaðist ljúffenglega!! En undanfarna mánuði hef ég hreinlega ekki getað drukkið kaffi - en verið sólgin í spægipylsu (ég sem venjulega borða alls ekki spægipylsu) Svo núna rennur um æðar mér koffein - my long lost buddy!!
Annars var gærdagurinn rólegur. Spilaði leik sem heitir American Conquest sem er ágætur. Mjög svipaður Age of Mythology og allir þeir leikir.
Við erum að fara á eftir upp á Egs til að athuga með barnarúm og vagn sem er til sölu notað á góðu verði. Um að gera að fara að huga að þessum hlutum og dreifa kostnaði.
Later hon's

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var að skoða bloggið þitt um daginn (var búin að vera í 2ja mánaða blogg sumarfríi) og sá að þú varst að fara í sónar, til hamingju með það:)

Hvenær áttu von á þér?

Vona að þér líði vel og til hamingju með að geta drukkið kaffi aftur.

Frábært hjá þér líka að komast inn í skólann og vera bara byrjuð á fullu.

Kveðja

Solla