föstudagur, september 17, 2004

Rigning, símar og themes.....

Ég ákvað í gær að læra ekki neitt. Ákvað að eiga frídag fyrir mig, ekkert stress, ekkert vesen, bara næsheit. Og merkilegt nokk þá meikaði ég að standa við það!!
Það var úrhelli í gær, var þannig ekki mikið rok, en þegar ég fór með tíkina í gærmorgun þá kastaði ég fyrir hana 3x frisbí disknum og við urðum holdvotar á að standa í 2 mín úti í rigningunni. Rúðan farþegarmeginn í bílnum hafði verið opin (minna en 1cm rifa) og farþegasætið var soaked!! (og enn blautt í morgun þegar ég fór út) Það hafði opnast þar sem Hjölli hafði verið að vinna uppi á hæð 2, og rigningin hefur frussast þar inn, og auddað lak niður til okkar, æðislegt!! Hjölli prílaði upp og lokaði aftur og kom rennandi inn. Þvílíka helvítis vatnsmagnið. Meira að segja tíkin hélt í sér til að þurfa ekki að fara út í svona veður (finnst ekkert gott að fá rigningu í eyrun)
Svo gærdagurinn fór í notalegheit og dund. Ég prufaði að setja upp ný theme á tölvuna, fann þau á www.litestep.net mörg mjög flott theme. Panicaði hins vegar þegar ég fann ekki strax hvar ég gæti svissað yfir í gamla xp themið, en það hafðist. Maður þarf að ná í installer af síðunni til að geta sett um themin og svo nær maður í þau sem maður vill hafa, sniðugt. Ég ákvað að uninstalla ekki forritinu - kúl að geta skipt um eftir í hvernig skapi maður er í.
Erum að spá í að renna til Egs í dag. Vantar blek og ég ætla að reyna að finna mér ódýran síma til að hafa hérna í tölvuherberginu mínu. Var að fá símareikn í gær og össss mar hvað gemsasímtöl í heimasíma eru miklu dýrari en úr heimasíma í heimasíma. Heimasíminn var skráður með 54 símtöl á um kr 500.- og gemsinn minn var með 51 símtal á nær kr 1.900.-!! og tíminn var nánast hinn sami - munaði 10 mín ! Svo hér eftir - þið sem eruð með heimasíma - já ég ætla að fara að hringja í þá frekar úr heimasíma!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já endilega láttu heyra í þér í heimasímann... ég er með svoleiðis tól heima hjá mér. Nota hann mjög lítið að vísu en hann er þarna samt eins og skraut á hillu.
Númer er 562-3255
:)
kv. Vilborg