sunnudagur, september 05, 2004

Frí í dag

Það er sunnudagur, og ég ætla að eiga frí frá lærdómi í dag. Enda er ég komin "öp to deit" í verkefnum og fyrirlestrum. Ég skilaði inn 1. skilaverkefninu í gær og bíð spennt eftir að fá að sjá útkomuna á því. En þau eru ekki metin til einkunnar, hann vill bara sjá að við séum að fylgjast með og læra - sem er líka mjög gott. Mér finnst vera mjög gott aðhald utan um fjarnemana hjá þeim. Ef eitthvað kemur upp á þá er strax tekið á því.
Föstudagurinn var hinn rólegasti eftir að við komum heim. Við skutluðum Gumma á Nesk um morguninn svo hann kæmist á sjó. Ég náði að læra smá á meðan Hjölli smellti upp girðingu að sunnanverðu. Núna getur Kítara verið laus í garðinum, enginn spotti. Hún er hin ánægðasta, nýtur þess að geta legið hvar sem hana lystir í garðinum, þó þetta sé ekki stór girðing þá er hún samt með meira pláss og er frjálsari. Hjölli eldaði dýrindis grísasteik um kvöldið (slurp slurp)
Laugardagurinn fór mikið í lærdóminn - til að bæta upp glataðan tíma úr vikunni. Og allt gekk vel, náði að klára skilaverkefnið, og ég var mjög ánægð með útkomuna. Allaveganna gerir litla forritið mitt það sem kennarinn bað um að það ætti að gera! Það munar öllu að vera með 2 skjái í þessu, finn það núna!! Þegar lærdómi var lokið þá ákvað ég að fá mér smá laugardagsnammi og spila Neverwinter Nights.
Já og í vikunni fórum við bumbulíus í skoðun og allt er í góðum gír. Kúlan er kannski ekki stór enn, en hún er farin að þvælast fyrir mér - úff - hvernig verður þetta?? Ég finn að sum fötin mín hafa "hlaupið" í þvotti... sérstaklega um mittið. En við erum hraust og hress, það er það sem skiptir máli. Ég er bara að pæla í hvort allar þessar hreyfingar sem ég finn séu nokkuð ávísun á að við eignumst fótboltabullu?? Það væri nú saga til næsta bæjar - tveir declared antisportistar og tölvunördar eignist fótboltabullu... he he he

Engin ummæli: