Það er eins og hellt úr fötu - í gær og aftur í dag! Fór út í morgun og við tíkin komum heim gegnblautar aftur.
Við erum að leggja af stað á Neskaupstað til að sækja Gumma sem var að koma í land. Ríma konan hans og þeirra litli sonur ætla að koma með okkur.
Þegar heim verður komið, sem verður væntanlega um hádegið, þá verður lagst yfir C++, og glímt verður við fyrsta skilaverkefnið, sem gengur annars mjög vel!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli