fimmtudagur, september 02, 2004

Lítill lærdómur í dag

Jú jú við renndum af stað í morgun. En þegar við vorum búin að sækja manninn, og í stoppi á Reyðarfirði þá þurfti að fara til Egs, og það tók sinn tíma svo við komum ekki aftur fyrr en að verða hálf fimm. Og þá átti eftir að fara út með tíkina og fleira svo núna er klukkan allt í einu hálf sex og lærdóms stuðið alveg horfið. Finnst eins og það sé allt of seint að byrja á neinu núna - auk þess að vera mega þreytt eftir daginn, allt snattið og skutlið og allt það. Vona að ég nái að gera þeim mun meira á morgun.

Engin ummæli: