Annars er það nýjasta núna að við erum að fara að parketleggja holið hérna niðri og klára þvottahúsið. Mikið hlakka ég til þegar það er komið, verður svo flott að sjá þetta svona nýtt og flott!!
Fórum semst í gær og gripum þetta hjá Byko. Auk þess sem við náðum í á góðu verði barnavagn og barnarúm uppi á Egs. Allt mjög vel með farið, og vagninn er svona græja sem maður getur böglað saman, tekið í sundur, notað sem kerru og laust burðarrúm.
Fyrir ykkur sem ekki hafið heyrt enn þá er von á litla erfingjanum 29. desember. En eins og hjá öllum getur sú dagsetning farið upp og ofan. En gott er að hafa hana svona til að miða við. Við ákváðum að byrja á að sanka að okkur því sem við þurfum - aðallega til að dreifa kostnaði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli