sunnudagur, september 26, 2004

Rok, Tinni og pizza.....

Erum einar heima. Við keyrðum til Eskifjarðar í gær og ég var við því búin að gista þar sl nótt ef ske kynni að þeir myndu klára verkefnið í gær og í dag. En þar sem veðurspárnar standast aldrei (þe dagsetningar spánna) þá var þeim lítið úr verki í gær, og mér skilst enn minna í dag. Enda er klikkað rok úti (og rigning þegar henni hentar).
Svo við Kítara fórum aftur heim í gær. Óvitað er hvenær Hjölli kemur (fer semst eftir veðri ).
Ég vildi nýta daginn í dag almennilega undir lærdóm, sem ég og gerði. Er að berjast við eitt skilaverkefnið í C++. En ætla ekki að örvænta strax, hef tíma fram á föstudag til að ná því í gagnið.
Svo dagurinn í dag fór í lærdóm og kvöldmaturinn var pizza sem ég náði að búa til alveg sjálf. Og ligg núna fyrir framan imbann og er að horfa á Tinna teiknimyndir.

Engin ummæli: