fimmtudagur, september 23, 2004

öp tú deit

Er búin að sitja við tölvurnar í morgun og flétta skólabókunum. En eins og suma daga þá einhvernveginn tekur maður öllum truflunum fegins hendi því maður er ekkert að ná að festa sig við efnið og einbeita sér.
Lærði ekkert í gær. Og var heldur ekkert að hafa samviskubit yfir því. Komst hvort eð er ekkert inn í tölvuherbergi því Hjölli flotaði holið á þriðjudagskvöldið og það var lengi að þorna. Ég alveg sátt við það. Enda núna áðan laggði hann parket yfir og holið er geggjað núna. Ekkert smá gaman að sjá svona breytingar í húsinu sínu. Enda langar mig líka geggjað til að leggja parket á tölvuherbergið mitt.
Annars er næst að flota yfir þvottahúsið og mála svo yfir þar. En þegar maður sér það svona tómt þá fattar maður hve ótrúlegt rými er þar inni. Skil stundum ekki alveg hvernig sá sem byggði þetta (eða öllu heldur gerði upp á sínum tíma) hugsaði nýtingu og rými á þessari hæð. T.d. hefði ég stækkað baðherbergið um allavega helming á kostnað þvottahússins og samt átt eftir nóg pláss þar inni. Enda er það líka á dagskránni hjá okkur.
Ég er núna búin að á í allt efni af netinu og lóda í lappann því við förum inn á Eskifjöð á eftir. Hjölli er að fara að hjálpa pabba sínum og ég nýti tímann til að læra, enda ekkert annað að gera. Auk þess kemst ég ekki á netið svo ég hef enga afsökun.

Engin ummæli: