Merkilegt. Mér finnst afar erfitt að sætta mig við það að ég get ekki gert hlutina eins og áður. Ljósmóðirin bannaði mér að gera hitt og þetta og mér finnst afar erfitt að hlýða því. Mér finnst afar erfitt að mega ekki sópa/skúra/ryksuga. Mér finnst allt vera svo skítugt og má ekkert gera við því. Vil heldur ekki nöldra í Hjölla, nöldra alveg nóg nú þegar. Greip áðan sóp og sópaði stofuna og viti menn - fékk svona nett í bakið í leiðinni, og í lífbeinið, niður í læri, og semst geri ekki mikið það sem eftir er dags. (btw fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég með grindarlosun á byrjunarstigi) og þetta fer í skapið á mér!!! Þess vegna fíla ég mig sem aumingja!! Og trúið mér það hjálpar ekki til við hormónavitleysuna sem fer hríðversnandi eftir því sem líður lengra!
2 ummæli:
Elsku dúllurnar mínar (þú og bumbi)!
Það er mjög pirrandi að "mega" ekki gera hitt og þetta en þá er ágætt að setjast bara aðeins niður og minnast þess að eftir nokkrar vikur verður meðgangan búin.
Láttu gólfið bara vera svolítið óhreint - það er ekkert hættulegt.
Þú hefur nóg að gera í prófundirbúningi, einbeittu þér að honum í bili, dúllan mín. Hjölli verður bara að sópa og skúra ef þér misbýður algjörlega "subbuskapurinn" :D
Grindarlos er öööömurlegt en lítið við því að gera svosem. Maður verður alltaf að vera að sætta sig við eitthvað ;)
Hugsa daglega til ykkar, þín og bumbubúans. Farðu vel með ykkur áfram :-*
nohhh hann gæti ekki haft það betra blessaður - tók einmitt eftir því í gær að kúlan stækkar 2x hraðar núna en hún gerði áður!!! allt í einu stendur hún WAYYYY OUT!! og lætin þar eru gríðarleg - alltaf! Svo sumum líður greinilega mjög vel. Enda gerum við okkar besta :D
Skrifa ummæli