Elsku "sambands hatari"....
you I'm talking to you.... stundum veltir maður samt fyrir sér "af hverju er ég að brasa í þessu..." en svo sest maður niður - eins og núna - og pælir, - vá ! hef tíma til að pæla... nei annar handleggur... og já pælir.... og ég finn þegar ég hugsa, "af hverju, er það þess virði...?" og já oftast kemst maður að þeirri niðurstöðu að það er það. Þá eru það ekki matseldin (sem er reyndar snilld hjá minum manni) né bílaviðgerðir... (sem er reyndar ekki hjá mínum manni) heldur eitthvað óútskýranlegt, sem maður vonar að flestir fái einhvern tímann að finna fyrir.
Og allar okkar samræður á kaffihúsum um þessi málefni, hafa alltaf skilið eftir umhugsunarefni.. Pistillinn þinn var afar gott umhugsunar efni því hann kom á svo góðum tíma. Mikið í gangi í hausnum mínum þá, og akkúrat þessi spurnig "why bother...?" Hve oft þessa dagana elsku kellingin mín hef ég óskað þess að ég gæti hringt í þig og fengið þig með mér á kaffihús....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli