Góðan daginn mín kæru!
Reyndar komin á fætur um átta - út að labba með tíkina, morgunmatur, leika við tíkina, og reyna að finna einhverja eirð í mér til að læra smá - en ég held að ég sé að fá einhverja pest. Með nebbarennsli, mér er obbosslega kalt, svo ég lagðist aðeins aftur upp í rúm - og er núna komin með kaffibollann og er að telja sjálfri mér trú um að hann sé töframeðal dagsins.
Hjölli og Valur fóru um átta að vinna. Duglegir strákar. Annars var Valur að tala um að ná í bílinn sinn. En hann talar ekkert um að flytja í verbúðina þar sem hinir gaurarnir eru farnir??? Ætlar hann að setjast að hjá okkur?? ég veit ekki neitt....
Við fluttum skólaselið í gær svo núna er ég í skólaselsíbúð. Og vonandi á morgun verður dagurinn rólegur. Vorum með fund í gær, við Helga skólastjóri, með foreldrum krakkanna. Og þeir sem mættu í gær ætla ekki að senda börnin sín í skólaselið á morgun, svo kannski verð ég bara barnlaus, þá ætla ég að nýta tímann og læra - hehehehe
Engin ummæli:
Skrifa ummæli