þriðjudagur, september 30, 2003

Góðan daginn öll!!

er löngu vöknuð - ætlaði sko að læra í morgun - en þar sem ég bý með tveimur fullorðnum og greinilega "handicapped" karlmönnum þá komst ég ekki að kaffikönnunni í morgun fyrir sóðaskap - eftir daginn í gær held ég - fór lítið inn í eldhús í gær því hmmmm hvða var ég að gera í allan gærdag og í gærkveldi ... jú alveg rétt - var að vinna og svo læra og svo fór ég í skólann - á milli þess sem ég fann 10 mín til að leika við hundinn kl hálf sex í gærkveldi og fór með hana á uppáhaldsstaðinn hennar svo ég í sakleysi mínu ætlaði að fara inn í eldhús og hella mér upp á kaffi kl hálf átta í morgun - en nei..... semst lærdómstíminn minn fór í að þrífa !!!!!!!!!!! Hjölli var að tala um að vakna fyrr - ok semst er það svo ég hafi tíma til að þrífa eftir þá og læra???? mér er spurnÐ?? Þarf ég alltaf að biðja um að tekið sé til??? þarf þetta alltaf að fara út í það að ég verði brjáluð í skapinu og nöldri og þurfi að biðja um þetta?? og af hverju slær Hjölli slöku við þegar Valur er hérna??? ég veit að þegar hann eldar þá vaska ég upp - en ég bjóst ekki við að það væri þannig þegar ég væri í 120 % vinnu (skóli, vinna, heimalærdómur) og væri kannski að meðaltali 4 tíma heima yfir daginn vakandi og af þessum 4 tímum fara 2 og 1/2 í að læra, helst 1 tími alls í hundinn og þá á ég 30 mín eftir sem mig kannski langar til að SLAPPA AF!!!!!!!!!!!!

Annars var ok um helgina. Á laugardagskvöldið fórum við í staffapartý hjá skólanum heima hjá einni, og fórum með þeim á ballið sem var haldið í tilefni 70 ára afmælis kaupfélags fáskrúðsfirðinga. Ég skemmti mér mjög vel, dansaði helling og talaði við fullt af fólki. Við Hjölli höfum ekki farið út saman síðan í R-vík (að frátöldu þessum tveimur kvöldum í Mývó) og við nutum þess að skemmta okkur saman.
Sunnudagurinn fór svo í þynnku og leti. Horfðum á imbann og átum nammi.

Vona svo heitt og innilega að þessi vika verði jafn fljót að líða og síðasta vika og helgin komi aftur fljótlega. Ég er í svona "nennekkineinu" ástandi núna. Mér finnst eitthvað allt svo eins og það á ekki að vera - vantar að allt sé í föstum skorðum. Það er bara eitt sem veldur því = Valur. Allt þetta vesen með hann og hans vinnu og peninga og bla bla - meira að segja held að hann hafi fengið aur í gær (lifði á okkur um helgina - sígós og bjór) og hann var á barnum þegar ég kom úr vinnu og kíkti heim held ég um kvöldmatinn - át (þreif ekki) og fór svo aftur á barinn - var þar þegar ég kom úr skólanum. HVAÐ ERUM VIÐ FUCKING HÓTEL!!!!!!!!!!???????????????

Engin ummæli: