Komin á fætur eftir svefnlitla nótt...
Svaf lítið í nótt. Leið ekkert of vel. Þetta er alveg að fara með mig. Síðan 20. júli erum við ekki búin að hafa moments peace hérna. Fyrst strákurinn svo Valur. Og nú þegar strákurinn er farinn þá eykst bjórdrykkjan. Ég talaði um það við Hjölla áður en Valur kom að ég hefði áhyggjur af þessu bjórsulli í honum. En Hjölli fullvissaði mig um að hann væri að koma hingað til að vinna en ekki drekka bjór. En nú er annað uppi á teningnum. As we speak þá sefur Valur - ætti að vera farinn að vinna. Svo drekkur hann bjór fram eftir degi. Versta er að Hjölli er að síga í sama farið og hann. Þeir eru byrjaðir að sulla snemma. Þetta er að gera mig vitlausa. Það er eitt að búa með einum alka - sem gekk vel áður en Valur kom, en að búa með tveimur er einum of mikið fyrir mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli