fimmtudagur, september 04, 2003

Komin heim úr skólanum með viðkomu á Hótel Bjargi...

Jæja - þá er deginum finallly lokið. Ég parkeraði bílnum og fór niður á bar og fékk mér öllara. Valur átti leið hjá og ég dró hann inn - "misery loves company" eins og máltækið segir... Komum heim uppúr tíu og Hjölli var í rúminu "sofandi" veit ekkert um það. Ég allavega hef minnstan áhuga á að sofa þar í nótt - hugsa með góðri tilhugsun um stólinn minn í stofunni - eða já svefnbekkinn okkar góða þar. Þið sem þekkið mig - vitið hvernig ég verð þegar ég er svona reið. Þið skiljið hvað ég á við. Ég er alveg snarvitlaus ennþá í skapinu út af þessu. Samt finn ég að ég er að þroskast - ég næ að skilja þetta frá hinu daglega lífi þe vinnu og þess háttar. Áður fyrr þá tók þetta upp alla mína orku og hugsun. Áður fyrr hefði ég allls ekki sofið undir þessum kringumstæðum, eins og sl nótt, svaf eins og ungabarn með engar áhyggjur. Spurningin er bara hvernig þetta verður þegar við mætumst á morgun.... hugsa að það fari alfarið eftir hvernig ég verð í skapinu. Núna td gæti ég alls ekki rætt þetta - ég held að ég myndi hreinlega stúta manninum.....

(nú hugsar Dóa "vá Guðrún er reið.."

Engin ummæli: