Enn einn mánudagurinn....
Og við Kítara erum búnar að fara í labbitúrinn okkar, borða, leika okkur og alles. Þeir fóru til vinnu snemma í morgun svo við erum bara hérna tvær að dúlla okkur.
Var svaka dugleg um helgina að læra, kláraði öll verkefnin og las allt sem átti að lesa.
Annars var helgin róleg, vídeó og popp.
Af öðru að frétta - þá voru sumir mjög aumir, mjög skömmustulegir, og það sem okkur fór á milli fer ekki hér á prent.
Þannig að í dag heldur lífið áfram í sínum vanagang, og eins og ég hef oft sagt - vandamál eru verkefni sem þarf að leysa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli