þriðjudagur, september 02, 2003

Erfiður dagur hugsa ég..........

Hef áhyggjur að þetta eigi eftir að verða erfiður dagur. Börnin eru óróleg, erfið. Ég er þreytt og ekkert allt of vel fyrirkölluð í dag.

Ég er soldið að stressast upp yfir að þetta eigi kannski ekki við mig. Margt við þetta sem ég er ekki að fíla. En kannski er það líka bara dagurinn í dag sem er svona - ég er sifjuð, svöng og þreytt.

Talaði við Hjölla áðan - hann hélt að ég væri svona í skapinu vegna þess að ég væri fúl yfir peningum, huh.... right. Ég sagði honum í síman áðan að það væri vegna bjórsins og ekkert annað - benti honum á það sem hann sagði við mig áður en Valur kom - "huh já ég man" svo sagði ég við hann að ég vildi ekki ræða þetta í símann núna - heldur bara þegar ég kæmi heim. "ha já já" (þe ef ég lifi þennan dag af...)

Já svo er skólinn í kvöld - ég held að það eigi eftir að vera bara gaman þar - hressar stelpur sem eru með mér í skólanum - og hresst lið. Algebran á eftir að vera mér erfið hugsa ég.... en meira um það seinna

later..............

Engin ummæli: