föstudagur, september 12, 2003

Og dagur að kveldi kominn...

Búin að vera ógissslega dugleg í dag. Mætti upp í sel um eitt og lærði með Jóhönnu, byrjaði á sögunni og hélt því áfram til fimm í dag, reyndar kom ég heim í millitíðinni. Tók þá dönskuna fyrir og svo endaði ég á íslenskunni. Ætla að geyma náttúrufræðina til morguns, þegar heilinn er búinn að reboota aftur... Keypti mér popp og kók til að hafa með náttúrufræðinni á morgun. Quality stund með námsbókunum í fyrramálið.

Er svo komin með 1 stk kaldan til að aðstoða heilann við að komast í sama horf aftur, ég er gjörsamlega úttroðin af þjóðernishyggju, lýðfrelsi, byltingum og konungum, sáttmálum, kjörsókn og kotungum.....

Kítara ekkert smá hamingjusöm yfir að hafa mig svona mikið heima, hefur varla viljað að sjá af mér.

Engin ummæli: