þriðjudagur, september 23, 2003

Þriðjudagur enn og aftur...

og ég í eyðu - again.
Lífið heldur áfram sinn vanagang hérna fyrir austan. Eftir rólega en annasama helgi - þá á ég við - róleg = gerði ekkert og ekkert gerðist - annasöm = mikill lærdómur. Og aftur kominn þriðjudagur.

Af hverju er það að þegar við kvenfólkið tölum um að allt sé skítugt heima að við séum að nöldra? Hvernig stendur á því að þegar ég bý með 2 karlmönnum núna að sumir sem ég hef búið með lengur haldi að það sé bara allt í lagi að gera ekkert varðandi óreiðu og mess? Að ég sé meira líbó þegar annar karlmaður er kominn á heimilið? það er í raun alveg andstæðan við það. 2 karlmenn = meira mess = frekara nöldur.
Þessa dagana er ekkert að gera hjá þeim í vinnunni. þeir hanga niðri í tölvunum og lyfta ekki litla fingri til að gera neitt. Jú Hjölli eldar stöku sinnum. Valur kaupir brauð, ost og skinku (til að borga eitthvað fyrir hið fría húsnæði, netaðgang og 75% fæði) En - ég geri allt hitt. Ég vinn, ég er í skóla, og td núna í kvöld þá setti ég í skúffuköku no 2 á 2 dögum. Ég ryksuga og skúra eftir tíkina - hey ég vil geta gengið um húsið á sokkunum - er það of mikils mælst?? En það var sl sunnudag - þe fyrir VIKU OG 2 DÖGUM!!! Þeir hafa ekkert gert - nada - zip og zero!! Daginn eftir var allt komið í sama horf (tíkin er afar aktíf)- ég ryksuga aftur. og aftur og aftur og aftur.... ok - við eigum að gera þetta saman. Þá finnst mér allt í lagi að td einhver af hinum íbúum hússins - sem eru td meira heima en ég - nota þar af leiðandi td eldhúsið meira en ég, að þeir geti alveg þrifið eftir sig - td þurrka upp kaffi ef það hellist niður - ÞAÐ ERU TIL TUSKUR Á HEIMILINU!!!! Þetta virðist ekki ná til þeirra - og ef ég impra á þessu - þá er ég að nöldra!

Þetta er td ein STÓR ástæða fyrir að ég er búin að fá nóg af því að vera með auka aðila á heimilinu. Það fer ekkert þannig fyrir honum (þar sem ég setti stopp á bjórinn) nema þegar viðkemur að eldhúsinu - come on - við eigum 8 stk af stórum matardiskum - milljón glös - hey einn daginn voru 3 stk af matardiskum í eldhúsinu og örfá glös - og hvar voru þau??? nú auðvitað niðri í tölvuherbergi þeirra!!! það er borðað - ekki gengið frá , og diskar og glös á bekkjum og á borðinu uppi.
Í kvöld - hafði ég ekki geð á að borða í svínastíunni... Og það sem fer meira í skapið á mér að ÞAÐ ER ALDREI HÆGT AÐ TALA UM ÞETTA VIÐ HJÖLLA ÞVÍ HINN ER ALLTAF ÞARNA ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF

Engin ummæli: