þriðjudagur, september 09, 2003

Komin á fætur og komin á ról...

Og er við það að setja sjálfa mig í gírinn fyrir vinnudaginn. Það á víst að flytja okkur í skólaselinu, flytja okkur í blokkina á móti þar sem við fáum okkar íbúð þar. bæði gallar og kostir við það. Annars er fílíngurinn hjá mér þessa dagana að ég er ekkert svo mjög að fíla þetta starf. Mér finnst allt of mikið moð í kringum þetta, allt eitthvað svo í lausu lofti. Byrja að vinna á elliheimilinu sem ég fíla ekki - ég réð mig í skólann ekki í eldhús. Nota bílinn minn í þetta til að flytja matinn á milli - og ég borga þar af leiðandi allan kostnað þar, burðast með matarkassann upp og niður stiga (hann er þungur). Og ég veit ekki af hverju en ég finn alltaf fyrir stresshnút í maganum fyrir hvern vinnudag. Þessa dagana langar mig bara til að vera heima......

Engin ummæli: