föstudagur, september 12, 2003

Föstudagur; bjartur og fagur!!!

já eða þannig - mér allavega líður þannig - þó það sé rigningarlegt úti og rok. Ég er útsofin, tíkin er útsofin. búnar að fá okkur morgun gönguna, og þarf ekki að fara af stað fyrr en um eitt á eftir. Starfsdagur kennara og engin börn í skólanum. Og ekkert foreldri vildi að barnið sitt væri í selinu eftir hádegi. Nema ein mammma, og það barn er með stuðningsfulltrúa með sér, og hún er einmitt í skólanum með mér og við ætlum að læra í dag í seliinu. Nýta tímann.

Hjölli og Valur fóru að vinna kl sex í morgun.... þá held ég að Valur hafi ekkert sofið áður en hann fór. En ég slökkti á klukkunni, snéri mér á hina hliðina og hélt áfram að kúra, ekkert smá notalegt.

Rigning dauðans..

Í gær var ein sú skaðræðasta rigning sem ég hef lent í hérna á Íslandi. Ekki svona bla rigning og í R-vík - heldur RIGNING!!! maður varð gegnblautur á að hlaupa úr bílnum og inn, þetta var alveg rosalegt. 'Eg keyrði síðustu börnin heim í gær kl fimm því mér datt ekki í hug að láta þá labba heim, og þegar ég var að hoppa úr bílnum til að opna fyrir þeim og hoppa í bílinn aftur - bara við það gegnblaut - minnti mig á demburnar í US.

Starfsdagur kennara....

En mér finnst ekket smá skondið þessi "starfsdagur kennara" - þau eru öll á Djúpavogi á árshátið kennarasambandsins, og á ráðstefnu bla - sennilegast í dag eru þau öll mega þunn og meika ekki að vera til. Hátíðin var í gærkveldi - og allir horfnir úr skólanum fyrir fjögur.. semst - starfsdagur kennara í þessu tilfelli er eins og vísindaferðir í skólum.....
En foreldrar halda að kennararnir séu uppi í skóla að vinna að næstu verkefnum og undirbúning fyrir nám og þess háttar - er rétt að blekkja fólk svona og taka út dag úr skólanáminu til að halda í svona reisur???

Engin ummæli: