fimmtudagur, september 04, 2003

Fínn dagur í vinnunni.... samt enn pirruð/reið vegna........

Í góða veðrinu í gær fórum við skólaselið í gönguferð upp í fjall. Tilgangur ferðarinnar var að tína blóm og jurtir til að föndra úr í dag. Ég nefnilega þurfti sko að tína plöntur fyrir náttúrufræðitímann í kvöld og sá mér leik á borði að slá þessu öllu saman. Var nefnilega alveg snilldar veður í gær, geggjaður hiti, en engin sól.
Svo í dag, þá settumst við börnin niður og föndruðum svona gluggaskraut, þe settum inn í plast og settum svo inn í hitavél sem límir þetta einhvernveginn saman, rosa gaman hjá okkur, meira að segja sú sem vill aldrei gera neitt var alveg óð í að gera meira. Reyndar fer lítið upp í glugga því allir vildu fara með heim og sýna mömmu og pabba. Og ég náði að gera mitt náttúrufræðiverkefni :D

Á morgun ætla ég svo að taka af þeim myndir, sem þau svo líma á litaðan A3 pappír að eigin vali, skreyta pappírinn með fram, og svo skellum við þessu í sömu vélina og voila - diskamottur :D

Svo ákvað ég að kíkja heim - aðallega til að athuga með tíkina, talaði við Val áðan og hann sagði að Hjölli hefði komið heim um hádegi. As we speak þá liggur hann "sofandi" inni í herbergi. hvort hann sé sofandi eða þykist vera sofandi veit ég ekki - hugsa að hann vilji bara ekki tala við mig því hann veit að ég er brjáluð út í hann.
Ég ætla líka að ganga á hann með peningana - ég veit að hann laug að mér í gær með það - aftur - svo ég ætla að leggja mín spil á borðið - þetta gengur ekki lengur - ég er alveg við það að fá nóg..... nei ég er komin með nóg.......

Engin ummæli: