föstudagur, október 03, 2003

Jæja loks staðin upp og komin á ról

Ég var frekar slöpp sunnudag, mánudag og þriðjudag. Hélt fyrst að á sunnudaginn væru bara eftirstöðvar af laugardagskvöldinu en það reyndist ekki vera. Svo á þriðjudagskvöldið var ég skotin niður og gat ekki hreyft mig úr rúminu á miðvikudaginn. Ibufen og ég are like this!!! Kítara skildi þetta bara alls ekki - ég komst ekki með hana út að labba. Svo í gær var ég líka heima - með smá hita og hausverk en ákvað í dag að láta slag standa og drífa mig af stað. Vona bara að mér slái ekki niður. Ætla að vera svo dugleg um helgina að mála - þe ef veðrið verður ok.

Núna er sko snjófjúk dauðans og geggjað kalt. Me not like og Kítara ekki heldur. Hún vildi fara út - pissa og kúka og svo "thviiinnnnn" beint aftur inn. Enda var Jeltsin ekki úti svo það var ekkert spennó í gangi.

Á þriðjudaginn mætti ég Hjölla í útihurðinni þegar ég var að koma heim úr vinnu og við röltum niður í sjoppu/hótel/bar settumst niður og fengum okkur kaffi og ræddum málin. Hann er líka geggjað þreyttur á þessu ástandi. Valur alltaf heima - Hjölli er vanur að geta verið einn heima og vill vera einn stundum - eins og við öll - en sl mánuði hefur hann ekki fengið tækifæri á því - strákurinn kom í júli, og Valur í ágúst og núna er kominn október!! Hann vonar að þetta fari að taka enda. Valur er farinn að leita sér að annarri vinnu - sótti meira að segja um hérna á frystihúsinu "til að fá peninga svo ég geti farið annað" þá á hann við "aftur suður" - krosslegg fingur !!!

Engin ummæli: