sunnudagur, október 12, 2003

Letidagur, pjúra letidagur..

samt lærði ég og undirbjó mig fyrir söguprófið á morgun. Ég komst ekkert inn í dönskuprófið á netinu en það hlýtur að reddast - ég sendi kennaranum milljón meil í gær og í dag.

Og kúkurinn er heimsmeistari í Formúla1. Til hamingju Ferrari fólk!! ég vaknaði kl hálf sex í morgun til að horfa á þetta - sat ein í stólnum mínum - meira að segja tíkin nennti ekki með mér - svo ég naut mín alveg í botn. Alveg í friði!!

Já Valur var að skríða á fætur (look at the time when this is posted!!) og tilkynnti okkur að hann væri búinn að fá pláss á bát. Ok frábært !!! Loksins!! en ein spurning þó - hvernig fer þetta með lögfræðskuldina sem er á nafni Hjölla út af honum og hvað ætlar hann að gera við þetta drasl sem orskakaði þessa skuld????

Engin ummæli: