laugardagur, október 04, 2003

Úff er ekki að nenna neinu núna mar....

Vaknaði um tíu í morgun, ryksugaði, fór út með tíkina, bakaði, setti tíkina í bað, settist aðeins niður með kaffi og sígó, fór sjálf í sturtu og allt í einu var klukkan orðin eitt. Fórum út í Vattarnes í kaffi og vorum þar til að verða fimm. (þau eru með heitan pott í garðinum.. það hríslaðist um mig löngun í heitan pott og rauðvín mmmmmm)
Og núna sit ég við tölvurnar og er ekki að nenna neinu. Ætti að vera að læra - hvað, ekki með á hreinu, bara nennekki í augnablikinu. Er í algjöru letikasti. Langar einna helst til að gleyma mér í Morrowind, hef ekki spilað hann lengi.

Sat til þrjú í nótt að horfa á Andromeda sem eru starship þættir af netinu - og ég verð að viðurkenna að ég er Andromeda fíkill. Gæti alveg hugsað mér að setjast núna niður með eitthvað nasl og horfa á Andromeda og gleyma stað og stund og jafnvel sofna bara yfir imbanum... er hvort eð er nokkuð í sjónvarpinu í kvöld?

Eða taka skurk í Morrowind, spila hann til morguns, það er líka option sem mér finnst snilld, friður frá simum, hundi, köllum og öllum.....

Í kvöld er í boði:
20.35 Vögguvísa - Hriktir í stoðum 211
(Cradle Will Rock)
Bíómynd frá 1999
22.49 Bræðralag úlfsins BB 212
(Le pacte des loups)
Frönsk spennumynd frá 2001
01.10 Skaðræðisgripur IV BB e 213
(Lethal Weapon IV)
Bandarísk spennumynd frá 1998
03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

jamm Ríksisjónvarpið klikkar ekki!!!!

Engin ummæli: