þriðjudagur, október 14, 2003

Nattens Kys

Loksins búin með þessa bók og prófið í henni, datt nefnilega út af listanum hjá kennaranum - þess vegna komst ég ekki inn á prófið. Söguprófið aftur á móti... well það verður bara að koma í ljós hvernig það fór. Gekk ekkert of vel, en það gekk hvort eð er ekkert upp í gær svo af hverju ætti það hafa gengi upp?? Sumir dagar eru bara svona - og endaði með að haldfangið á tölvutöskunni minni slitnaði af og ljósaperan í svefnherberginu dó. Þetta tvennt lýsir fullkomlega deginum í gær.

En í dag er nýr dagur - og ég ætla að byrja daginn á að segja "í dag verður góður dagur" og hugsa þessa setningu í dag. Gærdagurinn er liðinn, og ég ætla ekki að hugsa meir um hann.

Engin ummæli: