mánudagur, október 06, 2003

Rugluð þegar ég vaknaði..

Fór mjög snemma að sofa í gær. Held að ég hafi sofnað um tíu, sem er frekar snemmt að mínu mati. Lá uppi í rúmi og hlustaði á sögu í MP3 spilaranum mínum - Earthlink. Nema ég sofna alltaf þegar ég er í 3 kafla....

En svo vaknaði ég í morgun - rugluð eftir drauminn sem mig dreymdi. Mig dreymdi Sibba heitinn, sem lést fyrir 7 árum siðan. Draumurinn var svo raunverulegur, og svo ljúfur. Við vorum allar stelpurnar í partýi, og hann og fleiri gamlir vinir, alveg eins og í gamla daga. Og það var svo gaman, við skemmtum okkur öll svo vel.

Engin ummæli: