Fyrsti snjórin
þegar við vöknuðum í morgun var fyrsti snjórinn á jörðu. Það var alveg meiriháttar að fylgjast með Kítöru fara út í snjóinn og kanna aðstæður. Hún hefur aldrei séð snjóinn áður. Fór með hana út i labbó og tók myndir af henni kanna þetta hvíta kalda stöff sem var á jörðinni. Fannst rosa gaman að grípa snjókúlurnar og hoppa um. En svo kom rigningin - og engin smá þrusu rigning og skolaði öllu í burtu.
Ég er að reyna að finna lærdómsgírinn. Finn mér alltaf eitthvað annað til að dunda við en að byrja á þessu. Heppni að ég skuli ekki vera búin að lóda Morrowind, þá væri ég forever doomed......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli