miðvikudagur, desember 24, 2008

Gleðileg Jól

Okkur Gabríel langar að óska ykkur öllum gleðílegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Við þökkum allar góðar stundir og vonum að við náum að hitta sem flest ykkar á nýju ári!

Gabríel Þakkar allar afmæliskveðjur, kort og gjafir. 

Eigið ánægjulega hátíð

Guðrún Kristín og Gabríel Alexander

christmas-new-year-santa-claus

sunnudagur, desember 21, 2008

Hangikjöt, jólahús og jólakort..

Yndisleg helgi.  Sonur fór til pabba síns á föstudag og kom heim í gær.  Við skreyttum jólatréð, já og skreyttum hjá okkur hreinlega.  Við verðum svo lítið heima að mér finnst allt í lagi að hafa þetta uppi smá á undan jólum, til að njóta þess.  Gabríel er svo mikið jólabarn að hann elskar allt þetta glingur og dót, ljósin og skrautið. 

Í dag fórum við í jólahúsið, dunduðum þar í nærri klukkustund :) og á Gleártorg, mikið er gott að geta bara labbað um og skoðað -búin með allar gjafir svo ekkert stress :o)

Ég var að klára að skrifa á kort.  Tölvan mín er öll í glimmeri, það er rautt glimmer á sumum kortunum he he .  Ég nefnilega sá að ég skrifa heldur fleiri kort en 10 stk - skulum heldur tala um 22 stk... já ég er svo heppin, að ég á svo marga að sem mér þykir vænt um.  Ég var einmitt að tala um jólin við Gabríel og ég fann hve heppin við erum.  Og ég þakka fyrir það á hverjum degi hvað við eigum góða að.

miðvikudagur, desember 17, 2008

Samningur í höfn

var að skrifa undir ráðningarsamninginn minn.  Vá hvað ég er sæl með þetta allt saman!! Og byrja að vinna 5. janúar á nýja staðnum.  Hlakka bara til að byrja og prufa eitthvað nýtt :o)

Setti upp 2 seríur í gær.  Keypti of litlar svo þær urðu þríhyrntar í gluggunum mínum. Ætlaði líka að pakka inn í gær en fattaði að ég átti bara til EJS hvítt stórt límband og passar það ekki sérlega vel við pappírinn sem ég hafði valið, þannig pakkað inn í kvöld og sent á morgun það sem senda þarf :o)

Jámm jólaskapið er sko í hámarki og það er bara eftir að skreyta jólatréð og það munum við sonur gera um helgina :)

IMG_6582

 

mánudagur, desember 15, 2008

heima með kaffibollann

og drengurinn minn er að hvíla sig.  Við erum heima því hann var lasinn um helgina og ég ákvað að taka enga sénsa í dag.  Mældi hita í honum í gær og hann kvartaði um í eyrum.  Og hann er með mega framleiðslu af hori.  En hann er hress í dag.  það eru allavega miklar líkur á að hann fari í skólann á morgun. 

Hann fór í sveitina um helgina.  Pabbahelgin varð ekki, kom svolítið uppá, og pabbi minn brunaði bara í bæinn og sótti minn litla mann. Mikið er gott að eiga góða að þegar upp kemur svona skyndilega hlutir sem maður getur ekki ráðið við.  Mikið var minn litli maður kátur þegar afi hans kom og sótti hann.  Og vildi strax fara heim til ömmu.  Hvernig málin þróast svo héðanaf verður bara að koma í ljós.

Ég vann minn sennilegast síðasta laugardag.  Nýjan vinnan mín hjá Orkusölunni er 9-5 eða 8-4 vinna (ekki alveg ákveðið enn) og engin helgarvinna.  Orkusalan er að opna skrifstofu hérna á Akureyri.  Það verður gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu.  Þarf ekki að fara á bætur, þarf ekki að leita meira. 

En allavega.  Kláraði jólagjafainnkaup og kortaskrif um helgina.  Næst er að pakka inn og senda það sem senda þarf :o)

Jóladúkar, jólasveinar, kerti og jólagardínur eru komnar upp. Jólaseríur tínast upp hver af fætur annarri, á bara eftir 2 glugga sem eiga að fá seríu. 

Mikið er gaman að vera til !!!  Jólaskapið er í hámarki !!

Sonur minn er í fótboltaliðakennslu hjá þeim systkinum úr Lynghrauni 10.  Hann á að halda með Arsenal og gengur vel.  Allavega labbar hann upp kallandi "Arsenal Arsenal eru bestir"  go Hjörtur frændi hans gaf honum Arsenal fótboltabúning:

DSC04366

miðvikudagur, desember 10, 2008

Dagurinn í dag var góður dagur...

Í gær reyndi ég að herða stofninn og sendi strákinn í skólann með hornös.  í dag var ég hreinlega ekki með samvisku í það.  Pabbi hans ætlaði að annast hann á meðan ég var í atvinnuviðtali en svo birtust foreldrar mínir óvænt í stigaganginum :o) Svo mamma fékk heiðurinn af þvi að leika við hann. Hann er reyndar afskaplega hress og fer að öllum líkindum í skólann á morgun, annars fer hann til pabba síns :o)

Eníveis. Viðtalið gekk eins og viðtöl ganga.  Manni finnst manni aldrei ganga vel.  Mér fannst ég ekki ná til þeirra, en svaraði öllu og var aldrei rekin á gat.  Heiðarleg og skilmerkileg svör, og þar sem ég hef mikla reynslu á þessu sviði þá kom ég hvergi að tómum kofanum.  En samt var ég ekki alveg nógu ánægð og var alls ekki bjartsýn. 

Gaf foreldum mínum kjötsúpu í hádeginu.  Það er stórt skref að fá hrós fyrir matargerð :o) og þau voru mjög ánægð með súpuna !! sko ég er alveg að verða meistari í matargerð !!

Þetta var afskaplega notalegt að hafa þau hjá okkur þó stutt væri. 

Um tvö er hringt, ég þekki númerið - ætlaði varla að þora svara.. bjóst ekki við svari svo fljótt.  Og viti menn ÉG ER KOMIN MEÐ VINNU!!!! ég hreinlega dansaði stríðsdans og fékk oföndunnarkast og talaði uppi í háa céinu....  - ekki við þær, en við mömmu og pabba og Dóu...

spennufall aldarinnar. 

Og um 18:00 var sonur minn var gómaður svona:

 DSC04334

Jámm - góður dagur í dag !!!

 

föstudagur, desember 05, 2008

Laufabrauð og Emil í Kattholti

jámm við sonur erum á leið í sveitina á eftir.  Hann bað um nesti, ég spurði hvort hann vildi fá svona popp í poka eins og síðast "nei ég vil samloku... samloku með skinku og osti í svona poka eins og poppið var í" - minn maður ákveðinn.

Já það er sem sagt stefnt á laufabrauðsgerð og svo leikhús.  Hlakka mikið til að sjá verkið.  Vel látið af þessar sýningu og þetta verður fyrsta leikhúsferð sonarins :)

Hérna eru myndir frá fryrri árum laufabrauðsgerðar - hefur oft verið farið í Vogafjós og hitt jólasveinana:

2006:

gah_jolo2

2007: 

2101243419_0c1e1e47b7

Vona að þið eigið góða helgi :o)

  

þriðjudagur, desember 02, 2008

Logitec vefmyndavélin mín

oki.. ég lánaði einhverjum vefmyndavélina mína með þessum orðum "nei ekki málið ég nota hana aldrei.."

en núna hreinlega man ég ekki hverjum ég lánaði....

22 dagar til jóla...

og 22 dagar í afmæli Gabríels.  Vá hvað tíminn líður hratt.  Var einmitt að finna jólastöffið um helgina.  Setti upp aðventuljósið sem ég verslaði mér um daginn.  Fann jólagardínurnar og setti þær í þvott.  Fann jóladúka og setti þá í þvott.  Gabríel var hjá pabba sínum um helgina.  Ég saknaði hans heldur meira en vanalega.  Var hrikalega gott að fá hann heim.

Á föstudag var foreldrakaffi í skólanum hans.  Og mér datt í hug að ath hvort pabbi hans vildi nú ekki mæta líka sem hann auðvitað gerði.  Þetta gerði svo mikið fyrir Gabríel, hann vissi ekki hvar hann átti að sitja og endaði með fimleikum á milli læra ha ha ha ! En hugsið út í þá foreldra sem geta þetta ekki. Hvað þau missa af miklu og hve mikið það særir börnin!  Mér finnst það einmitt svo gott að við getum öll talað saman - við erum jú fullorðið fólk sem berum hag Gabríels fyrir brjósti.  Hann er heppinn sá stutti :o)

Á laugardag var jólahlaðborð EJS.  Það var haldið á KEA eins og í fyrra og var maturinn geggjaður... ef fólk vill fá nánari lýsingu verður það að hringja :) - það er of langt að skrifa það hérna (enda fæ ég ekki borgað sem matargagngrýnandi) Þetta kvöld var hið skemmtilegasta.  Byrjað á fordrykk hjá Reyni sem er nýfluttur í nýja húsið sitt - sem er rosalega flott btw.  Matur góður, og hvítt/rautt með - og auðvitað var maður ekki að taka bara annað þar sem þetta var í boði EJS.   Á eftir fór hersingin á Café Amor.  En ég stoppaði ekki lengi, því maður var svo saddur að ég þráði það eitt að komast í rúmið mitt og liggja á meltunni. Og var ég ekki ein um það. Þeir hörðustu fóru á Kaffi Akureyri og skemmtu sér vel!

En knús til þeirra sem komu heim um jólin!! Kalli og Raggý eru komin heim í 2 mánaða stopp frá Eþíópíu!! Velkomin  heim elskurnar - vonandi næ ég að knúsa ykkur !!!  

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Nú er úti veður vont...

já það re ekki gott veður úti.  Ég hef heyrt sögusagnir um að það eigi bara eftir að versna.. sjáum til.  Mér finnst ákveðið gaman í svona veðri. Er á góðum bíl, á hlý föt og þá er ekkert því til fyrirstöðu að fara út.  En þó er heitur kakóbolli, teppi og jólaflíssokkarnir sem mamma gaf mér sl helgi hrikalega freistandi :)

En ég sit hérna í vinnunni, horfi út um stóra gluggann minn og fylgist með umferðinni.  Maula piparköku með heimalagaða súkkulaði/möndlukaffinu mínu sem ég hafði með mér í Starbucksbílakönnunni minni.  Hún heldur kaffinu mínu sjóðheitu í nokkrar klst!!!

Helgin framundan, jólahlaðborð, vinna, snjór.  Ætla að setja upp aðventuljós, kransinn og útiseríuna mína  - mikið hlakka ég til !!

gah2_dimmuborgir

mánudagur, nóvember 24, 2008

Jólasveinar og jólastrákar

Áttum alveg yndislega helgi.  Við fórum í sveitina og vorum þar í góðu yfirlæti, í rólegheitum og notalegheitum. Sonur minn er svo mikill afa og ömmu strákur að hann hlakkar alltaf rosalega til að fara.  Og það var ekkert öðruvísi núna. 

Fórum í fjárhús, þær eru alltaf jafn brauðfrekar blessaðar. Mér finnst alltaf jafn notalegt að kíkja í húsin, hitta þessar frenjur og vera innan um þær.  Tilbreyting frá stressinu, fréttunum, gemsunum, tölvunum, umheiminum. 

Fórum í Dimmuborgir á laugardag.  það var virkilega gaman.  Mamma kom með og Þórhalla systir, Lárus og Hjörtur Smári mættu líka.  Áttum svo góða stund í Skjólbrekku með heitt kakó og meðlæti, sem var alveg kærkomið eftir kuldann.  En það var afskaplega gott veður.  Kalt og stillt!! Setti inn myndir á flikkrið okkar. 

Kíktum í jólahúsið í gær.  Mér finnst alltaf jafn yndislegt að koma þangað! Jólailmur, önnur veröld, maður verður barn aftur!  Sonur minn er svo mikill jólastrákur, hann elskar ljósin og glingrið og dótið.

Við sonur áttum góða stund í gær, settum upp seríur og fengum okkur pylsur.  Hann talar um að fá að skreyta og skreyta og skreyta, og er harðákveðinn í að skreyta jólatréð okkar sjálfur! Enda er okkur farið að hlakka mikið til að skreyta og hlakka til jólanna.

Smelli inn  mynd af mömmu og jólasveininum :)

mamma_jolasveinn

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

ég á aðventuljós :o)

jámm það er kominn jólahugur í mann !! Hérna á Akureyri kyngir snjónum niður og allt hvítt!  Jólasnjór !!

Maður er að passa sig að setja ekki jólalögin á strax - mamma segir að það eigi ekki að byrja að spila fyrr en 1. des... hmm en að dusta rykið af diskunum er náttla allt í lagi :O) - reyndar veit ég um laumujólalagaspilara sem lesa þetta blogg hehehe.. nefni engin nöfn...

Fer að dusta rykið af seríunum. 

Annars er lítið að frétta.  Maður bara dritar út ferilskránni sinni á öll þau email sem maður sér að gæti notað mann eitthvað.  Það er lítið að frétta af atvinnumálum hérna á Akureyri, en ég er bara jákvæð.

Ég er í betri stöðu en margir sem eru þó enn með vinnu, svo ég kvarta ekki. 

Gaman að vera til - hlakka til jólanna - sem ég fæ td frí yfir alla hátíðina !!!  er í fríi 24 des og byrja ekki að vinna fyrr en 5 jan !! Og Dóan kemur, og Annan verður heima.  Mikið hlakka ég til !!!

knús til ykkar allra! 

 

laugardagur, nóvember 15, 2008

Yay !! myndin mín var valin :


Schmap Amsterdam Guide fann myndina mína á flickr síðunni minni af De Waag. Staður sem Dóa kynnir fyrir mér sem yndislegum stað. Ok þetta gamla hús var vigt fyrir skip sem komu með farma sína. Auk þess sem nornir voru brenndar á þessu torgi. Ég allavega fann fyrir frábærum stað þegar ég var þarna og við Dóa áttum góða stund þarna. Ég horfi á það sem "my happy place" - dagurinn sem við sátum þarna, með öl og samlokur, í sólinni, njótandi lífsins.

Allavega þá tók ég mynd af De Waag, og síðar setti á Flickr síðuna mína. Og einn daginn fékk ég tölvupóst um að ferðamannabæklingur vildi fá að setja myndina mína í hóp mynda til að velja úr fyrir næsta bækling. Ok ég samþykkti það og viti menn hún var valin!! ég er ógó ánægð. Þetta er ekkert borgað eða neitt, bara gaman að því að myndin mín kemur fram í bækling og á vefsíðu sem fær einhverjar flettingar... :)

brot úr bækling má sjá hérna og undir In De Waag, þar kemur myndin mín merkt Sólargeislinn sem er flickr nafnið mitt :

Schmap Amsterdam Guide

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

James Bond

EJS bauð starfsfólki sínu í bíó í gær.  Og popp og kók.  Var afskaplega gaman.  James Bond var bara býsna góður.  Sonur fékk Sylvíu og Áslaugu í heimsókn á meðan og miðað við brosið sem náði marga hringi (þakið súkkulaði) þá var hann hinn hamingjusamasti með þetta allt saman. 

Það snjóar á eyrinni í dag.  Og það eru 2 hús komin með jólaseríur í Skógarlundinum (götunni við hliðina á Hjallalundi) Mér fannst það afskaplega notalegt að sjá þetta í myrkrinu í gær.  Enda er þessi stytting á dagsljósinu ekkert að fara neitt afskaplega vel í mig.  Maður fer að lauma upp seríu og seríu svo lítið beri á :o)

 

föstudagur, nóvember 07, 2008

Lukkuláki, sveitin og talningar

nóg að gera á stóru heimili! Fer í hádeginu og sæki guttann minn og við förum uop í sveit.  Hann verður í passi yfir nóttina þar sem talning er í búðinni á morgun.  jamm... my fav.. not.

Hann fór í bíó í gær.  Þær buðu honum með sér Hulda, Tinna og Tara.  Fóru á Lukku Láka, og hann kom svona sæll með þetta allt saman heim.  Um átta, kom  hann, með súkkulaði skegg allan hringinn.  Útúrkeyrður, enda líka var hann alveg búinn þegar komið inn í rúm. Hann vildi ekki hlusta á sögu, bara fá klór á bakið og heyra Draumahöllina :o)

Eigið góða helgi :o)

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

49 dagar til jóla !!

og 49 dagar í afmæli Gabríels !

hó hó hó "!! jámm og bara 20 dagar þar til maður fer að lumast til að setja upp seríur hér og þar :) - annars sé ég seríur í nokkrum gluggum á leiðnni heim úr vinnu. Fólk er greinilega að lauma þessu upp svona í skammdeginu á þessum erfiðleikatímum.

Ég held ennþá ró minni og neita að stressa mig á þessu. Það hefur ekkert uppá sig að velta sér uppúr hlutum sem maður ræður ekkert við. Heldur brosa fram í heiminn og hugsa jákvætt !

Annars erum við sonur bara hress. Hann fer í sveitina á föstudag þar sem það er talning hjá okkur á laugardag. Ég fer svo uppeftir til hans að henni lokinni.

smá mynd til að sýna hve gaman er hjá þeim í skólanum og ýmis uppátæki:

IMG_4171

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Sunnudagur til rólegheita :o)

var að vinna í gær.  Fekk mér nokkra bjóra með vinnufélögunum á föstudag, þar sem SinginBEE var í gangi og EJS að keppa.  Við vorum bara býsna ánægð með okkar menn.  Teljum þó að Bjarni hefði getað klárað Stevie Wonder.  Þetta er sá sami sem sagði í flugvélinni á leið til Budapest "if someone is going to get arrested it will be me on behalf of my staff" þegar við Íris vorum með "flugdólgslætin" þegar við báðum um glös fyrir rauðvínið okkar þar sem við erum of miklar dömur til að drekka rauðvín af stút! hehe alltaf safnar maður reynslupunktum í sarpinn.  Og er hann orðinn nokkuð góður í stærð sá sarpur!

Helgin er annars búin að vera ljúf.  Fékk djammboð í gær, en þegar ég kom heim, dottaði ég og um tíu var ég hreinlega engan veginn reddí til að fara út. Við skulum taka það fram að ég svaf til níu í gær, aftur í gærkveldi nokkra tíma, og til níu í morgun líka OG fékk napattack um tólf í dag og nappaði til hálf tvö!!

Ákvað nú að skella mér í að verlsa fyrir heimilið.  En ekki vantaði mikið í búið.  Bæta aðeins í frystikistuna.  Ég er svo glöð í dag með þetta allt saman.  Borga mína reikninga, og þar sem ég hef ekki verið að eltast við einhverja "must have" draumóra þá er ég ekki með fjárhagsáhyggjur í dag.  Og vá hvað þetta er mikill léttir! 

Ég heyrði lagið með Eddie Vedder í dag - hef ekki heyrt í þónokkurn langan tíma; Society, og þetta lag lýsir alveg græðgi fólks, og því að fólk þarf að eignast allt.  Hluti sem skipta engu máli.  Ég er svo sammala Skjá 1 með auglýsingarnar það besta í heimi er ókeypis.  Texti Eddie Vedder er svona:

Society

hmmm ooh hooo hooo
It's a mistery to me
we have a greed
with which we have agreed
You think you have to want
more than you need
until you have it all you won't be free
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
When you want more than you have
you think you need
and when you think more than you want
your thoughts begin to bleed
I think I need to find a bigger place
'cos when you have more than you think
you need more space
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me
there's those thinking more or less less is more
but if less is more how you're keeping score?
Means for every point you make
your level drops
kinda like its starting from the top
you can't do that...
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me
society, have mercy on me
I hope you're not angry if I disagree
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me

~ Eddie Vedder~

miðvikudagur, október 29, 2008

Nýtt útlit á bloggið

já ég ákvað að breyta aðeins til og er bara býsna sátt við þetta :) Komment komu sjálfkrafa og ekkert vesen :o)

Og dagurinn í dag var afskaplega góður. 

Fallegur dagur í dag

já það er rosalega fallegur dagur úti.  Sólin skín á fjallið sem er klætt snjóbreiðu yfir allt og skíðasvæðið virðist vera nánast tilbúið! Það virðist sem allt muni standast hjá þeim í Hlíðarfjalli og fólk geti farið þangað um helgina og gleymt óvissunni, áhyggjunum og daglegu amstri á þessum döpru, dimmu og leiðinlegu tímum. 

Í dag finn ég hve heppin ég er.  Ég vaknaði í morgun, sonur minn svaf vel og vaknaði glaður. 

Ég næ alltaf að horfa á ljósu punktana.  Í dag er ég kannski búin að missa vinnuna, en ég hef þó 3 mánuði til að finna aðra.  Ég er bara með litla Euroskuld síðan ég þurfti að borga lögfræðingnum mínum í sumar til að losna undan gjaldþroti.  Já ! ég náði því - og þar sem ég lenti í því að horfa framan í gjaldþrot þá var ég ekki að kaupa bíl eða íbúð og er því skuldlaus í dag.  Ekkert sem hækkar í afborgunum þessa mánuði.  Ég borga mína leigu og sem fylgir því, leikskólann, mitt net og stöð 2. 

Ég er laus við hnútinn sem herjar örugglega á flesta í dag; hvernig stendur lánið eða lánin um næstu mánaðarmót?  Gjaldeyrislán eða verðtryggðlán - skiptir ekki máli.  Ég finn til með fólki sem var að missa vinnuna, sem er með miklar skuldbindingar, barnafólk og með ungling í framhaldi. 

Ég er ekki reið lengur, en ég er döpur yfir hvernig er farið með allt saman og hvernig þetta á eftir að fara með fólkið í kringum okkur. 

En það er fallegur dagur í dag og ég ætla að njóta hans!

mánudagur, október 27, 2008

Og lífið heldur áfram...

já gott fólk - ég var ein af þessum 33 sem fékk reisupassann á þriðjudaginn var.  Mér er nánast runnin reiðin, en það vottar smá eftir.   Var lítið við í vinnunni sl viku.  Naut samvista með syninum, snjór og snjóþota.  Hugsaði minn gang, mitt mál, mína aðstöðu.  Ég er jú eigna og skuldlaus þannig að það liggja allar leiðir opnar.   Ég get í raun gert hvað sem mig langar til.  Skólaganga er afskaplega freistandi, fyrir utan að það er nángast ógerlegt að lifa á LÍN láni  á leigumarkaði.  Og tala nú ekki um sem eina fyrirvinna heimilis.  Svo skólar erlendis?? 

Ég er heilsuhraust og við bæði.  Eigum góða að og erum ekki ein.   Það var td alveg það sem ég þurfti að fara í sveitina um helgina og kúpla aðeins út.  Smá rollustúss, og óveður.  Þegar dagsverkum var lokið var afskaplega notalegt að þurfa ekki að fara út, og hugsa til þess að maður gæti alveg komist upp með að vera bara inni :o)

Þetta að missa vinnuna er ekki heimsendir þó svo að manni finnist það fyrstu dagana.  Sérstaklega núna þar sem allt er svo óljóst varðandi fjármál og framtíðina í fjármálaheiminum.  Og enginn virðist vera óhultur með vinnuna sína.  Enginn veit hvað gerist á morgun eða eftir viku eða eftir áramót. 

Ég hef lent í  þessu áður.  Og hingað til hefur þetta alltaf leitt til góðs.  Í dag verð ég að trúa því að þetta geri það líka. Og muna að maður er ekki einn.

DSC00640

mánudagur, október 13, 2008

Bara kát :o)

jámm við sonur erum bara kát.  Áttum góða helgi, naut hennar í botn með syninum.  Var strembin síðasta vika, og hann var ekki sáttur með þetta allt saman.  Kom með mótþróa á mig.  Honum finnst mjög gaman hjá pabba sínum, en  hann er vanafastur, og 3 dagar í röð var ekki alveg samkvæmt hans uppskrift. 

En ég sótti hann snemma á föstudag og við áttum æðislega helgi í sveitinni sem endaði með bíóferð á sunnudag.  Og ég á svo yndislegan son sem er svo þægur og duglegur.  Hann var til fyrirmyndar í bíó.  Fékk sitt popp og kók.  Fékk að velja sér smá nammi.  Sat síðan límdur við myndina, svo sæll með þetta allt! 

Og hann fór einmitt til tannlæknis í morgun.  Skrifa vel um það á síðunni hans, nenni ekki að fara að skrifa það aftur hérna :o)

Annars já er ég bara sátt.  Ég finn ekki fyrir þessum fjármálaveseni sem er að herja á allt.  Nema það er allt ógisslega dýrt núna.  Þakka fyrir hve sonur minn er duglegur að borða og er ekki matvandur.  Bónus selur ódýra lifur og hjörtu, sem okkur þykir mjög góður matur - skemmir ekki að bera fram með sultu og sósu :o) Og svo hendi ég bara í skinkuostahorn og brauðbollur :o)

Þakka líka fyrir að vera á leigumarkaðinum, og vera eignalaus og skuldlaus.  Hugsa rosalega mikið til þeirra sem eru erlendis í námi.  Og hugsa alltaf "hjúkk besta vinkona mín er með aukavinnu sem reddar örugglega einhverju hjá henni svo hún sveltur ekki"

Jamm semst allt gott að frétta af okkur syninum :o)

laugardagur, október 04, 2008

Bara svo þið vitið...

ég fæ enn gæsahúð þegar ég heyri Sweet Child O' Mine...

þriðjudagur, september 30, 2008

Snjór á bíl

ég kallaði á soninn til að sína honum út um gluggann að það væri snjór á bílnum okkar.  Ég mátti svo hafa virkilega fyrir því að tala hann ofan af því að fara á snjóþotunni í skólann og í snjógallanum !! Hann hlakkar svo til að fá snjó þessi elska!

IMG_3853

föstudagur, september 26, 2008

Snjólínan færist neðar..

jámm í gær var kalt, var alveg að velta því fyrir mér hvort sonur ætti að fara í sokkabuxur.  En þar sem hann er heitfengur og rífur sig úr öllu aftur í skólanum ákvað ég að sleppa því. En svo í morgun sá ég að snjólínan hafði færst neðar í fjallið.. og sá snjó í heiðinni líka... jámm vetur konungur er farinn að undirbúa komu sína...

snjolina

Séð út um gluggann minn í vinnunni :o)

fimmtudagur, september 25, 2008

í rólegheitum.

er ein heima.  sonur er hjá pabba sínum þar sem það er lokaður skólinn hans á morgun, og ég er að vinna.  Fínt fyrir Gabríel, hann gistir þar í nótt og ég sæki hann svo þegar ég er búin að vinna.  Og þá ætlum við í sveitina.  Gabriel talar um að fara í sveitina alltaf reglulega.  Hann þarf á því að halda að hitta afa sinn og ömmu.  Það er líka alltaf gott að fara þangað.

Svo núna er ég ein í koti, að hafa það náðugt og rólegt.  Ekki það að ég geti haft það náðugt og rólegt þó minn yndislegi sonur sé heima.  Það er bara öðruvísi.  Hlakka til helgarinnar sem við eigum framundan saman!

Góða helgi !

þriðjudagur, september 23, 2008

ó guð minn.... ætti nú ekki annað eftir



Íþróttaálfur


Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.


Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.



"Áfram Latibær, I'll be back!"



Hvaða tröll ert þú?

sunnudagur, september 21, 2008

Róleg á sunnudegi

er í letikasti, er í heimagallanum, nýskriðin úr glápi, reyndar komst í sturtu.  Vinnuhelgi hjá mér, pabbahelgi hjá Gabríel.  Var einmitt að leika mér í gær að setja myndir uppá veggina hans.  Fann motogp myndir og F1 myndir.  Prentaði út og hengdi upp.  Tók herbergið hans í gegn í gær.  Raðaði dóti, skipti út, svona dútl sem erfitt er að dunda við þegar hann er heima.  Svo bara horfði ég á imbann og sofnaði í lazyboy.  Drattaðist lokst inn í rúm um eitt og hélt áfram að sofa.  Þreytt eftir föstudagskvöldið þar sem EJS keppti við Bræðurna Ormsson í íshokkí.  Ég var bjór/plásturberi - fór ekki á skauta.  Ætla ekki að stúta bakinu mínu endanlega. En við unnum, og svo var kíkt út í gleðskap.  Borða á Strikinu og bjór á Kaffi Akureyri.  Jámm minn soldið þreyttur. 

Það er sunnudagur, var aftur snjór í fjallinu.  Veturinn er bara rétt hinum megin við hornið.  Anna kom með ástæðu til að hlakka til kuldans og snjósins: vélsleðar.  Jámm hún sagði að við Gabríel ættum að koma í Fellshlíð á sleða þegar snjórinn kæmi - og það munum við sko aldeilis gera.  

Og já ekki má gleyma að þegar veturinn kemur þá er enn styttra í jólin!! Og afmælið hans Gabríels.

Var í Hagkaup í gær.  Hitti konu frá Fásk sem ég hef ekki séð síðan ég flutti.  Hún knúsaði mig, og sagði að ég liti svo vel út - að ég ljómaði. Ég sagði henni að það væri vegna þess að lífið er yndislegt þessa dagana  - gaman að vera til. Mér líður vel. Það var rosalega gott að sjá hana.  Fékk hálfgerðan sting í magann því ég hef ekkert farið austur síðan ég flutti.  Og það eru svo margir sem mig langar að hitta.  Hún verður í bænum í 2 vikur, fékk símann hennar og ætla að kíkja á hana í kaffi - hún vildi líka endilega hitta gullmolann minn :)

Jæja - þá er að halda áfram að njóta helgarinnar!!

 

fimmtudagur, september 18, 2008

Snjór í fjalli...

Dagarnir silast áfram.  Reyndar var gærdagurinn alveg hrikalega langur og lengi að líða.  Fannst hann svo þurr og bara ekkert spes.  Maður var hálf tuskulegur eftir svefnlitla nótt.  Hrökk nokkrum sinnum upp við rokið.  Var reyndar alveg hissa að sonurinn skreið ekki uppí.  Hann rumskaði ekki við lætin blessaður. 

Við fórum til Sylvíu Ósk á þriðjudag og skoðuðum froskana og salamöndruna.  Þetta eru lítil, svört og slímug dýr.  Gabríel var rosalega hrifinn.  Ok mér fannst þau obbó sæt.  Lítil og fíngerð, og mér brá alltaf jafn mikið við að sjá þetta hreyfa sig. 

Helgin síðasta var hrein snilld.  Fórum í Fellshlíð eftir vinnu á föstudag, þar var sko vel tekið á móti manni.  Þau eru svo frábær.  Bjór og kjólaþættir frameftir nóttu.  Láum svo í leti fram eftir laugardegi og enduðum í smá jeppaferð.  Fórum upp að Narfastaðaseli.  Og þar eru gamlar tóftir, en síðast var búið þar 1940.  Tók hellings af myndum og á eftir að henda þeim inná flikkrið.  Gabríel fílaði sig í tætlur.  Hann dýrkar að fara í Fellshlíð, er eins og heimavanur þar.  Líður vel, enda ekki annað hægt! Hann talar um Önnu frænku og Hermann frænda og Blíðu sætu. 

Við fórum svo í Mývó á laugardagskvöldinu.  Ákvað að fara ekki í nörrapartýið.  Ég hreinlega vildi ekki fara frá syni  mínum.  Mer finnst yndislegt að vakna með honum á morgnana, njóta lífsins. 

Fórum að smala með pabba, Hirti Smára og Sylvíu Ósk.  Mamma kom með sem ráðleggjandi :) he he - bara gaman.  Horft á formúlu og borðað snakk.  Gabríel og Hjörtur eru sko vel liðtækir í snakkinu !

Jámm snilldar helgi.  Á eftir að sakna guttans næstu helgi, en það er bara gott.  Verður enn betra að fá hann heim!.

þriðjudagur, september 16, 2008

Blessuð sé minning

Í dag kvaddi Herkúles okkur.  Hann var orðinn 13 ára og nokkrum mánuðum betur.  Þeir sem ekki þekkja til þá var hann hundur foreldra minna.  Þýskur fjárhundur, stór og mikill með einstaklega gott geðslag.  Barngóður og mikill karakter.  Var með sitt á hreinu og setti gjarnan upp svipi ef honum líkaði ekki eitthvað.  Átti það meira að segja til að tala ekki við viðkomandi ef hann fór í fílu.  Tók þá jafnvel stóran sveig framhjá til þess að sýna hve ósáttur hann var.  En alltaf kom hann og kom með skottadillið á móti manni.  Þá komu framlappirnar uppá axlirnar og hann ýtti manni niður og stóð á manni og þreyf manni í framan.  Man ein jólin þá kom ég heim um hádegi á aðfangadag eftir langan og strangan mánuð í BT og sofnaði í sófanum, þegar ég vaknaði var hann búinn að koma sér fyrir hjá mér í sófanum þannig að ég lá með höfuðið á maganum hans. Gleymi aldrei þegar ég sá hann fyrst í bílnum hans pabba.  Mamma og pabbi komu til mín í ÚA og vildu kynna mig fyrir nýjasta fjölskyldumeðlimnum, þá var ég tvítug.   Hann með allt of stór eyru og allt of stórar lappir. 

Við áttum margar góðar stundir saman.  Maður getur týnt til fullt af minningum um þennann gamla góða vin.  Td þegar hann sat með Hirti Smára undir eldhúsborði þegar barnið var að tannbursta hann.  Enginn annar hefði getað komist upp með þetta en Hjörtur.  Eða þegar hann átti það til að hoppa upp í rúm til mín, og vilja ekki sofa annarsstaðar, þó svo plássið væri nú ekki alveg til staðar. Þegar hann rak hausinn ofaní barnastólinn hans Gabríels þegar við komum með hann heim í Birkihraun fyrst.  Vá hvað skottið fór af stað.  Og þegar hann búffaði á eftir gettunum, á eftir kettinum, á eftri flugvélunum... Og vá hvað hann gat orðið þreyttur á Kítöru. 

Gamall hundur átti gott líf, lengra en margir hans líkir. Hans verður sárt saknað.  Kíttið mitt hefur eflaust tekið vel á móti honum.

DSC02691

DSC02451

DSC02278  Og þarna bíða þau eftir að komast út í labbó!

fimmtudagur, september 11, 2008

Rigning... :o)

er í vinnunni... ennþá.. klukkan er að nálgast 18:00 og ég hlakka til að sækja soninn og fara heim. 

Það er búið að rigna eins og mófó í allan dag.  Fór eftir hádegi í Hagkaup, í klikkuðu regni, bara til að fatta að ég gleymdi að millifæra á debitið, og fór því fíluferð í regni í Hagkaup.  Reyndar er sagan smá lengri þar sem ég byrjaði á að fara í Hagkaup, en þar var hraðbankinn bilaður og ég í mófó regni uppá Glerártorg og þar komst ég að því að ég hafði gleymt að millifæra... bara ég í smá skömmtum..

Á morgun liggur leið í Fellshlíð.  Og á laugardag í tölvurnörrapartí... hehe það verður bara gaman!!

miðvikudagur, september 10, 2008

life goes on....

Hugur minn hefur verið hjá vinkonu minni mikið undanfarna daga.  Og það hefur stangast á gleði og sorg, og alveg trúi ég að hún snúist í  hringi þessi elska.  Vildi ég gæti hent öllu frá mér, gripið son minn og farið til hennar, til að deila þessu með henni, grátið í sorginni og hlegið í gleðinni.  Sonur minn mundi knúsa frænku sína og gefa henni alla sína einlægu, innilegu hlýju sem  hann býr yfir.

Þegar ég sótti hann á mánudag í leikskólann knúsuðumst við og það var svo gott að sjá hann.  Og allt kvöldið (þar til hann fór að sofa) átti hann það til að koma til mín uppúr þurru, strjúka yfir handlegginn á mér "mamma mín", og knúsa mig.  

Maður má ekki taka lífinu sem sjálfsögðum hlut, eða einhverjum nákomnum.  Þeir geta verið farnir áður en þú snýrð þér við.  Þökkum fyrir þær stundir sem við eigum saman, og fyrir þá sem standa okkur næst!. Og litlu kraftaverkin sem börnin okkar eru!

knús til ykkar!

föstudagur, september 05, 2008

skúffubakstur og föstudagur..

jamm það er helgi framundan.  Ég er að vinna til 18:00 og Hulda búin að koma og sækja dótið hans Gabríels, og örugglega búin að sækja hann líka.  Sá stutti alltaf hress.  Verður hjá pabba sínum og þar sem gekk svo vel með að hann færi í skólann frá þeim á mánudaginn þá ákváðum við að halda því bara áfram. 

Svo ég sit hér og get ekki annað til 18:00 og velti því fyrir mér hvernig ég eigi að eyða helginni. 

Dóan mín kom og knúsaði  mig bless.  Hún fór suður í dag og fer aftur til Amsterdam á mánudaginn.  Væri til í að hafa hana lengur.  Alltaf.  Hana, Röggu og alla hérna hjá mér - ég er eigingjörn ég veit... Sem betur fer er Anna mín í nálægu sveitarfélagi! - ætla þangað eftir viku í rólegheitin - Gabríel er farinn að tala um að fara í Fellshlíð og hitta Önnu frænku og Hermann frænda. 

Við bökuðum skúffuköku í gær.  Hann fékk að skreyta með smartís.  Það var rosalega gaman hjá okkur.  Hann fékk líka að smakka.. he he ... setti inn myndir á flikkrið okkar !! Ef þið smellið á "slideshow" koma myndirnar stærri og flottari :o)

eigið góða helgi !

gah_smartis

fimmtudagur, september 04, 2008

Hrikalega pirruð eitthvað..

bara einn af þessum dögum.  Stundum er maður bara betur geymdur heima í svona skapi.  það er bara svo margt sem er að pirra mig og þá er kannski bara ágætt að taka það út á einum degi í stað þess að dreifa því um heila viku. 

 

þriðjudagur, september 02, 2008

Vinkonukvöld og réttir

ALveg hreint yndisleg helgi að baki.  Byrjaði snemma með að leikskólum var lokað á hádegi.  Og þar sem það er ekki pabbahelgi þá sótti ég guttann minn og áttum við snilldar tíma saman eins og alltaf.  Fórum upp í sveit og um kvöldið hitti ég svo Önnu mína og Dóu mína!  Gabríel var í passi hjá afa sínum og ömmu. 

Þær skvísur gistu hjá mér um nóttina og það var rosalega gaman að hafa þær! Mikið talað og rætt.  Kíktum á lífið en vorum í rólegri kantinum. 

Laugardag fór ég uppeftir aftur. Pabbi var með afmælismatinn sinn og það var rosalega ánægjuleg stund.  Þarna náðist að hóa saman báða afana mína og ömmu mína, Jenna í Belg, Þórhöllu og hennar lið.  Gabríel var svo ánægður með þetta.   Hann naut þess að spila við langömmu sína, og vera innan um allt fólkið.  Hann vildi td bara sitja og borða hjá Jenna sínum.  Enda læðir hann ósjaldan hendinni í hendi Jenna svo lítið beri á.  Þeir eru miklir félagar og hafa verið alla tíð.  Jenni er eina manneskjan sem Gabríel tók strax sem ungabarn.  Brosti strax til hans. Og vildi strax fara til hans.  Enda vill hann alltaf fara til Jenna í Belg þegar hann er í sveitinni. 

Og sunnudag var réttað í sveitinni.. það var gaman að sjá allt fallega féð koma af fjöllum.  Gabríel var ekki alveg eins kaldur og í fyrra, en skemmti sér þó.  Og við pabbi keyrðum svo féð í Belg er búið var að draga. 

Ég er búin að setja myndirnar á netið frá helginni :)

rettir

sunnudagur, ágúst 24, 2008

Yndislegt líf

Eftir góða aflslappandi helgi líður mér frábærlega vel.  Veit að sonur minn átti góða helgi lika og hlakka ég hrikalega til að sjá hann á morgun. 

Stundum hugsa ég að ég sé að láta hann of mikið frá mér en á móti þarf ég líka alveg á því að halda.  Ég er alltaf að vinna þessa laugardaga sem hann er hjá pabba sínum og með þessu móti fæ ég einn dag sem ég get sofið lengur, farið í sturtu og fengið mér kaffi bollann.  Átt smá stund fyrir mig.  Með því móti kem ég endurnærð, hressari og orkumeiri inn í mömmustarfið en ég hef verið ella. 

Lífið er alveg hrein snilld þessa dagana, mér líður svo vel, Gabríel líður svo vel hann er svo kátur, ég er svo heppin að eiga svona yndislegan son, og þakka Guði fyrir heilbrigði hans og hraustleika.

DSC02821

 

laugardagur, ágúst 23, 2008

Í vinnunni

jámm það er laugardagur og ég er í vinnunni.. Það er ekkert að gera -vona að það glæðist eitthvað núna síðasta klukkutímann.  En sólin skín og Ísland er í úrslitum í handbolta og líkurnar eru ekki mér í hag að það verði milljóna sala í dag. 

Gabríel er hjá pabba sínum og er mér best vitanlega og öruggum heimildum kátur og hress. 

Síðustu helgi var fjölskyldu dagur hjá Akureyrardeild EJS og var farið út í sveit þar sem einn okkar býr og var þar hoppikastali og hestar. Grill og ratleikur. Gabríel var hæstánægður með allt saman - og ekki skemmdi fyrir að hann fékk verðlaunapening fyrir að vinna ratleikinn.

Svo um kvöldið var húllumhæ hjá okkur fullorðna fólkinu þegar grísirnir voru farnir í pass.  Hrikalega gaman líka. 

Það er nákvæmlega ekkert að frétta. Ég er ánægð með lífið eins og það er í dag.  Sátt við þessa hillu sem ég stödd á í dag en samt veit að það er ekki endanleg hilla.  Fór í Lundaskóla um daginn með tölvur og hugsaði með mér "flottur skóli, þetta er skólinn hans Gabríels ef við búum í Hjallalundinum áfram næstu árin.... " hvað veit ég um hvar ég verð eftir 3 ár? en tilhugsunin var bara alls ekkert slæm, var frekar góð ef eitthvað er.  Stapílt og öruggt líf.  Við tvö - kannski einhver annar líka en ég þekki hann ekki ennþá... málið er að mér liggur ekkert á !  

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Daglegt brauð

það er ekki mikið um að vera þessa dagana.  Vinna og knúsa drenginn minn þegar ég er ekki að vinna.  Finn ég er ekki alveg búin að finna hilluna mína en þessi hilla sem ég notast við núna dugar í augnablikinu og mér líður vel með núverandi aðstöðu okkar.  

Dóa tók mig á eintal úti í Amsterdam og fórum yfir stöðu mála.  Hún kom með svo mikið af góðum staðreyndum og benti á marga hluti sem ég hafði ekki tekið eftir hvorki fyrr(þá) eða núna. Hluti sem vinkonur mínar sáu en ég vildi ekki sjá.  Sé það svo kristal núna að það er scary hvað ég var blind. En ekki lengur.  

Já merkifréttir dagsins í gær - ég fékk mér nýja ecco skó... kvenkyns sandala (ha ha h a) ! - alveg eins og ég átti því hinir sem ég er búin að eiga í 4 ár gáfu upp öndina í gær... ég grét þá skal ég segja ykkur.  Er búin að þramma á þeim út um allt, lönd og borgir í öllum veðrum og vindum... Ég spurði hvort það borgaði sig að gera við þá og þegar hann heyrði aldurinn þá sagði hann hreint nei.  Skoðaði þá og vildi helst henda þeim sjálfur í tunnuna (skósölumaðurinn)

Annars er bara allt í góðu.  Sonur kátur - gaman í skólanum - varla hefur tíma til að kyssa mömmsuna sína bless núna.  Mér finnst það heldur betra að missa af kossi en að heyra grátur þegar ég fer.  Þeir eru góðir saman hann og vinir hans.  Hugsa að þeir láti leikskólakennarana alveg vinna fyrir þessum litlu launum sem þær fá, enda að mínu mati eiga þær betra skilið þessar elskur!

Knús til ykkar

 

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Ný vika framundan :o)

og ég tek henni bara með brosi á vör.  Átti góða helgi og fékk hamingjusaman son heim í dag.

Mér finnst alveg ótrúlegt hvernig hlutirnir hafa þróast.  Ég er svo fegin að við fullorðna fólkið sem stöndum í kringum Gabríel náum að tala saman og vinna saman að hagsmunum Gabríels.  Hann er svo kátur og sáttur að það er frábært.  það munar svo miklu að fólk geti talað saman, geti rætt um hlutina, unnið saman og ekki verið með smámunasemi eða baknag.  Maður er að heyra allt of mikið af þess háttar sögum og atburðum sem barnið lendir hreinlega á milli.  Baknag og nöldur í garð hvors annars og jafn vel svo barnið heyri til.  Mér hefur alltaf þótt það hrikalegt að heyra frá þannig málum. 

Jú það er alltaf erfitt fyrst á eftir skilnaði. Og jú við áttum okkar rimmur líka en commonn - við náðum þó að halda því gjörsamlega frá barninu okkar.  Við erum fullorðið fólk! Og það sem fer oft í mínar fínustu líka er þegar ég heyri fólk segja "nei barnið mitt fær sko ekki að fara með þetta og þetta heim til hins foreldris..." og oftar en ekki kemur í sömu setningu "og ég vil ekki sjá neitt frá honum/henni svo  barnið fær ekki að koma með jólagjafirnar/afmælisgjafirnar heim" - hvað er að fólki??? þarf biturð og gremja að ná svona yfir barnið og marka hamingju þess og gleði með að deila því sem því þykir fallegt og vænt um með þeim sem því þykir vænst um??

Dæmi um son minn - hann fær dót í gjöf, hann tekur iðulega ástfóstri við dótið - sefur með það og fer með það allra sinna ferða.  Mér dytti aldrei í hug að meina barninu að taka þetta dót með sér til pabba síns.  Hann talar um "sýna pabba..." og gleðin skín úr stóru bláu augunum!  Nú ef það gleymist þar þá gleymist það - það er alltaf hægt að sækja það síðar! Sama þegar hann fær eitthvað dót hjá pabba sínum - hann fær að koma með það hingað heim - þau eru ekki að banna barninu að sýna mömmsunni sinni nýja dótið. 

Börnin okkar eru okkur allt og það er okkar að tryggja að þau séu hamingjusöm og kát.  Þegar barnið á í hlut verður fólk að setja til hliðar gremju, sárindi og reiði, og sérstaklega að rífast ekki eða úthúða hvort öðru svo barnið heyri.  Börnin eiga rétt á að skapa sínar eigin skoðanir á foreldrum sínum, en ekki fá mataðar skoðanir frá öðrum.

Ég er bara svo hrikalega fegin að hlutirnir eru að ganga svona vel hjá okkur.  Við erum jú öll að ala upp strákinn :o)  Þau meira að segja tóku það ekki í mál að ég færi að ráða mér barnapíu í vetur.  Ég er jú að vinna alltaf tvo daga í viku til 18:00 og skólinn lokar 17:00.  Hulda sækir hann í skólann þessa tvo daga í viku.  Þetta er náttla bara frábært! Hann að sjálfsögðu fílar það að hitta þau oftar en bara aðra hverja helgi.  Hvaða barni fyndist það ekki?? Svo það er win win situation! 

En nóg um þetta efni.  Helgin var snilld.  Lá í vídeói allan laugardaginn með dotti inni á milli.  Fór svo á konukvöld í Kiðagili á laugardag og hef sjaldan hlegið eins mikið.  Það var alveg magnað og maturinn var hrein snilld! Var á bílnum og kom heim um tvö í nótt.  Lá svo í leti í dag - fram að hádegi.  Anna mín kom og við fengum okkur hádegisverð, kíktum á torgið og fórum svo í bíó - ég átti alveg eftir að sjá Mamma Mia. Vá hvað ég hló mikið og vá hvað þessi mynd er mikið æði!!

Og svo kom sonur minn fallegi heim eftir greinilega vel heppnaða helgi hjá pabba sínum.  Kátur og sáttur.  - svona á lífið að vera :o)

föstudagur, ágúst 08, 2008

Hann á afmæli í dag !!!

Ragga_Fergal

Hann á afmæli í dag elsku Fergal !!!

Til hamingju með daginn dúllan mín!! Hér er hann með fallegu vinkonu minni henni Röggu, mynd sem ég tók af þeim í heimsókn minni til þeirra í Rotterdam.

Knús frá Íslandi!!

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Fyrsta vikan eftir sumarfrí

jámm þetta er stutt en svo óendanlega löng vika.  Það er bara fimmtudagur ennþá og mér finnst þetta vera búið að vera lengi að líða. 

Við sonur áttum góðan dag siðasta daginn í sumarfríi.  Við stilltum klukkur á sjö til að koma okkur aðeins á rétt ról, dóluðum heima, lékum okkur í kubbum, íbúðin undirlögð af dóti þar sem hann varð að finna hvernn einn og einasta bíl. 

kanilsnudarVið bökuðum kanilsnúða - það var hrikalega gaman.  Hann fékk að dreifa sykrinum á og skera í snúða og þeir eru svo flottir hjá honum!! við vorum sammála um að við vildum hafa þá í miðlungstærð og mjúka - og þannig urðu þeir.  Varð heldur mikið svo ég mætti í vinnu með box fullt af ilmandi mjúkum kanilsnúðum og voru þeir etnir upp til agna með lofi. Gaman að þessu :)

Næsta helgi er síðasta helgin sem lokað er á laugardegi. Og er þetta pabba helgi svo ég verð ein heima.  Helgina eftir það hefst opnun og verður alltaf opið á laugardögum í vetur eins og sl vetur.  Og í næstu viku verður opið til 18:00 aftur og verður það með sama hætti og í sl vetur.  En í ár verður breyting hjá okkur þar sem pabbi hans og Hulda ætla að sækja hann 2x í skólann í viku þá daga sem ég er að vinna til 18:00.  Þetta gerir það að verkum að ég þarf ekki að finna manneskju til að sækja hann fyrir mig.  Þórey er yndisleg og Gabríel líkaði vel við hana en nú er hún á 3 ári í MA og það verður alveg nóg að gera hjá henni blessaðri.  Við gerðum þetta svona síðustu vikurnar fyrir sumarfrí og virkaði fínt :) 

Jamm ég skoða reglulega myndirnar að utan og brosi.  Er búin að finna myndir sem ég ætla að prenta út í A4 ljósmyndagæðum og setja í rama og uppá vegg.  Trúið mér kodak mómentin voru þokkalega nokkur í Hollandi.

Hvað skal gera næstu helgi er óvitað, en það verður eitthvað skemmtilegt þar sem það er svo gaman að vera til!!!

mánudagur, ágúst 04, 2008

Holland MYNDIR

DSC03555

hæ hæ - ég er ógó dugleg - það eru komnar myndir á flikkrið mitt:

 Holland 2008.

En þetta eru bara brotabrot af myndnunum.  Ég tók 429 myndir... Svo ef einhvern langar að sjá meira þá er bara að kíkja í kaffi :o)

Við sonur erum heima núna.  Komum heim í gær.  Ákvað að taka einn dag heima þar sem vaknað yrði klukkan sjö til að venja við.  Og það var ekki auðvelt.  Svo við verðum vonandi fyrr sofnuð í kvöld :)

Ótrúlegt að sumarfríið sé búið - 5 vikur búnar.  En ég er svo ánægð með þessar 5 vikur.  Þetta var snilld frá byrjun til enda.  Útilegur, skoðanaferðir, afslöppun, sveitin, vatnið, fólkið, Holland.

Gaman að vera til !!!

sunnudagur, ágúst 03, 2008

Holland FERÐASAGAN!

DSC03198 Jamm þá er maður kominn heim.  Eftir hreinlega yndislega viku hjá yndislegu fólki. 

Byrjaði á að fara til Amsterdam til Dóu minnar á fimmtudeginum.  Lenti síðla kvölds og fórum við heim til hennar og kjöftuðum yfir köldum Hertog Inn. 

Daginn eftir var svo farið í labbitúr um Amsterdam.  Og það er snilld að labba um þessa fallegu borg.  Hún er ekki stór svo Dóa tók mig um hana nánast alla.   Hún labbaði með mig um rauða hverfið, um kína hverfið, um túrstahverfin og göturnar og auk þess sem hún tók mig staði sem túristar fara ekki og þannig fær maður flotta yfirsýn á þetta allt saman.  Og ekki má gleyma að við príluðum upp í klukkuturn (með leiðsögn) og þar sást yfir allt!!!

Og auðvitað var stoppað í bjórsmakk reglulega á gönguleiðinni.  Enduðum daginn á vinnustaðinum hennar og hittum þar vinkonu hennar Hörpu sem reyndist vera hina skemmtilegasta - ég segi það bara - haha ha !

Það var heldur þunnt í mér daginn eftir þegar ég skoppaðist með lest yfir til Rotterdam.  Raggan mín og Fergal tóku þar á móti mér.  Meiri hiti og meiri raki þar en í Amsterdam daginn áður. 

Við Ragga fórum á Zomercarnaval í downtown Rotterdam. Töldum um 50 vörubíla með tónlist og dansandi flokkum á eftir.  Ótrúlega flottir búningar og dansatriði.  Tók hellings af myndum og þetta var rosalega gaman að fylgjast með þessu.  Og þar sem skrúðgangan endaði voru fjöldi tjalda með heitum mat til sölu sem var ættaður víðsvegar um heiminn.

Á sunnudeginum fórum við í yndislegan garð með grill og nesti.  Rosalega heitt og sólin skein svo það var hvergi skjól.  Þá er einmitt gott að fara þarna og gera ekki neitt.  Það er vatn við garðinn, buslulaug fyrir krakkana með ýmsum leiktækjum.  Þarna voru snekkjur á sveimi á vatninu og hinum megin gat maður séð myllur og enn stærri báta.  Þarna var dásamlegt að vera.  Mikið af fólki greinilega nýtir þennan garð á sama hátt og þau Ragga og Fergal gera nánast við hvert tækifæri - enda skil ég þau afskaplega vel.  Þetta er í göngufæri við þau - smá spotti en þau eru alltaf á hjólum.

Mánudag fórum við í göngu um Rotterdam aftur.  Og það var ótrúlegt að sjá muninn á borginni frá laugardeginum.  Ekkert af fólki nánast - þarna eru engir túrisitar - og engar túristabúðir!  Við gengum um og skoðuðum og ég tók myndir.  Þar sem miðbær Rotterdam var lögð í rúst í stríðinu (nema 2 byggingar)   þá eru þarna ótrúlegar byggingar - gósenland arkítekta! Og hún er svo hrein! Það var ekki sígarettustubbur á götunni - ég varla trúði mínum augum!!

Þriðjudag var leigt hjól handa minni og hjólaði ég heim til þeirra úr miðbæ Rotterdam - ég er ógó ánægð með mig.  Menningin þarna er ótrúleg hvað varðar hjólin.,  Og er ég býsna sátt á að hafa komist heim án þess að valda mér eða öðrum skaða!! Og við hjóluðum um 20km út fyrir Rotterdam.  Það var yndislegt!! Og aftur gott veður og sól! Eigum við að tala um moskító? - nei ég held ekki...

Miðvikudag fórum við Ragga yfir til Amsterdam og þá fékk Ragga sömu göngu og ég hafði fengið! Það var snilld að labba þetta aftur! Naut mín svo í góða veðrinu.  Sá alltaf nýja hluti sem ég hafði ekki séð í fyrri göngunni.  Hittum svo Hörpu eftir að hún hafði sólað sig í garðinum.  Tókum kvöldið með stæl.  Það var rosalega gaman í svona góðum hópi kjarnakvenna. 

Fimmtudag kláraði ég það sem ég þurfti að gera áður en ég fór heim.  Labbaði um með Dóu minni og sá enn fleiri skemmtilega staði og tók enn fleiri myndir.  

Vá hvað það var erfitt að kveðja þessar skvísur.  Þetta var allt svo mikil snilld, svo gaman og svo frábært!!

Takk æðislega fyrir mig elskurnar mínar !!

myndir eru á leiðinni á flikkrið - þið fáið svo cd sendann (Dóa, Ragga og Harpa)

 

þriðjudagur, júlí 29, 2008

í Hollandi

hæ hæ ! Bara aðeins að láta vita af mér ! Er í snilldar yfirlæti hjá Röggu og hennar spúsa Fergal í Rotterdam. Búin að labba Amsterdam með Dóu minni, og ferðast með lestum út um allt!

Erum að fara á hjólaleigu og ætlum við að hjóla um í Rotterdam í dag.

Svo er áætlað að við Ragga förum yfir til Amsterdam í fyrramálið til að sýna Röggu Amsterdam líka!

Þetta er búið að vera alveg yndislegt og ef þessar skvísur flytja ekki heim þá hugsa ég að þetta gæti orðið árlegt dæmi hjá mér. Það er búið að slappa mikið af og hafa það mikið náðugt. Er farin að sakna knús frá drengnum mínum en samkvæmt smsum frá þeim í bústað er hann mikið glaður og að skemmta sér vel.


knús heim !

mánudagur, júlí 21, 2008

Holland...

jámm þetta er allt að bresta á.  Hrikalega hlakka ég til.  Er heima núna að taka mig til, pakka og knúsa soninn.. sem er reyndar farinn að sofa as we speak... en hann fer til pabba síns á morgun - og ég keyri suður á  morgun :o) Ætla að eiga einn dag í borginni áður en ég fer út.   Jóhanna kaffihús???

Við sonur erum búin að eiga yndislega daga- getið lesið um það á hans síðu - eg er bara rétt að láta vita af mér hérna :o)

myndir komnar á flikkrið - knús og kossar - heyrumst - sms ef þið viljið póstkort :)

kv GKV

DSC02837

laugardagur, júlí 12, 2008

Út á vatn!!

Já það er ekki svo heiðskýrt hjá okkur í dag.  Vorum reyndar á eyrinni í vikunni - héldum við værum að fara í útilegu en karlpeningurinn í ættinni eru svo miklar kuldaskræfur að þeir ákváðu að fresta útilegunni þar til sennilegast næstu helgi.  Iss - ok þá það - en ég fer með minn son um leið og gott veður kemur - er ekkert voða spennó að fara í dag. 

En byrjum daginn á því að fara út á vatn - Þegar sonur var búinn að sofa til níu! - já hann svaf til níu!!! Hann á líka úthvílda mömmu í dag :)

Þetta er hans fyrsta bátsferð.  Bjóst við að hann myndi flögra um leið og mótor var settur i gang því hann ætlaði sko að fara með "skóflurnar til að lemja hákarlana í vatninu"  ... þá átti hann við árarnar.  En þetta var alveg hið besta skemmtun og hann naut sín virkilega þarna úti á miðju vatni.  Kallaði reglulega á afa sinn að hann yrði að passa sig að keyra ekki á ungana sem eru þarna líka.  Sá stutti með þetta á hreinu!

Þetta var virkilega hressandi og við fáum vonandi að fara með þegar tékkað verður á netunum :) - allavega trallaði sonur "ég lagði netin með afa"

DSC02501

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Sólskin og heiðskýrt!

bara láta vita af okkur - við erum í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba.  Alveg yndislegt veður - sól og sumar og fuglasöngur! Enda við sonur orðin heldur brún og sæt.  Sonur með kútafar á handleggjum, bolafar á hálsi og rjóður í kinnum!!

myndir komnar á flikkrið okkar!!

Við erum komin með tjald og ætlum í útilegu næstu helgi.  Það er áætlað að fara á Bakkaflöt en eitthvað af ættingjum ætlar að hittast þar og tjalda.  Ef þau ætla að láta eins og í fyrra og færa sig eftir sólinni þá veit ég ekki alveg hvað við gerum en við ætlum í tjald einhverstaðar og mér er sossum alveg sama.  Það er alltaf gaman hjá okkur Gabríel.  En suður fer ég ekki aftur í útilegu.  Allt of langt að keyra svo nýkomin úr útilegu úr Fossatúni. 

Í dag fengum við frábæra heimsókn - Inga Hrund, Kári og Anna Valgerður mættu og stoppuðu hjá okkur smá! Var frábært að hitta þau! 

Og svo svona í tilkynningarrest:  Hafdís vinkona átti litla stelpu í gær!!! Til hamingju elsku vinkona og Jobbi og allir !!! Yndislega til hamingju og mikið hlakka ég til að hitta þessa litlu dömu !!!

Knús frá okkur úr sólinni!

ps: sjáið þið hvað það er heiðskýrt!!!DSC02448