föstudagur, mars 10, 2006

ekki fair

þetta fyrir neðan er ekki fair - jú kannski. Mér líður vel með það sem ég hef í dag og þar sem ég er stödd í lífinu. Ég vona að fleirum líði þannig í dag - í dag er góður dagur, sól og blíða, fallegt úti að litast, stórhættulegt - vorfílíngur á háu stigi....

ouch

You Are 31 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

mánudagur, mars 06, 2006

er blogger í rusli?

allt í steik með síðuna hans Gabríels...

laugardagur, mars 04, 2006

Fréttir af Bifröst

er stödd á Bifröst, að hlusta á mann tala um peninga, og er að vona að ég læri eitthvað af honum. Fór rosalega vel um okkur á hótelinu, Hótel Hamar sem er rosalega flott. Æðislegur matur: Skógarsveppasúpa með koníakskremi, hvítlauksrisaður lax og súkkulaðipíramíti með hindberjasósu.
Svaf alveg ofboðslega vel, hefði alveg getað sofið lengur. En ég hlakka líka til að fara heim og knúsa mann og barn. Enda ætlum við að brenna alla leið heim í kvöld :o)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Bifröst á morgun

Á morgun held ég af stað suður á Bifröst. Með mér fara þær Ríma og Monica. Við ætlum að gista í Mývó annað kvöld og halda förinni áfram suður á föstudagsmorgun, en mæting er 13:00 á Bifröst. Ég kem ekki í bæinn eins og ég hafði ætlað mér. Gerði það sem ég ætlaði mér að gera sl helgi og hef bara ekki efni á að fara aftur í bæinn.
Öskurdagur í dag, ég er búin að heyra Bjarnastaðabeljurnar nægilega oft til að það endist mér út ævina - og margar nýjar útgáfur af Gamla Nóa. Kostur: nammiborðið!! Hver er í nammibindindi á öskurdag? (já ég stafa orðið svona - þið mynduð gera það líka í mínum sporum)

mánudagur, febrúar 27, 2006

Afmælisbarn dagsins

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Dóa
hún á afmæli í dag !!

Til hamingju með daginn elsku vinkona!!!

Komin heim

Jæja þá er ég mætt aftur til vinnu. Fór suður á fimmtudaginn að beiðni manns míns, hann var mættur suður til að hitta bróður sinn sem fer hrakandi þessa dagana. Við Gabríel skutluðumst í flug og tókum okkur bílaleigubíl í bænum til að skjótast á milli staða. Ef bíl skyldi kalla - Yaris, þetta eru sko dósir - ekkert meira hægt að segja, ég kitlaði pinnann reglulega - en ekkert gerist - þetta eru bara smásnattabílar sem eru varla fyrir manneskju með innkauparæði!

Ég bið þá afsökunnar sem ég hitti ekki, og eru þeir nokkuð margir, enda var þetta ekki ferð til þess að skemmta sér. Þetta var erfitt, og ég er lúin eftir þetta, andlega og líkamlega (dauð í baki eftir að hafa keyrt dolluna til akureyrar)

Næstu helgi mun ég svo keyra (minn eigin yndislega súbba) á Bifrsöst til að sitja þar byrjunardaga á námskeiði hjá þeim. Ég er farin að hlakka til. Förum hérna nokkrar, þetta verður bara gaman hugsa ég :o)

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

andlaus en afslöppuð

búið að vera nóg að gera í dag, seldi tölvu sem gerist ekki oft hérna, fullt af smásölum, og góðu fólki dottið inn.
Fimmtudagur í dag, helgin frammundan, og Elli kemur til vinnu á morgun. Það er fínt að rolast hérna ein finnst mér. Er búin að dúllast með vörur, verðmerkja, laga til, raða í hillur, held að ég geti dúllað við þetta endalaust.
Já lagaði bloggsíðuna mína, auddað rambaði ég á sama lúkkið og Blíðan er með, svo ég auddað skipti um. Að sjálfsögðu vorum við Anna með sömu síðuna, enda langflottasta skinnið og eins og sagt er "great minds think alike" það er sko "klárlega" hverju öðru sannara....
Annars - ég gjörsamlega þoli ekki Sylvíu Nótt.....

Jæja ákveðið

hvernig finnst ykkur lúkkið ? Æ mig langaði svoo rosalega í almennilegt kaffi í gær að ég leitaði uppi myndir og stuff sem minnti á ljúffengan 2x latte með súkkulaði sýrópi.... Dóa það verður sko farið á kaffihús þegar ég kem í bæinn 3-4 mars!!!
Já ég er nemst að fara á námskeið á Bifröst - Máttur Kvenna - Rekstrarnám fyrir konur. Ég held að þetta verði rosalega gaman :o)
Svo fæ ég frí á mánudeginum til að keyra heim, en ég ætla að hitta Dóu mína og gista hjá henni, auk þess sem ég ætla að hitta afa og ömmu og kenna þeim á nýju ferðavélarnar sem þau keyptu sér :o)
Ég skil mann og barn eftir heima, tíkin fer vonandi í pass til mömmu og pabba í Mývó :o)

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ógisslegt veður --

Fór í vinnu - í fínasta veðri, og hlakkaði til dagsins sem ég átti í vændum. Dagurinn er búinn að vera fínn, nóg að gera, - reyndar alveg brjálað að gera, er núna fyrst að setjast niður. Og svo er komið ljótt veður. Vona að það gangi yfir.
Elli samstarfsmaður minn er á námskeiði í R-vík, svo ég er ein hérna í dag og á morgun, bara næs skal ég segja ykkur. Dúlla mér við að ganga frá vörum, verðmerkja, raða í hillur sjæna og svoleiðis.
Gabríel fór í leikskólann loks í gær aftur, en viti menn, hann var slappur í gær, mældi hann, 9 kommur, og í morgun 4 komur, svo hann fór ekki í dag.... Er orðin nett þreytt á þessum veikindum í okkur litlu fjölskyldunni.
Jámm ég ákvað að púkka aðeins upp á síðuna mína - veit ekki hvort kommentin koma inn - nennekki að pæla í þeim núna :o)

mánudagur, febrúar 06, 2006

H, h, h og h....

Hor, hálsbólga, hausverkur og hiti, er það sem er að bögga mig núna. Ég er í vinnu, og skal halda áfram að vera í vinnu - með mitt hálsbólgudæmi og verkjatöflur. Finnst alveg ómögulegt að vera meira heima veik....
Annars var helgin róleg og næs, var að vinna á laugardaginn og fór ekki úr náttbuxunum á sunnudaginn - þvílíka letin þar í gangi..

föstudagur, febrúar 03, 2006

Klædd og komin á ról

Jámm - ég er svona nokkurn veginn staðin upp úr veikindum. Þetta er sko ekki búið að vera skemmtilegasta vikan í lífi mínu skal ég segja ykkur. Við erum öll búin að liggja, með mismunandi einkenni pestar. Gabríel ælir og er núna kominn með hornös, Hjölli búinn að vera með hornös og hósta, ég með í eyrum/hausverk og óglatt, en ekki með hornös.
Vonandi fer þetta ástand okkar að skána, allavega að Gabríel hætti að æla. Hann sem hefur alltaf verið svo hraustur - ég bara kann þetta ekki - og litla barnið mitt er lasið og litla mömmuhjartað mitt er í öngum sínum yfir því að geta ekki bara kysst á báttið og allt búið. Sat með hann í fanginu eftir að hann var búinn að gubba yfir allt rúmið sitt í gærkveldi (again) til að verða 2 í nótt, bara því hann kúgaðist og hóstaði og leið bara illa. Litla skinnið mitt. En þetta er held ég komið yfir það versta.
Og svo er ég að vinna á morgun.....

mánudagur, janúar 30, 2006

Fáskrúðsfirðingar eru svolítið spes

Ok nú er ég farin að vinna í skemmtilegri búð, með fullt af skemmtilegum vörum, alls kyns dóti fyrir alla á öllum aldri, karlkyns sem kvenkyns. Ég er náttla ekki "innanbæjarmanneskja" hérna, og heldur ekki á Fáskrúðsfirði. Og þar sem fólk er ekki alltaf into utanbæjarfólk þá fæ ég jafnvel ókurteisi - svona sneyptar kveðjur frá sambæjungum mínum þegar þeir koma hingað til að versla hjá mér. Eins og ég sé ekki þess verðug að afgreiða í þessari búð hérna. Eins og fólk geti ekki unað mér því að flytja hingað austur og finna aðra vinnu en frystihúsið? Merkielga er að körlunum finnst skemmtilegt að sjá mig hérna, og rabba mikið, á meðan kellur eru fúllyndar og kuldalegar.....

Gleðilegan mánudag

Ég er bara að reyna að halda sönsum á þessum mánudegi - þið sem þekkið mig vitið að ég er ekkert allt of hrifin af mánudögum.
Annars er þetta ágætis dagur so far. Ég er ein í dag, þar sem Elli er veikur - og þetta er víst ekkert smá leiðindar kvefflensa, sem herjar á manninn minn heima líka. Gabríel kemst semst ekki í leikskólann í dag þar sem pabbi hans er nærri rúmliggjandi og hefði átt að vera með honum þar í dag. Hmm - ég verð að finna eitthvað handa elskunni minni til að hressa hann við.
Annars er bara allt gott, veður gott, fjármálin í ok farvegi so far, sonur hraustur og hress , svo ég kvarta ekki yfir neinu..
Gaman í vinnunni :o) og netið mitt heima ætti að vera betra núna svo ég verð ekki dissuð trekk í trekk úr wow...

föstudagur, janúar 27, 2006

Nóg að gera

er ein í dag - þe frá hádegi og er búið að vera nóg að gera hjá mér. Svona reytingur í allann dag og flestir versla eitthvað. Sem er gott mál :o)
Ég er svo að vinna á morgun, ég fíla að vinna á laugardögum, rólegt og notalegt. Fæ að dúlla mér sjálf í hillum og vörum, rólegheitin alls ráðandi, hef góða tónlist á, og logga mig á msn af og til.
Það fyndna er að það er enn nærri bjart úti og ég er að fara heim....

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Klikkaði á Þorrablótinu !

Sko - ég ætlaði sko að ath núna í vikunni um hvenær blótið yrði í Mývó - og ætlaði að stíla þá helgi inn á "ekki vinna, Hjölli panelklæða, við Gabríel í sveitina á meðan" og ég myndi skella mér á blót. En nei - auðvitað þá var blótið haldið í kyrrþey sl helgi!! Ég er niðurbrotin manneskja!!
  • Ætli bleikur dvd skrifanlegur diskur muni hjálpa sálartetrinu?

Við það sama hér

já hér er allt bara hið besta - okkur líður vel. Gaman í vinnunni, hresst fólk, nóg að gera en samt rólegt andrúmsloft. Það er rosalega fínt að vera hérna og þetta leggst rosalega vel í mig allt saman. Þeir strákar sem ég er að vinna með hafa tekið mér mjög vel.
Gabríel fer í annað sinn á leikskóla í dag. Dagurinn í gær byrjaði vel, og máttu fóstrurnar meira að segja tala við hann og taka hann upp. Ég vildi bara óska að ég gæti verið með í aðlögun... Hann smakkaði á leirnum og litunum og lék sér við hin börnin og var hinn sælasti með þetta allt saman. Hann var líka ekkert smá þreyttur í gær, og það bara eftir 1 klst hvernig verður hann þá í dag eftir tvo tíma ?? En þetta er allt alveg meiriháttar og leggst vel í okkur. Það verður ekkert mál að skilja hann eftir þarna, allavega fyrir hann, annað mál með mig og mitt litla mömmu hjarta....

föstudagur, janúar 20, 2006

Ný vinna

Hæ snúllurnar mínar. ég er hætt hjá Bechtel og komin í vinnu hjá NetX á Reyðarfirði. Sú vinna legst rosalega vel í mig, og hlakka ég til að vera hérna, í rólegu og þægilegu umhverfi, umvafin skrifstofu og tölvuvörum. Gott fólk hérna, og mér vel tekið. Fæ meira að segja að vera ein hérna á morgun :o)
Gabríel er að byrja á leikskóla á mánudaginn, rosalega kvíði ég því, en hlakka til líka, mér finnst hann svo lítill en hann er það bara ekki - hann þarf svo á því að halda að hitta önnur börn og leika við þau!
Hann er farinn að labba út um allt, ekkert er heilagt lengur heima,
Leiðinlegt veður hérna, fæ legacyinn minn í dag - yess - treysti honum frekar í vondu veðri en impresunni.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár

Já þá er þessi blessaði tími um garð genginn, maður auðvitað er húðlatur eftir fríið, en ég var heppin og fékk nærri frí á milli jóla og nýárs, þurfti að mæta á fimmtudegi. Svo er maður saddur og sæll.
Takk fyrir kveðjurnar og kortin, og Gabríel þakkar fyrir pakkana sem hann fékk!
Þetta voru alveg snilldar jól. Mikið gaman og mikið hlegið, hvernig getur maður annað þegar maður á svona líltinn skriðdrekaterroristagullmola eins og ég!
Inga vinkona er að koma til mín um næstu helgi. Hlakka alveg rosalega til. Finn bara hve ég sakna stelpnanna minna mikið. Ég er komin með óbilandi þörf fyrir að koma suður og stoppa hjá stelpunum, ein um mig frá mér til mín. Og það þýðir ekkert að tala bara um það heldur verð ég að gera eitthvað í málunum. Enda ætla ég að fara að skipuleggja einhverja helgi í náinni framtíð til að skjótast suður, og fela mig fyrir ættingjum, og hitta bara vinkonur mínar.

miðvikudagur, desember 21, 2005

já ég er á lífi - og ég sendi út jólakort !!! fyrsta skipti ever sem það tekst hjá mér. Jólagjafir að mestu tilbúnar, reyndar svolítið sein í þeim sem þurfa að komast til Dk, en það verður vonandi fyrirgefið.
Jólin eru að koma, hlakka bilað til, ætlum að vera heima hjá okkur, hlakka til þess líka, orðið jóló heima hjá mér.
Fékk jólafílíng beint í æð sl helgi á Eyrinni.
Gabríel er alltaf jafn yndislegur.
Snjólaust.
Maðurinn minn alltaf jafn duglegur.
Vinnan fín, nema kaffið er hræðilegt.
Alltaf jafn blönk.
En lífið er yndislegt og ég hlakka til næsta árs!
knúúúús!

mánudagur, nóvember 28, 2005

Fráhvarfseinkenni

Sko - eftir mjög svo vel heppnaða laufabrauðshelgi í Mývó þá finn ég að ég er komin með hræðileg félagsleg fráhvarfseinkenni frá fimm fræknum fljóðum.....
Ég hitti eina góða vinkonu um helgina og ég fann þegar hún var farin að ég hefði viljað hafa hana hjá mér miklu lengur, í meira næði til að spjalla meira saman. Takk fyrir að kíkja inn elsku Anna mín!
Og þá fann ég einnig enn meir hvað ég sakna vinkvenna minna í bænum...
En ég er annars rosalega kát þessa dagana, jólin á næsta leiti, ætla að hengja upp seríur í kvöld, Gabríel yndislegri en allt sem yndislegt er, og stækkar og stækkar..... Hann er núna farinn að borða með okkur alltaf á kvöldin og borðar okkar mat. Tennur no 7 og 8 eru að skríða í gegn, með tilheyrandi látum.
Og púkahornin og halinn koma oftar og oftar í ljós, hann hefur húmor þessi elska. Ragga - hann er með húmor afa síns !! Þið eigið eftir að vera góð saman!! Einnig þá er afar sterkt í honum "láttu mig vera ég get sjálfur" hef á tilfinningunni að þetta verði ein af hans fyrstu setningum - ákveðinn og sjálfstæður! Vill skoða allt, prófa allt og gefst ekki upp fyrr en takmarki er náð. Það er td vegna þessa sem hann er næstum farinn að borða sjálfur með skeið, við megum bara ekki hjálpa, hann vill gera þetta sjálfur. Matur á ekki að vera stappaður, hann skal vera í bitum svo hann geti borðað hann sjálfur, og reynir að stinga í með gaffli. Farinn að drekka úr glasi, drekkur sjálfur úr stútkönnu - ég hjálpa með glasið. Hann er ekki farinn að labba enn, en það stoppar hann ekki, hann fer sínar leiðir og hefur sinn hátt á. Fullkomlega eðlilegt heilbrigt og hraust barn sem segir "namm namm" þegar hann sér lýsisflöskuna, "datt" (þykist vera voða hissa) þegar hann er nýbúinn að grýta hlutnum á gófið.....

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

SKO

mig langar bara heim þegar veðrið lætur svona - heim, undir teppi, með kakó og loftkökur, Gabríel að leika sér og ég lesa Harry Potter nýju bókina...

Kominn vetur

Halló dúllurnar mínar. Sorry hvað ég er hræðilega löt að skrifa, en það er bara nóg að gera hjá mér og þegar ég kem heim er dagurinn allt annað en búinn. Litli sonur minn, sem stækkar og stækkar á mig alla þegar ég kem heim og þar til hann fer að sofa, öðruvísi vildi ég ekki hafa það. Okkur líður annars mjög vel.
Það er bar komið ógisslegt veður úti, veturinn kominn með öllu sínu. En samt finnst mér þetta allt í lagi. Ef ég kemst ekki í sveitina á morgun, þá læt ég bara fara vel um mig heima og hengi upp jólaseríur og lýsi upp þetta myrkur sem umlykur allt í kringum mann þessa dagana, en þið kannski takið ekki eftir því að það er nánast alltaf dimmt núna. Maður tekur einhvernveginn meira eftir því þegar maður er svona úti á landi þar sem borgarljósin ná ekki til manns til að lýsa upp umhverfið. Maður þakkar fyrir stjörnurnar og þegar tunglið er fullt, þá er ekki alveg eins dimmt. En annars er alveg kolniðamyrkur. Hjölli ætlar að hjálpa mér að setja upp seríur á hæð 2- það verður skemmtileg breyting að sjá jólaljós þar uppi, í stað dimmrar og drungalegrar hæðar. Eins og litlu krakkarnir kölluðu Sunnuhvol "draugahúsið" eða "nornahúsið"
Svo já - to sum up - jólaseríur eru á leiðinni upp hjá mér...

mánudagur, nóvember 07, 2005

Til bjargar á mánudegi

súkkulaði kassinn er kominn aftur...

föstudagur, nóvember 04, 2005

Glæpur?

er það glæpur að fá sér súkkulaði fyrir klukkan 09:00 á föstudagsmorgni?
Og ef svo er hverjum er þá það að kenna? Er það manninum sem setti stóra fallega York Peppermint Patties kassann upp á hillu í allra augsýn og í almennri gönguleið sem liggur ma á klósettið svo maður kemst ekki hjá því að ganga fram hjá silfurlituðum umbúðum ilmandi súkkulaðis???
  • Komment vel þegin!

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Ekkert msn

ég held að það sé búið að slökkva á msn - þe búið að loka á það í servernum.... Ég allavega næ ekki að loggast inn - grátur grátur - og þar sem ég er ekki komin með meil hérna þá er ég algjörlega ein í heiminum - ekkert tengd við "the outside world" .... ansk.. helv.. djö....

miðvikudagur, október 26, 2005

Lasin í dag

í gær sagði ég að ég gæti alveg eins setið í vinnu við tölvuna eins og heima hjá mér - en í dag var ég borin ofurliði og var heima.

þriðjudagur, október 25, 2005

útivinnandi mamma

ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve flókið þetta getur orðið. En ég er heppin, Gabríel á frábæran pabba, og er sjálfur svo góður. Síðasta vika var strembin, en við lærum öll á þetta. Ég tek bara ofan hattinn fyrir einstæðrum mæðrum!
Vinnan er fín. Hresst fólk sem ég vinn með, góður andi, frá öllum hornum heims. Naut þess að eiga "helgarfrí", knúsaði barnið mitt, karlinn minn og hundinn minn, lék mér í tölvunni, svaf út á sunnudaginn, og náði mér í einhvern flensuskít einhverstaðar. En það er ekki svo slæmt, nefrennsli og smá hausverkur, get alveg eins setið hér fyrir framan tölvuna go heima fyrir framan tölvuna þar.
Ég vil óska kærri vinkonu minni - dugnaðar konu - til hamingju með syni sína tvo, sem eiga afmæli um þessar mundir!! Knús og kossar að austan!!

mánudagur, október 17, 2005

Litli labbapabbakútur

þetta er fyrsti vinnudagurinn frá rúsínustráknum mínum - og ég sakna litla mannsins....

so far so good

jæja - þá er ég komin í vinnu - eftir langan tíma utan vinnumarkaðarins. Þetta lítur allt ágætlega út hérna. Eitthvað vesen hvað varðar vinnustundaviku - 40 eða 48 tímar, samningur segir 40 svo ég vona að það haldist. Finnst svolítið langt að vera í 48 vinnuviku, frá honum Gabríel mínum. Skrifborðið mitt ekki reddí enn, tölvan ekki komin enn, er núna við skrifborð einnar sem er lasin í dag (mánudagsveiki??)
allavega - ókei að vera komin í vinnu - pikka inn tölur....

fimmtudagur, október 13, 2005

Ég er á lífi

hæ hó honeys - ég er á lífi jámm og jæja. Er núna búin að vera heila viku í Mývó og er orðin afar þreytt og komin með mikla heimþrá. Alltaf gott að vera hjá mömmu og pabba, en ég er farin að sakna tölvunnar minnar, stólsins míns, hókus pókus stólsins, rúmsins míns, og já auddað Hjölla mar! Hann og Gunnar eru búnir að vera í að draga nýtt rafmagn í húsið okkar. Hlakka til að sjá árangurinn.
Ég er komin með vinnu - byrja að vinna næsta mánudag - enda er komið MEGA stress í mína núna. Svona fyrstivinnudagarstressið er að herja á mig... það er semst reikningadeild Alcoa sem ég er að fara að brasa við. Ég sendi nánari details þegar ég veit meira - allavega á ég að mæta á svæðið kl átta nk mánudag!!
Ég er reyndar afskaplega ánægð með þetta!
'till later - knús og kossar

þriðjudagur, október 04, 2005

Góð lesning

Hún Jóhanna mín kæra er með snilldar færslu í dag http://nutnews.blogspot.com/ sem ég hvet ykkur til að lesa og spá aðeins í....

sunnudagur, október 02, 2005

Ég er að fara

í sunnudagaskólann núna klukkan 11:00. Ég er að fara með Gabríel ekki halda að ég sé orðin klikkuð. Ég hugsa að hann hafi gaman og gott af því að fara, hitta aðra krakka, heyra tónlist og hlusta á sögur.

föstudagur, september 30, 2005

Klukk....

ég var klukkuð af henni Dóu minni - þarf að finna 5 vitagagnlausar staðreyndir um mig.... og það er nú ekki það auðveldasta sem ég hef gert um ævina.
  1. Þegar ég var lítil þá var ég (og reyndar er) afskaplega hrifin af hestum, og þar sem foreldrar mínir álíta að þeir séu best geymdir í tunnu þá fékk ég ekki einn slíkan svo ég bjó mér til hest úr tveimur eldhússtólum og lék mér þannig.
  2. Ég dýrkaði Madonnu á mínum yngri árum
  3. Ég elska að labba úti í hlýrri dembu (sem gerist aldrei hérlendis)
  4. Ég komst upp með að brjóta fallegu skálarnar hennar mömmu því ég var svo "róleg" - þær bara óvart "duttu"
  5. Ég átti bangsa sem hét Misja - í höfuðið á rússneskum bangsa í teiknimyndasögu sem ég horfði á þegar ég var lítil. Bangsinn er enn til, uppi í skáp hjá mömmu, hann fékk ég þegar ég fæddist frá systur minni elskulegu sem gerði götin í eyrun á mér.
Þar hafið þið það dúllurnar mínar! Ég skora á Vilborgu vinkonu til að setja upp blogg og koma með næstu 5 vitaganglausar staðreyndir um sjálfa sig.

fimmtudagur, september 29, 2005

Frosin

Sit hér við gluggann í tölvuherberginu mínu og er frosin. Gabríel sefur úti og ég verð að hafa gluggann opinn til að heyra í honum ef hann skildi vakna.
Reykjavík var frábær, en gott að koma heim. Náði að sjálfsögðu ekki að hitta alla sem mig langaði til að hitta, en svona er þetta bara.
Kom heim á nýjum bíl, hinn er á Akureyri og verður hann húsbóndabíll þegar Hjölli fær prófið. Minn er 98 módel subaru impresa - rosa flott og æðisleg.
Verslaði fullt og meira í bænum, fékk algjört kast í barnafatabúðum. Finn soldið til í veskinu, en hey - ég á ekki eftir að gera þetta aftur á næstunni.
Setti inn myndir úr ferðínni á síðu sonarins sem þið getið nálgast hér og séð hvað ég á laaang fallegasta barnið í heiminum!!!

þriðjudagur, september 13, 2005

kem í bæinn á morgun

að 15:55 staðartíma, verð á bílaleigubíl þar sem ég er alls ekki að nenna að keyra þá splæsti ég á mig flugi.

á faraldsfæti enn einu sinni

jæja dúllurnar minar. Nú fer að koma að því að við komum í bæinn. Erum að reyna að finna íbúð í viku en það gegnur ekki nógu vel þar sem þetta er með dulítið stuttum fyrirvara. Hjölli er þegar farinn suður. Málið er bróður Hjölla líður ekki allt of vel. Og fór Hjölli suður til að hitta hann áður en áætluð ferð til Finnlands hefst hjá Nonna (bró) en þar eru áætlaðar fleiri aðgerðir.
Okkur langar til að vera í viku, svo ef einhver veit um einhverja íbúð sem við getum fengið leigða (með búnaði) þá væru það vel þegnar ábendingar.

Annað - göngin eru bara snilld!! Fór til Reyðarfjarðar í gær - til að versla - og ég var bara klukkutíma í burtu - með akstri fram og til baka (dúllaðist í búðinni) Maður er núna bara korter til Reyðarfjarðar í stað 40-50 mín og auk þess sem allt er núna á sniiiildar vegi!!

föstudagur, september 09, 2005

Opnun Fáskrúðsfjarðargangna í dag!

Já loksins í dag verða þau opnuð þessi langþráðu göng. Það er eitthvað húllumhæ í kringum þetta en mér er alveg sama um það - hlakka bara til að fara að nota þau.
Ætlum upp á Egs í dag að skoða bíl fyrir Hjölla en hann fer nú að fá prófið aftur blessaður - rosalega hlakka ég til. Svo sennilegast keyrum við löngu leiðina þangað en stuttu til baka!!

Var að uppfæra síðuna hjá syninum - vona að ykkur líki hún, setti inn fleiri myndir líka. Hann er víst orðinn 8 mánaða og 2 vikna - rosalega líður tíminn - eins og vinkona mín hún Jóhanna sagði - áður en ég veit af þá verður hann farinn að missa barnatennur og að byrja í skóla.. ég hugsa að hún hafi rétt fyrir sér þar blessunin.

Hafið það gott um helgina djásnin mín.

miðvikudagur, september 07, 2005

Mygluð....

Hvaðan skildli barnið hafa það að vakna kl 6 !! Þó svo ég sé morgun hress þá er ég ekki alveg svooo hress að ég skvettist upp úr rúminu kl 6 og ráðist á daginn. Það þarf "ritual" þegar vaknað er svona snemma. Rumska og fara framúr, pissa með lokuð augun, passa að dagurinn nái ekki alveg að komast að fyrr en maður er kominn að kaffivélinni (enn með lokuð augun) og fá sér kaffi. Þá þarf maður að setjast niður og súpa heitt nýlagað kaffið, og átta sig á staðreyndum að maður er vaknaður og gera líkamanum það ljóst - ásamt heilanum að nú sé kominn tími til að fara að starfa. Sé þetta ekki gert svona er hætta á því að maður verði úríllur, geðvondur, pirraður og þreyttur allann daginn - aka "að hafa farið fram úr vitlausum megin"

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Sökum FJÖLDA áskoranna

þá hef ég ákveðið að hripa niður nokkrar línur. Já okkur líður afskaplega vel. Gabríel stækkar og stækkar og er alltaf jafn yndislegur í alla staði. Hann er kominn með 4 tönnslur, 2 uppi og 2 niðri og er geysilega montinn af þeim. Hann er farinn að skríða og sitja eins og herforingi, og vill vera á fartinu daginn út og inn. Sefur rosalega mikið og borðar vel, enda hraustur og flottur strákur!! (ég er enn montin af honum og sennilegast held ég áfram að vera það um ókomna tíð)

Innilegar hamingjuóskir með afmælin, Vilborg og Jóhanna!!! Þið eruð flottar og ég sakna ykkar beggja mikið! Eins og fleiri. Ég fæ reglulega yfirþyrmandi söknunartilfinningu til ykkar allra! Og ég er farin að þarfnast helgarfrí í Reykjavíkinni. Spurning hvort maður mætti koma einn?

Sumarið leið allt of hratt (like always) Var mikið á flakki í sumar, er td nýkomin frá Mývó - þar sem ég var svo heppin að hitta Önnu og Eddu, og hitta son Eddu í annað sinn og fór það betur en síðast. Drengurinn hennar er rosalega flottur strákur og má hún vera montin af honum!!!

Hjölli mega duglegur að gera við hæð 2, enda fer hún sennilegast að komast í gagnið, mikið hlakka ég til. Þá flytjum við tölvurnar upp og Gabríel fær sitt eigið herbergi hér niðri - þá mitt herbergi. Hlakka til að gera það að alvöru barnaherbergi - ætla að skreyta það sjálf, mála á vegginn og þess háttar.

Jamm ekki mikið meira um að vera hér, öllum líður vel, allir hraustir og hressir.
Bið afsökunnar á netletinni í mér.....
knús og kossar til ykkar allra!!

miðvikudagur, júlí 27, 2005

home sweet home

jamm við ákváðum að fara heim á mánudaginn. Hjölli á að mæta í skoðun inni á A-eyri 4. ágúst svo við nenntum ekki að bíða þangað til. Gott að koma heim!
Fórum alla leið í Varmaland, komumst ekki lengra suður enda var það ekki á planinu. Ættarmót var fínt, rosalega heitt og Gabríel ekki alveg að fíla allann þennann hita. Hann var samt algjör gullmoli, og knúsaður af mörgum ættmennum Hjörleifs.
Vikan okkar á Akureyri var afskaplega róleg og notaleg. Vorum ein í húsinu hans tengdó og létum fara afskaplega vel um okkur. Ég hins vegar náði að tábrjóta mig á litlu tá - þið sem þekkið mig þá vitið þið að ég er einstaklega heppinn á þessu sviði. Ekki gott, blæddi inn á liðinn og hvað eina - er með teipaða tá núna.
Við fjárfestum okkur í nýju rúmi. Var á mega afslætti í Húsgagnahöllinni um helgina - sjá bækling sem kom í öll hús. Og við splæstum líka í gasgrill og er Hjölli búinn að taka til staðinn fyrir grillið en það er væntanlegt með pósti í dag. Rúmið kom í gær og í morgun var fyrsta skipti sem ég vakna og er ekki að drepast í bakinu - þvílík snilld.
Gabríel er kominn með 2 tennur í viðbót - í efri góm. Hann er einstaklega pirraður út af þessu, en samt er alltaf stutt í brosið hjá þessum gullmola mínum. Hann tók þessu flakki okkar einstaklega vel. Brunað suður á laugardaginn, norður aftur á sunnudag og svo austur á mánudag. Hann var reyndar farinn að mótmæla þegar við vorum að nálgast Egs, en það er bara skiljanlegt. Ég var farin að mótmæla löngu áður.....

mánudagur, júlí 18, 2005

Road trip

Við erum alveg við að leggja í hann. Áætlað er að fara til A-eyrar og vera þar í einhverja daga og dúllast. Vonandi verður gott veður. Svo er jafnvel áætlað að bruna suður næstu helgi. Ættarmót og fleira. Svo mín kæru - dyggu lesendur - kannski hittumst við !
Verið góð hvert við annað.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Meiddi...

datt í gær - er með stóran skurð á vinstra hné......

fæðingar, skírnir og fleira

jæja - sorry dyggu lesendur. Bara í sumarfríi, sit samt rosalega mikið við tölvuna en er ekki í stuði til að blogga. það sem er fréttnæmast er þetta:
  • þann 25. júni átti mín kæra æskuvinkona Edda Björg sitt fyrsta barn, drengur, 14 merkur og 54 cm. Hann er rosalega flottur sá strákur, en við Gabríel fórum og hittum þau mæðgin á fæðingardeildinni á Húsavík. Ótrúlegt að hugsa til þess að Gabríel hafi verið einu sinni svona lítill.
  • Þann 2. júlí var Gabríel Alexander skírður. Athöfnin fór fram í Kolfreyjustaðarkirkju, sem er hérna rétt utar í firðinum, afskaplega falleg, lítil og gömul sveitakirkja. Séra Þórey frænka sá um athöfnina. Var fámennt en góðmennt, en við ákváðum að bjóða aðeins nánasta fólki, vona að engum sárni sú ákvörðun okkar.
  • Búið að vera svakalega gott veður.
  • Fór í sund með Gabríel á sunnudaginn sl. Drifum Rímu og Hartmann með, svaka stuð!
  • Þórhalla systir, Lalli og Hjörtur Smári eru í bústað á Einarstöðum (rétt við Egs) Hitti þau á mánudaginn sl. Rosa gaman.
  • Hartmann átti afmæli núna 9. júlí, eins árs guttinn, var rosa fín veisla.
Jamm - ekki mikið að gerast. Allir hraustir og hressir.

mánudagur, júní 27, 2005

Vegalengdir...

er styttra frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur, en frá Reykjavík til Fáskrúðsfjarðar??

fimmtudagur, júní 16, 2005

Allt við hið sama

og ekkert að gerast. Gabríel alltaf jafn rólegur og yndislegur. Hann er svakalega duglegur þessi elska, næstum farinn að sitja sjálfur. Skoðar allt, talar við alla, rosalega hress og hraustur. Ég bíð svoooo spennt eftir litla bumbubúa hjá Eddu vinkonu. Hlakka til að hitta hann/hana.
Hjölli er búinn að vera mikið uppi á hæð 2, enda er hún líka orðin geggjuð. Hann er að panelklæða hana, og það kemur svooo vel út.
Gabríel er reyndar pirraður oft vegna tanna og hefur verið að vakna um 6 á morgnana. Ég er orðin ágætlega þreytt.
Fæðingarorlofið mitt fer að verða búið og mér óar við hve hrikalega fljótt tíminn líður.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Lítil (stór) prinsessa komin í heiminn!

Hrund vinkona eignaðist prinsessu í gær 7. júni. Heilsast þeim vel og gekk ágætlega. sú stutta (langa) er 16,5merkur og 54cm!!
Til hamingju elsku hjartans Hrund og fjölskylda!!!

Molla

það er molla úti, búið að vera molla undanfarna daga. Sem betur fer þá er viftan sem Hjölli setti upp í holinu alveg að virka og standa sig. Skruppum til Akureyrar á mánudaginn. Tilgangur fararinnar voru gleraugnakaup. Og náðum við hjónaleysin að versla okkur bæði ágætis gleraugu. Þau koma í pósti síðar í vikunni, hlakka klikkað til.
Panellinn kom loks í gær og er Hjölli byrjaður á að klæða hæðina uppi. þetta á eftir að vera klikkað flott! Ég náttla búin að innrétta hæðina í huganum......

sunnudagur, júní 05, 2005

Afmælisbarn dagsins

Anna Geirlaug. Hún er 30. ára í dag - velkomin í hóp hinna fullorðinna krumpudýra!!! Takk aftur fyrir dásemdarkvöld! Ástarkveðja Guðrún

laugardagur, júní 04, 2005

Velti sér

Í dag velti Gabríel sér í fyrsta skipti!! Hann varð ekkert smá hissa þegar hann endaði á bakinu, en ég náttla hoppaði um af kæti og sagði öllum á WoW servernum frá því.....

Afmælisbarn dagsins....

Ragga vinkona!! Til hamingju með daginn elsku Ragga mín!!

þriðjudagur, maí 31, 2005

Heitt, heitt, heittheittheittheitt

það er svo heitt að það er engu lagi líkt. Sólin steikir allt, hafgolan nær samt að kæla, en hérna inni, með þessum stóru gluggum er nánast ekki hægt að vera. Sonurinn í tannatöku má ekki við miklu og er ekkert hrifinn af þessum hita, endaði á þunnri samfellu með kalt vatn í pela - þá var hægt að ræða aðeins við hann, og svalasti staðurinn í húsinu er rúmið hans, enda liggur hann þar núna í smá dúr.

mánudagur, maí 30, 2005

Tennur

Í dag fundust 2 tennur í neðri góm Gabríels. Ég er held ég montnasta mamma í heimi!!!

laugardagur, maí 28, 2005

Mývó, ammæli, eyrin.

Jamm jamm og jæja. Biðst afsökunnar á bloggleti. Málið er að WoW hefur átt allann minn aukatíma undanfarið. Ég er gjörsamlega húkkt á þessum leik, enda er hann geggjað skemmtilegur, og ég er að spila með meiriháttar hressu fólki allstaðar í heiminum.
Gabríel er yndislegur. Hann mældist á 5 mánaða afmæli sínu 66 cm og 8,8 kg. Flottur, sprækur og hress strákur. Hann er draumabarn.
Ég fór ein af bæ um helgina. Reyndar með tíkina með mér, en skildi þá feðga eftir heima. Kominn tími til að lengja aðeins á naflastrengnum. Gekk svona líka vel. Leið frekar asnalega heima hjá mömmu og pabba á fimmtudagskvöldið, enginn Gabríel til að stumra yfir og sinna. Átti yndislegan dag með mömmu minni á Akureyrinni á föstudeginum (í gær) og svo um kvöldið átti ég frábæra kvöldstund með tveimur kjarnakonum og krumpudýrum Dóu og Önnu. Það var mikið spjallað og skrafað. Þetta var í tilefni krumpuafmælis Önnu, en hún verður 30. núna 5. júní.. þarf að finna mynd til að pósta hérna á ammælisdaginn sjálfann!!! Þær fengu sér bjór og rauðvín (ég er alveg hætt öllu slíku) var magnaður matur á þeim bæ. Og frábært andrúmsloft. Spiluðuðm hið bráðskemmtilega Jungle Speed, úff mar, það fengu glös og skálar að fljúga og nef klóruð, og puttar beyglaðir, mikið helgið og mikið gaman!!!
Alveg snilld.....

föstudagur, maí 20, 2005

Kæra vinkona

í Reykjavíkinni. Lífið er alltaf eins og rússibani - got it's ups and downs. Málið er að hjá sumum okkar þá fer það lengra niður en gengur og gerist og maður verður bara að díla við það. Og á þeim stundum er bara að bíta á jaxlinn, bera höfuðið hátt og senda puttann á vandamálin.
En auðvitað númer eitt, tvö og þrjú er að vita hverjir vinir sínir eru og nota þá. Til þess eru þeir. Vinir eru bara eitt símtal í burtu þó vegalengdin sé löng. Og það skiptir ekki máli hvenær á sólarhringnum það er!!!
Þó að þú sjáir manneskju sem þér líkar ekki við - þá ertu samt yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og þakka Guði fyrir að eiga vin í þér!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Rosalega

líður tíminn hratt.......

föstudagur, maí 13, 2005

Where Dogs Dream


They might not need me - yet they might.
I'll let my heart be just in sight.
A smile so small as mine might be.
Precisely their necessity.


Alveg yndisleg bók sem ég fékk í afmælisgjöf frá Önnu G. og Dóu. Þessi bók er nauðsynleg til að flétta upp í til að finna sér smá bros á erfiðum dögum.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Nýjar myndir

loksins loksins kom ég því í verk að lóda myndum úr fermingunni á netið. Það var afskaplega gaman að hitta allt fólkið, og er þetta bara pínu brot af þeim myndum sem voru teknar.
Annars er allt gott að frétta héðan. Gabríel er nett pirraður þessa dagana - hugsa að tennurnar séu loks að koma. Hann á það til að reka upp sársaukaorg reglulega og fara hreinlega að hágráta upp úr þurru. Maður finnur svo til með honum að maður vill helst bara sitja einhverstaðar með hann og knúsa hann.
Ég er í pásu frá leiknum mínum, enda er frekar erfitt að spila þegar maður er með hugann við annað og fær kannski bara 5-15 mín í einu að spila. Er búin að grípa í föndrið þess í stað enda nálgast afmæli sem ég er að klára afmælisgjöf fyrir.
Sumarið er komið.......

fimmtudagur, maí 05, 2005

Líf og fjör

jamm er tilbúin í slaginn við hálkubletti öræfanna. Er búin að pakka mér og syninum, læt kallinn um að pakka sjálfum sér. Skítakuldi úti, rok og leiðindi. Sonurinn með ræpu þe munnræpu við fluguna sína, hættur að syngja í dag snáðinn, en undanfarið hafa dagarnir byrjað á þessum líka yndislega söng.
En svo já erum við að fara´i sveitina á eftir til að vera viðstödd þegar Sylvía verður fermd.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Afmælisbarn dagsins

er hún mamma mín
Rósa Emelía Sigurjónsdóttir
(mynd tekin 1955)

Hún er 55 ára í dag!
Til hamingju með daginn elsku mamma mín !!

þriðjudagur, maí 03, 2005

Latte með undanrennu....

ég er orðin svooooo mikill snillingur í lattegerð að ég gat gert froðuna úr undanrennu!!!!

sunnudagur, maí 01, 2005

Skýrnir, fermingar, jarðarfarir....

Góðan daginn og gleðilegan sunnudag. Lífið gengur sinn vanagang hérna fyrir austan. Sonur minn er í óða önn að stækka - fullhratt að mínu mati. Eins og góð vinkona mín sem er reynslurík yndisleg mamma segir að áður en maður veit af þá eru þau komin með tennur, farin að missa þær aftur og byrjuð í skóla. Ég var að fatta það áðan að ég þarf að fara úr 4-9 kg bleyjur í stærra næst þegar ég kaupi birgðir.
Hlakka rosalega til næstu helgar. Þá er önnur snilldar mamma að ferma. Þórhalla systir er að ferma frumburð sinn hana Sylvíu Ósk Sigurðardóttur. Þá koma saman fullt af ættingjum, og mér finnst persónulega skemmtilegra þegar allir safnast saman í fermingar eða skýrnir frekar en jarðarfarir. Það er allt of algengt að fólk hittist bara á jarðarförum. Margir af ættingjum mínum hafa ekki hitt Gabríel, og ég hlakka til að monta mig af honum. Við ætlum að skýra í sumar, stefnum að helginni 17-19 júní þar sem 17. júní er frídagur sem kemur upp á föstudegi (ótrúlegt það nær aldrei gerist) og þá hafa fleiri kannski möguleika á að komast norður! Við ætlum að skýra á Akureyri, miðsvæðis. Mig langaði til að skýra á afmælisdegi pabba, sólsumarstöðum 21. júní en hann kemur upp í miðri viku.
Jæja Wold of Warcraft kallar.....

föstudagur, apríl 29, 2005

World of Warcraft

og teamspeak hefur átt alla mína umfram athygl sl daga. Gabríel no 1, 2 og 3, svo kemur Kítara og Hjölli, annars hefur world of warcraft verið í gangi. Við Hjölli sitjum í sitthvoru herberginu með teamspeak á og hlaupum um annann heim í leit að monsterum og lootum og spjöllum við fólk sem er online hvar sem er úr heiminum. Þetta er virkilega gaman!
Sonur minn er gullmoli, langfallegasta barn ever!!!

mánudagur, apríl 25, 2005

Hallormstaðaskógur og Moli

Hæ dúllur nær og fjær. Ofboðslega gott veður var um helgina. Við semst ákváðum að fara á rúntinn í gær og rúnta um okkar nánasta umhverfi. Enduðum uppi á Egs, í ís og sól. BT opnaði ekki fyrr en kl 13:00 svo við tókum rúnt í Hallormstað. Rosalega fallegt er þar, en sumarið er samt ekki alveg byrjað svo gróðurinn er rétt að fara að taka við sér. Við löbbuðum um, leyfðum tíkinni að hlaupa lausri, og auðvitað fann hún læk og spýtur. Rosa fjör. Gabríel líkaði þetta alveg ágætlega. Við ákváðum að koma hingað aftur seinna í sumar þegar gróðurinn er kominn vel af stað.
Við fórum á föstudeginum á Egs til að versla, og rúntuðum á Reyðarfjörð. Þar var verið að opna nýja verslunarmiðstöð Molann. Var svakalega margt fólk og svakalega stór kaka. Þótt ég sé í nammibanni þá fékk ég mér smá smakk og var hún ofboðslega góð. (btw hef ekki borðað nammi í 3 vikur núna - ekki einu sinni á laugardögum)
Hjölli gaf mér online leikinn World of Warcraft. Er að installa honum, hlakka til að byrja að spila hann.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

elskurnar mínar og takk fyrir veturinn!! Þið ykkar sem lesið bloggið mitt, og ég hef ekki verið í sambandi við leeeengi - takk fyrir að lesa bloggið mitt og vera til. Vonandi fer ég að heyra í ykkur fljótlega eða það sem betra er að sjá ykkur fljótlega! Maður horfir alltaf á msn contacts, hugsar alltaf með sér að maður verði að fara að heilsa upp á suma sem maður hefur ekki smellt á lengi. En svo gerist alltaf eitthvað og maður þarf að rjúka áður en tími gefst fyrir þetta litla smell og enn minna "hæ". En ekki hugsa að ég hafi gleymt ykkur því það er svoooo fjarri lagi!! Hvur veit nema Yours truly verði mega húsmóðurleg og geri jólakort þetta árið!!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

The trip.....

Hæ elskurnar mínar. Þetta er svona copy/paste blogg þar sem ég var í Mývó netlaus.

"18. apr. 05
Jamm við Gabríel og Kítara komum hingað á fimmtudaginn og erum búin að vera í góðu yfirlæti hérna í sveitinni hjá mömmu og pabba.
Við fórum til Akureyrar á föstudaginn og þar fann ég mér lazy-boy stól þar sem ég bætti við smá pening sem ég kalla “hætt að reykja” peningar. Jú ég spara 17.000,- á mánuði þar sem ég er hætti að reykja!! Það er ágætis sparnaður þar. Og mér finnst allt í lagi að splæsa stundum á sig í verðlaunaskyni!
Því næst fann ég afmælisgjöfina frá mömmu og pabba en þau létu mig fá pening til að kaupa mér skartgripi. Maður fer aldrei og splæsir á sig skartgripum svo þetta var frábært. Fann mér afskaplega fallegan kross og hring (silfur/módel) sem ég ákvað að yrði hversdagsskartgripir. Átti engan kross til að ganga með hversdags. Svo var grill og næs um kvöldið.
Gabríel algjör engill. Mamma og pabbi fengu lánað barnarúm handa honum og það er svo þægilegt, hann heldur alveg rútínum sínum, svefninn er ekkert að raskast eða í neinu rugli. Enda passa ég að “grautartíminn” sé alltaf á sama tíma.
Systir mín elskuleg bauð mér i ljós á laugardaginn. Fór í ljós og pottinn og slakaði vel á. Mamma og pabbi pössuðu ungann minn á meðan. Og fer vel á með þeim. Gabríel er búinn að venjast pabba og pabbi má koma og glenna sig framan í hann og þá hlær Gabríel bara. Pabbi er líka búinn að vera duglegur að tala við hann og sinna honum, þeir eru búnir að kynnast blessaðir.
Laugardag fór ég í ljós líka, slakaði vel á og naut þess að sitja í góðum heitum potti og slappa af og láta mér líða vel. Og svo var helgin þannig að maður slappaði af, horfði á sjónvarpið og fór að sofa snemma. Gabríel svaf vel á sunnudeginum og ég nappaði líka, rosalega var það notalegt!
Svo í dag er allt flug á áætlun, þrátt fyrir geðveikt rok og læti. Svo ég býst við að leggja í hann upp úr fimm og vera á vellilnum þegar Hjölli lendir kl átta, bruna svo heim. Núna erum við Gabríel og mamma, auk Kítöru og Herkúles að fara í morgunkaffi til pabba upp í Kísiliðju, en þar er frekar einmannalegt um að litast. Pabbi er þar einn núna. Hann er mikið með Herkúles þar með sér til að hafa einhvern félagskap"

Jamm það var svakalega gott að koma heim, Gabríel ljómaði allur þegar hann sá pabba sinn, neitaði að sleppa honum. Og rosalega var gott að sofa í sínu rúmi í nótt......

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Gular og bláar línur

Ég sit og horfi á ferðakort vegagerðarinnar og bölva þessum bláu og gulu línum og þessu merki sem þýðir skafrenningur. Akkúrat færi sem ég hata að keyra í svo það er borin von um að ég fari nokkuð í dag. Ég var annars komin á fætur klukkan sjö og alveg tilbúin að rjúka af stað ef færið hefði verið skárra. Það er kalt úti, rok og leiðindaveður, ég er með gluggatjöldin dregin fyrir svo ég sjái ekki út, bara til að verða ekki þunglynd á veðrinu.
Ætli ég Torrentist ekki bara og haldi mig undir teppi, með soninn í fanginu og hafi það kósý. Mig langar samt svo heim til mömmu og pabba....... (grátur grátur...)
Guðrún - ein heima.....

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Kítara og Gabríel

Þau láta fara vel um sig þessar elskur. Gabríel er með fluguna sína sem hann varla vill láta frá sér, og þar sem hann var "aleinn og yfirgefinn" í sófanum þá ákvað Kítara að halda honum félagsskap og ylja á honum tærnar.

Hún svo dýrkar þetta litla barn. Um daginn fann ég í fanginu á honum eitt af dótinu hennar, þá ákvað hún að gefa honum dótið. Hún er alltaf með á hreinu hvar hann er og hvað hann sé að gera. Þetta gæti ekki verið betra!!!

Afmælispeningar......

Það er allt í lagi með okkur. Við erum hérna þrjú heima, við Gabríel og Kítara og höfum það næs. Höfum ekkert farið út í dag þar sem það er rosalega kalt úti og mikill vindur, og ég held að ég tali fyrir okkur öll þrjú að okkur líkar ekki svona veður. Allavega hefur tíkin ekkert kvartað yfir göngutúraleysi. Hugsa líka að hún fatti að þar sem Hjölli er ekki heima þá eru rútínurnar ekki í gangi og hún virðist sætta sig við það.
Ég vona að veðrið verði skárra á morgun og færðin verði ok, mig langar svo til að komast í sveitina á morgun eða hinn. Núna er ég bara að hugsa um hvort ég eigi að kaupa mér nýjan Lazy boy fyrir afmælispeningana frá afa og ömmu eða hvort ég eigi kaupa mér nýjan skrifstofustól og föt fyrir afganginn. Þar sem þetta er þrítugsafmælisgjöf þá langar mig til að kaupa mér eitthvað spes, eitthvað sem ég á og hugsa til þess merka áfanga að verða þrítug þegar ég sé hlutinn og þá eru föt eiginlega ekki inni í myndinni. Og mamma og pabbi sáu um skartgripahliðina í þetta skiptið. Hvað finnst ykkur? Mig vantar ekkert tölvutengt - minn elskulegi maður sér til þess. Og afi og amma tóku það skýrt fram að ég ætti að nota þetta í mig, bara mig, ekki barnið, heimilið eða manninn..... Svo hvað dettur ykkur í hug mínir kæru lesendur??? (comment óskast hér að neðan..)

sunnudagur, apríl 10, 2005

All alone....

Hjölli er að fara suður á morgun og ég verð all alone, náttla með Gabríel og Kítöru en samt alein og yfirgefin....

laugardagur, apríl 09, 2005

Mega fyndið

Þessa mynd fékk ég inni í DVD mynd sem ég keypti. Ég varð að deila henni með ykkur jafnvel þótt sum ykkar séu nú þegar búin að sjá hana. En það sem mér finnst svo fyndið er að nú er ég ein af þeim rosalegu lögbrjótum að sækja "ólöglega" efni af netinu og margar hverjar eru einmitt CAM myndir (myndir teknar í bíó) og það ótrúlega er að þær eru svo flottar flestar, með fyrirtaks tali, nánast engum truflunum og sérstaklega ekki með einhverjum línum og röndum yfir alla myndina.

föstudagur, apríl 08, 2005

15 vikur

síðan engillinn minn kom í heiminn. Rosalega er þetta allt saman fljótt að líða. Og stundum gleymi ég að hann er svona lítill því hann er svo mannalegur og svo stór. Núna situr hann í stólnum sínum á borðinu mínu með fluguna sína og dudduna og sefur....

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kalt úti, hlýtt inni.

Ný sest við tölvurnar með heimatilbúinn Latte, sem er alveg skínandi góður þó ég segi sjálf frá. Lúxus að eiga vinkonu sem vinnur á kaffihúsi og getur leiðbeint manni með þetta allt saman, en maður verður auðvitað að redda sér þegar næsta kaffihús sem selur ágætt Latte er Te og Kaffi kaffihúsið á Egs.
Veðrið úti er enn jafn kalt og leiðinlegt. Við lituðuðm gardínurnar í gær og þær áttu að verða rústrauðar/dökkvínrauðar, en urðu svona skínandi fallega dökkbleikar.... jupp Dóa - your kind!! Svo við verðum að kaupa annann lit til að dekkja þær. Sorry Dóa, ég er ekki þessi bleika týpa.... (mmm eina sem vantar er súkkulaði sýrópið þá væri þetta fullkomið)
Var hjá doksa í morgun, bakið er ekkert að skána, og hann potaði á 2 staði á bakinu og ég æmti í bæði skiptin eins og kelling og hann sagði mér að þetta væri vegna grindarlosunarinnar sem ég fékk á meðgöngunni. Ráð: fara í salinn og gera einhverja æfingu hérna heima sem hann kenndi mér. Ekki permanent verkur sem betur fer!!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Svartsýniskast vegna veðurs

Jámm það er sko í gangi núna. Ég veit að það verður örugglega frábært veður á mánudaginn svo Hjölli komist suður, en svo skal ég lofa ykkur því að um leið og við erum komin heim frá því að keyra hann í flug þá skellur á brjálað veður svo við komumst ekkert í Mývó og ég enda með að verða ein hérna í viku. Ég sem hlakka svo til að fara í Mývó, hafa það næs með mömmu, og fara til A-eyrar að versla fyrir ammælispeninginn minn og og og kaupa föt á Gabríel, og slappa af í sveitinni, og vera ekki ein heima.......
Það er sko allt orðið hvítt núna úti. Og með minni heppni þá verða örævin orðin annað hvort kolófær eða það sem verra er - brjálæðislega hál og ég er svo hræðilega hrædd í svoleiðis færi, hvort sem ég er bílstjóri eða farþegi - skiptir ekki máli. Skaflar eru ekkert mál - bara gaman að leika mér í þeim (kannski ekki með ungabarn og ein á ferð) en ég gæti frekar afgreitt þá en hálkuna....... andskotinn.....
Verið sæl að sinni
Guðrún hin veður- svartsýna

þriðjudagur, apríl 05, 2005

stutt matarboð.....

Helgin var róleg og notaleg að vanda. Gabríel gæti ekki verið yndislegri, rólegur og vær. Ég föndraði og málaði smá, kveikti á kertum og naut þess að vera til.
Okkur var boðið í mat á laugardagskvöldinu. Sem er kannski ekki svo frásögu færandi en við erum að kynnast þessu fólki. Ég hef sagt ykkur frá henni Sigrúnu, sem er aðflutt hingað og leiðist. Já þetta voru semst hún og hennar maður sem buðu okkur., Ok, mjög gaman, notalegt kvöld, nema allt í einu upp úr þurru er hún uppstríluð og segist þurfa að kveðja okkur, og fer út. Ég varð hálf hvumsa, ég er þannig sjálf að ef ég býð fólki til mín í mat á laugardagskvöldi (eða hvenær sem er) þá er ég búin að plana þetta kvöld með þessu fólki, rýk ekki bara út og skil gestina eftir ....... en þið??
Já btw við Gabríel erum ein heima í næstu viku. Með tíkinni að sjálfsögðu. Hjölli er að fara í viku á Hlaðgerðarkot, dusta rykið af fræðunum og hitta liðið. Hann stendur sig svo vel, og hefur gott af því að komast aðeins til fólksins sem veitir honum mestan stuðning. Við Gabríel og Kítara förum í sveitina til mömmu og pabba eitthvað á meðan. Svo það væri gaman að sjá eitthvað af liðinu sem býr þar nálægt (hint hint.....)

föstudagur, apríl 01, 2005

April Fools Day

Í dag er dagurinn sem maður ætti að nota til að hrekkja einhvern. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í dag og ég er að reyna að upphugsa eitthvað til að plata Hjölla.
Annars er ótrúlegt að hugsa til þess að í dag eru 8 ár síðan við byrjuðum fyrst saman! Ótrúlegt! Og margt gerst síðan þá, bæði gott og miður gott. En eins og ég segi "what doesn't kill U only makes U stronger" og það eru orð að sönnu. Og það sem maður trúir á er þess virði að berjast fyrir því.
Ég átti frábæran dag í gær.
Byrjaði snemma þar sem sonur minn ákvað að vakna kl 6. Enda ekkert skrýtið þar sem hann var sofnaður kl 7 kvöldinu áður. Við fórum svo í skoðun eftir hádegi,og hann fékk sprautu, sem hann var alls ekkert ánægður með og lét hiklaust heyra í sér og láta vanþóknun sína á þessari meðferð í ljós koma. Hann fékk annars flotta skoðun, hraustur, stinnur og flottur strákur. Hann er þungur, en ekki of, bara stór og sterkur! (ég er montin - hef ég sagt ykkur að það er full time job að vera montin af barninu sínu? - þið sem eigið eitt - eða tvö eða fleiri - vitið hvað ég á við!)
Ég fór svo ein - alein - upp á Egs í sund, dekur og útréttingar. Byrjaði á sundi, heitum potti og nuddi. Fékk mér svo dýrindis tvöfaldan Latte með súkkulaðisýrópi á Te & Kaffi kaffihúsinu. Verslaði smá, langaði til að versla meira á Gabríel en það var afskaplega lítið úrval af fallegum barnafötum (kannski bara eins gott....)
Ég var 4 klukkutíma í burtu. Komst að því að húsið og heimilisverkin og heimilishaldið og þvotturinn fer ekki hamförum þó það sé ekki unnið í því non stop all the time.... (Hjölli var að meika point þegar hann sendi mig út)
Og ég hafði aldrei verið svona lengi frá Gabríel síðan hann fæddist. Og það var líka allt í lagi með hann.

fimmtudagur, mars 31, 2005

Páskamyndir komar inn

halló elskurnar - já ég er svo dugleg - búin að koma myndunum á netið! Endilega kíkið á þær hérna!

þriðjudagur, mars 29, 2005

Afmælisbörn dagsins eru.......

Guðrún Gunnarsdóttir 75 ára í dag
(amma mín og langamma Gabríels)

og
Hjörtur Smári Sigurðsson 8 ára ídag
(Systursonur minn)

Til hamingju með daginn elskurnar mínar!!!

Það má einnig geta þess að í dag áttu líka Þórhalla amma mín afmæli, en hún hefði orðið 80 ára í dag ef hún hefði lifað og lang amma mín, mamma Guðrúnar ömmu, en hún var fædd 1902 og ef hún hefði lifað þá væri hún semst 103 ára í dag!!!
Svo þetta er einn aðal afmælisdagur fjölskyldunnar!!

Gleðilega páska ............

Hæ hæ - já gleðilega páska - betra er seint en aldrei. En ég er að komast á netið núna eftir helgina. Við skruppum í sveitina og höfðum það virkilega næs. Myndir koma inn fljótlega. Gabríel alger engill. Afi og amma mættu á svæðið. Hjölli átti afmæli. Kíktum til Akureyrar og hittum mömmu og stjúpa Hjölla og vini okkar Gunna og Maríu.
Borðað og sofið.
Málsháttur minn var á þessa leið:

Vinur þinn á vin og vinur vinar þíns einnig.
Hafðu því gát á tungu þinni.

Þetta er svona nokkuð í anda Fáskrúðsfjarðar. þar sem allir þekkja alla, og maður sér á hverjum degi hérna að þegar 2 manneskjur slíta samtali þá snúa þær sér að næsta manni og baknaga manneskjuna sem þeir voru að tala við og svo koll af kolli. Það er jafnvel hægt að sjá þetta í kaupfélaginu! Svo miklar slettirekur og slúðurberar sem búa hérna. Ég er eiginlega á því að allir hérna eru falskir að einhverju leiti. En ég nenni ekki að eyða orku og tíma í að pæla í því.
Já svo okkur hérna líður afskaplega vel. Áttum góða páska og ég vona að svo hafið þið einnig!
Guðrún hin kærulausa

laugardagur, mars 26, 2005

Afmælisbarn dagsins er.......

Hjörleifur Harðarson

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Hjölli
hann á afmæli í dag!!

Til hamingju með daginn elsku Hjölli minn!

fimmtudagur, mars 24, 2005

Makes U wonder......

I am 65% Internet Addict.
Total Internet Addict!
I am pretty addicted, but there is hope. I think I'm just well connected to the internet and technology, but it's really a start of a drug-like addiction. I must act now! Unplug this computer!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Yndislegur dagur

og takk innilega fyrir allar kveðjurnar, gjafirnar, smsin og símtölin!!
Eins og ég segi; yndislegur dagur:
Rigning úti en sólskinsbros inni
Las með syni mínum Pétur Pan
Kyssti manninn minn
Lék við tíkina
Rjómaterta og ljúffengt kaffi
Já það er held ég bara allt í lagi að verða 30. ára.........

Afmælisbarn dagsins er .......

ÉG !!!!!!
(Ekki klár á hvenær mynd er tekin..)


Já góðir gestir - yours truly er 30. ára í dag!!

mánudagur, mars 21, 2005

Afmælisbarn dagsins er ....

Þórhalla Valgeirsdóttir systir mín
(mynd tekin 1971)

Til hamingju með daginn elsku systir!!

Gleðlilega stutta vinnuviku!!

þið sem eruð ekki í fæðingarorlofi eða á bótum. Vonandi fáið þið sem eruð í ströngu HÍ námi eitthvað frí til að pústa og hafa það náðugt í afslöppun, án þess að naga sig í handarbökin yfir því að vera ekki pungsveitt yfir námsbókunum! Fólk verður að fá frí líka frá námi!!
Annars er allt fínt að frétta héðan. Gabríel kemst ekki í 3 mán skoðun fyrr en eftir páska þar sem hjúkrunarfræðingurinn (þessi eini) er farinn í páskafrí. Já svona er þetta úti á landi. Hefur meira að segja komið fyrir að svæðið sé læknalaust í 3 - 5 vikur!! Og þá er ekkert elsku mamma ef eitthvað kemur upp á heldur bruna í Egs á milljón. En allavega - þá verð ég að bíða með að fá að vita hvað sonur minn er orðinn þungur og langur. (hann bara stækkar allt of hratt þessi elska)
Helgin var róleg:
  • Gómsætt lambalæri á borðum í gær. (slurp slurp)
  • Gerði tilraun og málaði páskaunga á kerti (gaman gaman)
  • Flétti í gegnum gamla bók sem ég fann og var fljót að loka henni aftur (gamla Laugabókin)
  • Málaði á einn ramma (mistókst í litavali en kom samt kúl út)
  • Browsaði á netinu og fann fullt af furðulegum en skemmtilegum bloggsíðum (td S-ameríkufarar og Kalli Sverris )
  • Horfði á Formúluna og hlakkaði yfir óförum Ferrari liðsins (þar til sprakk hjá McLaren - it had to bite me in the ass)
  • Fór í göngferðir með tíkina (lét hana hreyfa sig miklu meira en ég nennti að hreyfa mig)
  • Keypti nammi á nammidaginn (möst)
  • fann góða aðferð við að mata Gabríel á þess að fá allt frussandi framan í mig aftur.
Jamm semst normal, kósý, þægileg og afslappandi helgi......

sunnudagur, mars 20, 2005

Elsku Smutti minn

ég var að reyna að hringja í þig í gær - en enginn svaraði. Ég er svo spennt að vita hvernig gengur. Og endilega farðu og taktu til í pósthólfinu þínu þar sem það er orðið fullt og ekki hægt að senda þér póst!! Love ya!!

laugardagur, mars 19, 2005

Afmælisbarn dagsins

er Hafdís Eyja Vésteinsdóttir. Hún er eins árs í dag!! Til hamingju með fyrsta afmælisdaginn litla skutla!! Og sömuleiðis óska ég foreldrunum til hamingju með fyrsta árið!!!
Knús og kossar frá Fáskrúðsfirði

Rólegur dagur

og næs. Ekkert vesen, bara vakna, bleyjast, pelast og út að ganga með Gabríel. Tölvast, tv'ast og hamborgarast, nennum ekki að elda einu sinni. Mér finnst að svona eiga sumar helgar að vera. Algjört afslappelsi. Maður gerir það ekki nógu oft finnst mér.

föstudagur, mars 18, 2005

Helgin framundan...

og páskarnir nálgast. Ég á afmæli miðvikudaginn nk. Mér var bent á það í dag að það er þokkalegur djammdagur. Fyrir ekki svo löngu hefði maður verði búinn að plana þennann dag alveg frá a - ö og sennilegast ef maður hefði verið vinnandi eða skólandi þá hefði maður tekið þennann dag í frí. Stórafmæli á djammdegi. Öss mar - eins og ég sagði - þá var mér bent á þetta. Maður er orðin svo fullorðin/ráðsettur að maður er hættur að taka eftir svona hlutum. Kannski breytist það aftur þegar krílið stækkar, veit ekki.
En ég vil óska ykkur góðrar helgar dúllurnar mínar.
Guðrún - hin gamla

Afmælisbarn dagsins er........

Inga Hrund Gunnarsdóttir
(Mynd tekin 28. mars 1991)

Hún á afmæli í dag

Hún á afmæli í dag

Hún á afmæli hún Inga Hrund

Hún á afmæli í dag!!

Til hamingju með daginn elsku Inga mín!

Vona að þú eigir ógleymanlegan afmælisdag!!

Ástarkveðja Guðrún Kristín


Inga Hrund Gunnarsdóttir, er að lifa ævintýri erlendis en það er hægt að fylgjast með henni og hennar manni Kára á netinu. Fullt af skemmtilegum myndum og frásögnum! Eins og ég segi - algjört ævintýri sem þau eru að upplifa.Endilega skoðið síðuna þeirra!


fimmtudagur, mars 17, 2005

Ég er svo mikið sem...

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

hoppirólur og tölvur

Hæ hæ - hérna gengur allt sinn vanagang. Tíkin vakti mig brutally í morgun, sem var reyndar ágætt því ég komst í sturtu áður en Gabríel vaknaði.
Fengum leikgrindina og hoppiróluna hans í gær. Það var þvílíkt fjör hjá honum. Við leyfðum honum að prufa róluna líka þó lítill sé, bara höfðum hana þannig að það er enginn áreynsla á lappirnar hans. Og honum þótti þetta svo gaman, hoppaði og skoppaði og hló. Þið getið séð myndir af honum í albúminu undir mánuður 3.
Annars er ég búin að vera í því að setja upp lappann. Tók hann í gær og hreinsaði alveg. Var komið eitthvað vírusadót og böggar inn, þá nenni ég þessu ekki og væpa allt draslið. Við Gabríel sátum í morgun og dunduðum okkur við að finna forritin sem ég þarf og keyra inn. Ég setti td inn eitthvað beta dæmi af msn 7, lítur ágætlega út.
Svo líða dagarnir og alltaf nálgast þessi dagur sem er víst óumflýjanlegur.......

mánudagur, mars 14, 2005

Sitt lítið af hverju

Hæ kæru vinir nær og fjær. Helgin liðin, strax kominn mánudagur aftur, og enn líður nær afmælinu, þess dags sem ég vona að komi ekki, heldur hoppi bara yfir. Já, komi 22. mars, og svo 24. mars, ef 23. mars kemur ekki þá hlýt ég að haldast 29 ára allavega eitt ár viðbót??
Annars var helgin fín. Skruppun til Egs á laugardaginn, ætluðum að athuga með skrifborðsstól handa mér, en enginn fannst svo við keyptum fullt af öðru dóti í staðin. Það var bara gaman, þar sem maður er ekkert að splæsa á sig dóti oft. Og ég fékk ekkert upp úr manninum mínum hvað hann ætlar að gefa mér í þrítugs afmælisgjöf (þe ef dagurinn skyldi koma en ekki bara hlaupa í felur)
Úti er snjór, var frekar fúlt veður um helgina, allavega var svona ekta lopasokkakakóundirteppimeðbók veður í gær. Vona bara að þetta fari að hætta, svo það verði hægt að flakka eitthvað með ungabarn um páskana!!

laugardagur, mars 12, 2005

Fallegustu hljóð í heimi

eru þau þegar sonur minn er að tjá sig. Já það er bara svo skrýtið hvað þessi litlu kríli hafa stór áhrif á mann. Gabríel er farinn að borða graut á kvöldin, til að fá magafyllingu svo hann sofi betur (já og nái að sofna) og hann er svo góður og vær.
Stundum er það ekki svoleiðis og maður er gjörsamlega búinn á því bæði á sál og líkama, en svo leggur maður litla kút á skiptiborðið og maður fær þetta líka fallegasta bros í heiminum, og hann mótar varirnar eins og hann sé að fara að segja eitthvað og út koma þessi yndislegu hljóð (hjalið), og svo horfir hann á mann með sínum stóru og bláu augum og maður bara gleymir öllu öðru – það er ekkert annað sem kemst að hjá manni, allar áhyggjur, þreyta, skyldur og kvaðir gleymast. Heimurinn er einhverstaðar lengst í burtu, og það kemst ekkert annað að…….
Guðrún - ekki lengur gribba

föstudagur, mars 11, 2005

Allt í drasli...

ég var að horfa á Skjá Einn í morgun þegar ég var að gefa Gabríel pelann sinn. Og það var þátturinn Allt í Drasli. Ég hætti algjörlega að hafa komplexa yfir því að geta ekki verið með tuskuna eða sópinn á lofti í tíma og ótíma. Ég hreinlega trúi ekki að fólk geti lifað svona eins og þetta par gerði. Og það að hún hafi verið barnshafandi skil ég engan veginn (ég fékk auka púst í hreingerningaræðið þegar ég var ólétt og sérstaklega þegar ég mátti ekki gera neitt)
Það tók lið af hreingernigarfólki 72 vinnustundir að taka íbúðina í gegn!!! Ég horfði í kringum mig í stofunni minni - sem er enn þokkalega hrein eftir stórhreingerninguna á mánudaginn sl, og hugsaði með mér að ég er alls ekki svo slæm húsmóðir eftir allt!!!
Ef þið viljið fá smá egó búst varðandi heimilisstörfin og sjá að þið séuð bara alls ekki svo slæm endilega horfið á þáttinn:
Guðrún - hreinláta

fimmtudagur, mars 10, 2005

"Ekki" dagur

Suma daga er maður bara alls ekki (svipað og bloggerinn er búinn að láta í dag!) Eins og vinkona mín hún Blessuð Blíða segir þá bara vaknar maður þannig að maður er best geymdur í rúminu með góða bók, eða allavega ekki fyrir augunum á öðru fólki. Og þannig er þessi dagur minn í dag. Og greinilega hjá syni mínum líka. Hann byrjaði daginn klukkan fimm, og ræsti mömmu sína, var vakandi, frekar geðillur til sex, vaknaði aftur klukkan átta, og ræsti mömmu sína aftur sem hafði aðeins náð að sofna loks klukkan sjö, var vakandi til tíu, þá tók pabbi hans við honum til að pása mömmu hans, sem lagði sig í von um að sofna aftur en lá í rúminu án þess að sofna til hálf tólf, þegar sonurinn varð brjál aftur. Ég dílaði við pabbann um að þrauka aðeins lengur á meðan ég reyndi að bæta og hressa útlitið með að hoppa í sturtu, sem var misheppnuð tilraun á alla kanta. Tók við syninum og dekraði og dedúaði þar til hann gjörsamlega gat ekki meir og datt út af um hálf tvö; örmagna af þreytu og pirring.
Jamm, þó sonur minn sé yfirleitt hið rólegasta og yndislegasta barn þá er hann bara mannlegur og getur átt sína slæmu daga líka eins og við hin. Hann er bara nokkuð lunkinn við að hitta á þá daga sem mamma hans er ekki upp á sitt besta, eða er það kannski ekki tilviljun....??
Margir segja að börn og mæður séu nokkuð beintengd á þessum tímapunkti og er þá ekki alveg jafn líklegt að þegar móðirin vaknar og upplifir “bad hairday” að aumingja barnið verði fyrir ákveðnum áhrifum frá því?
Allavega eru þau áhrif sem það hefur á mann og hund sú að þau helst vilja ekki verða á vegi mínum. Kaffið er það eina sem blívar á svona stundum, sérstaklega þegar maður er hættur að reykja!

Allaveganna, þá er ekki mikið að gerast hjá litlu fjölskyldunni þessa dagana. Við tókum rúnt í sveitina í gær. Rosalega fallegt veður, rosalega fallegt á leiðinni.

Ég er alltaf að vinna í þessum þrítugs málum mínum. Hrekk í kút og fæ hnút í magann reglulega við þessi reality check mín. Ég horfi stíft á dagatalið og vona að það færist aftur á bak. En verð að viðurkenna að ég er nokkuð fegin þegar ég hugsa um hvað ég hef að sýna eftir þessi 30 ár mín. Ég er jú orðin mamma, sem ég held að engann hafi grunað að ég myndi ná að framkvæma. Ég á hús, bíl, hund og mann. Ekki brjálaðan starfsframa, en er í skóla til að bæta það upp. En það sem komið er, er ég býsna stolt af, og já vildi ekki breyta neinu.

En allavega einni súkkulaðitebollu og einum ástarpung síðar líður mér betur, og er tilbúin í slaginn við daginn aftur (þó hann sé langt kominn)

Guðrún hin galvaska nær þrítuga

mánudagur, mars 07, 2005

Slökun...

sit hérna með kaffibollann minn, sem ég dúllaði við þegar ég var að búa hann til í cappuccino vélinni minni. Ég var að þrífa húsið, og þeir feðgar dunduðu sér á meðan.
Úti er rosalega fallegt veður. Hlýtt, sólskin og notalegt. Fór í góða göngu með tíkinni í morgun, eftir góðan nætursvefn, en sonur minn er farinn að sofa svo vel á nóttunni að það er yndislegt. Svo núna tekur við afslöppun í hreinu stofunni minni, og njóta þess að vera til.

Gott að koma heim...

eftir yndislega helgi. Eins og alltaf í Mývó var yndislegt. Afslappandi og rólegt. Gabríel var smá tíma að átta sig á aðstæðum, nýjum andlitum, hljóðum og ljósum. Var ekki að ná að slappa af né sofa á föstudag, og lítið á laugardag. En um kvöldið á laugardag þá fann ég út hvað hann vildi til að ná að sofa almennilega og þá gekk þetta eins og í sögu.
Ég reyndar var ekki eins hörð á því og pabbi að vakna kl tvö til að horfa á formúluna. Við mamma og Gabríel létum fara vel um okkur um hádegið til að horfa. Ferrari maðurinn hann pabbi horfði ekki aftur á því hann var ekkert yfir sig hrifinn af því að hans maður náði ekki að klára fyrstu keppni tímabilsins.
En auðvitað tók ég myndir um helgina, og flestar eru af prinsinum kíkið á þær hérna

fimmtudagur, mars 03, 2005

Formúla 1 og Mývatnssveit

Við Gabríel og Kítara ætlum í sveitina um helgina svo þeir sem eiga þar leið um endilega kíkkið við. Hjölli ætlar að fórna sér í að mála eldhúsið og holið á meðan. Og stunda "hávaðasama niðurrifsvinnu" á meðan sem gefur af sér mikið sag og óhreinindi. Hann er á fullu núna á efri hæðinni þar sem við vonumst til að geta farið að klæða hana fljótlega og koma upp stiganum upp á þá hæð, en það er þegar komið gat að innanverðu ti að príla upp.
En við Gabríel ætlum að mæta galvösk í formúlu 1 snakkið hjá mömmu og pabba. Og Gabríel verður í Formúlu 1 gallanum sem pabbi gaf honum þegar hann fæddist.

Hvað get ég sagt....

annað en dagarnir eru hver öðrum eins núna. Ég fatta föstudagana því þá fer Hjölli á fund, og laugardaga því þá er nammi í nammibarnum í búðinni á 50% afslætti og auddað notfæri ég mér það.
Ég hef verið að ná í þætti úr Sex and the City seríum sem mig vantaði inn í, og er byrjuð á brilliant þáttum sem heita Desperate Housewifes og að sjálfsögðu er til próf sem heitir Which Desperate Housewife are you?
Ég er í saumaklúbb (borða og slúður). Ok hef ekki náð að mæta í 2 ár, en samt fylgist alltaf með, fæ alltaf meilin frá þeim, og fæ svo meil daginn eftir til að heyra slúðrið! Heldur mér alveg við efnið, og það síðasta sem ég vildi væri að missa sambandið við þessar 10 frábæru stelpur. Nú er svo komið að á einu ári fjölgar hjá okkur um 6 börn!! Geri aðrir klúbbar betur!! Til hamingju við allar!!!!
Ég er hins vegar að reyna að halda sönsum. Besta vinkona mín varð 30 um sl helgi, og svo kemur önnur vinkona mín 18. mars og svo er röðin komin að mér. Úff, ég er ekki alveg að ná að höndla þetta. Það sem kemur alltaf upp í kollinn þegar ég hugsa um þetta er "vá þegar Gabríel verður 10 ára gamall þá verð ég 39 ára"!!! ok Hjölli verður komin yfir 40, en samt, þetta er þarna, handan við hornið, óumflýanlegur veruleiki.
Samt þegar ég pæli í hlutunum, þá vildi ég ekki neinu breyta. Ok, ég er ekki með brjálaðan starfsframa og milljónir í vasanum og háskólapróf á veggnum. En ég á yndislegan son, góðan mann, hús yfir höfuðið (270 fermetra!!) bíl og góða heilsu. Fjölskyldu og vini sem ég dýrka og elska. Og fullt af minningum frá frábærum tímum, og hef farið og gert margt, séð margt, kynnst mörgum.
Af hverju hræðist ég aldurinn???