miðvikudagur, september 29, 2004

Lítið að gerast

  1. Ég er búin að sitja með sveittan skallann yfir verkefni, sem mér gengur afar erfiðlega með, erum að læra um nýja hluti sem ég hef ekki náð almennilegum tökum á enn. En það vonandi kemur - ætla allavega ekki að gefast upp þrátt fyrir smá hindrun á leiðinni (hefur ekki verið minn vani hingað til)°
  2. Von er á Hjölla heim í dag, með meira parkett til að leggja á gólfin hérna niðri.
  3. Krosslegg putta hvað varðar deilir.is og vona að þessar elskur lendi ekki í miklum vandræðum (hafa þeir oft bjargað mörgum kvöldum frá RÚV).
  4. þarf að fara að grafa upp ullarsokkana mína því það er farið að kólna ískyggilega mikið hérna fyrir austan (þurfti meira að segja að skafa í gær)
  5. Er farin að hlakka til að fara suður í næstu viku...
  6. Grauturinn í hausnum er ekkert að skána (hmmm kannski er einhver tenging þarna á milli hvað varðar erfiðleika mína varðandi verkefnið)
  7. Og enn fækkar fötum sem ég get notað í skápnum mínum.
  8. Peningamálin í mínus, literally.
  9. Er með alveg óþrjótandi löngun í Ning's (sem er náttla auddað vegna þess að það fæst ekki neinstaðar í nágrenni við mig)
  10. Lífið er yndislegt

mánudagur, september 27, 2004

verð að láta heiminn vita

að ég sé gjörsamlega að drepast í bakinu!!! Svo það verður ekkert skúrað í dag... (hmpf eins og það hafi verið planað..right)
Hundurinn er eins og fellibylur um húsið þar sem ég keypti handa henni mega skopparabolta handa henni. Hún getur leikið sér með þannig bolta endalaust, alveg ein! Læðist ekki uppað manni, svo lítið beri á og leggur boltann í fangið á manni svo maður kasti fyrir hana - þessi kastast að sjálfu sér :o) tilvalið þegar maður er að reyna að læra.

sunnudagur, september 26, 2004

Rok, Tinni og pizza.....

Erum einar heima. Við keyrðum til Eskifjarðar í gær og ég var við því búin að gista þar sl nótt ef ske kynni að þeir myndu klára verkefnið í gær og í dag. En þar sem veðurspárnar standast aldrei (þe dagsetningar spánna) þá var þeim lítið úr verki í gær, og mér skilst enn minna í dag. Enda er klikkað rok úti (og rigning þegar henni hentar).
Svo við Kítara fórum aftur heim í gær. Óvitað er hvenær Hjölli kemur (fer semst eftir veðri ).
Ég vildi nýta daginn í dag almennilega undir lærdóm, sem ég og gerði. Er að berjast við eitt skilaverkefnið í C++. En ætla ekki að örvænta strax, hef tíma fram á föstudag til að ná því í gagnið.
Svo dagurinn í dag fór í lærdóm og kvöldmaturinn var pizza sem ég náði að búa til alveg sjálf. Og ligg núna fyrir framan imbann og er að horfa á Tinna teiknimyndir.

föstudagur, september 24, 2004

Lægð...

Vorum að koma aftur heim. Gerði geggjaða rigningu og rok svo þeir gátu sama og ekkert unnið í þessu í dag sem þeir ætluðu. En fóru samt snemma í morgun af stað og ég réðst á lærdóminn á meðan. Förum sennilegast aftur á morgun.
Er einhvern veginn ekki að nenna neinu núna. Þýðir ekkert fyrir mig að læra í þannig ástandi, færi allt í rugl í hausnum á mér. Svo kannski væri ég bara best geymd fyrir framan tv....??

fimmtudagur, september 23, 2004

"Verð að fara að hlusta"

Sko undanfarið er ég búin að standa sjálfa mig að því að vera að tala við Hjölla og fleiri, og svo rétt á eftir er ég búin að gleyma stórum parti af samræðunum. T.d. áðan þurftum við í sjoppu, og ég spyr hann hvort hann langi í eitthvað að drekka. Jú hann bað um Grænan Powerade. Ok. Ekkert mál. Ég fer inn í sjoppu, kemst strax að (hann beið í bílnum) og ég var búin að gleyma því sem hann sagði. Ég hreinlega mundi ekki hvort hann hafði beðið um grænan eða bláan powerade. Samt voru ekki liðnar nema kannski 2 mín síðan hann sagði þetta við mig.
Ég í öngum mínum sagði við stelpurnar í sjoppunni, Lísu eiganda og Boggu dóttur hennar (sem ég var btw með í skólanum í vetur) að ég yrði að fara að hlusta meira á manninn minn. En þær hlógu bara að mér, sögðu mér að hafa ekki áhyggjur af þessu; þetta væri fylgikvilli þessara 9 mánuða. Þetta myndi lagast að þeim liðnum. Hmmm, mér finnst þetta nú bara ekkert sniðugt!! Þetta hefur ágerst undanfarið, ég finn fyrir hve gleymin ég er, og ekki bara gagnvart Hjölla, heldur td mömmu minni og pabba (og reyndar öllu). Mér finnst þetta geggjað óþægilegt, en reyndar létti mér mikið þegar ég heyrði að þetta væri eðlilegt - ég var farin að hafa mega miklar áhyggjur af mér!!

öp tú deit

Er búin að sitja við tölvurnar í morgun og flétta skólabókunum. En eins og suma daga þá einhvernveginn tekur maður öllum truflunum fegins hendi því maður er ekkert að ná að festa sig við efnið og einbeita sér.
Lærði ekkert í gær. Og var heldur ekkert að hafa samviskubit yfir því. Komst hvort eð er ekkert inn í tölvuherbergi því Hjölli flotaði holið á þriðjudagskvöldið og það var lengi að þorna. Ég alveg sátt við það. Enda núna áðan laggði hann parket yfir og holið er geggjað núna. Ekkert smá gaman að sjá svona breytingar í húsinu sínu. Enda langar mig líka geggjað til að leggja parket á tölvuherbergið mitt.
Annars er næst að flota yfir þvottahúsið og mála svo yfir þar. En þegar maður sér það svona tómt þá fattar maður hve ótrúlegt rými er þar inni. Skil stundum ekki alveg hvernig sá sem byggði þetta (eða öllu heldur gerði upp á sínum tíma) hugsaði nýtingu og rými á þessari hæð. T.d. hefði ég stækkað baðherbergið um allavega helming á kostnað þvottahússins og samt átt eftir nóg pláss þar inni. Enda er það líka á dagskránni hjá okkur.
Ég er núna búin að á í allt efni af netinu og lóda í lappann því við förum inn á Eskifjöð á eftir. Hjölli er að fara að hjálpa pabba sínum og ég nýti tímann til að læra, enda ekkert annað að gera. Auk þess kemst ég ekki á netið svo ég hef enga afsökun.

þriðjudagur, september 21, 2004

Parket, gólfflot og barnavagn....

Annars er það nýjasta núna að við erum að fara að parketleggja holið hérna niðri og klára þvottahúsið. Mikið hlakka ég til þegar það er komið, verður svo flott að sjá þetta svona nýtt og flott!!
Fórum semst í gær og gripum þetta hjá Byko. Auk þess sem við náðum í á góðu verði barnavagn og barnarúm uppi á Egs. Allt mjög vel með farið, og vagninn er svona græja sem maður getur böglað saman, tekið í sundur, notað sem kerru og laust burðarrúm.
Fyrir ykkur sem ekki hafið heyrt enn þá er von á litla erfingjanum 29. desember. En eins og hjá öllum getur sú dagsetning farið upp og ofan. En gott er að hafa hana svona til að miða við. Við ákváðum að byrja á að sanka að okkur því sem við þurfum - aðallega til að dreifa kostnaði.

Tilraunir á tölvum

Ég var að læra, hlusta á fyrirlestur í tölvuhögun. Og þar kom upp sú spurning hvað gerist í tölvu ef örrinn er algjörlega dauður. Nú kennarinn gat ekki svarað því almennilega þar sem hann hafði aldrei lent í þeirri aðstöðu.
Nú við Hjölli tókum okkur til og athuguðum hvað gerðist. Tókum gamlann örra, sem virkaði fínt og settum hann í móðurborð/tölvu sem við áttum til og vorum ekki að nota. Og komumst að því að þegar örri er alveg dauður (þar sem við yfirklukkuðum hann þannið að hann sprakk) þá gerist ekki neitt - það kemur straumur á systemið en skjárinn fær ekki samband, ekki neitt - auk þess þar sem skjárinn og skjákortið fær ekki samband þá komumst við ekki einu sinni í biosinn sem er grunnur móðurborðsins til að sjá hvað er að. Og ef maður fiktar enn meir þá eru góðar líkur á að maður steiki móðurborðið og powersupplyinn.
Þetta var mjög gaman að prufa!! Mæli ekki með þessu fyrir fólk sem veit ekki alveg hvað það er að gera og sérstaklega og alls ekki á dýru flottu vélunum sínum!!
En hve margir nemar hafa þá aðstöðu að prufa svona hluti??

mánudagur, september 20, 2004

Kaffi - jey!!!

Vissuð þið að október nálgast hratt? Ég leit á dagatalið og mér brá þegar ég fattaði þetta. Mér finnst enn eins og september sé bara ný byrjaður.... oh well..
Ég er alveg hæst ánægð með að tilkynna ykkur að ég get drukkið kaffi aftur :o) Ekki mikið en samt! Byrjaði hægt og rólega með að blanda saman swiss miss og drekka svona súkkulaði kaffi (með viðbættu súkkulaðisýrópi og heslihnétusýrópi) Og í morgun ákvað ég að prufa venjulegt kaffi svart og sykurlaust eins og það er best og viti menn - það bragðaðist ljúffenglega!! En undanfarna mánuði hef ég hreinlega ekki getað drukkið kaffi - en verið sólgin í spægipylsu (ég sem venjulega borða alls ekki spægipylsu) Svo núna rennur um æðar mér koffein - my long lost buddy!!
Annars var gærdagurinn rólegur. Spilaði leik sem heitir American Conquest sem er ágætur. Mjög svipaður Age of Mythology og allir þeir leikir.
Við erum að fara á eftir upp á Egs til að athuga með barnarúm og vagn sem er til sölu notað á góðu verði. Um að gera að fara að huga að þessum hlutum og dreifa kostnaði.
Later hon's

laugardagur, september 18, 2004

Þreytt eftir daginn

andlega ekki líkamlega. Var samt ánægjulega öðruvísi en venjulegir dagar. Vorum hjá Gumma og Rímu í nær allann dag. Hjölli var að aðstoða Gumma við að komast almennlega á netið. Koma honum inn á deilis höbbana og setja hann af stað í up og downlód. Við Ríma skiptum okkur ekkert af þessu, sátum og kjöftuðum. Skoðaði áhugaverða bók um meðgöngu og fyrstu mánuði á eftir. Margt nytsamlegt sem ég las þar. Þau buðu okkur svo í kvöldmat, góðan sukkmat frá eina skyndibitastaðnum hérna; sjoppunni. En sú sjoppa býr til þá albestu hammarra sem ég hef smakkað.
Ég er bara þreytt vegna hve lítið rýmið er hjá þeim, og þegar fjórar manneskjur eru í svona litlu rými svo lengi þá verður maður þreyttur.
Í hádeginu í dag þá var mér hugsað til þess hvað ég myndi gera af mér í dag ef ég byggi enn í R-vík. Ég var í svona kaffihúsa-Kringlu-Laugavegsröltsstuði. Hefði sennilegast hringt í einhverja vinkonu/vin og setið á kaffishúsi og kjaftað. Helltist yfir mig söknuðartilfinning. Söknuðar í að breyta út af hinni venjulegu rútinu, brjóta upp hið daglega líf og daglega mynstur. Svo dagurinn í dag var ágætis tilbreyting. Fæ þessar tilfinningar afar sjaldan nú orðið. Og þá finn ég mér eitthvað að gera til að gleyma henni. Í vetur var það yfirleitt í þessum köstum sem ég henti hundi og dóti út í bíl og brunaði í sveitina. En þá kom þessi tilfinning sterkari inn þar sem ég var ein hérna og það var erfitt. Stundum á sunnudagskvöldum í vetur áttaði ég mig á því að einu samtölin sem ég hafði átt yfir alla helgina voru við tíkina, og ó boj ef hún gæti talað, gæti hún sagt frá mörgum leyndarmálum. Og oft hugsa ég til þess með hryllingi ef ég hefði ekki átt hana í vetur.

föstudagur, september 17, 2004

Nýjar myndir

hæ var að setja inn nýjar myndir á idiotproof síðu sem gerir þetta allt næstum fyrir mann - ef maður er latur og nennir ekki að búa til flottar síður utan um myndirnar en kíkið á Sjón er sögu ríkari , einnig er linkurinn hér til hliðar og ætla ég að setja þar inn vonandi reglulega myndir handa ykkur dúllurnar mínar.

Rigning, símar og themes.....

Ég ákvað í gær að læra ekki neitt. Ákvað að eiga frídag fyrir mig, ekkert stress, ekkert vesen, bara næsheit. Og merkilegt nokk þá meikaði ég að standa við það!!
Það var úrhelli í gær, var þannig ekki mikið rok, en þegar ég fór með tíkina í gærmorgun þá kastaði ég fyrir hana 3x frisbí disknum og við urðum holdvotar á að standa í 2 mín úti í rigningunni. Rúðan farþegarmeginn í bílnum hafði verið opin (minna en 1cm rifa) og farþegasætið var soaked!! (og enn blautt í morgun þegar ég fór út) Það hafði opnast þar sem Hjölli hafði verið að vinna uppi á hæð 2, og rigningin hefur frussast þar inn, og auddað lak niður til okkar, æðislegt!! Hjölli prílaði upp og lokaði aftur og kom rennandi inn. Þvílíka helvítis vatnsmagnið. Meira að segja tíkin hélt í sér til að þurfa ekki að fara út í svona veður (finnst ekkert gott að fá rigningu í eyrun)
Svo gærdagurinn fór í notalegheit og dund. Ég prufaði að setja upp ný theme á tölvuna, fann þau á www.litestep.net mörg mjög flott theme. Panicaði hins vegar þegar ég fann ekki strax hvar ég gæti svissað yfir í gamla xp themið, en það hafðist. Maður þarf að ná í installer af síðunni til að geta sett um themin og svo nær maður í þau sem maður vill hafa, sniðugt. Ég ákvað að uninstalla ekki forritinu - kúl að geta skipt um eftir í hvernig skapi maður er í.
Erum að spá í að renna til Egs í dag. Vantar blek og ég ætla að reyna að finna mér ódýran síma til að hafa hérna í tölvuherberginu mínu. Var að fá símareikn í gær og össss mar hvað gemsasímtöl í heimasíma eru miklu dýrari en úr heimasíma í heimasíma. Heimasíminn var skráður með 54 símtöl á um kr 500.- og gemsinn minn var með 51 símtal á nær kr 1.900.-!! og tíminn var nánast hinn sami - munaði 10 mín ! Svo hér eftir - þið sem eruð með heimasíma - já ég ætla að fara að hringja í þá frekar úr heimasíma!!

miðvikudagur, september 15, 2004

Skóf í morgun

Jamm og jæja - þá byrjar ballið. Í dag var fyrsti dagurinn sem þurfti að skafa af bílnum. Og var frekar þykkt á - frosthrím, ekki snjór ennþá. Og skítakuldi úti, en afar frískandi!!
Ég er búin að vera að læra í nær allan dag. Hugsa núna í 01010011, og sé þessar tölur fyrir mér í hvert skipti sem ég loka augunum. En ég skemmti mér geggjað við að grúska í þessu í dag.
Annars er lítið að frétta. Ætla að taka mér frí á morgun frá lærdómi eða föstudag, jafnvel skreppa til Egilsstaða í sund og já bara gera mér dagamun, þar sem ég hef ekki litið upp úr skólabókunum síðan einhvern tímann fyrir sl helgi.
Rima kíkti svo í kaffi eftir hádegið reyndar (tók hádegishléð mitt þá) með litla guttann sem er orðinn 2 mánaða. Vá - hvað tíminn líður hratt, áður en ég veit af verður minn tími kominn. Huh... þarf að lifa af október í verkefnaskilum og nóvember í prófum áður en þar að kemur, svo ég er ekkert að stressa mig neitt á þessu strax (nóg er skólastressið)

þriðjudagur, september 14, 2004

Vilborg hetjan mín

Og ég sat í gær og lærði og prufaði alls kyns lausnir. Var komin vel áfram en alltaf var eitthvað sem ég sá ekki og forritið mitt virkaði ekki eins og það átti að gera. En svo hringdi Vilborg eins og "knight in shining armour" og benti mér á hvað væri að! Life saver!! Takk takk takk mín kæra!!!

sunnudagur, september 12, 2004

Gaaarrrggghhhh!

Er orðin nett pirruð á þessu verkefni. Ég er búin að prófa alls kyns tilraunir en ekkert gengur. Það versta er að ég finn ekkert í námsefninu sem gæti gefið hint á hvernig væri best að leysa þetta. Og það sem meira er að ég er ekki sú eina sem er svona vitlaus því hinir sem eru með mér í þessu eru alveg jafn clueless og ég.
Núna sit ég með ferðavélina uppi í stofu - leiðinlegt sjónvarpsefni, nenni ekki að setja neitt á tölvuna til að horfa á, og ef ég sest niður í tölvuna þar þá enda ég með að ergja mig frekar á þessu verkefnadrasli. Og eftir nokkra (frekar marga) klukkutíma þá hef ég ekki orku né geðheilsu í það.
Þannig er dagurinn í dag búinn að vera.
Hjölli eldaði geggjað lambalæri í matinn, tengdapabbi kom í mat.
Okkur bumbulíus líður vel. Geggjaðar hreyfingar í krílinu, sem ég las einhverstaðar (sennilegast á www.ljosmodir.is ) að það merkir að því líður vel. Ég finn á fötunum mínum að það fer ört stækkandi (mjög ört) allt í einu á ég bara 2 buxur sem eru þægilegar um kúluna. Já það er komin kúla.....
Weird stuff mar!!

laugardagur, september 11, 2004

Laugardagur til lærdóms

Góðan daginn dúllurnar mínar. Ég er afskaplega hress og fersk eftir góðan nætursvefn. Tilbúin í slaginn vs námsbækur og verkefni. En ég kem til með að læra í Hvammi í dag. Náði í Hjölla í gær inn á Eskifjörð en þeir gátu ekki klárað svo við rennum yfir núna á eftir. Ég pakkaði bara saman lappanum og skólabókum til að grúska þar.
Hjölli var jafnvel að spá í að fara á skakið, sem væri snilld þar sem fiskbyrgðirnar okkar í kistunni fara minnkandi. Fisklaus getum við ekki verið og að kaupa fisk í búð er hreint rán, sérstaklega þegar maður kemst í ókeypis fisk með smá vinnu! Í fyrra fór Hjölli á skakið í 2 - 3 tíma og við fengum yfir 20 kg í þeirri ferð - það er nú ágætis búbót!!

föstudagur, september 10, 2004

Ein heima og eirðarlaus.

Hjölli fór til Eskifjarðar með kallinum í gærmorgun. Við Kítara látum fara vel um okkur. Hún sefur bara á meðan ég læri, man alveg hvað ég er leiðinleg þegar ég læri. Merkilegt samt hvað hún fattar að láta mig í friði þegar ég segi "læra núna" en það lærði hún í vetur. Samt þegar líða fór á eftirmiddaginn í gær þá missti ég einbeitninguna - kannski líka vegna þess að ég var búin að vera að síðan snemma um morguninn.
Komst að því í gærkveldi af hverju ég hef haldið lífi í aloa vera plöntunni minni - en auðvitað þegar ég tek mig til og elda þá brenndi ég mig. Af gamalli reynslu batt ég um sárið með plástri og bút af þessari góðu plöntu og náði að komast í veg fyrir blöðruna sem var að myndast. Og kvöldið fór í að horfa á Smallville (again - ekki erfa það við mig)
Núna er föstudagur og ég er að sækja fyrirlestra gærdagsins af netinu. Er samt í engu stuði til að læra. Ætla samt að reyna að komast í gegnum eitthvað af þessu - ekki mikið í dag þar sem ég var svo dugleg 3 sl daga. Renni svo yfir á Eskifjörð á eftir til að sækja Hjölla.
Það er eitthvert eirðarleysi í mér, kannski bara gamall föstudagsfílíngur að láta á sér bera.

miðvikudagur, september 08, 2004

Gömul blogg

Hafið þið einhvern tíman, þið sem haldið bloggsíður eða dagbækur, sest niður og gefið ykkur tíma til að lesa gömlu skrifin? Mæli með því.
Undanfarið hef ég sest niður og lesið, ásamt dagbókinni minni, og farið yfir gamla tíma, rifjað upp líðan og atburði sem ég var búin að gleyma. Því oft þá voru þetta ekki stórviðburðir eða atvik, heldur hugsanir eða líðan, en samt eitthvað sem mér fast markvert og skrifaði hjá mér.

Pappírsrusl....

Merkilegt hvað þetta rusl safnast saman! Ég tók mig til í dag og henti pappírsrusli í kílóavís úr herberginu mínu. T.d. á ég núna eina skúffu í skrifborðinu mínu nær alveg tóma!! Gömul skólaverkefni, hundraðára gamlir reikningar, enn eldri ábyrgðarnótur yfir dót sem er löngu ónýtt (frá því ég var í BT í Skeifunni - svo gamalt!!), úreltir starfssamningar o.fl. o.fl.
Þetta allt hófst vegna þess að mig vantaði samning frá Símanum því þeir eru að hösla okkur um gagnamagn! En auddað fannst hann ekki - enda minnir mig að ég hafi aldrei fengið neinn svona samning í hendurnar - á til nótuna og þar sem ég er afar pössunarsöm á allt svona þá myndi samningurinn hafa verið heftaður við svo hann glataðist ekki (smbr geymsluáráttu minni á ábyrgðarnótum) En nóg um það.

Ég lærði hellings og meir í dag. Tók fyrirlestur í C++ og vann verkefni með þeim af netinu, skemmti mér konunglega yfir að grúska og brjóta heilann yfir því "af hverju þetta virkaði ekki hjá mér" (sumt virkar núna - annað ekki, en það kemur; ég gefst ekki upp) Og allt í einu var ég búin að sitja yfir þessu í nær 3 tíma!! Er að sækja fyrirlestra dagsins í dag til að hlusta á í fyrramálið. Mér finnst þetta gaman!

Tengdapabbi kemur á eftir. Hann ætlar að gista í nótt, en svo fara þeir Hjölli yfir á Eskifjörð í fyrramálið að grafa holur..... :S Eitthvað út af sumarhúsi, byggja við annað hús.....

Bilaður hiti úti - maður fattar ekki alveg að það sé komið haust, fyrir utan rokið....

þriðjudagur, september 07, 2004

Sama og venjulega

ekkert að gerast þannig. Vakna, út með tíkina, læri, læri og reyni að skilja það sem ég er að læra.
Haustið er komið.
Er að spá í hvort ég eigi að breyta í tölvuherberginu mínu.
Elska pop up bannerinn sem fylgdi xp service pakkanum.
Er undarlega húkkt á Smallville þáttum.... ekki erfa það við mig.
Langar til að vinna milljónir í Lottó.
Elska að vera laus við yfirdráttarheimildina mína.
Langar í Ning's.
Er undarlega sólgin í spægipylsu og diet appelsín.
Hræðist 29. desember.

mánudagur, september 06, 2004

Er vöknuð....

ó mæ
ég vaknaði kl fimm í morgun - varð að fara og pissa og gat ómögulega sofnað aftur. Svo ég ákvað að skella mér í Neverwinter Nights svona í morgunsárið áður en lærdómur hæfist.
Ég held að Anna G. og Dóa séu á leið heim eða þá jafnvel komnar heim, ég vona að ferðin gangi vel, og hlakka til að heyra í þeim þegar þær eru búnar að hvíla sig. Velkomnar heim aftur !!!

sunnudagur, september 05, 2004

Frí í dag

Það er sunnudagur, og ég ætla að eiga frí frá lærdómi í dag. Enda er ég komin "öp to deit" í verkefnum og fyrirlestrum. Ég skilaði inn 1. skilaverkefninu í gær og bíð spennt eftir að fá að sjá útkomuna á því. En þau eru ekki metin til einkunnar, hann vill bara sjá að við séum að fylgjast með og læra - sem er líka mjög gott. Mér finnst vera mjög gott aðhald utan um fjarnemana hjá þeim. Ef eitthvað kemur upp á þá er strax tekið á því.
Föstudagurinn var hinn rólegasti eftir að við komum heim. Við skutluðum Gumma á Nesk um morguninn svo hann kæmist á sjó. Ég náði að læra smá á meðan Hjölli smellti upp girðingu að sunnanverðu. Núna getur Kítara verið laus í garðinum, enginn spotti. Hún er hin ánægðasta, nýtur þess að geta legið hvar sem hana lystir í garðinum, þó þetta sé ekki stór girðing þá er hún samt með meira pláss og er frjálsari. Hjölli eldaði dýrindis grísasteik um kvöldið (slurp slurp)
Laugardagurinn fór mikið í lærdóminn - til að bæta upp glataðan tíma úr vikunni. Og allt gekk vel, náði að klára skilaverkefnið, og ég var mjög ánægð með útkomuna. Allaveganna gerir litla forritið mitt það sem kennarinn bað um að það ætti að gera! Það munar öllu að vera með 2 skjái í þessu, finn það núna!! Þegar lærdómi var lokið þá ákvað ég að fá mér smá laugardagsnammi og spila Neverwinter Nights.
Já og í vikunni fórum við bumbulíus í skoðun og allt er í góðum gír. Kúlan er kannski ekki stór enn, en hún er farin að þvælast fyrir mér - úff - hvernig verður þetta?? Ég finn að sum fötin mín hafa "hlaupið" í þvotti... sérstaklega um mittið. En við erum hraust og hress, það er það sem skiptir máli. Ég er bara að pæla í hvort allar þessar hreyfingar sem ég finn séu nokkuð ávísun á að við eignumst fótboltabullu?? Það væri nú saga til næsta bæjar - tveir declared antisportistar og tölvunördar eignist fótboltabullu... he he he

fimmtudagur, september 02, 2004

Lítill lærdómur í dag

Jú jú við renndum af stað í morgun. En þegar við vorum búin að sækja manninn, og í stoppi á Reyðarfirði þá þurfti að fara til Egs, og það tók sinn tíma svo við komum ekki aftur fyrr en að verða hálf fimm. Og þá átti eftir að fara út með tíkina og fleira svo núna er klukkan allt í einu hálf sex og lærdóms stuðið alveg horfið. Finnst eins og það sé allt of seint að byrja á neinu núna - auk þess að vera mega þreytt eftir daginn, allt snattið og skutlið og allt það. Vona að ég nái að gera þeim mun meira á morgun.

Tölvur....

Tölvur hafa sjálfstæðann vilja - ég er komin með það á hreint núna!! En samningaviðræðum okkar á milli er lokið og ég hafði betur í þetta skiptið!!

Enn meiri haustrigning

Það er eins og hellt úr fötu - í gær og aftur í dag! Fór út í morgun og við tíkin komum heim gegnblautar aftur.
Við erum að leggja af stað á Neskaupstað til að sækja Gumma sem var að koma í land. Ríma konan hans og þeirra litli sonur ætla að koma með okkur.
Þegar heim verður komið, sem verður væntanlega um hádegið, þá verður lagst yfir C++, og glímt verður við fyrsta skilaverkefnið, sem gengur annars mjög vel!

miðvikudagur, september 01, 2004

Sybbin..

Svaf heldur lítið í nótt. Er sybbin núna. Ótrúlegt hvað rigningarhljóð hefur róandi og svæfandi áhrif á mig. Enda hef ég ekkert náð að gera af viti í dag.
En þar sem ég var líka svo dugleg í gær að læra C++ og náði hellings fatteríi á það þá er ég ekkert að hafa áhyggjur af framtaksleysi dagsins í dag.
Tölvan með stæla, ætlaði að defragmenta hana og þá kom hún með væl um að c drifið væri of fullt - blah - hmm og auddað voru það helv. temp fælar og norton protected bla bla - fann bara allt í einu 2 gíg sem voru lost!! Maður verður jafn happy þá og þegar maður finnur þúara í veskinu sem maður var búinn að gleyma!! Ekki halda að ég sé plásslaus - nei alls ekki - á minn 120 gíg nær lausann.... þyrfti samt að losa mig við Friends á dvd diska fljótlega..
Og það er kominn september... haustrigningin er byrjuð hérna og sennilegast stoppar hún ekkert á næstunni. Fór út með tíkina í morgun og við komum svo rennandi til baka heim að það lak af okkur (blautar í gegn)
Er að spá í að færa mig upp í lazy-boy og vera lazy.. jafnvel dotta smá yfir Stöð 2......

mánudagur, ágúst 30, 2004

Ógissslega dugleg

Búin að vera geggjað dugleg í dag. Vaknaði snemma, dáltið pirruð yfir að geta ekki sofið meir. Hef átt frekar erfitt með svefn undanfarið, en það hlýtur að lagast fljótlega. En við Kítara fórum út í góða veðrið, best að njóta þess áður en allt veður frosið svona snemma morguns. En það er farið að kólna ískyggilega.
Svo var sest við lærdóminn. Og það gekk bara ágætlega. Fékk frið og ró, las og las. Kláraði up to date í fögunum. Reyndi svo að klóra mig áfram í Borland, en ég hreinlega kann bara ekki nóg á það forrit til að finnast ég örugg. Langt síðan maður hefur verið í þeim sporum að kunna ekki eitthvað sem maður er að kljást við. En þetta kemur allt með æfingunni, hef ekki trú á öðru. Má segja að ég fíli mig eins og mér hafi verið kastað í djúpu laugina og ég sé að klóra mig að bakkanum. En fyrri reynsla hefur sýnt mér að þannig læri ég best á hlutina.
Í framhaldi af öllu þessu basli hjá mér þá komst ég að því að þægilegra myndi vera að hafa tvo skjái - annann til að hafa glósur til hliðsjónar og hinn til að vinna á, svo "voila" Hjölli reddaði öðrum 15" skjá, sem hann átti til inni hjá sér, og við smelltum honum upp. Miklu þægilegra vinnu umhverfi.
Annars var helgin róleg. Vaknað snemma, göngutúrar, tölvur og þess háttar. Engar heimsóknir og enginn í heimsókn. Hjölli smellti upp grindverki að sunnanverðu svo það hamli Kítöru í flakkinu, en hún átti það til að flækjast í hinu og þessu með spottanum og sjálfa sig.

föstudagur, ágúst 27, 2004

bakstur og skólabækur

Ég er búin að gera heiðarlega tilraun í dag til að einbeita mér að skólabókunum. En alltaf er eitthvað sem dregur athyglina frá. Svo einnig vantar inn á netið hljóðfyrirlestrana svo mér finnst ég bara vera með part af þeim gögnum sem ég vildi hafa til að læra almennilega. En kannski er ég bara að nota þetta sem afsökun til að gera þetta ekki akkúrat núna.
T.d. bakaði ég helling og glás í dag. Bærinn var algjörlega "möns" laus og bakaði ég súkkulaðibitakökur og skúffukökur. Reyndar ætlaði ég bara að baka eina skúffuköku en eitthvað ruglaðist ég í ríminu, og bakaði eins og ég ætlaði að baka 2 stk. Og misreiknaði stærð formanna og þær urðu 3!!! En fyrri reynsla sýnir að þær skemmast ekki. Verða settar í frost og þá geymast þær lengi. Einnig bakaði ég tvær uppskriftir af súkkulaðibitakökum þar sem sumir vilja hafa þær með rúsínum en aðrir ekki. Og mér finnst ekki taka því að baka hálfa með rúsínum þar sem þær hverfa mjög fljótt. En kosturinn er að þá þarf ég ekki að brasa í þessu næstu mánuði!!
Kítöru finnt alltaf svo gaman þegar verið er að baka. Henni finnst alltaf svo agalega góð lykt úr skúffunni sem geymir allt bökunardótið (súkkulaði, kakó, rúsínur, kókosmjöl og þess háttar) og þegar ég fer af stað og tíni úr skúffunni þá verður hún alltaf sú ánægðasta og sniglast í kringum mig í von um að fá smakk. þetta er algjör serímónía fyrir hana sem hún ólst upp við í vetur. Rauða svuntan sett upp og þá er gaman:)
Annars er lítið að frétta héðan. Hjölli fer reglulega upp og tínir út af hæðinni. Sólin skín, hundurinn sefur og Stargate Atlantis er hin frábærasta sería! Stargate SG-1 er enn í uppáhaldi en við verðum að bíða eftir að þættirnir detti inn á netið þar sem það er verið að sýna þá úti. Næsti þáttur er sýnur úti í kvöld svo kannski (vonandi) dettur hann inn um helgina :o)

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Afmælisbarn dagsins:

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Vilborg
hún á afmæli í dag!!!!

Til hamingju með daginn elsku Vilborg mín!

Knús og kossar frá Fáskrúðsfirði!!!

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Ahhhh komin heim!

Jamm ég er komin heim í kyrrðina. Ferðin gekk vel, bæði norður til Mývó og svo austur í gær. Ég gisti hjá mömmu og pabba á leiðinni, nenni ekki að keyra alla leið á einum degi.
Langar til að þakka Kalla og Raggý fyrir að leyfa mér að gista hjá sér - takk kærlega fyrir mig elsku vinir!
Það er svooo gott að vera komin heim þið trúið því ekki. Er alveg mega þreytt eftir helgina, en þetta var fín helgi, skemmtileg og fróðleg. Hlakka til að byrja í skólanum og takast á við verkefnin. Er einmitt að logga mig inn og sækja glærur og fyrirlestra. Hefst svo lesturinn!
Það var vel tekið á móti mér við heimkomuna. Kítara varð ekkert smá glöð að fá mig heim, dansaði af kæti um allt húsið og sá varla af mér þessi elska.
Hjölli búinn að vera geggjað duglegur á meðan ég var ekki heima. Setti upp skjólvegg í garðinum og reif helling út af hæð 2. Svo núna eigum við þennann fína skjólvegg við sólpallinn okkar, og auddað kom rigning í dag svo ég get ekki sest út með tebollann minn og prufað! En þetta er snilld!!!
Það er gott að koma heim!!

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Löng en skemmtileg helgi

Jæja búin í skólanum í dag. Komin niður á Victor til að leika mér á netinu. Ætlaði í heimsókn til afa og ömmu en þau eru ekki heima í augnablikinu.
Skemmti mér vel í skólanum. Leggst vel í mig þetta nám. Er núna að kanna innri vef skólans og verkefnin sem ég var að gera í dag eru þar inni og ég fæ access að þeim í gegnum netið auk tölvupóstsins. Mér finnst það snilld. Ekkert bras við að senda og sækja, bara loggast inn og næ í draslið.
Ég fékk aðra bókina sem mig vantaði á föstudaginn. Fékk hana á 3þ þegar bókasölur stúdenta voru að selja þær á 5-6þ tel mig vel sloppna þar!
Hitti Jóhönnu mína á Mílanó, sátum þar og kjöftuðum í nokkra klst. Alltaf notalegt að ná að sitja og spjalla í frið og ró.
Náði í Önnu G og Dóu á flugvöllinn seinna um kvöldið, en þær eru að fara til Danmerkur á morgun. Verður vonandi gaman hjá þeim.
Vaknaði snemma á laugardaginn og hóf minn fyrsta skóladag! Við erum bara tvö að austan. Hinn er frá Breiðdalsvík og er búfræðingur. Við getum þá unnið eitthvað saman væntanlega í verkefnum í vetur. Annars eru flestir frá R-vík. Þegar ég var búin á laugardaginn sá ég allt í 1 og 0 - vorum í binary allan daginn, og heilinn minn getur bara tekið við visst miklu af svona hugsunum og hugtökum á einum degi og var ég alveg búin á því. Lagði mig þegar ég kom á Grundarstíginn. Ákvað líka að hreyfa ekki bílinn þar sem ég fékk bílastæði á Grundarstígnum sjálfum. En þegar menningarnótt er þá er afar hæpið að fá stæði svo nálægt húsinu! Enda var allt gjörsamlega pakkað allstaðar strax þá. Það semst útilokaði það að ég færi og hitti Jóhönnu heima hjá henni (sniff sniff). Fór þess í stað og hitti Önnu G. og Dóu. Ragga slóst í hópinn og horfðum við á tónleikana á Miðbakka og svo á flugeldasýninguna á eftir. Ég fór heim eftir það. Þreytt og alls ekki í gír fyrir svona mikið af fólki. Hef aldrei séð svona mikið af fólki á einum stað!
Vaknaði hress í morgun og skveraði mig í sund. C++ var í dag, og það kom mér á óvart að allt bras í blogg templates er alls ekki svo heimskulegt! Margt þar sem ég hef lært sem kom að notum!
Ég semst er búin að hafa það gott yfir helgina, en mikið er mig farið að langa til að komast heim!

föstudagur, ágúst 20, 2004

Góðan daginn Reykjavík!

Var komin á fætur og í sund snemma - sleikti sólina í pottinum og naut mín. Er að reyna að grafa upp bækur fyrir skólann, reyna að finna þær sem ódýrastar. Enda sennilegast með að fara á bókasöluna hjá þeim sjálfum þar sem þeir vilja ekki að maður noti eldri bækur en útgáfu 4. Og sumar eru held ég alveg nýjar svo það er erfitt að fá þær á skiptibókarmörkuðum. En það kemur allt í ljós. Á hellings af skólabókum síðan í fyrra sem ég get farið með í bókabúðirnar en fæ bara innleggsnótu í staðinn. En maður getur alltaf nýtt þær!!!
Núna liggur leiðin í hádegismat hjá afa og ömmu, hvað tekur við eftir það er óráðið.
En ekki má gleyma afmælissöng dagsins:
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Jóhanna
hún á afmæli í dag!
Til hamingju með daginn elsku Jóhanna mín!!
En í gær var góður dagur, eftir að ég kom í bæinn þá fór ég í mat til Röggu vinkonu, þaðan með henni og Björk í skonsur til foreldra Röggu. Alltaf gaman að hitta þær vinkonur, Röggu og Björk, afar hressar og skemmtilegar að vanda!

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Enn og aftur í Reykjavíkinni

Hæ hæ essskurnar mínar. Hvað er það fyrsta sem maður gerir þegar maður kemur í bæinn þegar maður er búinn að vera netlaus í nokkra daga?? Jú maður fer og finnur næsta hot spot stað, fær sér súkkulaði kaffi og loggar sig inn!!!
En ég er búin að vera í góðu yfirlæti í foreldrahúsum.
Sakna Hjölla og Kítöru mikið.
En þetta hefur á mína daga drifið síðan síðast:
Mývatnssveit - mánudagur, 16. ágúst
Jamm þá er ég komin í sveitasæluna í Mývó. Keyrði alla leiðina í í gær í sól og steikjandi hita, ekki ský á himni og geggjaður hiti.
Í dag fórum við mamma svo til A-eyrar. Hún kom með mér í sónar þar sem Hjölli gat ekki komið með mér. Það gekk allt mjög vel, allt í góðum gír, mjög gott mál. Búðuðum aðeins, alltaf gaman að búða aðeins á A-eyri. Nú er semst bara afslöppun fram á fimmtudag.
Mývatnssveit – þriðjudagur, 17. ágúst
Dagurinn í dag var frábær! Geggjað veður! Fór í sund í morgun, slappaði af í pottunum og skellti mér á sólpall og rak nefið upp í sólina, og viti menn ég er aðeins brúnni en ég var í gær!! Herkúles að njóta þess að hafa mig eina, engin Kítara til að stjórnast í okkur, frekjast á milli. Við mamma og Herkúles fórum á rúntinn í sveitinni, fengum okkur góðan labbó í Höfða. Rosalega er sá staður alltaf jafn fallegur, en verst hve mikið af gróðri er sviðinn þar sem sama og engin rigning hefur komið í sumar! Og auðvitað var ís í Selinu, það er alltaf skylduverk – ís sem ekki er hægt að borða úti því þá væri hann allur út í flugu.
Mývatnssveit – miðvikudagur, 18. ágúst
Og aftur var sólin á sínum stað í morgun. Ég var mætt í laugina kl tíu, og lá á pallil í klukkutíma (með viðeigandi og reglubundnum ferðum í laugina og pottinn) Þetta var alveg yndislegt. Eftir sund þá sat ég úti á palli eins fáklædd og ég mögulega gat (með tilliti til nágranna) og leysti krossgátur (og las Andrés Önd) Við mamma fórum svo til Húsavíkur eftir hádegið, tilgangur ferðarinnar var Hvalasafnið á Húsavík. Þetta er mikið og flott safn. Mæli með að allir kíki þangað (ef svo ótrúlega vildi til að þið ættuð leið þangað) Tók reyndar fullt af myndum. Þeir eru með fullt af beinagrindum, óþrjótandi upplýsingar um hvalina, uppruna og lifnaðarhætti, veiðar á þeim til forna og í dag. Tæki og tól, sýni og myndir. Mjög skemmtilegt hjá þeim.
Jamm svona var það og svo var brunað í bæinn í dag (fimmtudag). Ætla að nýta daginn á morgun í snatt og stúss.
Og ekki má gleyma að Jóhanna Logadóttir á afmæli á morgun!!!

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Ein á ferð....

jamm þá er það komið á hreint. Þar sem tengdapabbi getur ekki passað fyrir okkur næstu helgi þá kemst Hjölli ekki með (sniff sniff) svo ferðaplan er svo hljóðandi:
  • sunnudagur keyra í Mývó
  • mánudagur sónar á Akureyri
  • fimmtudagur keyra suður úr Mývó
  • mánudagur keyra norður aftur

Það verður svo að ráðast hvort ég meiki að keyra alla leið heim á mánudeginum eða hvort ég gisti í Mývó og fari heim á þriðjudag. En þökk sé hot spots OgVodafone út um allt þá kemst maður auðveldlega á netið til að hafa samband :o)

Ég á eftir að tala við Kalla og Raggý en ég býst við að gista þar á meðan ég er í bænum.

'till later... hafið það gott dúllurnar mínar.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Þrif, tölva og nammi...

Tók daginn snemma. Vaknaði kl sjö og gat ómögulega sofið lengur. Dreif mig á lappir og fór út með tíkina, ákvað svo að nýta góða veðrið og þvo bílinn almennilega. Sápuþreyf hann, rainexaði og þreyf hann að innan í leiðinni. Nema varð að geyma ryksugun þar til í nammiferðinni því ekki er hægt að ryksuga með hund í bílnum (þó hún sé í búrinu sínu þá gólar hún alveg hryllilega á ryksugur).
Tók við að spila NWN og kjafta á msn. Og um eitt fór ég og náði mér í tölvusnakk og já ryksugaði bílinn.
Er að byrja að stressast út af skólanum. Næsta helgi úff mar, já og þarf að leggja í hann sennilegast á morgun. Verð í heila viku í burtu frá manni og hundi. Ég hef aldrei farið svona lengi frá hundinum. Jóhanna segir að hún verði ok, en það er ekki málið - heldur verð ég ok án hennar?? Mikið rosalega verður maður háður litla skugganum sínum!!
Það er enginn ferðafílíngur í mér. Fékk góðan doze af ferðafullnægingu á roadtrippinu okkar um daginn. Ég er bara svo heimakær hérna, í greninu mínu að það hálfa. Tölva, TV og te á sínum stað (the three T's)
Kannski ég ætti að fara og njóta laugardagsins og vera heiladauð fyrir framan imbann, myndi sennilegast sofna þar sem maður var vaknaður svo snemma. Maður ætti kannski ekki að gera það opinbert þegar maður vaknar svona snemma á laugardegi að ástæðulausu (þe engin vinna né lífsnauðsynlegur fundur)

föstudagur, ágúst 13, 2004

Líður að skóla..

Jæja þá er ég búin að fá dagskrána fyrir næstu helgi, hún hljóðar svona:
21. ágúst
  • Kynning fyrir nýja fjarnema frá 9 - 11
  • Tölvuhögun, kl. 11 - 16

22. ágúst

  • Forritun, kl. 10 – 16

Við erum ekki alveg búin að ákveða hvernig þetta allt saman verður. Ég þarf að mæta í sónar á Akureyri á mánudaginn 16. ágúst. Og við erum ekkert allt of spennt yfir að taka tíkina í svona langt ferðalag aftur, sérstaklega til R-víkur. Hún var ekkert að fíla sig neitt rosalega vel. Svo kannski verð ég bara ein á ferð. Ef svo verður þá keyri ég til Mývó á sunnudag, gisti þar, skutlast til A-eyrar á mánudeginum og verð svo áfram í Mývó fram að helgi. En eins og ég segi þá er þetta ekki alveg komið á hreint enn.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Engin hafgola....

Í dag er heitt - of heitt til að gera nokkuð! Við drifum okkur út fyrir hádegi til að mála, nýta sólina og hlýjuna áður en hafgolan kæmi og það væri of kalt og hvasst til að gera nokkuð. En svo stóðum við í svitabaði við að mála og það hélt bara áfram að hlýna. Þetta var nú býsna næs samt. Ég tók grindverkið og Hjölli prílaði upp á þak og málaði efri hluta þaksins þe þá hlið sem snýr að fjalli/veginum. Eftir það rak ég nefið reglulega út á sólpall, en ég hafði ekki dug í að sitja í mollunni lengi í hvert sinn. Tíkin alveg að grillast og fann sér alltaf skugga til að mása í.
Við tókum rúntinn hinum megin í fjörðinn, aðeins til að kæla hana, fórum á nýjan stað. Þar komst hún í sjó og læk til að svamla í og var hin ánægðasta. Við gæddum okkur á ís á meðan. Ég reyndi núna að liggja úti í garði og ætlaði að ráða eina krossgátu en heilinn var of steiktur til að hugsa.
Þetta er með heitustu dögum sem komið hefur þessi 2 sumur sem við höfum búið hérna!

Geggjað veður

Góðan daginn. Mér sýnist í dag verði eins veður og í gær. Alveg steikjandi hiti og logn. Ég kvarta ekki yfir því. Bíð eftir að sólin færist yfir á sólpallinn svo ég geti farið út og dundað mér með bók eða krossgátur í smá tíma.
Síðustu dagar hafa verið rólegir. Skruppum yfir á Eskifjörð á mánudaginn. Heitt. En þar sem hitaskúr kom þegar heim var komið þá dundaði ég mér í Neverwinter Nights og skemmti mér mjög vel.
Í gær var svakalegt veður. Fórum með tíkina í sund í ósnum, gæddum okkur á sjeik á meðan í sólinni. Nutum semst veðursins til fullnustu. Tókum multiplayer á Neverwinter - var geggjað gaman, sátum í sitthvoru tölvuherberginu og börðumst við vonda kalla sem reyna að leggja heiminn undir sig.
Og veðrið hreinlega bauð uppá grillmat. Hjölli grillaði dýrindis svínasneið, sem var meira en nóg í matinn handa okkur tveim, og ég bakaði eftirrétt. Mega næs.
Nú styttist í suðurför aftur. Leggjum í hann á sunnudaginn sennilegast því ég verð að vera á Akureyri á mánudaginn. Og skólasetningin er á fimmtudaginn, og þá um helgina er fyrsta staðbundna vinnulotan. Svo opnar sennilegast skiptibókarmarkaðurinn á mánudeginum eftir það. Svo þetta verður vikureisa hjá okkur. En það er bara gaman :o)

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Heimsókn úr Mývó!!

Ahh þetta var nú notalegt í dag. Pabbi hringir úr Jökuldalnum og segir þau vera á leiðinni í heimsókn. Það var nú ekkert obbosslegt drasl hjá okkur en ég fór samt sem sveipur um húsið, minnti sennilegast á Mr. Muscle þvottaefnisauglýsinguna....
Hef aldrei séð tíkina taka eins vel á móti neinum og þeim. Þvílík gleði og hamingja hjá henni við að fá þau í heimsókn, sérstaklega Herkúles.
Rosalega gott veður og við tókum rúnt yfir í gamla franska spítalann sem stendur hinum megin í firðinum. Hef aldrei farið að skoða hann, og ef þessir veggir gætu talað þá myndu þeir segja frá mörgum sögum. Þetta er orðið hrörlegt og það er ekki ráðlegt að fara upp alla stigana þar, og sumstaðar heldur ekki á neðri hæðinni, maður gæti hreinlega poppað niður úr. Minnir einna helst á gömlu draugahúsin sem maður sér í bíómyndunum. Hjölli eldaði svo dýrindis pottrétt og var mikið etið og spjallað.
Það var rosalega gott að fá þau í heimsókn, og dagurinn yndislegur.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Aflsöppun í dag

Tíkin leyfði mér að sofa út í dag. Hún var ekki komin á hurðina kl sjö, og svo aftur kl átta heldur fór ég framúr kl níu, útsofin og hissa á rólegheitunum. Lallar hún þá framúr stofunni, með stírurnar í augunum og eyrun uppábrett, svo mygluð að það hálfa...

Við kláruðum okkar venjulegu morgunverk; sturta, labbó, frisbí, synda í ósnum, morgunmat og þess háttar. Hjölli prílaði upp á þak og byrjaði að mála aftur.
Við fórum bara til Reyðarfjarðar í gær, nenntum ekki lengra, auk þess höfðum við þannig séð ekkert að gera lengra. En okkur vantaði menju á þakið svo við urðum að fara í Byko.
Ég réðst á húsið að innan, bretti upp ermarnar og skúraði og bónaði allt. Voða fínt fínt hjá mér. Við náðum í búðina fyrir tvö, til að kaupa nammi af nammibarnum með 50% afslætti. Mér líkar það obbosslega vel.
Svo er ég búin að sitja hérna, og leika mér í afslappelsi í Neverwinter Nights leik. Tíkin sefur, og Hjölli sefur sennilegast yfir einhverjum þætti sem hann var að horfa á í tölvunni hérna niðri. Munur að vera með hægindarstól í tölvuherberginu og geta látið fara vel um sig. Ég er með sófa, og það er yndislegt að liggja þar og slaka á með bók eða horfa á eitthvað skemmtilegt.
Svo dagurinn í dag er sannkallaður afslöppunar dagur.

Hmmmm....

Eru laugardagar ekki nammidagar??

föstudagur, ágúst 06, 2004

Ekki mikið að gerast

það er allt í rólegheitunum þessa dagana. Hjölli skellti niður pallaefninu sem loksins kom í leitirnar um daginn, svo núna erum við með smá sætan sólpall í stað gamallar holóttar stéttar sunnan við húsið - mikið næs. Hann hefur líka verið að æfa loftfimleikana með að hanga uppi á þaki og mála. Eða ég vona að hann hangi í einhverju því þakið er geggjað bratt og hátt fall ef hann skildi detta. Og húsið hefur breyst í svip við að fá nýja ferska málningu.
Sól og blíða undanfarna daga, og hefur bæst aðeins á freknurnar á enninu á mér.
Ég er að byrja á nýjum leik sem heitir Dark Age of Camelot. Þetta er online only leikur, og gegnur ok svona í byrjun. þó það sé alltaf hálf leiðinlegt að byrja því maður er svo aumur kall í startið. En leikurinn lofar góðu og ætla ég að nýta mér vel þennan fría fyrsta mánuð sem fylgir leiknum.
Svo er jafnvel á plani að fara til Egilsstaða í dag að versla, jafnvel kíkja í sund, en það er samt ekkert ákveðið enn.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Og afmælisbarnið....


Svona lítur svo prinsessan út í dag. Ég tók nokkrar af henni áðan en mér finnst þessi skemmtileg. Hún er tekin um helgina í Kjarnaskógi á Akureyri, og er sú stutta að bíða eftir því að frisbí sé kastað. Þetta var alveg frábær dagur.

Kítara á "afmæli" í dag!!!

í dag er ár síðan Kítara kom á heimilið! Þar sem hennar fæðingardagur er óvitaður þá kalla ég þetta afmælisdag hennar!! En hún er uþb eins árs og mánaðargömul núna. Ótrúlegt hvað þetta ár hefur verið fljótt að líða og enn fyndnara þegar ég skoða myndir af henni frá þeim degi sem hún kom og í dag. Hún er svo stór núna miðað við litla krílið sem hún var þá!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Komin heim :o)

Jæja - þá erum við komin heim í fjörðinn. Við stoppuðum í Mývó í hádeginu. Aðeins að hlaða batteríin, með lúxus hádegisverði hjá foreldrum mínum. Stoppuðum á Egilsstöðum í Bónus þar sem vitað var að ísskápurinn var algjörlega tómur heima fyrir.
Tíkin hæst ánægð með þetta, linnti ekki látum þegar við vorum kominn inn, heldur heimtaði mat í dallinn sem er alltaf niðri við tölvuherbergið mitt (sem hún annars borðar bara úr á morgnanna) át helling, og er svo löggst og stein sefur núna í sófanum í tölvuherberginu mínu. Svona vill hún hafa þetta greinilega. Hún horaðist á ferðalaginu greyið. Þegar við vorum í Mývó áðan þá réðst hún á dallinn hans Herkúlesar og borðaði fullt. Átti greinilega erfitt með að borða á ferðalaginu, þó var alltaf matur til handa henni á Akureyri. Hún stóð sig eins og hetja á ferðalaginu. Svo duleg í búrinu, að bíða og vera á ferð lengi.
En ég er sammála henni, það er afskaplega gott að vera komin heim. Ferðalagið var mjög fínt og skemmtilegt í alla staði, og það var frábært að hitta fólk sem maður annars sér ekki það oft. Í gær, mánudag, vorum við bara róleg heima fyrir. Las, horfði á tv, fór í göngutúra með tíkina og svaf meira. Algjört afslappelsi.

Ég gekk frá skólagjöldunum í HR - vei!! Svo nú er bara að bíða eftir að komast suður aftur til að hefja námið! hlakka geggjað til!!!

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Jóhanna Loga:

ég sendi þér póst á Hotmailið þitt þar sem eitthvað í tengingunni hérna neitar mér um að senda póst......

Merkilegt

ég sit enn á Kaffi Akureyri, og á næsta borði er fullorðið fólk, á aldri við okkur Hjölla, sem er að hella stíft í sig. Búin að commenta vel á "furðulegheit að hanga á netinu um versló" Þau eru hávaðasöm, rífast, hellandi niður og eru sér þannig til skammar. Þau eiga td eftir að verða þokkalega skrautleg í kvöld, eða bara seinnipartinn ef þau halda svona áfram. Mega þreytandi. Ég td færði mig fjær þeim því ég var í hættu með tölvuna mína við að fá bjór/captain morgan eða þaðan af verra yfir mig og tölvuna. Og þegar þau koma heim þá segja þau "það var gegt gaman á Akureyri" Sérstaklega þegar konan sagði; já ég var hér í gær, en man ekkert eftri því þannig er dj góður?? ...... næs

Akureyri dagur 5 - sunnudagur

Loksins komst maður inn á netið á Kaffi Akureyri. Kom í gær og ekkert net. Svo mikið álag á kerfinu að símar virka ekki, hending ef sms kemst í gegn og þá er ekkert gott signal á netinu. En loksins loksins, smá tenging við umheiminn.

Ótrúlegt hvað ég er búin að vera hérna lengi. Enda er kominn tími á að fara að koma sér heim. Það eru svo mikil læti hérna á kvöldin og á næturnar að það er enginn svefnfriður. Og alls staðar sem maður fer þá er fólk á fylleríi.
Vorum sallaróleg í gærkveldi. Jú gerðum heiðarlega tilraun til að komast á netið, og Hjölli ætlaði á AA fund, en þeir voru allir eitthvað lokaðir og bla bla, og netið ekki inni. Svo kvöldið fór í gervihnattadiskinn á heimilinu með öllum sjónvarpsrásunum - yummie - gegt gaman og næs.

'till later..

Akureyri dagur 4 -laugardagur

Ahh gott veður – sól og blíða. Svaf eitthvað lítið í nótt, læti úti. Tengdapabbi býr við Þingholtsstræti og húsið stendur rétt fyrir neðan gatnamótin við Kaupang. Þar er mikið labbað framhjá til að komast upp á tjaldstæðin, og alls konar læti heyrðust fram eftir allri nóttu. Þegar ég fór af stað í morgun með tíkina þá keyrðum við framhjá allaveganna draugum. Fékk á tilfinninguna að sumir hefðu jafnvel sofið á Ráðhústorginu sjálfu undir sviðinu, voru það sjúskaðir og myglaðir.
Ekki er dagurinn skipulagður mikið. Enda er oft líka gott að taka lifinu með ró og vera ekkert að stressa sig.
Fórum hins vegar í bíó í gærkveldi, sáum King Arthur. Ég var virkilega hrifin af þeirri mynd, nema filman eitthvað skemmd hjá þeim því það voru bæði mega hljóðtruflanir og skemmdir í myndinni. Þarf að ná í hana af netinu til að horfa á hana í almennilegum gæðum. En myndin sjálf er virkilega skemmtileg, mæli með að sjá hana. Þeir setja upp gömlu söguna um Arthur konung, Lancelot og wizardinn Merlin á enn einn nýjan máta. Ég hef séð nokkrar útgáfur af þessari sögu og lesið margar bækur og er engin eins og mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt.

föstudagur, júlí 30, 2004

Akureyri dagur 3 - föstudagur

Föstudagur í dag. Vaknaði snemma, gott veður, rólegheitin í vændum. En það breyttist snemma. Fyrir klukkan níu hringir síminn, þá er pabbi á leiðinni til A-eyrar með eitthvað bilað stykki úr þvottavélinni þeirra. Og ég hitti hann um tíu og tók nokkra rúnta með honum í búðir, aðallaega tölvubúðir, honum langar svo í dvd skrifara.
Svo átti Hjölli tíma hjá lækni, sem átti að taka smá stund en tók um 2 tíma. Við Kítara tókum rúnt í frisbí á meðan, fór í búðir og fann hárlitinn minn (ekki seinna vænna en grá hár eru að brjótast fram úr felum - bölvuð!!) Og í þeirri andrá fékk ég skemmtilegt símtal frá Dóu vinkonu sem var á leiðinni til Akureyrar frá Dalvík. Ég hitti hana um tvö og fékk mér dýrindis köku og súkkulaði kaffi á Bláu könnunni. Afskaplega notalegt!!
Það er svo heitt og notalegt hérna á A-eyri, ef vindurinn væri ekki þá væri ekki líft úti. Miklu skárra en rokið og rigningin fyrir sunnan.
Gott að kíkja aðeins á netið á Kaffi Akureyri, kíkja svo aftur í Kjarnaskóg með tíkina og halda áfram að hafa það gott og náðugt!

Akureyri dagur 2 - fimmtudagur

Vaknaði snemma í morgun, náði ekki að sofa neitt ógurlega þar sem rúmið sem við erum í er ekki nægilega stórt fyrir okkur þrjú. Merkilegt nokk hvað lítill kroppur eins og hennar Kítöru getur tekið mikið pláss. Hún er ekki vön að sofa uppí hjá okkur, en á svona stöðum þar sem hún er ekki heima, þá erum við með hana inni hjá okkur yfir nóttina og þá endar hún alltaf uppí. Ósköp notalegt að knúsa hana, en hún er afar plássfrek.
Við fórum með hana fyrir ofan bæinn, þar sem við funum hátt og mikið gras, leyfðum henni að hlaupa og ærslast. Rúntuðum um bæinn, og þar sem Kaffi Akureyri opnar ekki fyrr en þrjú þá urðum við að finna okkur eitthvað annað til dundurs. Við höfðum bara afskaplega gott af því. Svo við ákváðum að fara í smá hádegispikknikk í Kjarnaskóg. Og það var snilldar gaman. Kítara lék á alls oddi og við köstuðum frísbí fyrir hana non stopp í klukkutíma. Fundum læk, tré, fullt af erfiðum stöðum og ef þetta er nógu erfitt þá skemmtir hún sér betur. Við Hjölli fengum okkur létt snarl í góða veðrinu og tókum fullt af myndum. Alveg yndislegt að vera þarna og slaka á!
Heimsóktum Gunna vin okkar, sem er heimavinnandi húsfaðir þessa dagana. Þar sem leikskólarnir eru í fríi, þá skipta þau hjónin með sér vinnudögum. Þau eiga 3 svaka krúttleg börn og það er nóg að gera á því heimili. Dauð öfunda þau af þessari íbúð sem þau fengu hérna á Akureyri, og núna langar mig í svoleiðis..... Og auðvitað fóru þeir Hjölli að skoða tölvuna hans Gunna og tala tungum... Ég hins vegar fann sófa og stein sofnaði. Hjölli segir að það sé vegna overdoze af súrefni eftir daginn. Og kvöldmaturinn var ekki af verri kantinum - Hjölli grillaði þessar dýrindis svínasteikur!! Yummie!!! Og eftir svoleiðis kvöldverð þá á maður að slappa af – það er bara skylda!!

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Akureyri

Þá erum við komin til Akureyrar, og áætlað er að vera hér fram yfir helgi.  Erum hjá Herði, tengdapabba, og fer vel um okkur þrjú þar.  Og þökk sé OgVodafone þá eru Hot Spots á Akureyrinni líka, sit núna á Kaffi Akureyri með súkkulaðikaffið mitt og skoða póst og blogg.... nice!!  hvar væri maður án alls þessa?'  hvernig fór maður að í gamla daga þegar maður átti ekki til fartölvu og heitir reitir þýddu eitthvað allt annað??

En við fórum á Nings í gærkveldi, og sáum svo I.Robot í Laugarásbíó.  Will Smith náttlea bara snilld eins og við var að búast, en ég var mjög ánægð með þessa mynd þó ég sé ekki hæper framtíðar scifi aðdáandi.
Og ég afar stolt af sjálfri mér að hafa meikað tíma í Kringlunni á mega útsölum með kreditkortið í vasanum og eyddi EKKI NEINUM PENING!!!!  Geri aðrir betur!!

Við lögðum svo í hann upp úr ellefu í morgun.  Tókum þessu rólega fyrst, en eftir Staðarskála þá var brunað beint á A-eyri.  Maður fann hvernig hitnaði í kring er nær dró, og hitinn hérna er mergjaður, hlakka til að eyða nokkrum dögum hérna.  Dagskráin er fín um helgina, og þetta verður mjög gaman. 
Er gjörsamlega að leka niður úr þreytu núna, hlakka til að fara að sofa með nýju sængurnar og satín sængurverin sem við fjárfestum í. 

Þar til síðar - eigið góða helgi framundan og komið heil heim þið sem eruð á flakki!!!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Reykjavík dagur 2

Komin í súkkulaði kaffið á Victor aftur - me like!!
Náði rétt að hitta Röggu vinkonu í gær áður en hún hljópst á brott út í Eyjar, sú ætlar að taka verslunarmannahelgina almennilega með góðu fríi.  Einnig var ég svo heppin að hitta Jóhönnu í gærkveldi, og sjá íbúðina hennar, en ég hafði ekki enn séð hana, og er hún mjög flott og notaleg.  Átti góða kvöldstund með henni yfir te/kaffi, á meðan synir hennar sváfu og kisa litla passaði baðherbergið.

Jamm ég vaknaði snemma – eða um átta, ákvað að skella mér í sund áður en ég færi með bílinn í skoðun.  Hjölli og tíkin ákváðu að kúra aðeins lengur.
Rosa gott að slaka á í pottinum og njóta þess að vera í almennilegum nuddpotti svona einu sinni.
Kíkti svo á afa og ömmu í hafragraut og slátur.  Fín uppistaða fyrir daginn! 
Bíllinn flaug í gegnum skoðun og var skreyttur fagur bláum miða á númeraplöturnar, ég eins og stolt ungamamma yfir þessu öllu saman!!
Því næst lá leiðin í Háskólann, athuga með auka einingar.  Við þessa litlu heimsókn mína þangað jókst spenningur minn um 100% vegna námsins, farin að hlakka geðveikt til, í bland auðvitað með smá stressi.  En ég er viss um að ég klári þetta nám.  Það er ekkert sem ætti að stoppa það.  Ég tel mig alveg vera með heilabúið í þetta, auk þess sem þetta flokkast með áhugamálum mínum....

En við erum ákveðin í að fara norður aftur á morgun.  Jú sól núna hérna, en eins og vanalega þá fylgir alltar rok með, og þegar sólarblíðan bíður á Akureyri er erfitt að halda sig í burtu, það er jú sumar og ég í sumarfríi!!

mánudagur, júlí 26, 2004

Í Reykjavíkinni

jámm við erum í Reykjavíkinni núna, sitjum í "veðurblíðunni" inni á Café Victor og njótum hot spot þráðlausu tengingarinnar þar, og sviss mokka kaffi... súkkulaði kaffi, eina kaffið sem ég get drukkið þessa dagana.  
Við fórum til Akureyrar á laugardaginn, og gistum þar, hjá tengdapabba, rúntuðum svo í góða veðrinu til R-víkur á sunnudaginn.  Gistum í góðu yfirlæti hjá Kalla og Raggý.  Kítara er eins og prinsessa, ræður ríkjum á því heimili, þar sem eru tveir aðrir hundar fyrir.  Kjáni, 4 ára, með hjarta á við rjúpu, sekkur inn í sig þegar hún ygglir sig framan í hann, og svo Pontó, 8 mánaða strákur sem vill bara leika, og meira að segja Kítöru finnst of mikil læti í honum, og siðar hann hiklaust til. 
Ef veðrið skánar ekki hérna, ætlum við að fara aftur norður á miðvikudaginn og slappa af á Akureyri. 

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Engin bloggstílfla

stakk af í Mývó í nokkra daga.  Ákvað það á sunnudaginn um fjögur að renna í sveitina.  Ætlaði upphaflega að stoppa bara í eina nótt, en við Kítara ákváðum að stoppa aðeins lengur í góðu yfirlæti.  Hjölli ákvað að vera heima og mála, enda hefur húsið tekið stakka skiptum þessa dagana, komin flottur rauður litur á þakið!!!

En þetta var alveg snildar frí hjá okkur, grillað, sofið, labbað og haft náðugt.  Kíkti til Akureyrar á mánudeginum.  Fór með hundana í vatnið, leyfði Kítöru að hitta rollur, og smala!! sem var alveg rosa gaman, hún smalaði eins og hún hefði aldrei gert annað um ævina!!

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Bloggstífla

það bara kemur stundum fyrir hjá manni, líka finnst manni ekkert vera að gerast til að skrá niður, svo maður hreinlega sleppir því, til að sýnast ekki pathetic með no life what so ever.
Ég komst að því að námið mitt er ekki lánshæft hjá LÍN, því mig vantar envherjar einingar uppá. Ég varð nett, þokkalega, mega pirruð/pissed út af þessu, fór og fékk mér popp og lagðist í Friends sukk....
Ef það er eitthvað sem getur glatt mann og fengið mann til að hugsa um ekki neitt, þá eru það Friends. Hver kannast ekki við að setja Friends á þegar þunglyndið streymir yfir mann?? Allavega hafa þessir þættir bjargað mér oft og mörgum sinnum. Friends og Stargate SG-1 voru my best buddys í vetur, þessum langa, dimma kalda einmannalega vetri. En nóg um það.

Ég talaði við þjónustufulltrúann minn á Sparisjóðnum og hún sagðist nú ekki ætla að láta mig gefast upp, eða so to say, hún allavega sagði að þetta myndi nú reddast á einn eða annann hátt, hún er afskaplega góð kona og hefur hjálpað mér mikið undanfarið blessunin.

Núna langar mig alveg hryllilega til Mývó um helgina, en það er alltaf spurning um helv.. peninga. Svo erum við að leggja í hann helgina eftir það, suður og til Akureyrar, og þá er alltaf hægt að stoppa í sveitinni.

mánudagur, júlí 12, 2004

Mest stressandi

Hvað er það sem fólki finnst mest stressandi? Eru það ekki peningamálin? Jú allavega hjá mér, ég hata peningamál, og þegar maður ætlar að gera eitthvað, td að láta verða að því að fara í skóla, þá byrjar stressið um skólagjöld, þetta eru engar smá upphæðir sem um ræðir, og hvar á meðal manneskja að nálgast svona upphæðir? Ég sit í svitakófi því ég þarf að hringja í sparisjóðinn minn og athuga hvort þeir vilji aðstoða mig við að komast í skóla.. ég þoli ekki að standa í þessu, fæ svona nagandi kvíðaverki um allann líkamann, þannig að ég vilji helst leggjast fyrir.

sunnudagur, júlí 11, 2004

Sólríkur og góður dagur

Sælt veri fólkið. Jamm helgin hefur verið afar þægileg. Sólin ekki látið sig vanta, og ég er orðin þokkalega útitekin.
Já ég er hætt á frystihúsinu. Fór til Eskifjarðar til læknis á föstudaginn (þar sem enginn læknir er hér þegar sá eini er veikur, og óvitað um hvenær læknir verður til taks aftur) og fékk vottorð vegna baksins á mér, ég var/er ekki að meika svona vinnu og sérstaklega ekki fyrir þessum f**king lágu launum.
Ég er að skána í bakinu, gat bakað og rennt yfir gólfin í dag, svo Hjölli þarf ekki að gera öll húsverkin einn, eins og undanfarnar 4 vikur. Ég bakaði tilraun af sjónvarpsköku, gegt góð þó ég segi sjálf frá, tókst með snilli hjá mér.
Fór þrisvar með tíkina í dag í ósinn, enda hryllilega heitt úti, og hún með þennann svarta feld sinn. Reyndar var hún óþæg áðan, slapp og hljóp geltandi í átt að nágranna stráknum, sem hljóp svo grendjandi heim, en hún stoppaði eftir nokkur köll frá mér, og kom til baka, hún fór ekki alveg að honum. Ég vona að það verði ekki eftirmálar vegna þessa.
En annars hefur helgin bara verið róleg, sól, krossgátur og bækur, úti í garði á teppi....

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Mér leiðist...

Gott kvöld góðir hálsar. Ég er semst að leika mér með Smileys. Við Jóhanna fengum útrás fyrir þeim áðan á msn.... Ég þarf að hafa eitthvað að gera þar sem ég er að vinna í því að hætta að reykja (mætti ganga betur)

Eftir daginn í dag

er ég sólbrunnin.. hef ekki sólbrunnið í fjölda ára!!! Náði síðustu after sun flöskunni í búðinni....

Núna erum við Kítara að fara í labbó með Hafdísi og Jeltsín, og á eftir ætlum við að grilla pylsur. Bara svona nett til að grilla bara eitthvað, og borða í garðinum, þó við séum ekki komin með pallinn, þá má alltaf hafa svona smá "pick-nick" á teppi í garðinum undir sólinni :o)

Í dag

heldur veðurblíðan áfram...

Hjölli svaka duglegur að setja upp stillasana og mála úti, enda er húsið allt annað á að líta!! Við ætlum að kaupa pallaefni frá Húsasmiðjunni og setja sunnan megin við húsið, þá verður snilld að sitja þar og hafa næs. Vonandi verður það komið þegar Kalli og Raggý koma í heimsókn.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Sólríkur dagur

Ákvað að láta fólk ekki slá mig út af laginu, skítt með það pakk sem heldur að það sé miklu betra en allir hinir. Hef ekki látið sorgir og sárindi undanfarið buga mig og ætla ekki að byrja á því núna!

Sólin yndisleg, rosalega hlýtt úti, lá í garðinum með litla gleðigjafann min hjá mér og réð krossgátur. Svo var henni orðið svo svakalega heitt greyinu að ég ákvað að henda henni í ósinn til kælingar, sem var greinilega mjög kærkomið. Hittum þá á Sölva og Nero, Kítara getur leikið við Nero, hann nefnilega nennir að leika - ekki oft sem það gerist. Sátum þrjú þe við Hjölli og Sölvi og kjöftuðum í nær tvo tíma í sólinni við ósinn.

Fólk er falskt

Rosalega leggst það ílla í mig þegar manneskja sem maður kynnist, og heldur að sé ein af fáum sem maður getur kallar kunningja/vin sinn, er ein af þeim sem gengur um og talar ílla um mann eða mína. Manneskja sem hefur alltaf verið afar næs og viðkunnaleg, komið vel fram við mann (greinilega á yfirborðinu) og svo snýr sér við og drullar yfir mann og manns nánustu við næstu manneskju sem hún mætir. Maður verður hreinlega niðurbrotinn á að heyra svona.

Flottir strákar!!




Enn um tónleikana




Og hérna er mynd sem ég fann á síðunni þeirra þar sem fólk getur skráð sig og skoðað allt um túrinn og lesið blogg eins starfsmanns, ásamt skoðað myndir sem hann setur inn úr ferðinni þeirra. Getið skráð ykkur hér

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Metallica BESTIR!!!

Þessir tónleikar voru bara hrein snilld. Metallica var hrein snilld, þeir eru snillingar!! Þeir tóku öll óskalistalögin mín, meira að segja Fade to Black sem var víst ekki á lagalista hjá þeim. Og að heyra ca 18þ manns taka undir með Nothing Else Matters var eitthvað sem maður gleymir ekki.
Það var geðveikur hiti og skortur á súrefni á svæði A, og við Jóhanna áttum stundum afar erfitt og fórum reglulega til að kæla okkur og ná andanum. En eftir að löggan opnaði út fyrir aftan okkur þá var þetta ekkert mál.

Maður bara einhvern veginn á í erfiðleikum með að koma orðum að þeirri tilfinningu sem hríslast um mann við að sjá hljómsveit á sviði sem maður hefur hlustað á og dýrkað svo lengi. Og þegar sú hljómsveit stendur sig svona vel á sviði, og taka lögin fullkomlega þá eru engin orð sem fá þeim lýst!!!

Ég notaði svo tímann í gær til að hitta vinkonur mínar Röggu og Vilborgu sem höfðu stungið af úr bænum yfir helgina. það var dásamlegt veður í Reykjavík í gær, og sátum við Ragga úti á Kaffi Victor og nutum veðurblíðunnar.
Kom svo heim um átta í gærkveldi þar sem mín beið dýrindis matur. Og litli gleðigjafinn minn var ekki að spara fagnaðarlætin við að fá mig aftur heim.

Alltaf gott að koma heim.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Metallica í dag!!!!

Jamm í dag er stóri dagurinn!!
Er í góðu yfirlæti hjá Kalla og Raggý, enda var ekki við öðru að búast hjá þessum elskum.
Hitti Jóhönnu í gær, og tókum við kaffishúsamaraþonið okkar eins og okkur einum er lagið! Enda hef ég lært það í gegnum árin að plana aldrei neitt samdægurs og ég ætla að hitta Jóhönnu því það stenst aldrei hjá mér.
Dóa og co buðu mér svo í mat um kvöldið, og í vídeó á eftir. Nammi, snakk og næs, verst að ég sofnaði næstum yfir myndinni fyrir kl ellefu og ákvað að drífa mig aftur á Grundarstíginn og halda áfram að sofa þar.
Núna er dagurinn opinn, og er í afslappelsi. mega næs..

föstudagur, júlí 02, 2004

Tilbúin að fara

nema á eftir að pakka tölvunni. Tíkin alveg á útopnu, skilur ekki neitt í neinu. Fattar þó töskuna sem ég nota til ferðalaga er frammi og fötin mín í henni. Hún á eftir að tryllast endanlega þegar tölvutaskan er tekin upp.
Og búin að dobble tjékka miðana á sínum stað!!!!

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Á morgun á morgun!!!

hlakka til á morgun. Hitta Kalla og Raggý, hitta Jóhönnu, hitta Dóu, Önnu og alla!! Fara á tónleikana, fara á Nings, fara á Pizza Hut, og hitta alla vini mína....

Búin að þvo allt sem ég ætla að taka með mér af fötum (mjög sjaldan sem ég fatta það í tæka tíð) búin að setja miðana á tónleikana í tölvutöskuna - garantíd að sú taska gleymist ekki, þó ég ætti til að gleyma öllu öðru þá er sú taska sem myndi aldrei gleymast!! Þekkjandi sjálfa mig þá væri ég vís með að vera komin suður og fatta að miðarnir á tónleikana væru enn fyrir framan lyklaborðið á skrifborðinu mínu!!!

Bakaði skinkuostahorn um daginn svo kallinn og tíkin hefðu eitthvað að nasla í á meðan ég væri í burtu... he he he - reyndar þarf ekki að hafa áhyggjur af því, hann er miklu betri kokkur en ég, og finnur alltaf eitthvað í ísskápnum þegar ég er búin að dæma hann gjörsamlega tóman...

Ég babla bara af spenningi....

miðvikudagur, júní 30, 2004

Bak... ekki bak...

Er búin að sitja fyrir framan TV í mest allan dag. Horfa á Jake 2.0, Oddissey 5 og Friends. Bakið er ekki alveg nógu gott enn, verð bara að sjá til með morgundaginn. En ég geri hvað sem er til að vera ekki lömuð um helgina. Ég er farin að hlakka svo til, ekki bara tónleikanna heldur líka að hitta alla sem ég hef ekki séð lengi.

Heima í dag

Er að drepast í bakinu. Fór á fætur í morgun, vel sofin, og "BBAAAMMMMM" bakið í hönk. Ég áleit að þetta væri bara svefnstirðleiki, og klæddi mig, fór með tíkina út, en það gekk ekki svo vel. Svo ég ákvað að vera ekkert að misbjóða bakinu með að fara til vinnu, og ákvað að vera heima. - tek heldur enga sénsa varðandi næstu helgi!!

mánudagur, júní 28, 2004

Ferskar eftir hlýðninámskeið

vorum að koma heim af hlýðninámskeiði. Það var ausandi rigning, en það skemmdi ekki fyrir. Kítara stóð sig eins og hetja, og var mjög gaman að fá hana til að gera nýja hluti. Hún er svo móttækileg og fljót að læra, og það sem meira er; henni finnst það svo gaman! Hún heillaði alla upp úr skónum þegar hún hljóp á milli fólksins og skellti frisbee fyrir framan þau, settist og beið eftir að þau köstuðu fyrir hana. Við komum svo heim núna rétt áðan, renndandi blautar, svangar og þreyttar, en afar sælar með kvöldið.

Nú styttist í Metallica tónleikana. Á leiðinni heim kom Nothing Else Matters í útvarpinu, í unglingaþætti Rásar 2. Ég hækkaði í botn og fékk gæsahúð og fiðring við tilhugsunina um að ég fæ að sjá kappana á sviði. Fattaði hve stutt það er, og ég hreinlega er svona spennt eins og litlu börnin sem bíða eftir jólunum....

Bókað flug suður

Jæja ég er búin að bóka flugið, kem í bæinn kl 16:25 á föstudag og flýg aftur austur kl 17:45 á mánudag. Ég er að reyna að skipuleggja tímann svo ég nái að hitta alla. Ég verð hjá Kalla og Raggý á Grundarstígnum. Hlakka til að sjá ykkur dúllurnar mínar.

sunnudagur, júní 27, 2004

Æfing með leitarhunda

Vonandi eru allir að slappa af eins og ég, að hafa það jafn náðugt og ég. Sit í uppáhaldsstólnum mínum, tíkin sofandi við hliðina á mér, og ég að horfa á Battlestar Galactica 2003 með öðru auganu.

En í gær var gaman, maður lifandi!! Við mættum á æfingu hjá Leitarhundum Slysavarnarfélags Landsbjargar kl eitt í gær, og mín alveg óð í að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Þarna voru mættir menn með 3 aðra hunda. Þeir sýndu mér hvernig æfingar færu fram aðallega, og sýndu mér hvað við myndum byrja á hjá minni tík.
Ok, einn gaurinn tók leikfang, sem er í raun kaðall, eitthvað til að tuskast á með og hleypur með hann í burtu. Hennar hlutverk var að hlaupa til hans, "finna" hann, þá kalla ég í hana til mín. Ég hleyp svo með henni að manninum, tek dótið af honum og tuskast með hana. Enda svo á að gefa henni "bráðina"
Þetta er grunn kennsla hjá byrjendum í víðavangsleit. Síðar á hún svo að koma til mín, ég á ekki að kalla á hana, og hún á að hoppa upp á mig til að tilkynna mér fundinn, hlaupa svo með mér að viðfangsefninu.
Þeir voru mjög ánægðir með frammistöðu hennar í gær, sögðu að hún væri í mjög góðu formi,væri mjög skörp og námsfús, einbeitt og vinnuglöð. Þeir/við tókum nokkrar æfingar með hana, og hún stóðst þær fullkomlega miðað við byrjanda.
Þeir buðu okkur velkomnar í hópinn, og við fáum að vera með framvegis, þeir telja hana gott efni í leitarhund og ákveðið var að byrja strax á að vinna með hana og þjálfa hana upp í úttekt fyrir flokk C. (neðst á síðunni)
Það sem var snilld var að hún fílaði sig í tætlur, henni fannst þetta svo gaman, hún átti svo heima í þessu, að gera eitthvað, fá svona skipanir frá mér, gera eitthvað nýtilegt. Við eigum að hafa samband við mann á Blönduósi sem mun senda okkur svona kápu fyrir hana, sem hún lærir að tengja við vinnuna, þegar hún er sett í þessa kápu (sem lítur mest út sem skikkja)þá veit hún að nú er ekki "leiktími" og ég á að hætta að leika við hana heima með að fela dót og láta hana finna það.
Ég á að æfa hana í þessu, fá einhvern til að hlaupa út í móa, og hún að leita.
Mér þótti þetta líka geggjað gaman, hlaupa út og suður um alla móa til að elta hunda eða fela mig fyrir hundi. Við skiptumst á um að fela okkur.
Þegar við vorum komnar heim, var hún svo sæl, svöng og hamingjusöm, lífsgleðin geislaði af henni. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að stunda áfram. Og hver veit, kannski seinna meir nær hún að skipta sköpum með vinnu sinni og þjálfun.

laugardagur, júní 26, 2004

Greind dýra

Mega fyndið : http://www.baggalutur.is/sogur/dyr.htm

Snillingurinn hún Kítara!!

Ég hef ekkert verið neitt afar duglega að blogga undanfarið, bara rétt til að láta vita af mér og þess háttar. En það er búið að vera gaman að vera til undanfarið.

Eins og þið vissuð þá fórum við Kítara á hlýðninámskeið um sl helgi. En þá vorum við eigendurnir teknir fyrir, og það var mjög áhugavert. Mikið af upplýsingum sem ég hefði viljað vita um leið og ég fékk tíkina á heimilið. En samt var afar fátt sem ég vissi ekki nú þegar og mjög fá atriði sem ég hef verið að gera vitlaust. En enginn er gallalaus, og ég er núna að vinna í því að breyta því sem má breyta.

Svo hittumst við aftur með hundana á mánudagskvöldið sl, og það var fjör maður lifandi!! Þarna voru 10 hundar samankomnir af öllum stærðum og gerðum. Og rosalega mikið lyktað, búffað og leikið. Kítara mín var með þeim elstu, og hagaði sér samkvæmt því - basically þá "réði" hún öllu. Hún td tók einn boxer/doberman blending í nefið þegar hann tók af henni frisbeeinn (hún náði honum upp að kvið).

En hún stóð sig eins og hetja, hún hlýddi öllu, gerði allt rétt, flaðraði ekki neitt (hexið - hún veit þegar hún á að haga sér) ég hafði einmitt hlakkað til að sýna honum (kennaranum) ólætin í henni svo hann gæti ráðlagt mér varðandi það. En neeeiii ekkert svoleiðis til í minni þann daginn...

Kennarinn var svo hrifinn af henni (hefur átt sjálfur border collie) að hann vildi endilega sjá okkur á æfingu leitarhundanna, sem er einmitt í dag, og erum við að fara þangað á eftir. Hún er einmitt ekkert gæludýr, heldur vinnuhundur, og ég vissi það, enda hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað meira með henni. Og hann telur hana efni í leitarhund. Eg ekkert smá happý!!!!

miðvikudagur, júní 23, 2004

Helgin 2-5 júlí

Hæ hæ öll
það er helgin sem ég verð fyrir sunnan. Kem í bæinn föstudaginn 2. júl og fer heim aftur mánudaginn 5. júl.
Ég býst við að vera ein á ferð og koma fljúgandi. Ég hef ekki ekki pælt neitt í gistingu, svo ég hreinlega auglýsi hér með eftir sófa/gólfi/bedda sem ég má krassa á...

þriðjudagur, júní 22, 2004

Sofa.. ZZzzz......

Í augnablikinu myndi ég gefa hvað sem er til að fá að fara aftur upp í rúm að sofa...

mánudagur, júní 21, 2004

11 dagar!!!

nú fer að nálgast í Reykjavíkurförina mína!! Farin að hlakka geðveikt til (ekki "gegt" heldur geðveikt!)
Og það eru 2 atriði sem ég óska eftir sjálfboðaliðum með mér í:
1. Nings
2. Pizza Hut hádegishlaðborð (Ragga??)

By the way - eru allir komnir í sumarfrí??? Dóa - þú er löglega afsökuð þar sem þú ert símatengd núna, en þið hin... please let me know you're alive!!!

Afmælisbarn dagsins:

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann pabbi minn
hann á afmæli í dag


Til hamingju með daginn elsku pabbi minn!!

laugardagur, júní 19, 2004

Hlýðninámskeið í dag!

Jamms, við Kítara erum vaknaðar og komnar á ról. Við erum nefnilega að fara á hlýðninámskeið á Neskaupstað í dag. Kannski verðum við sendar bara beint heim aftur með orðunum "ekki er hægt að bæta úr stöðunni úr þessu".... nei nei ég hef fulla trú á okkur. Það er rosalega gott veður og ég hlakka mikið til dagsins.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilegan Þjóðhátíðardag!!

"hæ hó jibbíei og jibbíei
það er kominn 17. júni"


Aveg týpískt - ég vöknuð svona snemma á frídegi!! Búin að fara með tíkina út í labbó, og er að spá í að fara bara að leika mér í tölvunni. Það er frekar leiðinlegt veður ennþá, en ég gruna að það eigi eftri að skána.

Þessi vika hefur verið bara alveg eins og hinar vikurnar, ég vinn, drepast í baki, sleiki sólina þegar tækifæri gefst, og sef þess á milli. Merkilegt hvað maður verður sybbinn á að vakna svona snemma.

En annars er allt gott að frétta og ég vona að þið eigið ánægjulegan þjóðhátíðardag!!!

sunnudagur, júní 13, 2004

Sunnudagur til svefns...

Já sökum 18 ára afmælispartýs hjá syni nágrannans, þá var ekki mikið sofið í nótt. Foreldrarnir og yngri bróðir eru á sólarströnd og guttinn auðvitað nýtir sér þetta tækifæri til að sletta ærlega úr klaufunum. Reyndar sagði Hjölli að þetta hefði verið svona líka á föstudagskvöldið og fram eftir þá en ég rumskaði ekki við það. En þetta er svo sem ok, þar sem ég hef ekki heyrt neitt frá þessu húsi siðan ég flutti, ofboðslega rólegir nágrannar, svo maður unir krakkarassgatinu þess að halda upp á daginn, maður var víst svona sjálfur.

Við fórum í gær í sund á Breiðdalsvík, var samt ekki vör við þennan dúndur pott sem ég hafði heyrt um, þarna var bara svona ekta sumarbústaðapottur sem rýmir 4-6. Og ekkert nudd.. en það var samt ofboðslega ljúft að slaka á í heitum potti. Og gaman að taka svona rúnt út fyrir bæinn stöku sinnum. Brilliant veður - þá er alltaf gaman að rúnta og vera til.

Ég er búin að vera löt í dag. Jú fór 2x með tíkina í dag, í seinna skiptið með Hafdísi og Jeltsín. Mjög góður labbó, rosalega heitt, yfir 20°c og algjör molla. Lenti í hitaskúr, helli dembu sem hefur ekki gerst í mörg ár, minnti mig á demburnar í US í gamla daga..... Búin að dotta yfir imbanum, horfa á Friends, kjafta á msn, horfa á einhverja Phantom Rider mynd sem kom af deili.is og dotta meir..

Svaka ánægð með að Kimi Raikkonen hafi náð að klára keppni loksins, og er ekki eins ánægð með að þessi andsk. EM kjaftæði er að tröllríða öllu í sjónvarpinu!!! Mér finnst allt í lagi að sýna eitthvað af þessu, en come on - öll næsta vika einkennist af EM í fótbolta!!

laugardagur, júní 12, 2004

Laugardagur til leti....

eða kannski ekki...
Hitti Vilborgu í gær á sýningunni Austurland 2004 Alltaf gaman að hitta hana blessunina. Rosalega flott það sem hún hefur verið að gera, hún er dugnaðar forkur hún Vilborg mín!! Sýningin var mjög flott, mjög mikið skemmtilegt að sjá, og mikið fólk, mér fannst þessi sýning bara glæsileg í alla staði!!

Við komum heim um sjö í gærkveldi og var þá dagurinn orðinn þokkalega langur hjá mér, og ég var búin á því, enda var mín sofnuð fyrir níu, fyrir framan imbann.
Vaknaði hress í morgun kl átta, og um níu fórum við Kítara í morgun labbóinn okkar. Og ég svo yfir mig full af orku, ákvað að þrífa bílinn minn hátt og lágt, sápuþreif hann, þurrkaði, rainexaði og pússaði, jafnt sem innan og að utan. Og klukkan er bara ellefu...

Núna er planið að skella sér í sunda á Breiðdalsvík, en hef ég heyrt að þar sé mjög góð laug með dúndur pottum - mikið gaman!!

föstudagur, júní 11, 2004

Búin fyrr en áætlað var!!!

og þessir snillingar misreiknuðu tonnin sem eftir voru svo við vorum búin kl tvö í dag !!!!JEIIIII!!!!

Gleðilegan föstudag!!

Góðan daginn dúllurnar mínar!!
Ég á eftir að þrauka einn dag enn í vinnunni í þessari viku, ég hlýt að komast í gegnum það.
Úti er alveg yndislegt veður, alveg logn og sólin skín, gæti alveg hugsað mér að ná í nesti og nýja skó og ganga eitthvað út í óbyggðirnar hér í kring núna, leyfa tíkinni að hlaupa frjálsri með. En ekki í dag. Vinnan kallar.
En seinnipartinn er áætlað að kíkja á Egilsstaði, ég er að hugsa um að byrja á að fara í sund, og síðan heilsa upp á Vilborgu vinkonu sem er að vinna á sýningunni Austurland 2004. Hlakka mikið til að sjá hana!!!
Eigið góðan dag í dag !!!

fimmtudagur, júní 10, 2004

Komið sumar....??

Ég var einmitt að spá í því um daginn að ég væri ekki að fatta að það væri komið sumar, þe nær miður júní. En undanfarið þá hefur sumarfílíngurinn verið að síast inn fyrir hjá mér. Úti er sól og blíða 3ja daginn í röð!!
Í gær þá var ég úti í garði með Kítöru og við vorum í boltaleik, ég sat (hreinlega gat ekki staðið) og kastaði fyrir hana bolta út í hvönnina og háa grasið - við köllum þetta Jungle ball, þar sem hún þarf að leita að boltanum, svaka fjör. Hjölli stóð uppi í stillasa og málaði í sólinni. Ég fékk meira að segja smá roða í kinnar!!
Í dag er eins, sól og brilliant veður. Vorum að koma inn úr bíltúr. Byrjuðum á að fara með tíkina í frisbee, og rúntuðum svo um sveitina, fórum upp í dali, þar sem verið er að gera nýjan veg, og allt á fullu við göngin. En við máttum ekki keyra þar að, en núna veit ég hvar þetta er.
Þó svo að vinnan sé ekkert upp á marga fiska (ha ha ha nóg af fiski) þá nýt ég þess að vakna kl 6 og fara út í þetta blíðuveður með Kítöru. Og að vera búin kl 3, er frábært, dagurinn rétt að byrja finnst mér, nóg eftir. Og þótt maður sé gjörsamlega búinn á því, bæði í fótum og baki, þá nýtur maður þess að eiga svona stundir eins og núna í dag, bara rúnta í sólinni, borða ís/pylsu og slappa af og njóta þess að vera til!

þriðjudagur, júní 08, 2004

Sól og blíða

já gott fólk, úti er sól og blíða. Alveg yndislegt að vera búin að vinna kl þrjú og geta svo farið út með tíkina í góða veðrinu.

Skólinn er settur 19. ágúst og þann 20. er kynning fyrir nýnema, hitta kennara og aðra nemendur sem eru með mér í fjarnáminu, þar sem við eigum eftir að fylgjast að í gegnum þetta. Ég semst verð í bænum þá helgina. Svo fylgir þessu vinnulotur yfir helgar stöku sinnum yfir veturinn. En hérna getið þið séð eitthvað um þetta og hvernig kennslufyrirkomulag er á þessu.

mánudagur, júní 07, 2004

Brilliant!!!!!

Ég er hoppandi og syngjandi um húsið af gleði!!! Tvennt gerðist í dag sem gerir það að verkum að mánudagar eru ekki alltaf til mæðu:

Metallica miðarnir komu í póstinum í dag!!!!
og
Ég fékk inngöngu í Háskólann í Reykjavík; fjarnám við tölvunarfræðideild!!!

Vöknuð....

en ekki mikið meira. Mig hreinlega langar ekki til að fara í vinnu núna, sérstaklega ekki niðri á frystihúsi. Ég er svo hrædd um að ég hafi gert mistök á að ráða mig þarna. Reyni að segja sjálfri mér að ég hljóti að lifa af í gegnum sumarið. Það verður hins vegar að koma í ljós.

sunnudagurinn var hinn rólegasti. Spilaði Broken sword. Og við Kítara fórum í langan og góðan labbó með Hafdísi og Jeltsín.
Og viti menn, ég var sofnuð á sunnudagskvöldi kl hálf níu!!!

laugardagur, júní 05, 2004

Rólegur laugardagur

Vaknaði reyndar snemma, en var útsofin svo það var bara mjög fínt. Slakaði á með ferðavélina mína uppi í stofu, spjallaði við fólk og horfði á barnaefnið með öðru auganu.

Skelltum okkur til Egilsstaða um hádegið, aðallega til að fara í sund og liggja i góðum heitum potti með góðu nuddi. Að sjálfsögðu var komið við í BT, það er nú bara skylda. Þar fann ég leik á 499.- kr Broken Sword, og er ég búin að hafa það notalegt í dag að spila hann.

Leiðindarveður, rigning og engin sól - til hamingju Reykvíkingar! Well ég uni Röggu vinkonu að fá gott veður á afmælisdag no 2. Hún er einmitt að halda upp á afmælið í kvöld, en ég komst ekki (grátur grátur) En við tökum bara aðra helgi í það,hlakka geggjað til.

Sjómannadagshátíðin var haldin í dag,en við hreinlega pældum ekkert í því, komum akkúrat til baka í fjörðinn þegar kökukaffinu var að ljúka - damn - hefði alveg getað hesthúsað nokkrar sneiðar af gómsætu sætabrauði og kökum.... Ætli ég verði bara ekki að baka það sjálf...

www.skype.com

alveg snilldar forrit!! Var að tala við Röggu vinkonu í gegnum þetta forrit og það er bara snilld. Það heyrist betur en í msn, þetta er þægilegra og miklu siðugara til að tala saman heldur en msn og svo auðvitað ef maður er með adsl þá kostar þetta ekki neitt! Semst 30 mín samtalið okkar Röggu kostaði okkur ekkert!! Það er bara snilld!! endilega kíkið á þetta mínir kæru vinir!!!!

Afmælisbarn dagsins!!

Hún á afmæli i dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Anna
hún á afmæli í dag!!!

TIL HAMNGJU MEÐ DAGINN ELSKU ANNA MÍN!!!!

föstudagur, júní 04, 2004

Ég fer á Metallica tónleikana!!!

Trallaallaaaaa - við Jóhanna Loga verðum meðal þeirra brjáluðu tónleikagesta á svæði A!!!! Miðarnir eru loksins í höfn!!! Og netklúbburinn reddaði þessu - eftir nokkrar meilasendingar og "hörð" orðaskipti - allavega af minnihálfu - en þetta er reddað og borgað og alles!!! tralllalllaaaa!!!!

Og ég er komin í helgarfrí!!! Þetta er búið að vera afar erfið vika, svo ég ætla að njóta þess að geta slakað á þessa tvo næstu daga!!!
Vona að þið eigið góða helgi!!!

Hún á afmæli í dag !!!!

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Ragga
hún á afmæli í dag!!!!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU RAGGA MÍN!!!!!!

ps
Thank God it's Friday!!!

fimmtudagur, júní 03, 2004

I stand corrected....

þann 25. september 2003 bloggaði ég kl 04:45 (am)

Mið nótt ??

Sko til merkis um það hve óhugnalega snemmt þetta er - þá meikar hundurinn minn það að fara út, með stírurnar í augunum, borða smá af morgunmatnum sínum og svo er hann rokinn aftur í bælið sitt!!!

miðvikudagur, júní 02, 2004

Fiskur og Metallica

Ég komst í gegnum daginn með að hlusta á Metallica í botni, náði að ignora sársaukann í bakinu, öxlunum og fótunum með að tjúnna cd spilarann í botn með Metallica í eyrunum, merkilegt hvað mér verður mikið úr verki með góða tónlist á.

En nú er sól og blíða svo ég ætla að fara út með tíkina í labbó áður en ég stífna öll upp!!
Eigið litríkan dag!

Survivor!!!!

Hæ hæ öll!! ég lifði daginn af í gær þrátt fyrir aðiens 1 1/2 tíma svefns, og í "nýju" vinnunni. Er þó með strengi.. var svooooo þreytt þegar ég kom heim í gær... En ég fékk ekkert ÚA flashback horror - sem er góðs viti held ég....
Já ég var mætt korter í sjö, og hitti þar fyrir ákaflega myglað fólk, sem greinilega vantaði koffeinið í systemið, en ég var ótrúlega hress eftir minn labbó og tebolla áður en ég mætti. Og þetta frystihús er ekkert öðruvísi en önnur frystihús. Reyndar er greinilega góður mórall þarna, allir rosalega hressir og kátir, margir/allir buðu mann velkominn og þess háttar. Og, þarna fann ég nær enga fýlu, ekki eins og í ÚA þar sem maður gekk á vegg hreinlega, meira að segja fötin mín lykta ekki, mér fannst þetta alveg stórkostlegt!
En í gær fór dagurinn í að "kenna" mér, en mér var svo hent upp á línu kl ellefu, og þar mátti ég standa og snyrta og hlusta á 3 17 ára gelgjur, ekki gellur heldur gelgjur, tala um stráka og skot, og "hann er svo hrifinn af þér núna" - hin svarar "Já en hann var sko totally hrifinn af þér í sumar" - stelpa þrjú " já um frönsku helgina" - stelpa eitt aftur (á innsoginu) "já ég veit"
Þess háttar samræður eru nóg til að gera hvern sem er brjálaðan....

En allavega - þá er ég mega hress núna - svaf frá kl tíu í gær til sex í morgun, svo ég er til í slaginn aftur - og í dag ætla ég að vera með ÚTVARP

þriðjudagur, júní 01, 2004

Snemma

Góðan daginn gott fólk. Ég held að ég hafi aldrei bloggað svona snemma áður. Þetta hafðist, en auðvitað var þetta andvökunótt, sem maður mátti búast við þar sem þetta er fyrsti dagurinn sem ég verð að vakna svona snemma. Típískt.