- Ég er búin að sitja með sveittan skallann yfir verkefni, sem mér gengur afar erfiðlega með, erum að læra um nýja hluti sem ég hef ekki náð almennilegum tökum á enn. En það vonandi kemur - ætla allavega ekki að gefast upp þrátt fyrir smá hindrun á leiðinni (hefur ekki verið minn vani hingað til)°
- Von er á Hjölla heim í dag, með meira parkett til að leggja á gólfin hérna niðri.
- Krosslegg putta hvað varðar deilir.is og vona að þessar elskur lendi ekki í miklum vandræðum (hafa þeir oft bjargað mörgum kvöldum frá RÚV).
- þarf að fara að grafa upp ullarsokkana mína því það er farið að kólna ískyggilega mikið hérna fyrir austan (þurfti meira að segja að skafa í gær)
- Er farin að hlakka til að fara suður í næstu viku...
- Grauturinn í hausnum er ekkert að skána (hmmm kannski er einhver tenging þarna á milli hvað varðar erfiðleika mína varðandi verkefnið)
- Og enn fækkar fötum sem ég get notað í skápnum mínum.
- Peningamálin í mínus, literally.
- Er með alveg óþrjótandi löngun í Ning's (sem er náttla auddað vegna þess að það fæst ekki neinstaðar í nágrenni við mig)
- Lífið er yndislegt
miðvikudagur, september 29, 2004
Lítið að gerast
mánudagur, september 27, 2004
verð að láta heiminn vita
sunnudagur, september 26, 2004
Rok, Tinni og pizza.....
föstudagur, september 24, 2004
Lægð...
fimmtudagur, september 23, 2004
"Verð að fara að hlusta"
öp tú deit
þriðjudagur, september 21, 2004
Parket, gólfflot og barnavagn....
Tilraunir á tölvum
mánudagur, september 20, 2004
Kaffi - jey!!!
laugardagur, september 18, 2004
Þreytt eftir daginn
föstudagur, september 17, 2004
Nýjar myndir
Rigning, símar og themes.....
miðvikudagur, september 15, 2004
Skóf í morgun
þriðjudagur, september 14, 2004
Vilborg hetjan mín
sunnudagur, september 12, 2004
Gaaarrrggghhhh!
laugardagur, september 11, 2004
Laugardagur til lærdóms
föstudagur, september 10, 2004
Ein heima og eirðarlaus.
miðvikudagur, september 08, 2004
Gömul blogg
Undanfarið hef ég sest niður og lesið, ásamt dagbókinni minni, og farið yfir gamla tíma, rifjað upp líðan og atburði sem ég var búin að gleyma. Því oft þá voru þetta ekki stórviðburðir eða atvik, heldur hugsanir eða líðan, en samt eitthvað sem mér fast markvert og skrifaði hjá mér.
Pappírsrusl....
Þetta allt hófst vegna þess að mig vantaði samning frá Símanum því þeir eru að hösla okkur um gagnamagn! En auddað fannst hann ekki - enda minnir mig að ég hafi aldrei fengið neinn svona samning í hendurnar - á til nótuna og þar sem ég er afar pössunarsöm á allt svona þá myndi samningurinn hafa verið heftaður við svo hann glataðist ekki (smbr geymsluáráttu minni á ábyrgðarnótum) En nóg um það.
Ég lærði hellings og meir í dag. Tók fyrirlestur í C++ og vann verkefni með þeim af netinu, skemmti mér konunglega yfir að grúska og brjóta heilann yfir því "af hverju þetta virkaði ekki hjá mér" (sumt virkar núna - annað ekki, en það kemur; ég gefst ekki upp) Og allt í einu var ég búin að sitja yfir þessu í nær 3 tíma!! Er að sækja fyrirlestra dagsins í dag til að hlusta á í fyrramálið. Mér finnst þetta gaman!
Tengdapabbi kemur á eftir. Hann ætlar að gista í nótt, en svo fara þeir Hjölli yfir á Eskifjörð í fyrramálið að grafa holur..... :S Eitthvað út af sumarhúsi, byggja við annað hús.....
Bilaður hiti úti - maður fattar ekki alveg að það sé komið haust, fyrir utan rokið....
þriðjudagur, september 07, 2004
Sama og venjulega
mánudagur, september 06, 2004
Er vöknuð....
sunnudagur, september 05, 2004
Frí í dag
fimmtudagur, september 02, 2004
Lítill lærdómur í dag
Tölvur....
Enn meiri haustrigning
miðvikudagur, september 01, 2004
Sybbin..
mánudagur, ágúst 30, 2004
Ógissslega dugleg
föstudagur, ágúst 27, 2004
bakstur og skólabækur
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Afmælisbarn dagsins:
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Vilborg
hún á afmæli í dag!!!!
Til hamingju með daginn elsku Vilborg mín!
Knús og kossar frá Fáskrúðsfirði!!!
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Ahhhh komin heim!
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Löng en skemmtileg helgi
föstudagur, ágúst 20, 2004
Góðan daginn Reykjavík!
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
Enn og aftur í Reykjavíkinni
Jamm þá er ég komin í sveitasæluna í Mývó. Keyrði alla leiðina í í gær í sól og steikjandi hita, ekki ský á himni og geggjaður hiti.
Í dag fórum við mamma svo til A-eyrar. Hún kom með mér í sónar þar sem Hjölli gat ekki komið með mér. Það gekk allt mjög vel, allt í góðum gír, mjög gott mál. Búðuðum aðeins, alltaf gaman að búða aðeins á A-eyri. Nú er semst bara afslöppun fram á fimmtudag.
Dagurinn í dag var frábær! Geggjað veður! Fór í sund í morgun, slappaði af í pottunum og skellti mér á sólpall og rak nefið upp í sólina, og viti menn ég er aðeins brúnni en ég var í gær!! Herkúles að njóta þess að hafa mig eina, engin Kítara til að stjórnast í okkur, frekjast á milli. Við mamma og Herkúles fórum á rúntinn í sveitinni, fengum okkur góðan labbó í Höfða. Rosalega er sá staður alltaf jafn fallegur, en verst hve mikið af gróðri er sviðinn þar sem sama og engin rigning hefur komið í sumar! Og auðvitað var ís í Selinu, það er alltaf skylduverk – ís sem ekki er hægt að borða úti því þá væri hann allur út í flugu.
Og aftur var sólin á sínum stað í morgun. Ég var mætt í laugina kl tíu, og lá á pallil í klukkutíma (með viðeigandi og reglubundnum ferðum í laugina og pottinn) Þetta var alveg yndislegt. Eftir sund þá sat ég úti á palli eins fáklædd og ég mögulega gat (með tilliti til nágranna) og leysti krossgátur (og las Andrés Önd) Við mamma fórum svo til Húsavíkur eftir hádegið, tilgangur ferðarinnar var Hvalasafnið á Húsavík. Þetta er mikið og flott safn. Mæli með að allir kíki þangað (ef svo ótrúlega vildi til að þið ættuð leið þangað) Tók reyndar fullt af myndum. Þeir eru með fullt af beinagrindum, óþrjótandi upplýsingar um hvalina, uppruna og lifnaðarhætti, veiðar á þeim til forna og í dag. Tæki og tól, sýni og myndir. Mjög skemmtilegt hjá þeim.
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Ein á ferð....
- sunnudagur keyra í Mývó
- mánudagur sónar á Akureyri
- fimmtudagur keyra suður úr Mývó
- mánudagur keyra norður aftur
Það verður svo að ráðast hvort ég meiki að keyra alla leið heim á mánudeginum eða hvort ég gisti í Mývó og fari heim á þriðjudag. En þökk sé hot spots OgVodafone út um allt þá kemst maður auðveldlega á netið til að hafa samband :o)
Ég á eftir að tala við Kalla og Raggý en ég býst við að gista þar á meðan ég er í bænum.
'till later... hafið það gott dúllurnar mínar.
laugardagur, ágúst 14, 2004
Þrif, tölva og nammi...
föstudagur, ágúst 13, 2004
Líður að skóla..
21. ágúst
- Kynning fyrir nýja fjarnema frá 9 - 11
- Tölvuhögun, kl. 11 - 16
22. ágúst
- Forritun, kl. 10 – 16
Við erum ekki alveg búin að ákveða hvernig þetta allt saman verður. Ég þarf að mæta í sónar á Akureyri á mánudaginn 16. ágúst. Og við erum ekkert allt of spennt yfir að taka tíkina í svona langt ferðalag aftur, sérstaklega til R-víkur. Hún var ekkert að fíla sig neitt rosalega vel. Svo kannski verð ég bara ein á ferð. Ef svo verður þá keyri ég til Mývó á sunnudag, gisti þar, skutlast til A-eyrar á mánudeginum og verð svo áfram í Mývó fram að helgi. En eins og ég segi þá er þetta ekki alveg komið á hreint enn.
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Engin hafgola....
Geggjað veður
Síðustu dagar hafa verið rólegir. Skruppum yfir á Eskifjörð á mánudaginn. Heitt. En þar sem hitaskúr kom þegar heim var komið þá dundaði ég mér í Neverwinter Nights og skemmti mér mjög vel.
Í gær var svakalegt veður. Fórum með tíkina í sund í ósnum, gæddum okkur á sjeik á meðan í sólinni. Nutum semst veðursins til fullnustu. Tókum multiplayer á Neverwinter - var geggjað gaman, sátum í sitthvoru tölvuherberginu og börðumst við vonda kalla sem reyna að leggja heiminn undir sig.
Og veðrið hreinlega bauð uppá grillmat. Hjölli grillaði dýrindis svínasneið, sem var meira en nóg í matinn handa okkur tveim, og ég bakaði eftirrétt. Mega næs.
Nú styttist í suðurför aftur. Leggjum í hann á sunnudaginn sennilegast því ég verð að vera á Akureyri á mánudaginn. Og skólasetningin er á fimmtudaginn, og þá um helgina er fyrsta staðbundna vinnulotan. Svo opnar sennilegast skiptibókarmarkaðurinn á mánudeginum eftir það. Svo þetta verður vikureisa hjá okkur. En það er bara gaman :o)
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Heimsókn úr Mývó!!
Hef aldrei séð tíkina taka eins vel á móti neinum og þeim. Þvílík gleði og hamingja hjá henni við að fá þau í heimsókn, sérstaklega Herkúles.
Rosalega gott veður og við tókum rúnt yfir í gamla franska spítalann sem stendur hinum megin í firðinum. Hef aldrei farið að skoða hann, og ef þessir veggir gætu talað þá myndu þeir segja frá mörgum sögum. Þetta er orðið hrörlegt og það er ekki ráðlegt að fara upp alla stigana þar, og sumstaðar heldur ekki á neðri hæðinni, maður gæti hreinlega poppað niður úr. Minnir einna helst á gömlu draugahúsin sem maður sér í bíómyndunum. Hjölli eldaði svo dýrindis pottrétt og var mikið etið og spjallað.
Það var rosalega gott að fá þau í heimsókn, og dagurinn yndislegur.
laugardagur, ágúst 07, 2004
Aflsöppun í dag
Við kláruðum okkar venjulegu morgunverk; sturta, labbó, frisbí, synda í ósnum, morgunmat og þess háttar. Hjölli prílaði upp á þak og byrjaði að mála aftur.
Við fórum bara til Reyðarfjarðar í gær, nenntum ekki lengra, auk þess höfðum við þannig séð ekkert að gera lengra. En okkur vantaði menju á þakið svo við urðum að fara í Byko.
Ég réðst á húsið að innan, bretti upp ermarnar og skúraði og bónaði allt. Voða fínt fínt hjá mér. Við náðum í búðina fyrir tvö, til að kaupa nammi af nammibarnum með 50% afslætti. Mér líkar það obbosslega vel.
Svo er ég búin að sitja hérna, og leika mér í afslappelsi í Neverwinter Nights leik. Tíkin sefur, og Hjölli sefur sennilegast yfir einhverjum þætti sem hann var að horfa á í tölvunni hérna niðri. Munur að vera með hægindarstól í tölvuherberginu og geta látið fara vel um sig. Ég er með sófa, og það er yndislegt að liggja þar og slaka á með bók eða horfa á eitthvað skemmtilegt.
Svo dagurinn í dag er sannkallaður afslöppunar dagur.
föstudagur, ágúst 06, 2004
Ekki mikið að gerast
Sól og blíða undanfarna daga, og hefur bæst aðeins á freknurnar á enninu á mér.
Ég er að byrja á nýjum leik sem heitir Dark Age of Camelot. Þetta er online only leikur, og gegnur ok svona í byrjun. þó það sé alltaf hálf leiðinlegt að byrja því maður er svo aumur kall í startið. En leikurinn lofar góðu og ætla ég að nýta mér vel þennan fría fyrsta mánuð sem fylgir leiknum.
Svo er jafnvel á plani að fara til Egilsstaða í dag að versla, jafnvel kíkja í sund, en það er samt ekkert ákveðið enn.
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Og afmælisbarnið....
Kítara á "afmæli" í dag!!!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Komin heim :o)
Tíkin hæst ánægð með þetta, linnti ekki látum þegar við vorum kominn inn, heldur heimtaði mat í dallinn sem er alltaf niðri við tölvuherbergið mitt (sem hún annars borðar bara úr á morgnanna) át helling, og er svo löggst og stein sefur núna í sófanum í tölvuherberginu mínu. Svona vill hún hafa þetta greinilega. Hún horaðist á ferðalaginu greyið. Þegar við vorum í Mývó áðan þá réðst hún á dallinn hans Herkúlesar og borðaði fullt. Átti greinilega erfitt með að borða á ferðalaginu, þó var alltaf matur til handa henni á Akureyri. Hún stóð sig eins og hetja á ferðalaginu. Svo duleg í búrinu, að bíða og vera á ferð lengi.
En ég er sammála henni, það er afskaplega gott að vera komin heim. Ferðalagið var mjög fínt og skemmtilegt í alla staði, og það var frábært að hitta fólk sem maður annars sér ekki það oft. Í gær, mánudag, vorum við bara róleg heima fyrir. Las, horfði á tv, fór í göngutúra með tíkina og svaf meira. Algjört afslappelsi.
Ég gekk frá skólagjöldunum í HR - vei!! Svo nú er bara að bíða eftir að komast suður aftur til að hefja námið! hlakka geggjað til!!!
sunnudagur, ágúst 01, 2004
Jóhanna Loga:
Merkilegt
Akureyri dagur 5 - sunnudagur
Ótrúlegt hvað ég er búin að vera hérna lengi. Enda er kominn tími á að fara að koma sér heim. Það eru svo mikil læti hérna á kvöldin og á næturnar að það er enginn svefnfriður. Og alls staðar sem maður fer þá er fólk á fylleríi.
Vorum sallaróleg í gærkveldi. Jú gerðum heiðarlega tilraun til að komast á netið, og Hjölli ætlaði á AA fund, en þeir voru allir eitthvað lokaðir og bla bla, og netið ekki inni. Svo kvöldið fór í gervihnattadiskinn á heimilinu með öllum sjónvarpsrásunum - yummie - gegt gaman og næs.
'till later..
Akureyri dagur 4 -laugardagur
Ekki er dagurinn skipulagður mikið. Enda er oft líka gott að taka lifinu með ró og vera ekkert að stressa sig.
Fórum hins vegar í bíó í gærkveldi, sáum King Arthur. Ég var virkilega hrifin af þeirri mynd, nema filman eitthvað skemmd hjá þeim því það voru bæði mega hljóðtruflanir og skemmdir í myndinni. Þarf að ná í hana af netinu til að horfa á hana í almennilegum gæðum. En myndin sjálf er virkilega skemmtileg, mæli með að sjá hana. Þeir setja upp gömlu söguna um Arthur konung, Lancelot og wizardinn Merlin á enn einn nýjan máta. Ég hef séð nokkrar útgáfur af þessari sögu og lesið margar bækur og er engin eins og mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt.
föstudagur, júlí 30, 2004
Akureyri dagur 3 - föstudagur
Svo átti Hjölli tíma hjá lækni, sem átti að taka smá stund en tók um 2 tíma. Við Kítara tókum rúnt í frisbí á meðan, fór í búðir og fann hárlitinn minn (ekki seinna vænna en grá hár eru að brjótast fram úr felum - bölvuð!!) Og í þeirri andrá fékk ég skemmtilegt símtal frá Dóu vinkonu sem var á leiðinni til Akureyrar frá Dalvík. Ég hitti hana um tvö og fékk mér dýrindis köku og súkkulaði kaffi á Bláu könnunni. Afskaplega notalegt!!
Það er svo heitt og notalegt hérna á A-eyri, ef vindurinn væri ekki þá væri ekki líft úti. Miklu skárra en rokið og rigningin fyrir sunnan.
Gott að kíkja aðeins á netið á Kaffi Akureyri, kíkja svo aftur í Kjarnaskóg með tíkina og halda áfram að hafa það gott og náðugt!
Akureyri dagur 2 - fimmtudagur
Við fórum með hana fyrir ofan bæinn, þar sem við funum hátt og mikið gras, leyfðum henni að hlaupa og ærslast. Rúntuðum um bæinn, og þar sem Kaffi Akureyri opnar ekki fyrr en þrjú þá urðum við að finna okkur eitthvað annað til dundurs. Við höfðum bara afskaplega gott af því. Svo við ákváðum að fara í smá hádegispikknikk í Kjarnaskóg. Og það var snilldar gaman. Kítara lék á alls oddi og við köstuðum frísbí fyrir hana non stopp í klukkutíma. Fundum læk, tré, fullt af erfiðum stöðum og ef þetta er nógu erfitt þá skemmtir hún sér betur. Við Hjölli fengum okkur létt snarl í góða veðrinu og tókum fullt af myndum. Alveg yndislegt að vera þarna og slaka á!
Heimsóktum Gunna vin okkar, sem er heimavinnandi húsfaðir þessa dagana. Þar sem leikskólarnir eru í fríi, þá skipta þau hjónin með sér vinnudögum. Þau eiga 3 svaka krúttleg börn og það er nóg að gera á því heimili. Dauð öfunda þau af þessari íbúð sem þau fengu hérna á Akureyri, og núna langar mig í svoleiðis..... Og auðvitað fóru þeir Hjölli að skoða tölvuna hans Gunna og tala tungum... Ég hins vegar fann sófa og stein sofnaði. Hjölli segir að það sé vegna overdoze af súrefni eftir daginn. Og kvöldmaturinn var ekki af verri kantinum - Hjölli grillaði þessar dýrindis svínasteikur!! Yummie!!! Og eftir svoleiðis kvöldverð þá á maður að slappa af – það er bara skylda!!
miðvikudagur, júlí 28, 2004
Akureyri
En við fórum á Nings í gærkveldi, og sáum svo I.Robot í Laugarásbíó. Will Smith náttlea bara snilld eins og við var að búast, en ég var mjög ánægð með þessa mynd þó ég sé ekki hæper framtíðar scifi aðdáandi.
Og ég afar stolt af sjálfri mér að hafa meikað tíma í Kringlunni á mega útsölum með kreditkortið í vasanum og eyddi EKKI NEINUM PENING!!!! Geri aðrir betur!!
Við lögðum svo í hann upp úr ellefu í morgun. Tókum þessu rólega fyrst, en eftir Staðarskála þá var brunað beint á A-eyri. Maður fann hvernig hitnaði í kring er nær dró, og hitinn hérna er mergjaður, hlakka til að eyða nokkrum dögum hérna. Dagskráin er fín um helgina, og þetta verður mjög gaman.
Er gjörsamlega að leka niður úr þreytu núna, hlakka til að fara að sofa með nýju sængurnar og satín sængurverin sem við fjárfestum í.
Þar til síðar - eigið góða helgi framundan og komið heil heim þið sem eruð á flakki!!!
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Reykjavík dagur 2
Náði rétt að hitta Röggu vinkonu í gær áður en hún hljópst á brott út í Eyjar, sú ætlar að taka verslunarmannahelgina almennilega með góðu fríi. Einnig var ég svo heppin að hitta Jóhönnu í gærkveldi, og sjá íbúðina hennar, en ég hafði ekki enn séð hana, og er hún mjög flott og notaleg. Átti góða kvöldstund með henni yfir te/kaffi, á meðan synir hennar sváfu og kisa litla passaði baðherbergið.
Jamm ég vaknaði snemma – eða um átta, ákvað að skella mér í sund áður en ég færi með bílinn í skoðun. Hjölli og tíkin ákváðu að kúra aðeins lengur.
Rosa gott að slaka á í pottinum og njóta þess að vera í almennilegum nuddpotti svona einu sinni.
Kíkti svo á afa og ömmu í hafragraut og slátur. Fín uppistaða fyrir daginn!
Bíllinn flaug í gegnum skoðun og var skreyttur fagur bláum miða á númeraplöturnar, ég eins og stolt ungamamma yfir þessu öllu saman!!
Því næst lá leiðin í Háskólann, athuga með auka einingar. Við þessa litlu heimsókn mína þangað jókst spenningur minn um 100% vegna námsins, farin að hlakka geðveikt til, í bland auðvitað með smá stressi. En ég er viss um að ég klári þetta nám. Það er ekkert sem ætti að stoppa það. Ég tel mig alveg vera með heilabúið í þetta, auk þess sem þetta flokkast með áhugamálum mínum....
En við erum ákveðin í að fara norður aftur á morgun. Jú sól núna hérna, en eins og vanalega þá fylgir alltar rok með, og þegar sólarblíðan bíður á Akureyri er erfitt að halda sig í burtu, það er jú sumar og ég í sumarfríi!!
mánudagur, júlí 26, 2004
Í Reykjavíkinni
Við fórum til Akureyrar á laugardaginn, og gistum þar, hjá tengdapabba, rúntuðum svo í góða veðrinu til R-víkur á sunnudaginn. Gistum í góðu yfirlæti hjá Kalla og Raggý. Kítara er eins og prinsessa, ræður ríkjum á því heimili, þar sem eru tveir aðrir hundar fyrir. Kjáni, 4 ára, með hjarta á við rjúpu, sekkur inn í sig þegar hún ygglir sig framan í hann, og svo Pontó, 8 mánaða strákur sem vill bara leika, og meira að segja Kítöru finnst of mikil læti í honum, og siðar hann hiklaust til.
Ef veðrið skánar ekki hérna, ætlum við að fara aftur norður á miðvikudaginn og slappa af á Akureyri.
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Engin bloggstílfla
En þetta var alveg snildar frí hjá okkur, grillað, sofið, labbað og haft náðugt. Kíkti til Akureyrar á mánudeginum. Fór með hundana í vatnið, leyfði Kítöru að hitta rollur, og smala!! sem var alveg rosa gaman, hún smalaði eins og hún hefði aldrei gert annað um ævina!!
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Bloggstífla
Ég komst að því að námið mitt er ekki lánshæft hjá LÍN, því mig vantar envherjar einingar uppá. Ég varð nett, þokkalega, mega pirruð/pissed út af þessu, fór og fékk mér popp og lagðist í Friends sukk....
Ef það er eitthvað sem getur glatt mann og fengið mann til að hugsa um ekki neitt, þá eru það Friends. Hver kannast ekki við að setja Friends á þegar þunglyndið streymir yfir mann?? Allavega hafa þessir þættir bjargað mér oft og mörgum sinnum. Friends og Stargate SG-1 voru my best buddys í vetur, þessum langa, dimma kalda einmannalega vetri. En nóg um það.
Ég talaði við þjónustufulltrúann minn á Sparisjóðnum og hún sagðist nú ekki ætla að láta mig gefast upp, eða so to say, hún allavega sagði að þetta myndi nú reddast á einn eða annann hátt, hún er afskaplega góð kona og hefur hjálpað mér mikið undanfarið blessunin.
Núna langar mig alveg hryllilega til Mývó um helgina, en það er alltaf spurning um helv.. peninga. Svo erum við að leggja í hann helgina eftir það, suður og til Akureyrar, og þá er alltaf hægt að stoppa í sveitinni.
mánudagur, júlí 12, 2004
Mest stressandi
sunnudagur, júlí 11, 2004
Sólríkur og góður dagur
Já ég er hætt á frystihúsinu. Fór til Eskifjarðar til læknis á föstudaginn (þar sem enginn læknir er hér þegar sá eini er veikur, og óvitað um hvenær læknir verður til taks aftur) og fékk vottorð vegna baksins á mér, ég var/er ekki að meika svona vinnu og sérstaklega ekki fyrir þessum f**king lágu launum.
Ég er að skána í bakinu, gat bakað og rennt yfir gólfin í dag, svo Hjölli þarf ekki að gera öll húsverkin einn, eins og undanfarnar 4 vikur. Ég bakaði tilraun af sjónvarpsköku, gegt góð þó ég segi sjálf frá, tókst með snilli hjá mér.
Fór þrisvar með tíkina í dag í ósinn, enda hryllilega heitt úti, og hún með þennann svarta feld sinn. Reyndar var hún óþæg áðan, slapp og hljóp geltandi í átt að nágranna stráknum, sem hljóp svo grendjandi heim, en hún stoppaði eftir nokkur köll frá mér, og kom til baka, hún fór ekki alveg að honum. Ég vona að það verði ekki eftirmálar vegna þessa.
En annars hefur helgin bara verið róleg, sól, krossgátur og bækur, úti í garði á teppi....
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Mér leiðist...
Eftir daginn í dag
Núna erum við Kítara að fara í labbó með Hafdísi og Jeltsín, og á eftir ætlum við að grilla pylsur. Bara svona nett til að grilla bara eitthvað, og borða í garðinum, þó við séum ekki komin með pallinn, þá má alltaf hafa svona smá "pick-nick" á teppi í garðinum undir sólinni :o)
Í dag
Hjölli svaka duglegur að setja upp stillasana og mála úti, enda er húsið allt annað á að líta!! Við ætlum að kaupa pallaefni frá Húsasmiðjunni og setja sunnan megin við húsið, þá verður snilld að sitja þar og hafa næs. Vonandi verður það komið þegar Kalli og Raggý koma í heimsókn.
miðvikudagur, júlí 07, 2004
Sólríkur dagur
Sólin yndisleg, rosalega hlýtt úti, lá í garðinum með litla gleðigjafann min hjá mér og réð krossgátur. Svo var henni orðið svo svakalega heitt greyinu að ég ákvað að henda henni í ósinn til kælingar, sem var greinilega mjög kærkomið. Hittum þá á Sölva og Nero, Kítara getur leikið við Nero, hann nefnilega nennir að leika - ekki oft sem það gerist. Sátum þrjú þe við Hjölli og Sölvi og kjöftuðum í nær tvo tíma í sólinni við ósinn.
Fólk er falskt
Enn um tónleikana

Og hérna er mynd sem ég fann á síðunni þeirra þar sem fólk getur skráð sig og skoðað allt um túrinn og lesið blogg eins starfsmanns, ásamt skoðað myndir sem hann setur inn úr ferðinni þeirra. Getið skráð ykkur hér
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Metallica BESTIR!!!
Það var geðveikur hiti og skortur á súrefni á svæði A, og við Jóhanna áttum stundum afar erfitt og fórum reglulega til að kæla okkur og ná andanum. En eftir að löggan opnaði út fyrir aftan okkur þá var þetta ekkert mál.
Maður bara einhvern veginn á í erfiðleikum með að koma orðum að þeirri tilfinningu sem hríslast um mann við að sjá hljómsveit á sviði sem maður hefur hlustað á og dýrkað svo lengi. Og þegar sú hljómsveit stendur sig svona vel á sviði, og taka lögin fullkomlega þá eru engin orð sem fá þeim lýst!!!
Ég notaði svo tímann í gær til að hitta vinkonur mínar Röggu og Vilborgu sem höfðu stungið af úr bænum yfir helgina. það var dásamlegt veður í Reykjavík í gær, og sátum við Ragga úti á Kaffi Victor og nutum veðurblíðunnar.
Kom svo heim um átta í gærkveldi þar sem mín beið dýrindis matur. Og litli gleðigjafinn minn var ekki að spara fagnaðarlætin við að fá mig aftur heim.
Alltaf gott að koma heim.
sunnudagur, júlí 04, 2004
Metallica í dag!!!!
Er í góðu yfirlæti hjá Kalla og Raggý, enda var ekki við öðru að búast hjá þessum elskum.
Hitti Jóhönnu í gær, og tókum við kaffishúsamaraþonið okkar eins og okkur einum er lagið! Enda hef ég lært það í gegnum árin að plana aldrei neitt samdægurs og ég ætla að hitta Jóhönnu því það stenst aldrei hjá mér.
Dóa og co buðu mér svo í mat um kvöldið, og í vídeó á eftir. Nammi, snakk og næs, verst að ég sofnaði næstum yfir myndinni fyrir kl ellefu og ákvað að drífa mig aftur á Grundarstíginn og halda áfram að sofa þar.
Núna er dagurinn opinn, og er í afslappelsi. mega næs..
föstudagur, júlí 02, 2004
Tilbúin að fara
Og búin að dobble tjékka miðana á sínum stað!!!!
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Á morgun á morgun!!!
Búin að þvo allt sem ég ætla að taka með mér af fötum (mjög sjaldan sem ég fatta það í tæka tíð) búin að setja miðana á tónleikana í tölvutöskuna - garantíd að sú taska gleymist ekki, þó ég ætti til að gleyma öllu öðru þá er sú taska sem myndi aldrei gleymast!! Þekkjandi sjálfa mig þá væri ég vís með að vera komin suður og fatta að miðarnir á tónleikana væru enn fyrir framan lyklaborðið á skrifborðinu mínu!!!
Bakaði skinkuostahorn um daginn svo kallinn og tíkin hefðu eitthvað að nasla í á meðan ég væri í burtu... he he he - reyndar þarf ekki að hafa áhyggjur af því, hann er miklu betri kokkur en ég, og finnur alltaf eitthvað í ísskápnum þegar ég er búin að dæma hann gjörsamlega tóman...
Ég babla bara af spenningi....
miðvikudagur, júní 30, 2004
Bak... ekki bak...
Heima í dag
mánudagur, júní 28, 2004
Ferskar eftir hlýðninámskeið
Nú styttist í Metallica tónleikana. Á leiðinni heim kom Nothing Else Matters í útvarpinu, í unglingaþætti Rásar 2. Ég hækkaði í botn og fékk gæsahúð og fiðring við tilhugsunina um að ég fæ að sjá kappana á sviði. Fattaði hve stutt það er, og ég hreinlega er svona spennt eins og litlu börnin sem bíða eftir jólunum....
Bókað flug suður
sunnudagur, júní 27, 2004
Æfing með leitarhunda
En í gær var gaman, maður lifandi!! Við mættum á æfingu hjá Leitarhundum Slysavarnarfélags Landsbjargar kl eitt í gær, og mín alveg óð í að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Þarna voru mættir menn með 3 aðra hunda. Þeir sýndu mér hvernig æfingar færu fram aðallega, og sýndu mér hvað við myndum byrja á hjá minni tík.
Ok, einn gaurinn tók leikfang, sem er í raun kaðall, eitthvað til að tuskast á með og hleypur með hann í burtu. Hennar hlutverk var að hlaupa til hans, "finna" hann, þá kalla ég í hana til mín. Ég hleyp svo með henni að manninum, tek dótið af honum og tuskast með hana. Enda svo á að gefa henni "bráðina"
Þetta er grunn kennsla hjá byrjendum í víðavangsleit. Síðar á hún svo að koma til mín, ég á ekki að kalla á hana, og hún á að hoppa upp á mig til að tilkynna mér fundinn, hlaupa svo með mér að viðfangsefninu.
Þeir voru mjög ánægðir með frammistöðu hennar í gær, sögðu að hún væri í mjög góðu formi,væri mjög skörp og námsfús, einbeitt og vinnuglöð. Þeir/við tókum nokkrar æfingar með hana, og hún stóðst þær fullkomlega miðað við byrjanda.
Þeir buðu okkur velkomnar í hópinn, og við fáum að vera með framvegis, þeir telja hana gott efni í leitarhund og ákveðið var að byrja strax á að vinna með hana og þjálfa hana upp í úttekt fyrir flokk C. (neðst á síðunni)
Það sem var snilld var að hún fílaði sig í tætlur, henni fannst þetta svo gaman, hún átti svo heima í þessu, að gera eitthvað, fá svona skipanir frá mér, gera eitthvað nýtilegt. Við eigum að hafa samband við mann á Blönduósi sem mun senda okkur svona kápu fyrir hana, sem hún lærir að tengja við vinnuna, þegar hún er sett í þessa kápu (sem lítur mest út sem skikkja)þá veit hún að nú er ekki "leiktími" og ég á að hætta að leika við hana heima með að fela dót og láta hana finna það.
Ég á að æfa hana í þessu, fá einhvern til að hlaupa út í móa, og hún að leita.
Mér þótti þetta líka geggjað gaman, hlaupa út og suður um alla móa til að elta hunda eða fela mig fyrir hundi. Við skiptumst á um að fela okkur.
Þegar við vorum komnar heim, var hún svo sæl, svöng og hamingjusöm, lífsgleðin geislaði af henni. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að stunda áfram. Og hver veit, kannski seinna meir nær hún að skipta sköpum með vinnu sinni og þjálfun.
laugardagur, júní 26, 2004
Snillingurinn hún Kítara!!
Eins og þið vissuð þá fórum við Kítara á hlýðninámskeið um sl helgi. En þá vorum við eigendurnir teknir fyrir, og það var mjög áhugavert. Mikið af upplýsingum sem ég hefði viljað vita um leið og ég fékk tíkina á heimilið. En samt var afar fátt sem ég vissi ekki nú þegar og mjög fá atriði sem ég hef verið að gera vitlaust. En enginn er gallalaus, og ég er núna að vinna í því að breyta því sem má breyta.
Svo hittumst við aftur með hundana á mánudagskvöldið sl, og það var fjör maður lifandi!! Þarna voru 10 hundar samankomnir af öllum stærðum og gerðum. Og rosalega mikið lyktað, búffað og leikið. Kítara mín var með þeim elstu, og hagaði sér samkvæmt því - basically þá "réði" hún öllu. Hún td tók einn boxer/doberman blending í nefið þegar hann tók af henni frisbeeinn (hún náði honum upp að kvið).
En hún stóð sig eins og hetja, hún hlýddi öllu, gerði allt rétt, flaðraði ekki neitt (hexið - hún veit þegar hún á að haga sér) ég hafði einmitt hlakkað til að sýna honum (kennaranum) ólætin í henni svo hann gæti ráðlagt mér varðandi það. En neeeiii ekkert svoleiðis til í minni þann daginn...
Kennarinn var svo hrifinn af henni (hefur átt sjálfur border collie) að hann vildi endilega sjá okkur á æfingu leitarhundanna, sem er einmitt í dag, og erum við að fara þangað á eftir. Hún er einmitt ekkert gæludýr, heldur vinnuhundur, og ég vissi það, enda hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað meira með henni. Og hann telur hana efni í leitarhund. Eg ekkert smá happý!!!!
miðvikudagur, júní 23, 2004
Helgin 2-5 júlí
það er helgin sem ég verð fyrir sunnan. Kem í bæinn föstudaginn 2. júl og fer heim aftur mánudaginn 5. júl.
Ég býst við að vera ein á ferð og koma fljúgandi. Ég hef ekki ekki pælt neitt í gistingu, svo ég hreinlega auglýsi hér með eftir sófa/gólfi/bedda sem ég má krassa á...
þriðjudagur, júní 22, 2004
Sofa.. ZZzzz......
mánudagur, júní 21, 2004
11 dagar!!!
Og það eru 2 atriði sem ég óska eftir sjálfboðaliðum með mér í:
1. Nings
2. Pizza Hut hádegishlaðborð (Ragga??)
By the way - eru allir komnir í sumarfrí??? Dóa - þú er löglega afsökuð þar sem þú ert símatengd núna, en þið hin... please let me know you're alive!!!
Afmælisbarn dagsins:
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann pabbi minn
hann á afmæli í dag
Til hamingju með daginn elsku pabbi minn!!
laugardagur, júní 19, 2004
Hlýðninámskeið í dag!
fimmtudagur, júní 17, 2004
Gleðilegan Þjóðhátíðardag!!
það er kominn 17. júni"
Aveg týpískt - ég vöknuð svona snemma á frídegi!! Búin að fara með tíkina út í labbó, og er að spá í að fara bara að leika mér í tölvunni. Það er frekar leiðinlegt veður ennþá, en ég gruna að það eigi eftri að skána.
Þessi vika hefur verið bara alveg eins og hinar vikurnar, ég vinn, drepast í baki, sleiki sólina þegar tækifæri gefst, og sef þess á milli. Merkilegt hvað maður verður sybbinn á að vakna svona snemma.
En annars er allt gott að frétta og ég vona að þið eigið ánægjulegan þjóðhátíðardag!!!
sunnudagur, júní 13, 2004
Sunnudagur til svefns...
Við fórum í gær í sund á Breiðdalsvík, var samt ekki vör við þennan dúndur pott sem ég hafði heyrt um, þarna var bara svona ekta sumarbústaðapottur sem rýmir 4-6. Og ekkert nudd.. en það var samt ofboðslega ljúft að slaka á í heitum potti. Og gaman að taka svona rúnt út fyrir bæinn stöku sinnum. Brilliant veður - þá er alltaf gaman að rúnta og vera til.
Ég er búin að vera löt í dag. Jú fór 2x með tíkina í dag, í seinna skiptið með Hafdísi og Jeltsín. Mjög góður labbó, rosalega heitt, yfir 20°c og algjör molla. Lenti í hitaskúr, helli dembu sem hefur ekki gerst í mörg ár, minnti mig á demburnar í US í gamla daga..... Búin að dotta yfir imbanum, horfa á Friends, kjafta á msn, horfa á einhverja Phantom Rider mynd sem kom af deili.is og dotta meir..
Svaka ánægð með að Kimi Raikkonen hafi náð að klára keppni loksins, og er ekki eins ánægð með að þessi andsk. EM kjaftæði er að tröllríða öllu í sjónvarpinu!!! Mér finnst allt í lagi að sýna eitthvað af þessu, en come on - öll næsta vika einkennist af EM í fótbolta!!
laugardagur, júní 12, 2004
Laugardagur til leti....
Hitti Vilborgu í gær á sýningunni Austurland 2004 Alltaf gaman að hitta hana blessunina. Rosalega flott það sem hún hefur verið að gera, hún er dugnaðar forkur hún Vilborg mín!! Sýningin var mjög flott, mjög mikið skemmtilegt að sjá, og mikið fólk, mér fannst þessi sýning bara glæsileg í alla staði!!
Við komum heim um sjö í gærkveldi og var þá dagurinn orðinn þokkalega langur hjá mér, og ég var búin á því, enda var mín sofnuð fyrir níu, fyrir framan imbann.
Vaknaði hress í morgun kl átta, og um níu fórum við Kítara í morgun labbóinn okkar. Og ég svo yfir mig full af orku, ákvað að þrífa bílinn minn hátt og lágt, sápuþreif hann, þurrkaði, rainexaði og pússaði, jafnt sem innan og að utan. Og klukkan er bara ellefu...
Núna er planið að skella sér í sunda á Breiðdalsvík, en hef ég heyrt að þar sé mjög góð laug með dúndur pottum - mikið gaman!!
föstudagur, júní 11, 2004
Búin fyrr en áætlað var!!!
Gleðilegan föstudag!!
Ég á eftir að þrauka einn dag enn í vinnunni í þessari viku, ég hlýt að komast í gegnum það.
Úti er alveg yndislegt veður, alveg logn og sólin skín, gæti alveg hugsað mér að ná í nesti og nýja skó og ganga eitthvað út í óbyggðirnar hér í kring núna, leyfa tíkinni að hlaupa frjálsri með. En ekki í dag. Vinnan kallar.
En seinnipartinn er áætlað að kíkja á Egilsstaði, ég er að hugsa um að byrja á að fara í sund, og síðan heilsa upp á Vilborgu vinkonu sem er að vinna á sýningunni Austurland 2004. Hlakka mikið til að sjá hana!!!
Eigið góðan dag í dag !!!
fimmtudagur, júní 10, 2004
Komið sumar....??
Í gær þá var ég úti í garði með Kítöru og við vorum í boltaleik, ég sat (hreinlega gat ekki staðið) og kastaði fyrir hana bolta út í hvönnina og háa grasið - við köllum þetta Jungle ball, þar sem hún þarf að leita að boltanum, svaka fjör. Hjölli stóð uppi í stillasa og málaði í sólinni. Ég fékk meira að segja smá roða í kinnar!!
Í dag er eins, sól og brilliant veður. Vorum að koma inn úr bíltúr. Byrjuðum á að fara með tíkina í frisbee, og rúntuðum svo um sveitina, fórum upp í dali, þar sem verið er að gera nýjan veg, og allt á fullu við göngin. En við máttum ekki keyra þar að, en núna veit ég hvar þetta er.
Þó svo að vinnan sé ekkert upp á marga fiska (ha ha ha nóg af fiski) þá nýt ég þess að vakna kl 6 og fara út í þetta blíðuveður með Kítöru. Og að vera búin kl 3, er frábært, dagurinn rétt að byrja finnst mér, nóg eftir. Og þótt maður sé gjörsamlega búinn á því, bæði í fótum og baki, þá nýtur maður þess að eiga svona stundir eins og núna í dag, bara rúnta í sólinni, borða ís/pylsu og slappa af og njóta þess að vera til!
þriðjudagur, júní 08, 2004
Sól og blíða
Skólinn er settur 19. ágúst og þann 20. er kynning fyrir nýnema, hitta kennara og aðra nemendur sem eru með mér í fjarnáminu, þar sem við eigum eftir að fylgjast að í gegnum þetta. Ég semst verð í bænum þá helgina. Svo fylgir þessu vinnulotur yfir helgar stöku sinnum yfir veturinn. En hérna getið þið séð eitthvað um þetta og hvernig kennslufyrirkomulag er á þessu.
mánudagur, júní 07, 2004
Brilliant!!!!!
Metallica miðarnir komu í póstinum í dag!!!!
og
Ég fékk inngöngu í Háskólann í Reykjavík; fjarnám við tölvunarfræðideild!!!
Vöknuð....
sunnudagurinn var hinn rólegasti. Spilaði Broken sword. Og við Kítara fórum í langan og góðan labbó með Hafdísi og Jeltsín.
Og viti menn, ég var sofnuð á sunnudagskvöldi kl hálf níu!!!
laugardagur, júní 05, 2004
Rólegur laugardagur
Skelltum okkur til Egilsstaða um hádegið, aðallega til að fara í sund og liggja i góðum heitum potti með góðu nuddi. Að sjálfsögðu var komið við í BT, það er nú bara skylda. Þar fann ég leik á 499.- kr Broken Sword, og er ég búin að hafa það notalegt í dag að spila hann.
Leiðindarveður, rigning og engin sól - til hamingju Reykvíkingar! Well ég uni Röggu vinkonu að fá gott veður á afmælisdag no 2. Hún er einmitt að halda upp á afmælið í kvöld, en ég komst ekki (grátur grátur) En við tökum bara aðra helgi í það,hlakka geggjað til.
Sjómannadagshátíðin var haldin í dag,en við hreinlega pældum ekkert í því, komum akkúrat til baka í fjörðinn þegar kökukaffinu var að ljúka - damn - hefði alveg getað hesthúsað nokkrar sneiðar af gómsætu sætabrauði og kökum.... Ætli ég verði bara ekki að baka það sjálf...
www.skype.com
Afmælisbarn dagsins!!
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Anna
hún á afmæli í dag!!!
TIL HAMNGJU MEÐ DAGINN ELSKU ANNA MÍN!!!!
föstudagur, júní 04, 2004
Ég fer á Metallica tónleikana!!!
Og ég er komin í helgarfrí!!! Þetta er búið að vera afar erfið vika, svo ég ætla að njóta þess að geta slakað á þessa tvo næstu daga!!!
Vona að þið eigið góða helgi!!!
Hún á afmæli í dag !!!!
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Ragga
hún á afmæli í dag!!!!
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU RAGGA MÍN!!!!!!
ps
Thank God it's Friday!!!
fimmtudagur, júní 03, 2004
Mið nótt ??
miðvikudagur, júní 02, 2004
Fiskur og Metallica
En nú er sól og blíða svo ég ætla að fara út með tíkina í labbó áður en ég stífna öll upp!!
Eigið litríkan dag!
Survivor!!!!
Já ég var mætt korter í sjö, og hitti þar fyrir ákaflega myglað fólk, sem greinilega vantaði koffeinið í systemið, en ég var ótrúlega hress eftir minn labbó og tebolla áður en ég mætti. Og þetta frystihús er ekkert öðruvísi en önnur frystihús. Reyndar er greinilega góður mórall þarna, allir rosalega hressir og kátir, margir/allir buðu mann velkominn og þess háttar. Og, þarna fann ég nær enga fýlu, ekki eins og í ÚA þar sem maður gekk á vegg hreinlega, meira að segja fötin mín lykta ekki, mér fannst þetta alveg stórkostlegt!
En í gær fór dagurinn í að "kenna" mér, en mér var svo hent upp á línu kl ellefu, og þar mátti ég standa og snyrta og hlusta á 3 17 ára gelgjur, ekki gellur heldur gelgjur, tala um stráka og skot, og "hann er svo hrifinn af þér núna" - hin svarar "Já en hann var sko totally hrifinn af þér í sumar" - stelpa þrjú " já um frönsku helgina" - stelpa eitt aftur (á innsoginu) "já ég veit"
Þess háttar samræður eru nóg til að gera hvern sem er brjálaðan....
En allavega - þá er ég mega hress núna - svaf frá kl tíu í gær til sex í morgun, svo ég er til í slaginn aftur - og í dag ætla ég að vera með ÚTVARP