miðvikudagur, desember 21, 2005
hæ
mánudagur, nóvember 28, 2005
Fráhvarfseinkenni
Ég hitti eina góða vinkonu um helgina og ég fann þegar hún var farin að ég hefði viljað hafa hana hjá mér miklu lengur, í meira næði til að spjalla meira saman. Takk fyrir að kíkja inn elsku Anna mín!
Og þá fann ég einnig enn meir hvað ég sakna vinkvenna minna í bænum...
En ég er annars rosalega kát þessa dagana, jólin á næsta leiti, ætla að hengja upp seríur í kvöld, Gabríel yndislegri en allt sem yndislegt er, og stækkar og stækkar..... Hann er núna farinn að borða með okkur alltaf á kvöldin og borðar okkar mat. Tennur no 7 og 8 eru að skríða í gegn, með tilheyrandi látum.
Og púkahornin og halinn koma oftar og oftar í ljós, hann hefur húmor þessi elska. Ragga - hann er með húmor afa síns !! Þið eigið eftir að vera góð saman!! Einnig þá er afar sterkt í honum "láttu mig vera ég get sjálfur" hef á tilfinningunni að þetta verði ein af hans fyrstu setningum - ákveðinn og sjálfstæður! Vill skoða allt, prófa allt og gefst ekki upp fyrr en takmarki er náð. Það er td vegna þessa sem hann er næstum farinn að borða sjálfur með skeið, við megum bara ekki hjálpa, hann vill gera þetta sjálfur. Matur á ekki að vera stappaður, hann skal vera í bitum svo hann geti borðað hann sjálfur, og reynir að stinga í með gaffli. Farinn að drekka úr glasi, drekkur sjálfur úr stútkönnu - ég hjálpa með glasið. Hann er ekki farinn að labba enn, en það stoppar hann ekki, hann fer sínar leiðir og hefur sinn hátt á. Fullkomlega eðlilegt heilbrigt og hraust barn sem segir "namm namm" þegar hann sér lýsisflöskuna, "datt" (þykist vera voða hissa) þegar hann er nýbúinn að grýta hlutnum á gófið.....
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Kominn vetur
mánudagur, nóvember 07, 2005
föstudagur, nóvember 04, 2005
Glæpur?
- Komment vel þegin!
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Ekkert msn
miðvikudagur, október 26, 2005
Lasin í dag
þriðjudagur, október 25, 2005
útivinnandi mamma
mánudagur, október 17, 2005
Litli labbapabbakútur
so far so good
fimmtudagur, október 13, 2005
Ég er á lífi
þriðjudagur, október 04, 2005
Góð lesning
sunnudagur, október 02, 2005
Ég er að fara
föstudagur, september 30, 2005
Klukk....
- Þegar ég var lítil þá var ég (og reyndar er) afskaplega hrifin af hestum, og þar sem foreldrar mínir álíta að þeir séu best geymdir í tunnu þá fékk ég ekki einn slíkan svo ég bjó mér til hest úr tveimur eldhússtólum og lék mér þannig.
- Ég dýrkaði Madonnu á mínum yngri árum
- Ég elska að labba úti í hlýrri dembu (sem gerist aldrei hérlendis)
- Ég komst upp með að brjóta fallegu skálarnar hennar mömmu því ég var svo "róleg" - þær bara óvart "duttu"
- Ég átti bangsa sem hét Misja - í höfuðið á rússneskum bangsa í teiknimyndasögu sem ég horfði á þegar ég var lítil. Bangsinn er enn til, uppi í skáp hjá mömmu, hann fékk ég þegar ég fæddist frá systur minni elskulegu sem gerði götin í eyrun á mér.
fimmtudagur, september 29, 2005
Frosin
Reykjavík var frábær, en gott að koma heim. Náði að sjálfsögðu ekki að hitta alla sem mig langaði til að hitta, en svona er þetta bara.
Kom heim á nýjum bíl, hinn er á Akureyri og verður hann húsbóndabíll þegar Hjölli fær prófið. Minn er 98 módel subaru impresa - rosa flott og æðisleg.
Verslaði fullt og meira í bænum, fékk algjört kast í barnafatabúðum. Finn soldið til í veskinu, en hey - ég á ekki eftir að gera þetta aftur á næstunni.
Setti inn myndir úr ferðínni á síðu sonarins sem þið getið nálgast hér og séð hvað ég á laaang fallegasta barnið í heiminum!!!
þriðjudagur, september 13, 2005
kem í bæinn á morgun
á faraldsfæti enn einu sinni
Okkur langar til að vera í viku, svo ef einhver veit um einhverja íbúð sem við getum fengið leigða (með búnaði) þá væru það vel þegnar ábendingar.
Annað - göngin eru bara snilld!! Fór til Reyðarfjarðar í gær - til að versla - og ég var bara klukkutíma í burtu - með akstri fram og til baka (dúllaðist í búðinni) Maður er núna bara korter til Reyðarfjarðar í stað 40-50 mín og auk þess sem allt er núna á sniiiildar vegi!!
föstudagur, september 09, 2005
Opnun Fáskrúðsfjarðargangna í dag!
Ætlum upp á Egs í dag að skoða bíl fyrir Hjölla en hann fer nú að fá prófið aftur blessaður - rosalega hlakka ég til. Svo sennilegast keyrum við löngu leiðina þangað en stuttu til baka!!
Var að uppfæra síðuna hjá syninum - vona að ykkur líki hún, setti inn fleiri myndir líka. Hann er víst orðinn 8 mánaða og 2 vikna - rosalega líður tíminn - eins og vinkona mín hún Jóhanna sagði - áður en ég veit af þá verður hann farinn að missa barnatennur og að byrja í skóla.. ég hugsa að hún hafi rétt fyrir sér þar blessunin.
Hafið það gott um helgina djásnin mín.
miðvikudagur, september 07, 2005
Mygluð....
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Sökum FJÖLDA áskoranna
Innilegar hamingjuóskir með afmælin, Vilborg og Jóhanna!!! Þið eruð flottar og ég sakna ykkar beggja mikið! Eins og fleiri. Ég fæ reglulega yfirþyrmandi söknunartilfinningu til ykkar allra! Og ég er farin að þarfnast helgarfrí í Reykjavíkinni. Spurning hvort maður mætti koma einn?
Sumarið leið allt of hratt (like always) Var mikið á flakki í sumar, er td nýkomin frá Mývó - þar sem ég var svo heppin að hitta Önnu og Eddu, og hitta son Eddu í annað sinn og fór það betur en síðast. Drengurinn hennar er rosalega flottur strákur og má hún vera montin af honum!!!
Hjölli mega duglegur að gera við hæð 2, enda fer hún sennilegast að komast í gagnið, mikið hlakka ég til. Þá flytjum við tölvurnar upp og Gabríel fær sitt eigið herbergi hér niðri - þá mitt herbergi. Hlakka til að gera það að alvöru barnaherbergi - ætla að skreyta það sjálf, mála á vegginn og þess háttar.
Jamm ekki mikið meira um að vera hér, öllum líður vel, allir hraustir og hressir.
Bið afsökunnar á netletinni í mér.....
knús og kossar til ykkar allra!!
miðvikudagur, júlí 27, 2005
home sweet home
Fórum alla leið í Varmaland, komumst ekki lengra suður enda var það ekki á planinu. Ættarmót var fínt, rosalega heitt og Gabríel ekki alveg að fíla allann þennann hita. Hann var samt algjör gullmoli, og knúsaður af mörgum ættmennum Hjörleifs.
Vikan okkar á Akureyri var afskaplega róleg og notaleg. Vorum ein í húsinu hans tengdó og létum fara afskaplega vel um okkur. Ég hins vegar náði að tábrjóta mig á litlu tá - þið sem þekkið mig þá vitið þið að ég er einstaklega heppinn á þessu sviði. Ekki gott, blæddi inn á liðinn og hvað eina - er með teipaða tá núna.
Við fjárfestum okkur í nýju rúmi. Var á mega afslætti í Húsgagnahöllinni um helgina - sjá bækling sem kom í öll hús. Og við splæstum líka í gasgrill og er Hjölli búinn að taka til staðinn fyrir grillið en það er væntanlegt með pósti í dag. Rúmið kom í gær og í morgun var fyrsta skipti sem ég vakna og er ekki að drepast í bakinu - þvílík snilld.
Gabríel er kominn með 2 tennur í viðbót - í efri góm. Hann er einstaklega pirraður út af þessu, en samt er alltaf stutt í brosið hjá þessum gullmola mínum. Hann tók þessu flakki okkar einstaklega vel. Brunað suður á laugardaginn, norður aftur á sunnudag og svo austur á mánudag. Hann var reyndar farinn að mótmæla þegar við vorum að nálgast Egs, en það er bara skiljanlegt. Ég var farin að mótmæla löngu áður.....
mánudagur, júlí 18, 2005
Road trip
Verið góð hvert við annað.
miðvikudagur, júlí 13, 2005
fæðingar, skírnir og fleira
- þann 25. júni átti mín kæra æskuvinkona Edda Björg sitt fyrsta barn, drengur, 14 merkur og 54 cm. Hann er rosalega flottur sá strákur, en við Gabríel fórum og hittum þau mæðgin á fæðingardeildinni á Húsavík. Ótrúlegt að hugsa til þess að Gabríel hafi verið einu sinni svona lítill.
- Þann 2. júlí var Gabríel Alexander skírður. Athöfnin fór fram í Kolfreyjustaðarkirkju, sem er hérna rétt utar í firðinum, afskaplega falleg, lítil og gömul sveitakirkja. Séra Þórey frænka sá um athöfnina. Var fámennt en góðmennt, en við ákváðum að bjóða aðeins nánasta fólki, vona að engum sárni sú ákvörðun okkar.
- Búið að vera svakalega gott veður.
- Fór í sund með Gabríel á sunnudaginn sl. Drifum Rímu og Hartmann með, svaka stuð!
- Þórhalla systir, Lalli og Hjörtur Smári eru í bústað á Einarstöðum (rétt við Egs) Hitti þau á mánudaginn sl. Rosa gaman.
- Hartmann átti afmæli núna 9. júlí, eins árs guttinn, var rosa fín veisla.
mánudagur, júní 27, 2005
fimmtudagur, júní 16, 2005
Allt við hið sama
Hjölli er búinn að vera mikið uppi á hæð 2, enda er hún líka orðin geggjuð. Hann er að panelklæða hana, og það kemur svooo vel út.
Gabríel er reyndar pirraður oft vegna tanna og hefur verið að vakna um 6 á morgnana. Ég er orðin ágætlega þreytt.
Fæðingarorlofið mitt fer að verða búið og mér óar við hve hrikalega fljótt tíminn líður.
miðvikudagur, júní 08, 2005
Lítil (stór) prinsessa komin í heiminn!
Til hamingju elsku hjartans Hrund og fjölskylda!!!
Molla
Panellinn kom loks í gær og er Hjölli byrjaður á að klæða hæðina uppi. þetta á eftir að vera klikkað flott! Ég náttla búin að innrétta hæðina í huganum......
sunnudagur, júní 05, 2005
Afmælisbarn dagsins
laugardagur, júní 04, 2005
Velti sér
þriðjudagur, maí 31, 2005
Heitt, heitt, heittheittheittheitt
mánudagur, maí 30, 2005
laugardagur, maí 28, 2005
Mývó, ammæli, eyrin.
Gabríel er yndislegur. Hann mældist á 5 mánaða afmæli sínu 66 cm og 8,8 kg. Flottur, sprækur og hress strákur. Hann er draumabarn.
Ég fór ein af bæ um helgina. Reyndar með tíkina með mér, en skildi þá feðga eftir heima. Kominn tími til að lengja aðeins á naflastrengnum. Gekk svona líka vel. Leið frekar asnalega heima hjá mömmu og pabba á fimmtudagskvöldið, enginn Gabríel til að stumra yfir og sinna. Átti yndislegan dag með mömmu minni á Akureyrinni á föstudeginum (í gær) og svo um kvöldið átti ég frábæra kvöldstund með tveimur kjarnakonum og krumpudýrum Dóu og Önnu. Það var mikið spjallað og skrafað. Þetta var í tilefni krumpuafmælis Önnu, en hún verður 30. núna 5. júní.. þarf að finna mynd til að pósta hérna á ammælisdaginn sjálfann!!! Þær fengu sér bjór og rauðvín (ég er alveg hætt öllu slíku) var magnaður matur á þeim bæ. Og frábært andrúmsloft. Spiluðuðm hið bráðskemmtilega Jungle Speed, úff mar, það fengu glös og skálar að fljúga og nef klóruð, og puttar beyglaðir, mikið helgið og mikið gaman!!!
Alveg snilld.....
föstudagur, maí 20, 2005
Kæra vinkona
En auðvitað númer eitt, tvö og þrjú er að vita hverjir vinir sínir eru og nota þá. Til þess eru þeir. Vinir eru bara eitt símtal í burtu þó vegalengdin sé löng. Og það skiptir ekki máli hvenær á sólarhringnum það er!!!
Þó að þú sjáir manneskju sem þér líkar ekki við - þá ertu samt yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og þakka Guði fyrir að eiga vin í þér!
fimmtudagur, maí 19, 2005
föstudagur, maí 13, 2005
fimmtudagur, maí 12, 2005
Nýjar myndir
Annars er allt gott að frétta héðan. Gabríel er nett pirraður þessa dagana - hugsa að tennurnar séu loks að koma. Hann á það til að reka upp sársaukaorg reglulega og fara hreinlega að hágráta upp úr þurru. Maður finnur svo til með honum að maður vill helst bara sitja einhverstaðar með hann og knúsa hann.
Ég er í pásu frá leiknum mínum, enda er frekar erfitt að spila þegar maður er með hugann við annað og fær kannski bara 5-15 mín í einu að spila. Er búin að grípa í föndrið þess í stað enda nálgast afmæli sem ég er að klára afmælisgjöf fyrir.
Sumarið er komið.......
fimmtudagur, maí 05, 2005
Líf og fjör
En svo já erum við að fara´i sveitina á eftir til að vera viðstödd þegar Sylvía verður fermd.
miðvikudagur, maí 04, 2005
þriðjudagur, maí 03, 2005
Latte með undanrennu....
sunnudagur, maí 01, 2005
Skýrnir, fermingar, jarðarfarir....
Hlakka rosalega til næstu helgar. Þá er önnur snilldar mamma að ferma. Þórhalla systir er að ferma frumburð sinn hana Sylvíu Ósk Sigurðardóttur. Þá koma saman fullt af ættingjum, og mér finnst persónulega skemmtilegra þegar allir safnast saman í fermingar eða skýrnir frekar en jarðarfarir. Það er allt of algengt að fólk hittist bara á jarðarförum. Margir af ættingjum mínum hafa ekki hitt Gabríel, og ég hlakka til að monta mig af honum. Við ætlum að skýra í sumar, stefnum að helginni 17-19 júní þar sem 17. júní er frídagur sem kemur upp á föstudegi (ótrúlegt það nær aldrei gerist) og þá hafa fleiri kannski möguleika á að komast norður! Við ætlum að skýra á Akureyri, miðsvæðis. Mig langaði til að skýra á afmælisdegi pabba, sólsumarstöðum 21. júní en hann kemur upp í miðri viku.
Jæja Wold of Warcraft kallar.....
föstudagur, apríl 29, 2005
World of Warcraft
Sonur minn er gullmoli, langfallegasta barn ever!!!
mánudagur, apríl 25, 2005
Hallormstaðaskógur og Moli
Við fórum á föstudeginum á Egs til að versla, og rúntuðum á Reyðarfjörð. Þar var verið að opna nýja verslunarmiðstöð Molann. Var svakalega margt fólk og svakalega stór kaka. Þótt ég sé í nammibanni þá fékk ég mér smá smakk og var hún ofboðslega góð. (btw hef ekki borðað nammi í 3 vikur núna - ekki einu sinni á laugardögum)
Hjölli gaf mér online leikinn World of Warcraft. Er að installa honum, hlakka til að byrja að spila hann.
fimmtudagur, apríl 21, 2005
Gleðilegt sumar
þriðjudagur, apríl 19, 2005
The trip.....
"18. apr. 05
Jamm við Gabríel og Kítara komum hingað á fimmtudaginn og erum búin að vera í góðu yfirlæti hérna í sveitinni hjá mömmu og pabba.
Við fórum til Akureyrar á föstudaginn og þar fann ég mér lazy-boy stól þar sem ég bætti við smá pening sem ég kalla “hætt að reykja” peningar. Jú ég spara 17.000,- á mánuði þar sem ég er hætti að reykja!! Það er ágætis sparnaður þar. Og mér finnst allt í lagi að splæsa stundum á sig í verðlaunaskyni!
Því næst fann ég afmælisgjöfina frá mömmu og pabba en þau létu mig fá pening til að kaupa mér skartgripi. Maður fer aldrei og splæsir á sig skartgripum svo þetta var frábært. Fann mér afskaplega fallegan kross og hring (silfur/módel) sem ég ákvað að yrði hversdagsskartgripir. Átti engan kross til að ganga með hversdags. Svo var grill og næs um kvöldið.
Gabríel algjör engill. Mamma og pabbi fengu lánað barnarúm handa honum og það er svo þægilegt, hann heldur alveg rútínum sínum, svefninn er ekkert að raskast eða í neinu rugli. Enda passa ég að “grautartíminn” sé alltaf á sama tíma.
Systir mín elskuleg bauð mér i ljós á laugardaginn. Fór í ljós og pottinn og slakaði vel á. Mamma og pabbi pössuðu ungann minn á meðan. Og fer vel á með þeim. Gabríel er búinn að venjast pabba og pabbi má koma og glenna sig framan í hann og þá hlær Gabríel bara. Pabbi er líka búinn að vera duglegur að tala við hann og sinna honum, þeir eru búnir að kynnast blessaðir.
Laugardag fór ég í ljós líka, slakaði vel á og naut þess að sitja í góðum heitum potti og slappa af og láta mér líða vel. Og svo var helgin þannig að maður slappaði af, horfði á sjónvarpið og fór að sofa snemma. Gabríel svaf vel á sunnudeginum og ég nappaði líka, rosalega var það notalegt!
Svo í dag er allt flug á áætlun, þrátt fyrir geðveikt rok og læti. Svo ég býst við að leggja í hann upp úr fimm og vera á vellilnum þegar Hjölli lendir kl átta, bruna svo heim. Núna erum við Gabríel og mamma, auk Kítöru og Herkúles að fara í morgunkaffi til pabba upp í Kísiliðju, en þar er frekar einmannalegt um að litast. Pabbi er þar einn núna. Hann er mikið með Herkúles þar með sér til að hafa einhvern félagskap"
Jamm það var svakalega gott að koma heim, Gabríel ljómaði allur þegar hann sá pabba sinn, neitaði að sleppa honum. Og rosalega var gott að sofa í sínu rúmi í nótt......
miðvikudagur, apríl 13, 2005
Gular og bláar línur
Ætli ég Torrentist ekki bara og haldi mig undir teppi, með soninn í fanginu og hafi það kósý. Mig langar samt svo heim til mömmu og pabba....... (grátur grátur...)
Guðrún - ein heima.....
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Kítara og Gabríel
Afmælispeningar......
Ég vona að veðrið verði skárra á morgun og færðin verði ok, mig langar svo til að komast í sveitina á morgun eða hinn. Núna er ég bara að hugsa um hvort ég eigi að kaupa mér nýjan Lazy boy fyrir afmælispeningana frá afa og ömmu eða hvort ég eigi kaupa mér nýjan skrifstofustól og föt fyrir afganginn. Þar sem þetta er þrítugsafmælisgjöf þá langar mig til að kaupa mér eitthvað spes, eitthvað sem ég á og hugsa til þess merka áfanga að verða þrítug þegar ég sé hlutinn og þá eru föt eiginlega ekki inni í myndinni. Og mamma og pabbi sáu um skartgripahliðina í þetta skiptið. Hvað finnst ykkur? Mig vantar ekkert tölvutengt - minn elskulegi maður sér til þess. Og afi og amma tóku það skýrt fram að ég ætti að nota þetta í mig, bara mig, ekki barnið, heimilið eða manninn..... Svo hvað dettur ykkur í hug mínir kæru lesendur??? (comment óskast hér að neðan..)
sunnudagur, apríl 10, 2005
All alone....
laugardagur, apríl 09, 2005
Mega fyndið
föstudagur, apríl 08, 2005
15 vikur
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Kalt úti, hlýtt inni.
Veðrið úti er enn jafn kalt og leiðinlegt. Við lituðuðm gardínurnar í gær og þær áttu að verða rústrauðar/dökkvínrauðar, en urðu svona skínandi fallega dökkbleikar.... jupp Dóa - your kind!! Svo við verðum að kaupa annann lit til að dekkja þær. Sorry Dóa, ég er ekki þessi bleika týpa.... (mmm eina sem vantar er súkkulaði sýrópið þá væri þetta fullkomið)
Var hjá doksa í morgun, bakið er ekkert að skána, og hann potaði á 2 staði á bakinu og ég æmti í bæði skiptin eins og kelling og hann sagði mér að þetta væri vegna grindarlosunarinnar sem ég fékk á meðgöngunni. Ráð: fara í salinn og gera einhverja æfingu hérna heima sem hann kenndi mér. Ekki permanent verkur sem betur fer!!
miðvikudagur, apríl 06, 2005
Svartsýniskast vegna veðurs
Það er sko allt orðið hvítt núna úti. Og með minni heppni þá verða örævin orðin annað hvort kolófær eða það sem verra er - brjálæðislega hál og ég er svo hræðilega hrædd í svoleiðis færi, hvort sem ég er bílstjóri eða farþegi - skiptir ekki máli. Skaflar eru ekkert mál - bara gaman að leika mér í þeim (kannski ekki með ungabarn og ein á ferð) en ég gæti frekar afgreitt þá en hálkuna....... andskotinn.....
Verið sæl að sinni
Guðrún hin veður- svartsýna
þriðjudagur, apríl 05, 2005
stutt matarboð.....
Okkur var boðið í mat á laugardagskvöldinu. Sem er kannski ekki svo frásögu færandi en við erum að kynnast þessu fólki. Ég hef sagt ykkur frá henni Sigrúnu, sem er aðflutt hingað og leiðist. Já þetta voru semst hún og hennar maður sem buðu okkur., Ok, mjög gaman, notalegt kvöld, nema allt í einu upp úr þurru er hún uppstríluð og segist þurfa að kveðja okkur, og fer út. Ég varð hálf hvumsa, ég er þannig sjálf að ef ég býð fólki til mín í mat á laugardagskvöldi (eða hvenær sem er) þá er ég búin að plana þetta kvöld með þessu fólki, rýk ekki bara út og skil gestina eftir ....... en þið??
Já btw við Gabríel erum ein heima í næstu viku. Með tíkinni að sjálfsögðu. Hjölli er að fara í viku á Hlaðgerðarkot, dusta rykið af fræðunum og hitta liðið. Hann stendur sig svo vel, og hefur gott af því að komast aðeins til fólksins sem veitir honum mestan stuðning. Við Gabríel og Kítara förum í sveitina til mömmu og pabba eitthvað á meðan. Svo það væri gaman að sjá eitthvað af liðinu sem býr þar nálægt (hint hint.....)
föstudagur, apríl 01, 2005
April Fools Day
Annars er ótrúlegt að hugsa til þess að í dag eru 8 ár síðan við byrjuðum fyrst saman! Ótrúlegt! Og margt gerst síðan þá, bæði gott og miður gott. En eins og ég segi "what doesn't kill U only makes U stronger" og það eru orð að sönnu. Og það sem maður trúir á er þess virði að berjast fyrir því.
Ég átti frábæran dag í gær.
Byrjaði snemma þar sem sonur minn ákvað að vakna kl 6. Enda ekkert skrýtið þar sem hann var sofnaður kl 7 kvöldinu áður. Við fórum svo í skoðun eftir hádegi,og hann fékk sprautu, sem hann var alls ekkert ánægður með og lét hiklaust heyra í sér og láta vanþóknun sína á þessari meðferð í ljós koma. Hann fékk annars flotta skoðun, hraustur, stinnur og flottur strákur. Hann er þungur, en ekki of, bara stór og sterkur! (ég er montin - hef ég sagt ykkur að það er full time job að vera montin af barninu sínu? - þið sem eigið eitt - eða tvö eða fleiri - vitið hvað ég á við!)
Ég fór svo ein - alein - upp á Egs í sund, dekur og útréttingar. Byrjaði á sundi, heitum potti og nuddi. Fékk mér svo dýrindis tvöfaldan Latte með súkkulaðisýrópi á Te & Kaffi kaffihúsinu. Verslaði smá, langaði til að versla meira á Gabríel en það var afskaplega lítið úrval af fallegum barnafötum (kannski bara eins gott....)
Ég var 4 klukkutíma í burtu. Komst að því að húsið og heimilisverkin og heimilishaldið og þvotturinn fer ekki hamförum þó það sé ekki unnið í því non stop all the time.... (Hjölli var að meika point þegar hann sendi mig út)
Og ég hafði aldrei verið svona lengi frá Gabríel síðan hann fæddist. Og það var líka allt í lagi með hann.
fimmtudagur, mars 31, 2005
þriðjudagur, mars 29, 2005
Afmælisbörn dagsins eru.......
(amma mín og langamma Gabríels)
og
Hjörtur Smári Sigurðsson 8 ára ídag
(Systursonur minn)
Til hamingju með daginn elskurnar mínar!!!
Svo þetta er einn aðal afmælisdagur fjölskyldunnar!!
Gleðilega páska ............
Borðað og sofið.
Málsháttur minn var á þessa leið:
Hafðu því gát á tungu þinni.
Já svo okkur hérna líður afskaplega vel. Áttum góða páska og ég vona að svo hafið þið einnig!
Guðrún hin kærulausa
laugardagur, mars 26, 2005
Afmælisbarn dagsins er.......
Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Hjölli
hann á afmæli í dag!!
Til hamingju með daginn elsku Hjölli minn!
fimmtudagur, mars 24, 2005
Makes U wonder......
miðvikudagur, mars 23, 2005
Yndislegur dagur
Eins og ég segi; yndislegur dagur:
Las með syni mínum Pétur Pan
Kyssti manninn minn
Lék við tíkina
Rjómaterta og ljúffengt kaffi
mánudagur, mars 21, 2005
Gleðlilega stutta vinnuviku!!
Annars er allt fínt að frétta héðan. Gabríel kemst ekki í 3 mán skoðun fyrr en eftir páska þar sem hjúkrunarfræðingurinn (þessi eini) er farinn í páskafrí. Já svona er þetta úti á landi. Hefur meira að segja komið fyrir að svæðið sé læknalaust í 3 - 5 vikur!! Og þá er ekkert elsku mamma ef eitthvað kemur upp á heldur bruna í Egs á milljón. En allavega - þá verð ég að bíða með að fá að vita hvað sonur minn er orðinn þungur og langur. (hann bara stækkar allt of hratt þessi elska)
Helgin var róleg:
- Gómsætt lambalæri á borðum í gær. (slurp slurp)
- Gerði tilraun og málaði páskaunga á kerti (gaman gaman)
- Flétti í gegnum gamla bók sem ég fann og var fljót að loka henni aftur (gamla Laugabókin)
- Málaði á einn ramma (mistókst í litavali en kom samt kúl út)
- Browsaði á netinu og fann fullt af furðulegum en skemmtilegum bloggsíðum (td S-ameríkufarar og Kalli Sverris )
- Horfði á Formúluna og hlakkaði yfir óförum Ferrari liðsins (þar til sprakk hjá McLaren - it had to bite me in the ass)
- Fór í göngferðir með tíkina (lét hana hreyfa sig miklu meira en ég nennti að hreyfa mig)
- Keypti nammi á nammidaginn (möst)
- fann góða aðferð við að mata Gabríel á þess að fá allt frussandi framan í mig aftur.
sunnudagur, mars 20, 2005
Elsku Smutti minn
laugardagur, mars 19, 2005
Afmælisbarn dagsins
Knús og kossar frá Fáskrúðsfirði
Rólegur dagur
föstudagur, mars 18, 2005
Helgin framundan...
En ég vil óska ykkur góðrar helgar dúllurnar mínar.
Guðrún - hin gamla
Afmælisbarn dagsins er........
(Mynd tekin 28. mars 1991)
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Inga Hrund
Hún á afmæli í dag!!
Til hamingju með daginn elsku Inga mín!
Vona að þú eigir ógleymanlegan afmælisdag!!
Ástarkveðja Guðrún Kristín
Inga Hrund Gunnarsdóttir, er að lifa ævintýri erlendis en það er hægt að fylgjast með henni og hennar manni Kára á netinu. Fullt af skemmtilegum myndum og frásögnum! Eins og ég segi - algjört ævintýri sem þau eru að upplifa.Endilega skoðið síðuna þeirra!
fimmtudagur, mars 17, 2005
Ég er svo mikið sem...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
hoppirólur og tölvur
mánudagur, mars 14, 2005
Sitt lítið af hverju
laugardagur, mars 12, 2005
Fallegustu hljóð í heimi
Stundum er það ekki svoleiðis og maður er gjörsamlega búinn á því bæði á sál og líkama, en svo leggur maður litla kút á skiptiborðið og maður fær þetta líka fallegasta bros í heiminum, og hann mótar varirnar eins og hann sé að fara að segja eitthvað og út koma þessi yndislegu hljóð (hjalið), og svo horfir hann á mann með sínum stóru og bláu augum og maður bara gleymir öllu öðru – það er ekkert annað sem kemst að hjá manni, allar áhyggjur, þreyta, skyldur og kvaðir gleymast. Heimurinn er einhverstaðar lengst í burtu, og það kemst ekkert annað að…….
föstudagur, mars 11, 2005
Allt í drasli...
fimmtudagur, mars 10, 2005
"Ekki" dagur
Jamm, þó sonur minn sé yfirleitt hið rólegasta og yndislegasta barn þá er hann bara mannlegur og getur átt sína slæmu daga líka eins og við hin. Hann er bara nokkuð lunkinn við að hitta á þá daga sem mamma hans er ekki upp á sitt besta, eða er það kannski ekki tilviljun....??
Margir segja að börn og mæður séu nokkuð beintengd á þessum tímapunkti og er þá ekki alveg jafn líklegt að þegar móðirin vaknar og upplifir “bad hairday” að aumingja barnið verði fyrir ákveðnum áhrifum frá því?
Allavega eru þau áhrif sem það hefur á mann og hund sú að þau helst vilja ekki verða á vegi mínum. Kaffið er það eina sem blívar á svona stundum, sérstaklega þegar maður er hættur að reykja!
Allaveganna, þá er ekki mikið að gerast hjá litlu fjölskyldunni þessa dagana. Við tókum rúnt í sveitina í gær. Rosalega fallegt veður, rosalega fallegt á leiðinni.
Ég er alltaf að vinna í þessum þrítugs málum mínum. Hrekk í kút og fæ hnút í magann reglulega við þessi reality check mín. Ég horfi stíft á dagatalið og vona að það færist aftur á bak. En verð að viðurkenna að ég er nokkuð fegin þegar ég hugsa um hvað ég hef að sýna eftir þessi 30 ár mín. Ég er jú orðin mamma, sem ég held að engann hafi grunað að ég myndi ná að framkvæma. Ég á hús, bíl, hund og mann. Ekki brjálaðan starfsframa, en er í skóla til að bæta það upp. En það sem komið er, er ég býsna stolt af, og já vildi ekki breyta neinu.
En allavega einni súkkulaðitebollu og einum ástarpung síðar líður mér betur, og er tilbúin í slaginn við daginn aftur (þó hann sé langt kominn)
Guðrún hin galvaska nær þrítuga
mánudagur, mars 07, 2005
Slökun...
Úti er rosalega fallegt veður. Hlýtt, sólskin og notalegt. Fór í góða göngu með tíkinni í morgun, eftir góðan nætursvefn, en sonur minn er farinn að sofa svo vel á nóttunni að það er yndislegt. Svo núna tekur við afslöppun í hreinu stofunni minni, og njóta þess að vera til.
Gott að koma heim...
fimmtudagur, mars 03, 2005
Formúla 1 og Mývatnssveit
Við Gabríel og Kítara ætlum í sveitina um helgina svo þeir sem eiga þar leið um endilega kíkkið við. Hjölli ætlar að fórna sér í að mála eldhúsið og holið á meðan. Og stunda "hávaðasama niðurrifsvinnu" á meðan sem gefur af sér mikið sag og óhreinindi. Hann er á fullu núna á efri hæðinni þar sem við vonumst til að geta farið að klæða hana fljótlega og koma upp stiganum upp á þá hæð, en það er þegar komið gat að innanverðu ti að príla upp.
En við Gabríel ætlum að mæta galvösk í formúlu 1 snakkið hjá mömmu og pabba. Og Gabríel verður í Formúlu 1 gallanum sem pabbi gaf honum þegar hann fæddist.
Hvað get ég sagt....
sunnudagur, febrúar 27, 2005
laugardagur, febrúar 26, 2005
Gabríel "Live" á netinu
föstudagur, febrúar 25, 2005
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
Gabríel Alexander 2 mánaða í dag!!!
Brjálæðislega gott veður!
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Rítalín töflur
mánudagur, febrúar 21, 2005
Námsleyfi
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Konudagurinn
laugardagur, febrúar 19, 2005
piparkökur og kaffi
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Update
föstudagur, febrúar 11, 2005
Úr ýmsum áttum....
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Kaffi.. algjört möst
Málið er að áður fyrr hugsaði ég með mér að það yrði hræðilega erfitt fyrir reykinga manneskjuna að setjast niður hérna fyrir framan tölvurnar og kveikja sér ekki í sígó! En það kom svona líka hryllilega aftan að mér að það væri helmingi erfiðara að setjast niður hérna og athuga póstinn og nýjusta slúðrið á bæjarbloggum Fáskrúðsfjarðar og hafa ekki kaffibollann, rjúkandi, ilmandi, hlýjandi, seðjandi, hversdagsleikaeyðandi, dagdraumagefandi, gefandi lífinu lit og tilgang, í hendinni....
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Þreytuleg sæla
En sl dagar hafa verið frekar strembnir. Gabríel var eitthvað órólegur í maganum = lítill sem enginn svefn. Svo er það að lagast núna, eða er komið í lag, nema þá er að koma sólarhringnum í lag aftur, gengur svona la la. Ég er að reyna að hreyfa mig aðeins, fara út að labba, þegar ég fæ smá stund til þess, en er að finna fyrir því að líkaminn er ekki alveg í sama farinu og áður, finn enn til í grindinni, og það er að bætast við sár verkur í mjóbakinu líka, ekki glöð með það. Hjölli var lítið heima sl tvo daga þar sem hann var að aðstoða félagsmiðstöðina hérna með að halda söngvakeppni fyrir Austfirðina, og singstar keppnin var líka. Enn tek ég ofan fyrir einstæðrum mæðrum, og vil að þær fái verðlaunapening fyrir að vera hreinlega ofurkonur nútímans. Því ég fékk nasaþefinn af því að vera ein með barn núna sl tvo daga, og það var ekki til að hrópa húrra yfir. Ég myndi sennilegast þurfa að losa mig við tíkina og ekki vera í skóla ef ég væri ein. Reyndar hefur lærdómurinn farið svona upp og ofan, vegna þess að ég hef hreinlega ekki verið í ástandi til að læra, Gabríel vakandi, of þreytt, Gabríel vakandi og svo allt hitt sem þarf að gera á heimili. Sem betur fer er ekki mikið af speglum hérna hjá mér, langar engann veginn til að sjá framan í mig núna.
En núna ætla ég að nýta eitthvað af eftirlifandi orku (og svefntíma Gabríels) í að rumpa verkefni af sem á að skilast á morgun.
Heyrumst vonandi fljótlega aftur.
Hratt hratt hratt
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Við erum hérna enn
mánudagur, janúar 31, 2005
Rugluð
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Í brennidepli
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Ferðalangar 2005
mánudagur, janúar 24, 2005
Yndislegur dagur í dag
sunnudagur, janúar 23, 2005
Allt í góðum gír
föstudagur, janúar 21, 2005
Til hamingju með daginn bóndar!
þriðjudagur, janúar 18, 2005
Nóg að gera
mánudagur, janúar 17, 2005
Rétt að líta inn
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Síðan hans Gabríels
mánudagur, janúar 10, 2005
Vöknuð til að borða
sunnudagur, janúar 09, 2005
Hundastrákur
laugardagur, janúar 08, 2005
Gabríel Alexander
- Gabríel: Nafn þetta er biblíunafn komið úr hebresku og merkir hetja guðs.
Gabríel er einn helsti af englum guðs og af sumum talinn vera fyrsta sköpunarverkið. - Alexander: Nafn þetta er upprunnið úr grísku og er sett saman úr forliðnum "aléxein" sem merkir vernd, "anér" sem merkir ef og "andrós" sem merkir maður.
Alexander er því verndari.
Þessar lýsingar eru komnar af Mannanöfn.com, Merking íslenskra nafna