þriðjudagur, desember 14, 2004
Allt gott að frétta
föstudagur, desember 03, 2004
Lítill strákur
mánudagur, nóvember 29, 2004
Róleg helgi
föstudagur, nóvember 26, 2004
Viðburðarlausir letidagar
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Vetrarríki
mánudagur, nóvember 22, 2004
Prófin búin !!!
laugardagur, nóvember 20, 2004
Hálf einmannalegt
föstudagur, nóvember 19, 2004
Memory lane...
Gleðilegan föstudag
- föstudagur: kaflar 1 og 2 (sagan og binary)
- Laugardagur: Kaflar 5 og 6 (skipanasett og minni)
- sunnudagur: kafli 7 og yfirferð á köflum 3 og 4 (er búin að fara vel yfir þá núna en þeir eru erfiðastir)
Það er kalt í dag. Vona að gallinn komist yfir kúluna. Ég tók eftir því í gær að hún er farin að stækka helmingi hraðar. Og lætin eru alltaf jafn mikil. Þetta ætlar að verða mikill orkubolti!
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Fíla mig eins og aumingja
Próflestur continues
mánudagur, nóvember 15, 2004
Læt fara vel um mig
Fyrra prófi lokið...:p
sunnudagur, nóvember 14, 2004
kaldhæðni...
laugardagur, nóvember 13, 2004
Nýji heimilismeðlimurinn
föstudagur, nóvember 12, 2004
Bloggerbreytingar....
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Prófin nálgast
mánudagur, nóvember 08, 2004
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Komið í lag
föstudagur, nóvember 05, 2004
Segi bara eins og hinir:
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Sjónvörp ekki vatnsþolin...
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Erfitt að koma sér aftur í gírinn
Komin heim frá London
miðvikudagur, október 27, 2004
Geggjadur timi i London
Vid erum buin ad hafa thad rosalega gott og gaman. Hreinlega ad njota thess ad vera bara tvo a ferd og ekkert stress. Ut ad borda a hverju kvoldi, og dekra okkur hreinlega.
Vid erum buin ad labba um fullt af gotum i London, og langar mig til ad skoda Notting Hill hverfid lika, utimarkadina thar.
Vid erum komin i ro um niu a kvoldin, thar sem eg hreinlega hef ekki uthald i ad labba endalaust og verd nattla ad taka tillit til thess ad eg er ekki kona einsomul. Og njotum vid thess ad slappa af, sofna snemma og vakna hress daginn eftir til ad skoda eitthvad nytt.
Bid ad heilsa ykkur ad sinni!
föstudagur, október 22, 2004
London cool mar!!
Hafid thad gott
Gudrun og Hjolli
fimmtudagur, október 21, 2004
Komin í borgina
miðvikudagur, október 20, 2004
Erum að leggja í hann
þriðjudagur, október 19, 2004
Vaknaði kl fjögur
mánudagur, október 18, 2004
sorry.... London here I come!!
laugardagur, október 16, 2004
Orlando here I come!!!
föstudagur, október 15, 2004
Föstudagur í mér
fimmtudagur, október 14, 2004
Mikið gott að koma heim.
mánudagur, október 11, 2004
Hætt í dag
- Náðum í ofna og kaminu og komum þvi á bíl heim.
- Náðum í hundamat, fyrir okkur og pabba, og nýjar hundamatarskálar handa prinsessunni.
- Náðum okkur í nýja flotta kaffivél á afslætti í Byko sem gerir geggjað kaffi, og ég keypti fullt af góðu kaffi til að hafa með heim þar sem búðin heima selur bara þetta venjulega merrild og gevalia kaffi.
- Fórum og náðum okkur í nauðsynjar fyrir tölvurnar, viftur aðallega.
- Náði mér í olíu í Þumalínu sem varnar sliti og er góð sem nuddolía, hlakka til að byrja að nota hana og slaka á.
Núna sitjum við í pásu. Ætla að ná að hitta á Jóhönnu á eftir yfir rólegum kaffibolla. Hjölli ætlar að hitta Vésa vin sinn yfir rólegum kaffibolla - en sennilegast á öðru kaffihúsi.
Góðir dagar.
sunnudagur, október 10, 2004
Verð að segja ykkur!
laugardagur, október 09, 2004
Lifði af
föstudagur, október 08, 2004
Þreyttur...
fimmtudagur, október 07, 2004
Höfuðborgin
miðvikudagur, október 06, 2004
Stormur, kertaljós og kaffi...
sunnudagur, október 03, 2004
Flottasta tölvuherbergi
Skemmtilegur laugardagur
laugardagur, október 02, 2004
****geisp****
miðvikudagur, september 29, 2004
Taka til.... glúbbb
Lítið að gerast
- Ég er búin að sitja með sveittan skallann yfir verkefni, sem mér gengur afar erfiðlega með, erum að læra um nýja hluti sem ég hef ekki náð almennilegum tökum á enn. En það vonandi kemur - ætla allavega ekki að gefast upp þrátt fyrir smá hindrun á leiðinni (hefur ekki verið minn vani hingað til)°
- Von er á Hjölla heim í dag, með meira parkett til að leggja á gólfin hérna niðri.
- Krosslegg putta hvað varðar deilir.is og vona að þessar elskur lendi ekki í miklum vandræðum (hafa þeir oft bjargað mörgum kvöldum frá RÚV).
- þarf að fara að grafa upp ullarsokkana mína því það er farið að kólna ískyggilega mikið hérna fyrir austan (þurfti meira að segja að skafa í gær)
- Er farin að hlakka til að fara suður í næstu viku...
- Grauturinn í hausnum er ekkert að skána (hmmm kannski er einhver tenging þarna á milli hvað varðar erfiðleika mína varðandi verkefnið)
- Og enn fækkar fötum sem ég get notað í skápnum mínum.
- Peningamálin í mínus, literally.
- Er með alveg óþrjótandi löngun í Ning's (sem er náttla auddað vegna þess að það fæst ekki neinstaðar í nágrenni við mig)
- Lífið er yndislegt
mánudagur, september 27, 2004
verð að láta heiminn vita
sunnudagur, september 26, 2004
Rok, Tinni og pizza.....
föstudagur, september 24, 2004
Lægð...
fimmtudagur, september 23, 2004
"Verð að fara að hlusta"
öp tú deit
þriðjudagur, september 21, 2004
Parket, gólfflot og barnavagn....
Tilraunir á tölvum
mánudagur, september 20, 2004
Kaffi - jey!!!
laugardagur, september 18, 2004
Þreytt eftir daginn
föstudagur, september 17, 2004
Nýjar myndir
Rigning, símar og themes.....
miðvikudagur, september 15, 2004
Skóf í morgun
þriðjudagur, september 14, 2004
Vilborg hetjan mín
sunnudagur, september 12, 2004
Gaaarrrggghhhh!
laugardagur, september 11, 2004
Laugardagur til lærdóms
föstudagur, september 10, 2004
Ein heima og eirðarlaus.
miðvikudagur, september 08, 2004
Gömul blogg
Undanfarið hef ég sest niður og lesið, ásamt dagbókinni minni, og farið yfir gamla tíma, rifjað upp líðan og atburði sem ég var búin að gleyma. Því oft þá voru þetta ekki stórviðburðir eða atvik, heldur hugsanir eða líðan, en samt eitthvað sem mér fast markvert og skrifaði hjá mér.
Pappírsrusl....
Þetta allt hófst vegna þess að mig vantaði samning frá Símanum því þeir eru að hösla okkur um gagnamagn! En auddað fannst hann ekki - enda minnir mig að ég hafi aldrei fengið neinn svona samning í hendurnar - á til nótuna og þar sem ég er afar pössunarsöm á allt svona þá myndi samningurinn hafa verið heftaður við svo hann glataðist ekki (smbr geymsluáráttu minni á ábyrgðarnótum) En nóg um það.
Ég lærði hellings og meir í dag. Tók fyrirlestur í C++ og vann verkefni með þeim af netinu, skemmti mér konunglega yfir að grúska og brjóta heilann yfir því "af hverju þetta virkaði ekki hjá mér" (sumt virkar núna - annað ekki, en það kemur; ég gefst ekki upp) Og allt í einu var ég búin að sitja yfir þessu í nær 3 tíma!! Er að sækja fyrirlestra dagsins í dag til að hlusta á í fyrramálið. Mér finnst þetta gaman!
Tengdapabbi kemur á eftir. Hann ætlar að gista í nótt, en svo fara þeir Hjölli yfir á Eskifjörð í fyrramálið að grafa holur..... :S Eitthvað út af sumarhúsi, byggja við annað hús.....
Bilaður hiti úti - maður fattar ekki alveg að það sé komið haust, fyrir utan rokið....
þriðjudagur, september 07, 2004
Sama og venjulega
mánudagur, september 06, 2004
Er vöknuð....
sunnudagur, september 05, 2004
Frí í dag
fimmtudagur, september 02, 2004
Lítill lærdómur í dag
Tölvur....
Enn meiri haustrigning
miðvikudagur, september 01, 2004
Sybbin..
mánudagur, ágúst 30, 2004
Ógissslega dugleg
föstudagur, ágúst 27, 2004
bakstur og skólabækur
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Afmælisbarn dagsins:
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Vilborg
hún á afmæli í dag!!!!
Til hamingju með daginn elsku Vilborg mín!
Knús og kossar frá Fáskrúðsfirði!!!
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Ahhhh komin heim!
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Löng en skemmtileg helgi
föstudagur, ágúst 20, 2004
Góðan daginn Reykjavík!
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
Enn og aftur í Reykjavíkinni
Jamm þá er ég komin í sveitasæluna í Mývó. Keyrði alla leiðina í í gær í sól og steikjandi hita, ekki ský á himni og geggjaður hiti.
Í dag fórum við mamma svo til A-eyrar. Hún kom með mér í sónar þar sem Hjölli gat ekki komið með mér. Það gekk allt mjög vel, allt í góðum gír, mjög gott mál. Búðuðum aðeins, alltaf gaman að búða aðeins á A-eyri. Nú er semst bara afslöppun fram á fimmtudag.
Dagurinn í dag var frábær! Geggjað veður! Fór í sund í morgun, slappaði af í pottunum og skellti mér á sólpall og rak nefið upp í sólina, og viti menn ég er aðeins brúnni en ég var í gær!! Herkúles að njóta þess að hafa mig eina, engin Kítara til að stjórnast í okkur, frekjast á milli. Við mamma og Herkúles fórum á rúntinn í sveitinni, fengum okkur góðan labbó í Höfða. Rosalega er sá staður alltaf jafn fallegur, en verst hve mikið af gróðri er sviðinn þar sem sama og engin rigning hefur komið í sumar! Og auðvitað var ís í Selinu, það er alltaf skylduverk – ís sem ekki er hægt að borða úti því þá væri hann allur út í flugu.
Og aftur var sólin á sínum stað í morgun. Ég var mætt í laugina kl tíu, og lá á pallil í klukkutíma (með viðeigandi og reglubundnum ferðum í laugina og pottinn) Þetta var alveg yndislegt. Eftir sund þá sat ég úti á palli eins fáklædd og ég mögulega gat (með tilliti til nágranna) og leysti krossgátur (og las Andrés Önd) Við mamma fórum svo til Húsavíkur eftir hádegið, tilgangur ferðarinnar var Hvalasafnið á Húsavík. Þetta er mikið og flott safn. Mæli með að allir kíki þangað (ef svo ótrúlega vildi til að þið ættuð leið þangað) Tók reyndar fullt af myndum. Þeir eru með fullt af beinagrindum, óþrjótandi upplýsingar um hvalina, uppruna og lifnaðarhætti, veiðar á þeim til forna og í dag. Tæki og tól, sýni og myndir. Mjög skemmtilegt hjá þeim.
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Ein á ferð....
- sunnudagur keyra í Mývó
- mánudagur sónar á Akureyri
- fimmtudagur keyra suður úr Mývó
- mánudagur keyra norður aftur
Það verður svo að ráðast hvort ég meiki að keyra alla leið heim á mánudeginum eða hvort ég gisti í Mývó og fari heim á þriðjudag. En þökk sé hot spots OgVodafone út um allt þá kemst maður auðveldlega á netið til að hafa samband :o)
Ég á eftir að tala við Kalla og Raggý en ég býst við að gista þar á meðan ég er í bænum.
'till later... hafið það gott dúllurnar mínar.
laugardagur, ágúst 14, 2004
Þrif, tölva og nammi...
föstudagur, ágúst 13, 2004
Líður að skóla..
21. ágúst
- Kynning fyrir nýja fjarnema frá 9 - 11
- Tölvuhögun, kl. 11 - 16
22. ágúst
- Forritun, kl. 10 – 16
Við erum ekki alveg búin að ákveða hvernig þetta allt saman verður. Ég þarf að mæta í sónar á Akureyri á mánudaginn 16. ágúst. Og við erum ekkert allt of spennt yfir að taka tíkina í svona langt ferðalag aftur, sérstaklega til R-víkur. Hún var ekkert að fíla sig neitt rosalega vel. Svo kannski verð ég bara ein á ferð. Ef svo verður þá keyri ég til Mývó á sunnudag, gisti þar, skutlast til A-eyrar á mánudeginum og verð svo áfram í Mývó fram að helgi. En eins og ég segi þá er þetta ekki alveg komið á hreint enn.
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Engin hafgola....
Geggjað veður
Síðustu dagar hafa verið rólegir. Skruppum yfir á Eskifjörð á mánudaginn. Heitt. En þar sem hitaskúr kom þegar heim var komið þá dundaði ég mér í Neverwinter Nights og skemmti mér mjög vel.
Í gær var svakalegt veður. Fórum með tíkina í sund í ósnum, gæddum okkur á sjeik á meðan í sólinni. Nutum semst veðursins til fullnustu. Tókum multiplayer á Neverwinter - var geggjað gaman, sátum í sitthvoru tölvuherberginu og börðumst við vonda kalla sem reyna að leggja heiminn undir sig.
Og veðrið hreinlega bauð uppá grillmat. Hjölli grillaði dýrindis svínasneið, sem var meira en nóg í matinn handa okkur tveim, og ég bakaði eftirrétt. Mega næs.
Nú styttist í suðurför aftur. Leggjum í hann á sunnudaginn sennilegast því ég verð að vera á Akureyri á mánudaginn. Og skólasetningin er á fimmtudaginn, og þá um helgina er fyrsta staðbundna vinnulotan. Svo opnar sennilegast skiptibókarmarkaðurinn á mánudeginum eftir það. Svo þetta verður vikureisa hjá okkur. En það er bara gaman :o)
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Heimsókn úr Mývó!!
Hef aldrei séð tíkina taka eins vel á móti neinum og þeim. Þvílík gleði og hamingja hjá henni við að fá þau í heimsókn, sérstaklega Herkúles.
Rosalega gott veður og við tókum rúnt yfir í gamla franska spítalann sem stendur hinum megin í firðinum. Hef aldrei farið að skoða hann, og ef þessir veggir gætu talað þá myndu þeir segja frá mörgum sögum. Þetta er orðið hrörlegt og það er ekki ráðlegt að fara upp alla stigana þar, og sumstaðar heldur ekki á neðri hæðinni, maður gæti hreinlega poppað niður úr. Minnir einna helst á gömlu draugahúsin sem maður sér í bíómyndunum. Hjölli eldaði svo dýrindis pottrétt og var mikið etið og spjallað.
Það var rosalega gott að fá þau í heimsókn, og dagurinn yndislegur.
laugardagur, ágúst 07, 2004
Aflsöppun í dag
Við kláruðum okkar venjulegu morgunverk; sturta, labbó, frisbí, synda í ósnum, morgunmat og þess háttar. Hjölli prílaði upp á þak og byrjaði að mála aftur.
Við fórum bara til Reyðarfjarðar í gær, nenntum ekki lengra, auk þess höfðum við þannig séð ekkert að gera lengra. En okkur vantaði menju á þakið svo við urðum að fara í Byko.
Ég réðst á húsið að innan, bretti upp ermarnar og skúraði og bónaði allt. Voða fínt fínt hjá mér. Við náðum í búðina fyrir tvö, til að kaupa nammi af nammibarnum með 50% afslætti. Mér líkar það obbosslega vel.
Svo er ég búin að sitja hérna, og leika mér í afslappelsi í Neverwinter Nights leik. Tíkin sefur, og Hjölli sefur sennilegast yfir einhverjum þætti sem hann var að horfa á í tölvunni hérna niðri. Munur að vera með hægindarstól í tölvuherberginu og geta látið fara vel um sig. Ég er með sófa, og það er yndislegt að liggja þar og slaka á með bók eða horfa á eitthvað skemmtilegt.
Svo dagurinn í dag er sannkallaður afslöppunar dagur.
föstudagur, ágúst 06, 2004
Ekki mikið að gerast
Sól og blíða undanfarna daga, og hefur bæst aðeins á freknurnar á enninu á mér.
Ég er að byrja á nýjum leik sem heitir Dark Age of Camelot. Þetta er online only leikur, og gegnur ok svona í byrjun. þó það sé alltaf hálf leiðinlegt að byrja því maður er svo aumur kall í startið. En leikurinn lofar góðu og ætla ég að nýta mér vel þennan fría fyrsta mánuð sem fylgir leiknum.
Svo er jafnvel á plani að fara til Egilsstaða í dag að versla, jafnvel kíkja í sund, en það er samt ekkert ákveðið enn.
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Og afmælisbarnið....
Kítara á "afmæli" í dag!!!
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Komin heim :o)
Tíkin hæst ánægð með þetta, linnti ekki látum þegar við vorum kominn inn, heldur heimtaði mat í dallinn sem er alltaf niðri við tölvuherbergið mitt (sem hún annars borðar bara úr á morgnanna) át helling, og er svo löggst og stein sefur núna í sófanum í tölvuherberginu mínu. Svona vill hún hafa þetta greinilega. Hún horaðist á ferðalaginu greyið. Þegar við vorum í Mývó áðan þá réðst hún á dallinn hans Herkúlesar og borðaði fullt. Átti greinilega erfitt með að borða á ferðalaginu, þó var alltaf matur til handa henni á Akureyri. Hún stóð sig eins og hetja á ferðalaginu. Svo duleg í búrinu, að bíða og vera á ferð lengi.
En ég er sammála henni, það er afskaplega gott að vera komin heim. Ferðalagið var mjög fínt og skemmtilegt í alla staði, og það var frábært að hitta fólk sem maður annars sér ekki það oft. Í gær, mánudag, vorum við bara róleg heima fyrir. Las, horfði á tv, fór í göngutúra með tíkina og svaf meira. Algjört afslappelsi.
Ég gekk frá skólagjöldunum í HR - vei!! Svo nú er bara að bíða eftir að komast suður aftur til að hefja námið! hlakka geggjað til!!!