Nýtt ár!!!
Ótrúlega líður tíminn!! mér finnst þetta ótrúlegt!! allt í einu er komið að síðasta degi ársins... again!!!
En jólin eru búin að vera góð og róleg. Fékk góðar gjafir, falleg kort og geggjaðan mat!! Okkur Kítöru er búið að líða alveg ágætlega.
Fór heim til Önnu Geirlaugar á laugardaginn og hitti þar Dóu vinkonu líka. Var afar gaman!! hlógum og drukkum mikið.
Á mánudaginn fórum við systur og Sylvía á Lord of the Rings.. og er hún bara frábær!!
Ég hef verið mjög róleg, ekkert djamm né partý stand - enda þekkir maður engan lengur hérna og allir fara eitthvað annað yfir áramótin. Og þar sem jólafundinum var aflýst.. ansk..helv...djö!! þá hefur ekkert verið um að vera.
Svo ég verð hérna í rólegheitunum í kvöld.
Vona að allir hafi átt ánægjuleg jól og fagni nýju ári slysalaust!!
Gleðilegt nýtt ár!!!
miðvikudagur, desember 31, 2003
þriðjudagur, desember 23, 2003
Í Mývó í snjónum!!!
heheheh þar sem allir í R-vík eru í grenjandi rigningu - þá er snjór og fallegt hérna.
jamm ég kom á laugardaginn og var ok að keyra. Fór með Þórhöllu systur á Akureyri til að versla jólagjafir og svona snatta sitt hvað - nema ég - heppin like always - þá datt heimildin niður af kortinu og ég var ekki enn búin að fá nýja S24 kortið svo ég gat ekkert gert!!
Svo ég fór aftur með mömmu í gær og áttum við afar góðan dag á Akureyri. Og núna eins og flestir aðrir landsmenn - orðin skít blönk!! Merkilegt hvað þetta þarf alltaf að vera svo mikið stress og læti og peningaútgjöld!! af hverju getum við ekki haldið jól án þess að eyða miklu meira en við höfum efni á? Af hverju mega gjafir handa okkur nánustu ekki kosta bara um 1000.- ? í stað 2500-5000?? Tökum okkar familíu sem dæmi - Þórhalla kaupir gjafir handa öllum allt að kr 5000.- á haus, ok , ég kaupi gjafir allt að kr 2000.- á haus, nema þá handa mömmu og pabba sem mega fara upp að kr 4000,- (sitt hvort) þá semst reikna ég með kr 15.000,- í jólagjafir því ég hef ekki meira til að eyða - þó ég glöð vildi geta það! Og alltaf líður manni ílla yfir að geta ekki gert eins flott og stóra systir!!
En nóg um það, við Kítara erum hérna í góðu yfirlæti og Herkúles er farinn að fatta að hún sé stelpa og finnst voða góð lykt af henni... hmm kannski ég ætti ekki að láta þau mikið úr minni augsýn!!!
En þið sem hafið reynt að senda mér meil - þá er gkv@simnet.is í biðstöðu því ég er að skipta um adsl account - semst færa af Hjölla kt yfir á mína kt. þannig - á meðan notið bara valgeirsdottir@hotmail.com :D
Love ya all!!!
heheheh þar sem allir í R-vík eru í grenjandi rigningu - þá er snjór og fallegt hérna.
jamm ég kom á laugardaginn og var ok að keyra. Fór með Þórhöllu systur á Akureyri til að versla jólagjafir og svona snatta sitt hvað - nema ég - heppin like always - þá datt heimildin niður af kortinu og ég var ekki enn búin að fá nýja S24 kortið svo ég gat ekkert gert!!
Svo ég fór aftur með mömmu í gær og áttum við afar góðan dag á Akureyri. Og núna eins og flestir aðrir landsmenn - orðin skít blönk!! Merkilegt hvað þetta þarf alltaf að vera svo mikið stress og læti og peningaútgjöld!! af hverju getum við ekki haldið jól án þess að eyða miklu meira en við höfum efni á? Af hverju mega gjafir handa okkur nánustu ekki kosta bara um 1000.- ? í stað 2500-5000?? Tökum okkar familíu sem dæmi - Þórhalla kaupir gjafir handa öllum allt að kr 5000.- á haus, ok , ég kaupi gjafir allt að kr 2000.- á haus, nema þá handa mömmu og pabba sem mega fara upp að kr 4000,- (sitt hvort) þá semst reikna ég með kr 15.000,- í jólagjafir því ég hef ekki meira til að eyða - þó ég glöð vildi geta það! Og alltaf líður manni ílla yfir að geta ekki gert eins flott og stóra systir!!
En nóg um það, við Kítara erum hérna í góðu yfirlæti og Herkúles er farinn að fatta að hún sé stelpa og finnst voða góð lykt af henni... hmm kannski ég ætti ekki að láta þau mikið úr minni augsýn!!!
En þið sem hafið reynt að senda mér meil - þá er gkv@simnet.is í biðstöðu því ég er að skipta um adsl account - semst færa af Hjölla kt yfir á mína kt. þannig - á meðan notið bara valgeirsdottir@hotmail.com :D
Love ya all!!!
fimmtudagur, desember 18, 2003
Litlir hlutir...
Merkilegt hvað litlir hlutir geta glatt lítil hjörtu. Ég var að pakka inn jólagjöfinni sem ég á að fara með í vinnuna á morgun og pakkaði inn Brodda - leikfanginu hennar Kítöru til að þakka henni fyrir "aðstoðina" sem hún veitti mér á meðan ég var að pakka inn alvöru jólagjöfinni. Setti Brodda í voða fínan pappír og setti svona slaufur og borða á til skreytingar, núna liggur hún svo happý með pakkann og er að rífa utan af honum - svo hamingjusöm!!!
Merkilegt hvað litlir hlutir geta glatt lítil hjörtu. Ég var að pakka inn jólagjöfinni sem ég á að fara með í vinnuna á morgun og pakkaði inn Brodda - leikfanginu hennar Kítöru til að þakka henni fyrir "aðstoðina" sem hún veitti mér á meðan ég var að pakka inn alvöru jólagjöfinni. Setti Brodda í voða fínan pappír og setti svona slaufur og borða á til skreytingar, núna liggur hún svo happý með pakkann og er að rífa utan af honum - svo hamingjusöm!!!
Panodil Hot..
Það eina sem kemur mér í gegnum daginn í dag... Krakkarnir eru á Íþróttadegi niðrí íþróttahöll og eru þar til þrjú - ég ákvað að koma heim, prenta út jólasögur til að lesa fyrir þau kl þrjú með kakóinu og piparkökunum, og fá mér panodil hot til að bæta heilsuna smá.. Kítara skilur ekkert í að ég skuli vera komin heim svona snemma og skilur ekki að ég er ekki að fara að leika við hana - litla greyið mitt.... Stundum finnst mér ég vera svo vond við hana.
Það eina sem kemur mér í gegnum daginn í dag... Krakkarnir eru á Íþróttadegi niðrí íþróttahöll og eru þar til þrjú - ég ákvað að koma heim, prenta út jólasögur til að lesa fyrir þau kl þrjú með kakóinu og piparkökunum, og fá mér panodil hot til að bæta heilsuna smá.. Kítara skilur ekkert í að ég skuli vera komin heim svona snemma og skilur ekki að ég er ekki að fara að leika við hana - litla greyið mitt.... Stundum finnst mér ég vera svo vond við hana.
Þetta er alveg að hafast!!!
Sit og hlusta á fm957 í gegnum netið - hef ekki hlustað á fm síðan í bænum (fm næst ekki hér), þeir eru svo vitlausir að þeir koma manni yfirleitt í gott skap. Smá X-mas blues í gangi hjá mér þennan morgun, mér finnst allt vera svo óraunverulegt. En á morgun, "á morgun" hugsa ég bara þá er ég komin í jólafrí, bara þessi dagur og morgundagurinn eftir....
Sit og hlusta á fm957 í gegnum netið - hef ekki hlustað á fm síðan í bænum (fm næst ekki hér), þeir eru svo vitlausir að þeir koma manni yfirleitt í gott skap. Smá X-mas blues í gangi hjá mér þennan morgun, mér finnst allt vera svo óraunverulegt. En á morgun, "á morgun" hugsa ég bara þá er ég komin í jólafrí, bara þessi dagur og morgundagurinn eftir....
miðvikudagur, desember 17, 2003
Ostar og fínt fínt..
í gærkveldi fór ég yfir til Hafdísar í osta og rauðvín. Við hittumst allar sem vorum saman í skólanum að fagna próflokum. Þetta var hið ágætasta kvöld. Tók myndir og hló af sögum þeirra, en þar sem ég þekki liðið ekki mikið þá lagði ég ekki mikið til málanna, en þetta var samt mjög gaman.
Dagurinn í dag var afar rólegur. Vorum bara fimm í dag, og föndruðum og perluðum.
Snjórinn er alveg að fara aftur, guði sé lof, vonandi verður ekki hált á leiðinni til Mývó á laugardaginn. Við Kítara njótum þess að hafa smá snjó - þar er svo gaman að leika sér í snjónum - kasta snjókúlum og elta!! (ég kasta - hún eltir..)
Svo er núna bara afslappelsi framundan í kvöld - enginn lærdómur og ekki neitt.
í gærkveldi fór ég yfir til Hafdísar í osta og rauðvín. Við hittumst allar sem vorum saman í skólanum að fagna próflokum. Þetta var hið ágætasta kvöld. Tók myndir og hló af sögum þeirra, en þar sem ég þekki liðið ekki mikið þá lagði ég ekki mikið til málanna, en þetta var samt mjög gaman.
Dagurinn í dag var afar rólegur. Vorum bara fimm í dag, og föndruðum og perluðum.
Snjórinn er alveg að fara aftur, guði sé lof, vonandi verður ekki hált á leiðinni til Mývó á laugardaginn. Við Kítara njótum þess að hafa smá snjó - þar er svo gaman að leika sér í snjónum - kasta snjókúlum og elta!! (ég kasta - hún eltir..)
Svo er núna bara afslappelsi framundan í kvöld - enginn lærdómur og ekki neitt.
þriðjudagur, desember 16, 2003
Skrýtin vika..
á morgun er foreldradagur og frí í skólanum - ég verð með 3 börn á morgun, kannski 4 stk!! rólegur dagur það. Á fimmtudaginn er íþróttadagur hjá yngsta stigi (aumingja börnin) frá 13-15 svo ég fæ heila 2 tíma til að gera nákvæmlega ekki neitt - og á föstudaginn þá byrja ég klukkutíma fyrr og er búin klukkutíma fyrr - þe byrja tíu og er búin fjögur, maturinn er kl ellefu og svo koma 3 stelpur úr efstu bekkjum til að sitja yfir krökkunum á meðan ég fer í hádegismat á hótelið með staffinu úr skólanum.. næs.
Dagurinn í dag var bara hinn rólegasti, föndruðum og lituðum og perluðum, tók nokkrar myndir af þeim - svaka sæt öll, merkilega róleg á myndunum (sem gefa semst villandi upplýsingar um þau)
ætla að smella nokkrum inn svo þið getið séð þær!! (linkurinn er fyrir neðan "eldri blogg" listann)
á morgun er foreldradagur og frí í skólanum - ég verð með 3 börn á morgun, kannski 4 stk!! rólegur dagur það. Á fimmtudaginn er íþróttadagur hjá yngsta stigi (aumingja börnin) frá 13-15 svo ég fæ heila 2 tíma til að gera nákvæmlega ekki neitt - og á föstudaginn þá byrja ég klukkutíma fyrr og er búin klukkutíma fyrr - þe byrja tíu og er búin fjögur, maturinn er kl ellefu og svo koma 3 stelpur úr efstu bekkjum til að sitja yfir krökkunum á meðan ég fer í hádegismat á hótelið með staffinu úr skólanum.. næs.
Dagurinn í dag var bara hinn rólegasti, föndruðum og lituðum og perluðum, tók nokkrar myndir af þeim - svaka sæt öll, merkilega róleg á myndunum (sem gefa semst villandi upplýsingar um þau)
ætla að smella nokkrum inn svo þið getið séð þær!! (linkurinn er fyrir neðan "eldri blogg" listann)
Ehhhh....
Fann "Chandler" prófið hjá Jóhönnu og guess what!!!:
I'm Chandler Bing from Friends!
Take the Friends Quiz here.
created by stomps.
hmmmm .. interesting...
Fann "Chandler" prófið hjá Jóhönnu og guess what!!!:
I'm Chandler Bing from Friends!
Take the Friends Quiz here.
created by stomps.
hmmmm .. interesting...
Góðan daginn!!
Þvílík dásemdar tilfinning þetta er að sofa út - og þurfa ekkert að læra áður en ég fer í vinnu - og tilhugsunin um að þurfa ekkert að stressa sig yfir prófi í vinnunni í dag!!! Bara slaka á með tíkinni í kvöld og hafa það náðugt. Ég er búin í prófum!!! YAHúúúú!!!
Annars er voða fátt að frétta - langar suður, langar út, langar eitthvað í burtu til að brjóta upp hið daglega líf. Langar til að hitta vini mína...
Búffbelgurinn minn er úti og farinn að búffa á köttinn í næsta húsi - henni er ekkert of vel við ketti.... assskotans læti eru þetta..
Þvílík dásemdar tilfinning þetta er að sofa út - og þurfa ekkert að læra áður en ég fer í vinnu - og tilhugsunin um að þurfa ekkert að stressa sig yfir prófi í vinnunni í dag!!! Bara slaka á með tíkinni í kvöld og hafa það náðugt. Ég er búin í prófum!!! YAHúúúú!!!
Annars er voða fátt að frétta - langar suður, langar út, langar eitthvað í burtu til að brjóta upp hið daglega líf. Langar til að hitta vini mína...
Búffbelgurinn minn er úti og farinn að búffa á köttinn í næsta húsi - henni er ekkert of vel við ketti.... assskotans læti eru þetta..
mánudagur, desember 15, 2003
Ég er búin í prófum!!
Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum - og ætla að fá mér einn öl í tilefni þess...
vinsamlegast spyrjið ekki hvernig mér gekk í þessu prófi í kvöld - hlutur sem ég vil gleyma... :D
Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum Ég er búin í prófum - og ætla að fá mér einn öl í tilefni þess...
vinsamlegast spyrjið ekki hvernig mér gekk í þessu prófi í kvöld - hlutur sem ég vil gleyma... :D
Síðasta próifð!!
jæja gott fólk - í kvöld er síðasta prófið!!! og þá tekur bara við afslappelsi og næs með tíkinni minni - loks fær hún að njóta þess að ég kem til með að hafa meiri tíma fyrir hana. Hún tekur þessu prófstússi mínu með mestu ró, er bara dugleg að leika sér sjálf. En rosalega hlakka ég til að vera búin með þetta!! þetta er ekkert smá þreytandi að vera að vinna og í skóla. Mig langar bara til að soooofa núna.
En vinnan kallar eftir smá stund.... þarf víst að grafa bílinn upp - aftur - hvaðan kemur allur þessi snjór???
jæja gott fólk - í kvöld er síðasta prófið!!! og þá tekur bara við afslappelsi og næs með tíkinni minni - loks fær hún að njóta þess að ég kem til með að hafa meiri tíma fyrir hana. Hún tekur þessu prófstússi mínu með mestu ró, er bara dugleg að leika sér sjálf. En rosalega hlakka ég til að vera búin með þetta!! þetta er ekkert smá þreytandi að vera að vinna og í skóla. Mig langar bara til að soooofa núna.
En vinnan kallar eftir smá stund.... þarf víst að grafa bílinn upp - aftur - hvaðan kemur allur þessi snjór???
sunnudagur, desember 14, 2003
Brrrrrrr!!!!!!!!!!!
Það er svooo kalt úti að það er ekki mennskt!! sá í veðurfréttunum að það var skráð 10°frost hjá okkur - en ég er viss um að það sé meira- þetta smýgur inn um allt og það er alveg sama hvernig maður klæðir sig það skiptir ekki máli - allt er gaddfreðið - bíllinn, húsið, allt sem er úti..... ógeð!!!
Popp og kók núna!!
Það er svooo kalt úti að það er ekki mennskt!! sá í veðurfréttunum að það var skráð 10°frost hjá okkur - en ég er viss um að það sé meira- þetta smýgur inn um allt og það er alveg sama hvernig maður klæðir sig það skiptir ekki máli - allt er gaddfreðið - bíllinn, húsið, allt sem er úti..... ógeð!!!
Popp og kók núna!!
Duglega stelpan mín!!!
ég á svo duglega stelpu - ég varð að deila því með ykkur. Við vöknuðum um tíu og fórum á fund dýralæknisins. Hann sagði að hún væri alveg afbragðs hundur, liti rosavel út, mjög hress... (talaði um að ærlsast ekki í leik við hana) feldur fallegur, tennur í góðum málum semst alveg full einkunn á heilbrigði og útlit hennar!!! Og svo fékk hún sprautu og þar sýndi hún að hún gat setið kjurr og tekið við sprautunni, var ekkert hrifin en hlýddi eins og gamallreyndur hundur, alveg ótrúleg, svo dugleg!!!
ég á svo duglega stelpu - ég varð að deila því með ykkur. Við vöknuðum um tíu og fórum á fund dýralæknisins. Hann sagði að hún væri alveg afbragðs hundur, liti rosavel út, mjög hress... (talaði um að ærlsast ekki í leik við hana) feldur fallegur, tennur í góðum málum semst alveg full einkunn á heilbrigði og útlit hennar!!! Og svo fékk hún sprautu og þar sýndi hún að hún gat setið kjurr og tekið við sprautunni, var ekkert hrifin en hlýddi eins og gamallreyndur hundur, alveg ótrúleg, svo dugleg!!!
laugardagur, desember 13, 2003
og persónuleikapróf enn einu sinni...
Poseidon
?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla
Poseidon
?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla
Mér greinilega leiðist og nenni ekki að læra..
En ég setti inn myndaalbúm á netið - bara svona lítið sem þið getið séð myndir td af minni uppáhalds!!
Og svo setti ég inn spurningu.....
En Hafdís hringdi í gær og bauð mér í heimsókn, hún var ein í koti, og við fengum okkur öl saman og spjölluðum til fjögur í nótt, ég hafði virkilega gott af þessu og naut þess að spjalla svona um allt og ekkert!!
En ég setti inn myndaalbúm á netið - bara svona lítið sem þið getið séð myndir td af minni uppáhalds!!
Og svo setti ég inn spurningu.....
En Hafdís hringdi í gær og bauð mér í heimsókn, hún var ein í koti, og við fengum okkur öl saman og spjölluðum til fjögur í nótt, ég hafði virkilega gott af þessu og naut þess að spjalla svona um allt og ekkert!!
föstudagur, desember 12, 2003
Föstudagur að kveldi kominn..
Slapp fjögur úr vinnunni í dag, mér finnst það alltaf svo næs sérstaklega á föstu dögum þegar maður er að nýta síðustu orkubirgðirnar eftir vikuna. Er svo að fara í dönskupróf - ætla nú ekki að eyða mörgum tímum í svoleiðis vitleysu.
Og viti menn - ég var sko að hugsa um hvort ég ætti að kíkja í sveitina um helgina en ég var ekki búin að sleppa þeirri hugsun þegar byrjaði að snjóa!! hvað er með mig og veðurfar??
En annars horfi ég fram á enn eitt rólega föstudagskvöldið mitt með tíkinni og sjónvarpinu, en ég á bjór og rauðvín sem ég ætla að gæða mér á eftir prófið í rólegheitunum og fá mér eitthvað ljúft að borða.
Jóhanna, Edda, Dóa, Ragga, Vilborg og Anna Geirlaug ég sakna ykkar allra!!!
Slapp fjögur úr vinnunni í dag, mér finnst það alltaf svo næs sérstaklega á föstu dögum þegar maður er að nýta síðustu orkubirgðirnar eftir vikuna. Er svo að fara í dönskupróf - ætla nú ekki að eyða mörgum tímum í svoleiðis vitleysu.
Og viti menn - ég var sko að hugsa um hvort ég ætti að kíkja í sveitina um helgina en ég var ekki búin að sleppa þeirri hugsun þegar byrjaði að snjóa!! hvað er með mig og veðurfar??
En annars horfi ég fram á enn eitt rólega föstudagskvöldið mitt með tíkinni og sjónvarpinu, en ég á bjór og rauðvín sem ég ætla að gæða mér á eftir prófið í rólegheitunum og fá mér eitthvað ljúft að borða.
Jóhanna, Edda, Dóa, Ragga, Vilborg og Anna Geirlaug ég sakna ykkar allra!!!
Danska.........
Og ég er að reyna að læra undir dönsku próf. Ég er bara svo þreytt og lúin á öllum þessum lærdómi undanfarnar 3 vikur að ég er alveg við það að gefast upp. Eini kosturinn sem ég sé er að ég er búin á mánudaginn!!! Og þá get ég sofið til tíu ef mig langar til og vakið eins lengi og lesið uppi í rúmi það sem ég vil, ekki eitthvað sjálfskipað af skólanum (Talkshow, Snorra-Edda og Laxdæla - svo eitthvað sé nefnt - þær eru fleiri!!!) Ég gæti hugsað mér að lesa ekkert annað en Harry Potter yfir jólin!!
En best að snúa sér að dönskunni... aftur...
Og ég er að reyna að læra undir dönsku próf. Ég er bara svo þreytt og lúin á öllum þessum lærdómi undanfarnar 3 vikur að ég er alveg við það að gefast upp. Eini kosturinn sem ég sé er að ég er búin á mánudaginn!!! Og þá get ég sofið til tíu ef mig langar til og vakið eins lengi og lesið uppi í rúmi það sem ég vil, ekki eitthvað sjálfskipað af skólanum (Talkshow, Snorra-Edda og Laxdæla - svo eitthvað sé nefnt - þær eru fleiri!!!) Ég gæti hugsað mér að lesa ekkert annað en Harry Potter yfir jólin!!
En best að snúa sér að dönskunni... aftur...
fimmtudagur, desember 11, 2003
Three done - two more to go....
Náði að babla merkilega mikið og vissi merkilega mikið í Laxdælu og Snorra Eddu miðað við að hafa ekki lesið bækurnar. Snorra Edda = þökk sé mínum uppáhalds teiknimyndasögum Goðheimabækurnar!!! Þær rúla!!! Svo er það danskan á morgun og helvítis náttúrufræðin á mánudaginn.
já og það nýjasta varðandi upplýsingaflæðið í vinnunni minni: það er víst löngu búið að fresta þessu teiti sem átti að vera um helgina.. já já frétti það fyrir tilviljun í dag!!
Náði að babla merkilega mikið og vissi merkilega mikið í Laxdælu og Snorra Eddu miðað við að hafa ekki lesið bækurnar. Snorra Edda = þökk sé mínum uppáhalds teiknimyndasögum Goðheimabækurnar!!! Þær rúla!!! Svo er það danskan á morgun og helvítis náttúrufræðin á mánudaginn.
já og það nýjasta varðandi upplýsingaflæðið í vinnunni minni: það er víst löngu búið að fresta þessu teiti sem átti að vera um helgina.. já já frétti það fyrir tilviljun í dag!!
Ég skil ekki tölvunotkunina í grunnskólanum..
ég er með meilið gudrun@gf.is í skólanum - þe vinnumeil. En í allan vetur þá er ekki eitt meil búið að koma - EKKI EITT- semst þau nota þetta tæki ekki sem upplýsingamiðlara í vinnunni. Eitthvað sem ég á erfitt með að venjast, ég held að þau noti svona litla tússtöflu á kaffistofunni undir tilkynningar og viðburði! sem þýðir að ég sé það aldrei þar sem ég er aldrei uppi í skóla!!
Eins og núna á víst að vera einhver jólagleði í skólanum á laugardagskv. þe fyrir starfsmenn - jólaglögg og þess háttar, ég var búin að setja X við mig, og að sjálfsögðu X við jólaglögg. Ég hefði sennilegast ekki merkt við neitt ef ég hefði ekki óvart álpast upp í skóla þennan tiltekinn dag!
ég er með meilið gudrun@gf.is í skólanum - þe vinnumeil. En í allan vetur þá er ekki eitt meil búið að koma - EKKI EITT- semst þau nota þetta tæki ekki sem upplýsingamiðlara í vinnunni. Eitthvað sem ég á erfitt með að venjast, ég held að þau noti svona litla tússtöflu á kaffistofunni undir tilkynningar og viðburði! sem þýðir að ég sé það aldrei þar sem ég er aldrei uppi í skóla!!
Eins og núna á víst að vera einhver jólagleði í skólanum á laugardagskv. þe fyrir starfsmenn - jólaglögg og þess háttar, ég var búin að setja X við mig, og að sjálfsögðu X við jólaglögg. Ég hefði sennilegast ekki merkt við neitt ef ég hefði ekki óvart álpast upp í skóla þennan tiltekinn dag!
Vaknaði til að læra...
Þegar ég kom heim í gær eftir vinnu þá gerði ég heiðarlega tilraun til að læra undir íslenskuprófið sem er í dag. En mín litla sæta sem hafði verið ein heima frá ellefu var ekki alveg að láta sér nægja labbitúrinn áður en ég byrjaði - svo það varð ekki mikið úr lærdómi hjá mér. Svo ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun til að læra. Því yfirleitt þá fer hún á lappir með mér, út að labba, borða og síðan sofnar hún aftur (enn ekki sofnuð) en hún er svo geðgóð á morgnana að hún lætur mig í friði.
Mér er ekki búið að ganga vel í þessum tveimur prófum sem ég er búin með. Svo ég vona að þetta gangi betur í dag. Hugsið vel til mín kl sjö í kvöld, og látið fylgja með allar upplýsingar um Laxdælu og Snorra Eddu ;)
Þegar ég kom heim í gær eftir vinnu þá gerði ég heiðarlega tilraun til að læra undir íslenskuprófið sem er í dag. En mín litla sæta sem hafði verið ein heima frá ellefu var ekki alveg að láta sér nægja labbitúrinn áður en ég byrjaði - svo það varð ekki mikið úr lærdómi hjá mér. Svo ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun til að læra. Því yfirleitt þá fer hún á lappir með mér, út að labba, borða og síðan sofnar hún aftur (enn ekki sofnuð) en hún er svo geðgóð á morgnana að hún lætur mig í friði.
Mér er ekki búið að ganga vel í þessum tveimur prófum sem ég er búin með. Svo ég vona að þetta gangi betur í dag. Hugsið vel til mín kl sjö í kvöld, og látið fylgja með allar upplýsingar um Laxdælu og Snorra Eddu ;)
miðvikudagur, desember 10, 2003
vikan líður og ég er enn á lífi....
já ég lifði af bæði stærðfræðiprófið og söguprófið - útkoman... ehh.. verður sennilegast ekki upp á marga fiska þetta árið. Í dag er ekkert próf, en ég verð víst að læra eitthvað fyrir íslenskuna sem er á morgun. Dagarnir hjá mér núna eru semst:
Vakna
út með hundinn
læra
vinna
út með hundinn
læra
próf
út með hundinn
sofa
ekki mikið spennandi í gangi hér...
já ég lifði af bæði stærðfræðiprófið og söguprófið - útkoman... ehh.. verður sennilegast ekki upp á marga fiska þetta árið. Í dag er ekkert próf, en ég verð víst að læra eitthvað fyrir íslenskuna sem er á morgun. Dagarnir hjá mér núna eru semst:
Vakna
út með hundinn
læra
vinna
út með hundinn
læra
próf
út með hundinn
sofa
ekki mikið spennandi í gangi hér...
mánudagur, desember 08, 2003
Persónuleikapróf aftur...
You are Form 0, Phoenix: The Eternal.
"And The Phoenix's cycle had reached
zenith, so he consumed himself in fire. He
emerged from his own ashes, to be forever
immortal."
Some examples of the Phoenix Form are Quetzalcoatl
(Aztec), Shiva (Indian), and Ra-Atum
(Egyptian).
The Phoenix is associated with the concept of life,
the number 0, and the element of fire.
His sign is the eclipsed sun.
As a member of Form 0, you are a determined
individual. You tend to keep your sense of
optomism, even through tough times and have a
positive outlook on most situations. You have
a way of looking at going through life as a
journey that you can constantly learn from.
Phoenixes are the best friends to have because
they cheer people up easily.
Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla
You are Form 0, Phoenix: The Eternal.
"And The Phoenix's cycle had reached
zenith, so he consumed himself in fire. He
emerged from his own ashes, to be forever
immortal."
Some examples of the Phoenix Form are Quetzalcoatl
(Aztec), Shiva (Indian), and Ra-Atum
(Egyptian).
The Phoenix is associated with the concept of life,
the number 0, and the element of fire.
His sign is the eclipsed sun.
As a member of Form 0, you are a determined
individual. You tend to keep your sense of
optomism, even through tough times and have a
positive outlook on most situations. You have
a way of looking at going through life as a
journey that you can constantly learn from.
Phoenixes are the best friends to have because
they cheer people up easily.
Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla
laugardagur, desember 06, 2003
Læra, læra, læra, læra já og læra...
þar sem prófin eru að hefjast þá auddað er ég rosa dugleg við að læra. það er stærðfræði á mánudaginn en svo saga. Og ég þarf meiri tíma til að læra undir hana - svo í dag er það sagan!! 1894 var fyrsta verkalýðfélagið Báran stofnað af hásetum á þilskipum...... blaaahhh
En við Kítti fórum bara snemma í bælið í gær og kúrðum á okkar græna til að verða ellefu. Fórum í labbó með Hafdísi og Yeltsin, gaman gaman fannst sumum. Ég auðvitað fór í Sparkaup til að ná mér í laugardags/próflestursnammi og viti menn - þabbarrra fullt af afslætti á nammi í dag 2 fyrir einn af stjörnusnakki og 50% afsláttur af nammibarnum - jippí skippi!!! svona á þetta að vera - skapið allavega skánaði til muna við þetta!!
þar sem prófin eru að hefjast þá auddað er ég rosa dugleg við að læra. það er stærðfræði á mánudaginn en svo saga. Og ég þarf meiri tíma til að læra undir hana - svo í dag er það sagan!! 1894 var fyrsta verkalýðfélagið Báran stofnað af hásetum á þilskipum...... blaaahhh
En við Kítti fórum bara snemma í bælið í gær og kúrðum á okkar græna til að verða ellefu. Fórum í labbó með Hafdísi og Yeltsin, gaman gaman fannst sumum. Ég auðvitað fór í Sparkaup til að ná mér í laugardags/próflestursnammi og viti menn - þabbarrra fullt af afslætti á nammi í dag 2 fyrir einn af stjörnusnakki og 50% afsláttur af nammibarnum - jippí skippi!!! svona á þetta að vera - skapið allavega skánaði til muna við þetta!!
föstudagur, desember 05, 2003
Mega fúl núna..
Snéri við upp á öræfum. Var á leið í laufabrauðsgerð í Mývó, en útlit og færðin stoppuðu mig. Komin hálfa leið - jafnvel lengra ef talið er frá Fáskrúðsfirði, og varð að snúa við. Ég er svo svekkt, sár, fúl og reið. Var búið að hlakka svo til að eyða helginni með fleirum en Kítöru, tölvunni og skólabókunum..... En life sucks og somebody up there must hate me!
Snéri við upp á öræfum. Var á leið í laufabrauðsgerð í Mývó, en útlit og færðin stoppuðu mig. Komin hálfa leið - jafnvel lengra ef talið er frá Fáskrúðsfirði, og varð að snúa við. Ég er svo svekkt, sár, fúl og reið. Var búið að hlakka svo til að eyða helginni með fleirum en Kítöru, tölvunni og skólabókunum..... En life sucks og somebody up there must hate me!
fimmtudagur, desember 04, 2003
Föstudagur á morgun!!
Mér finnst nú ágætt að hugsa til þess. Fer til Mývó eftir vinnu á morgun í laufabrauðsgerð. Kem heim aftur á sunnudaginn - reyni að vera snemma á ferð því það er aukatími í stærðfræði seinna um daginn - og ekki má ég við að missa af því. Svo næsta vika er undirlögð af prófum - jæks!!
Við hliðina á mér liggur Kítara í mestum makindum við að naga/eta málningarlímband....
Og viti menn - ég var að tala við Röggu vinkonu í símanum og við settum met í kjaftaski - töluðum saman í nær 1 1/2 tíma!! damn DC++ - var að kynna það fyrir henni! Kominn tími til líka - þvílíkur dásemdar heimur fullur af dóti!!
Annars er ég búin að missa af endursýningu af Sex and the City - svo ég held að ég fari bara að sofa.
By the way - ljósasería no 4 er komin upp líka!! Og Fáskrúðsfjörður fer að líta út eins og bærinn í When the Grinch stole x-mas - þvílíkur ljósafjöldi er að safnast upp hérna - fólkið hér fer hamförum í jólaseríum - jafnt utan dyra sem innan!!!
Mér finnst nú ágætt að hugsa til þess. Fer til Mývó eftir vinnu á morgun í laufabrauðsgerð. Kem heim aftur á sunnudaginn - reyni að vera snemma á ferð því það er aukatími í stærðfræði seinna um daginn - og ekki má ég við að missa af því. Svo næsta vika er undirlögð af prófum - jæks!!
Við hliðina á mér liggur Kítara í mestum makindum við að naga/eta málningarlímband....
Og viti menn - ég var að tala við Röggu vinkonu í símanum og við settum met í kjaftaski - töluðum saman í nær 1 1/2 tíma!! damn DC++ - var að kynna það fyrir henni! Kominn tími til líka - þvílíkur dásemdar heimur fullur af dóti!!
Annars er ég búin að missa af endursýningu af Sex and the City - svo ég held að ég fari bara að sofa.
By the way - ljósasería no 4 er komin upp líka!! Og Fáskrúðsfjörður fer að líta út eins og bærinn í When the Grinch stole x-mas - þvílíkur ljósafjöldi er að safnast upp hérna - fólkið hér fer hamförum í jólaseríum - jafnt utan dyra sem innan!!!
miðvikudagur, desember 03, 2003
Ekkert nema afslappelsi í kvöld.
Enginn skóli, og ætla ekki að læra þar sem ekkert verkefni liggur fyrir.
Eyddi deginum í dag í að sortera perlur! Og vonandi fáum við í skólaselinu straujárn á morgun og þá verður gaman! Hef hugsað mér jafnvel að láta þau föndra eitthvað jóló með perlunum - og búa til óróa til að hengja upp í íbúðinni. Var einmitt að spá í að fara með myndavélina mína til að taka myndir af þeim við föndrið svo það væru til myndir af þessu fyrir skólann. Þau hefðu kannski líka gaman af því að skoða þær síðar meir.
Enginn skóli, og ætla ekki að læra þar sem ekkert verkefni liggur fyrir.
Eyddi deginum í dag í að sortera perlur! Og vonandi fáum við í skólaselinu straujárn á morgun og þá verður gaman! Hef hugsað mér jafnvel að láta þau föndra eitthvað jóló með perlunum - og búa til óróa til að hengja upp í íbúðinni. Var einmitt að spá í að fara með myndavélina mína til að taka myndir af þeim við föndrið svo það væru til myndir af þessu fyrir skólann. Þau hefðu kannski líka gaman af því að skoða þær síðar meir.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Laxdælunni lokið!...allavega í bili
Ég kláraði helv... verkefnið sem er búið að sitja á mér í nokkra daga núna. Fékk góða aðstoð frá einni sem er með mér í tímanum og ég svo umorðaði eitthvað sem ég fann á netinu - vissuð þið að ÖLL Laxdæla er á netinu?? Blessað netið!!
En núna er komið að því að bjóða góða nótt..
Ég kláraði helv... verkefnið sem er búið að sitja á mér í nokkra daga núna. Fékk góða aðstoð frá einni sem er með mér í tímanum og ég svo umorðaði eitthvað sem ég fann á netinu - vissuð þið að ÖLL Laxdæla er á netinu?? Blessað netið!!
En núna er komið að því að bjóða góða nótt..
Og samkvæmt könnun er ég:
E.T.!
What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
E.T.!
What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
Hlevítis sex pop up gluggar...
Veit ekki hvaða síða það er - en reglulgega þá poppa upp milljón xxx rated gluggar - downlóda þessu og bla bla bla - veit ekki hvaða síða veldur þessu - en yfirlelitt þegar ég er að browsa á upsaid.com bloggum þá poppar þetta upp - ekki alltaf en leiðinlega oft. Alveg að gera mig vitlausa!!
Veit ekki hvaða síða það er - en reglulgega þá poppa upp milljón xxx rated gluggar - downlóda þessu og bla bla bla - veit ekki hvaða síða veldur þessu - en yfirlelitt þegar ég er að browsa á upsaid.com bloggum þá poppar þetta upp - ekki alltaf en leiðinlega oft. Alveg að gera mig vitlausa!!
Var að skríða á fætur....
Svaf og svaf og svaf. Svo er svona ringningarfjúk úti með látum og það er ekkert uppörvandi að fara á fætur í svoleiðis - við þekkjum það öll. Kítara heldur ekkert spennt yfir þessu veðri og er ekkert að biðja um að fara út. Henni fannst allt í lagi að sofa lengur - stundum held ég að hún hugsi að ég sé rugluð að fara alltaf svona snemma á fætur - vegna þess að hún skrýður alltaf aftur upp í svona um níu.
En ég er algjörlega andlaus svona nývöknuð, með kaffibollann reyndar, en það er ekkert nýtt að gerast. Ég er bara hérna.
Svaf og svaf og svaf. Svo er svona ringningarfjúk úti með látum og það er ekkert uppörvandi að fara á fætur í svoleiðis - við þekkjum það öll. Kítara heldur ekkert spennt yfir þessu veðri og er ekkert að biðja um að fara út. Henni fannst allt í lagi að sofa lengur - stundum held ég að hún hugsi að ég sé rugluð að fara alltaf svona snemma á fætur - vegna þess að hún skrýður alltaf aftur upp í svona um níu.
En ég er algjörlega andlaus svona nývöknuð, með kaffibollann reyndar, en það er ekkert nýtt að gerast. Ég er bara hérna.
mánudagur, desember 01, 2003
Mánudagur að kveldi kominn.
Dönsku prófi lokið, vinnu dagsins lokið, launin komin, launin farin, skóla kvöldsins lokið... og við tekur afslappelsi í nokkrar mín. og svo í háttinn og við tekur sama bullið aftur á morgun þegar ég vakna. Ég býst ekki við háu skori á þessu blessaða dönsku prófi - en við hverju býst maður þegar maður les ekki bókina...;)
Dönsku prófi lokið, vinnu dagsins lokið, launin komin, launin farin, skóla kvöldsins lokið... og við tekur afslappelsi í nokkrar mín. og svo í háttinn og við tekur sama bullið aftur á morgun þegar ég vakna. Ég býst ekki við háu skori á þessu blessaða dönsku prófi - en við hverju býst maður þegar maður les ekki bókina...;)
sunnudagur, nóvember 30, 2003
Eirðarlaus...
Bara geggjað eirðarlaus, bjó til lasagne áðan og horfði á Simpsons af tölvunni, það var eitthvað um hálf átta - en svo fattaði ég núna að klukkan er allt í einu að verða ellefu - er ekki einu sinni búin að fá mér sígó og hundurinn löng búinn að gefast upp á mér. Ég er ekki búin að gera neitt af viti síðan ég borðaði - ekki slappa af eða neitt.... Bara sóaði kvöldinu til einskis... story of my life.....
Bara geggjað eirðarlaus, bjó til lasagne áðan og horfði á Simpsons af tölvunni, það var eitthvað um hálf átta - en svo fattaði ég núna að klukkan er allt í einu að verða ellefu - er ekki einu sinni búin að fá mér sígó og hundurinn löng búinn að gefast upp á mér. Ég er ekki búin að gera neitt af viti síðan ég borðaði - ekki slappa af eða neitt.... Bara sóaði kvöldinu til einskis... story of my life.....
Af hverju...??
Af hverju eru allir (þá er ég aðallega að tala um þau í Mývó) að reyna að segja mér hvað ég eigi að gera? Hvernig ég eigi að hugsa?? og koma með setningar eins og "ef þú gerir svona þá ...." og koma svo með neikvæða úrslitakosti af þeirra hálfu, rétt eins og ef ég ákveð eitthvað þá yrði það vegna þeirra? Er þetta ekki mitt líf? Er þetta ekki mín ákvörðun?
Ég hef vitað lengi að þeim lílkar ekki við hann - þau þekkja hann ekki, hann er heldur ekki vanur að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir alla. Jú mér hefur oft liðið ílla, en mér hefur líka oft liðið vel - betur en ég hafði nokkurn tímann þorað að vona að mér ætti eftir að líða. Og ég er hrædd um að finna það ekki aftur.
Og í dag - þótt undarlegt megi virðast - þá vil ég fá hann heim aftur, en þori ekki fyrir mitt litla líf að viðurkenna það.
Ég vil taka þá áhættu í dag að reyna aftur, taka sénsinn. En það er í dag, ég geri mér grein fyrir því að það er allt of snemmt að ákveða það núna, en ég vildi bara óska að á meðan ég væri að hugsa um þetta að þau myndu hætta þessum kommentum, neikvæðu svörum líkt og "nei hann myndi aldrei gera svona" eða "hann hefur nú aldrei staðið við það sem hann segir" eða "aldrei hægt að treysta honum" og svo endar yfirleitt á því að það heyrist úr hinum enda línunnar "hann á aldrei afturkvæmt hingað"
Af hverju eru allir (þá er ég aðallega að tala um þau í Mývó) að reyna að segja mér hvað ég eigi að gera? Hvernig ég eigi að hugsa?? og koma með setningar eins og "ef þú gerir svona þá ...." og koma svo með neikvæða úrslitakosti af þeirra hálfu, rétt eins og ef ég ákveð eitthvað þá yrði það vegna þeirra? Er þetta ekki mitt líf? Er þetta ekki mín ákvörðun?
Ég hef vitað lengi að þeim lílkar ekki við hann - þau þekkja hann ekki, hann er heldur ekki vanur að leggja tilfinningar sínar á borð fyrir alla. Jú mér hefur oft liðið ílla, en mér hefur líka oft liðið vel - betur en ég hafði nokkurn tímann þorað að vona að mér ætti eftir að líða. Og ég er hrædd um að finna það ekki aftur.
Og í dag - þótt undarlegt megi virðast - þá vil ég fá hann heim aftur, en þori ekki fyrir mitt litla líf að viðurkenna það.
Ég vil taka þá áhættu í dag að reyna aftur, taka sénsinn. En það er í dag, ég geri mér grein fyrir því að það er allt of snemmt að ákveða það núna, en ég vildi bara óska að á meðan ég væri að hugsa um þetta að þau myndu hætta þessum kommentum, neikvæðu svörum líkt og "nei hann myndi aldrei gera svona" eða "hann hefur nú aldrei staðið við það sem hann segir" eða "aldrei hægt að treysta honum" og svo endar yfirleitt á því að það heyrist úr hinum enda línunnar "hann á aldrei afturkvæmt hingað"
Saga og hressandi gönguferð
Við Kítara vöknuðum ekki fyrr en upp úr tólf! Vel sofnar og afslappaðar. Við fórum í sturtu - þe ég setti hana í sturtu með miklum látum - og við hamaganginn þá var það spurning hvort ég þyrfit að fara í sturtu líka - var orðin gegndreypa á þessu veseni. En henni líður alltaf vel á eftir - þó hún þykist vera í fýlu - það er allavega ekkert sem harðfiskur getur ekki lagað.
Svo fór ég upp í skóla, við ákváðum að hittast og klára Þema3 verkefnið í sögu. Afar spennó ... (not) Ég beið bara eftir því að losna svo ég gæti tekið litlu dúlluna mína og farið með hana út í góðan labbó.
Hafdís, "mamma" Yeltsin (félagi Kítöru) sem er einnig með mér í sögu - ákvað að draga sitt hundspott með líka og fórum við stóran og góðan hring fyrir utan bæinn þar sem allir gátu leikið lausum hala og var það ekkert smá gaman!! Allavega var mín svo ánægð því Yeltsin er bara 3 ára og nennir að leika við hana!!
Við Kítara vöknuðum ekki fyrr en upp úr tólf! Vel sofnar og afslappaðar. Við fórum í sturtu - þe ég setti hana í sturtu með miklum látum - og við hamaganginn þá var það spurning hvort ég þyrfit að fara í sturtu líka - var orðin gegndreypa á þessu veseni. En henni líður alltaf vel á eftir - þó hún þykist vera í fýlu - það er allavega ekkert sem harðfiskur getur ekki lagað.
Svo fór ég upp í skóla, við ákváðum að hittast og klára Þema3 verkefnið í sögu. Afar spennó ... (not) Ég beið bara eftir því að losna svo ég gæti tekið litlu dúlluna mína og farið með hana út í góðan labbó.
Hafdís, "mamma" Yeltsin (félagi Kítöru) sem er einnig með mér í sögu - ákvað að draga sitt hundspott með líka og fórum við stóran og góðan hring fyrir utan bæinn þar sem allir gátu leikið lausum hala og var það ekkert smá gaman!! Allavega var mín svo ánægð því Yeltsin er bara 3 ára og nennir að leika við hana!!
laugardagur, nóvember 29, 2003
Dugleg í dag!!
Búin að vera klikkað dugleg í dag! Byrjaði daginn á að fara í aukatíma í stærðfræði og já viti menn honum Vidda íþróttaálf tókst að opna smá glufu yfir alla þessa óskiljanlegu leyndardóma stærðfræðinnar!!
Entist ekki lengi - þar sem ég rembdist eins og rjúpan við staurinn að klóra mig í gegnum stærðfræði heimaverkefni - og endaði með að skrifa við sum svörin og dæmin "ég hreinlega skil þetta bara ekki"
En ég er líka búin með dönsku verkefni -stíl um menningu danmerkur (efni að eigin vali blaaaa) og læra undir dönsku próf sem ég tek á mánudaginn!!
í millitíðinni fórum við Kítar út fyrir bæinn og lékum okkur í nýfallna snjónum - svaka gaman - en núna er hún sennilegast pirruð út í mig fyrir að læra svona mikið - litla dúllan mín.
Búin að vera klikkað dugleg í dag! Byrjaði daginn á að fara í aukatíma í stærðfræði og já viti menn honum Vidda íþróttaálf tókst að opna smá glufu yfir alla þessa óskiljanlegu leyndardóma stærðfræðinnar!!
Entist ekki lengi - þar sem ég rembdist eins og rjúpan við staurinn að klóra mig í gegnum stærðfræði heimaverkefni - og endaði með að skrifa við sum svörin og dæmin "ég hreinlega skil þetta bara ekki"
En ég er líka búin með dönsku verkefni -stíl um menningu danmerkur (efni að eigin vali blaaaa) og læra undir dönsku próf sem ég tek á mánudaginn!!
í millitíðinni fórum við Kítar út fyrir bæinn og lékum okkur í nýfallna snjónum - svaka gaman - en núna er hún sennilegast pirruð út í mig fyrir að læra svona mikið - litla dúllan mín.
föstudagur, nóvember 28, 2003
Góðan daginn!!
Ég er allt önnur manneskja í dag eftir að hafa fengið að sofa og hvíla mig í gær. Lærði ekki staf heldur svaf, las og horfði á videó - reyndar mætti ég í skólann en hann var stuttur þar sem danskan féll niður í gær.
Ég var að tala við þau fyrir sunnan - þe Kalla, Raggý og Hjölla og Kalli var á leiðinni með Hjölla inn á vog - tók sér frí fyrir hádegi til að skutla honum. Gott mál - þá getur sá kafli byrjað. Og nú hefst minn tími. Hvað nú verður veit nú enginn vandinn er um slíkt að spá......
Ég er allt önnur manneskja í dag eftir að hafa fengið að sofa og hvíla mig í gær. Lærði ekki staf heldur svaf, las og horfði á videó - reyndar mætti ég í skólann en hann var stuttur þar sem danskan féll niður í gær.
Ég var að tala við þau fyrir sunnan - þe Kalla, Raggý og Hjölla og Kalli var á leiðinni með Hjölla inn á vog - tók sér frí fyrir hádegi til að skutla honum. Gott mál - þá getur sá kafli byrjað. Og nú hefst minn tími. Hvað nú verður veit nú enginn vandinn er um slíkt að spá......
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Sofi dagur í dag....
Þar kom að því að líkaminn sagði "nei hingað og ekki lengra" og neitaði að gera neitt í morgun sama hvað ég reyndi. Maður getur greinilega ekki gengið lengi án þess að sofa. Svo ég hringdi í Helgu skólastjóra sem var reyndar búin að segja mér að ef ég þyrfti að hvíla mig þá mætti ég hringja í hana. Og það var ekkert mál, ég fékk frí í dag og skreið aftur í rúmið og svaf til núna. En ég er jafnvel að spá í að fara aftur í bælið, lesa og slappa alveg af í dag - ekki læra og ekki neitt. Ég hef ekki gert það síðan löngu fyrir vetrarfrí.
Þar kom að því að líkaminn sagði "nei hingað og ekki lengra" og neitaði að gera neitt í morgun sama hvað ég reyndi. Maður getur greinilega ekki gengið lengi án þess að sofa. Svo ég hringdi í Helgu skólastjóra sem var reyndar búin að segja mér að ef ég þyrfti að hvíla mig þá mætti ég hringja í hana. Og það var ekkert mál, ég fékk frí í dag og skreið aftur í rúmið og svaf til núna. En ég er jafnvel að spá í að fara aftur í bælið, lesa og slappa alveg af í dag - ekki læra og ekki neitt. Ég hef ekki gert það síðan löngu fyrir vetrarfrí.
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Komin á fætur - once again..
og svo skrýtið það sem mig dreymdi. Málið er að við Hjölli ætluðum að fara í ferðalag til US, eitthvað sem okkur hefur langað að gera lengi og jafnvel ætluðum að fara næsta sumar. En í draumnum vorum við einmitt að leggja í hann, og við vorum komin upp í flugrútuna þegar hann segist ekk i geta haldið svona áfram, hann yrði alltaf eins og hann er, og rýkur svo í burtu. Ég að sjálfsögðu sit eftir með sárt ennið, og leiðin til Keflavíkur var hræðileg, en þegar þangað var komið þá beið Hjölli þar eftir mér og segist ætla að koma með, að ekkert sé þess virði að gera það án mín.
Og gott fólk - í dag er fyrsti dagurinn sem ég vakna ógrátandi - veit ekki alveg af hverju - mér allavega líður mjög ílla akkúrat núna, vildi óska þess að draumar yrðu að veruleika - þó það væri ekki nema bara í örfáskipti fyrir hverja manneskju.
og svo skrýtið það sem mig dreymdi. Málið er að við Hjölli ætluðum að fara í ferðalag til US, eitthvað sem okkur hefur langað að gera lengi og jafnvel ætluðum að fara næsta sumar. En í draumnum vorum við einmitt að leggja í hann, og við vorum komin upp í flugrútuna þegar hann segist ekk i geta haldið svona áfram, hann yrði alltaf eins og hann er, og rýkur svo í burtu. Ég að sjálfsögðu sit eftir með sárt ennið, og leiðin til Keflavíkur var hræðileg, en þegar þangað var komið þá beið Hjölli þar eftir mér og segist ætla að koma með, að ekkert sé þess virði að gera það án mín.
Og gott fólk - í dag er fyrsti dagurinn sem ég vakna ógrátandi - veit ekki alveg af hverju - mér allavega líður mjög ílla akkúrat núna, vildi óska þess að draumar yrðu að veruleika - þó það væri ekki nema bara í örfáskipti fyrir hverja manneskju.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Afi minn er 80 ára í dag!!
Og svo erum við hin ungu að hafa áhyggjur af því að hlutirnir sem okkur þykja hræðilegir séu bara endalokin, ég hef bara lifað í 28 ár, ef ég næ áttræðu þá á ég 52 ár eftir!! Samband okkar Hjölla var í 6 ár! Sjáið þið hvað hlutfallið þarna á milli er fáránlegt??
En nóg um það TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AFI MINN!! (ekki það að hann sé tölvuvæddur og lesi bloggið mitt - þá væri hann sennilegast ekki áttræður í dag - If U know what I mean...)
En ég komst fram úr í morgun, eftir svefnlitla nótt. Ég er núna að hafa áhyggjur af skólanum. Mér finnst svo mikið eftir að gera, ég svo langt á eftir með allt og svo stuttur tími. Og ég næ ekki að sofa, næ ekki að vakna kl sjö til að nýta tímann fyrir vinnu til að læra, kem heim kl. fimm og þá er lítil tík sem þarf líka ástúð og athygli, skóli kl sjö til tíu, hálf ellefu, og þá reyni ég að fara að sofa. Þessi tími sem ég sit við tölvuna er frekar lítill og ég næ ekki að byrja á neinu - hef mig ekki í það.
Semst ofan á allt saman þá fæ ég hnút í magan vegna skólans og ég hreinlega má ekki við því.
Og svo erum við hin ungu að hafa áhyggjur af því að hlutirnir sem okkur þykja hræðilegir séu bara endalokin, ég hef bara lifað í 28 ár, ef ég næ áttræðu þá á ég 52 ár eftir!! Samband okkar Hjölla var í 6 ár! Sjáið þið hvað hlutfallið þarna á milli er fáránlegt??
En nóg um það TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AFI MINN!! (ekki það að hann sé tölvuvæddur og lesi bloggið mitt - þá væri hann sennilegast ekki áttræður í dag - If U know what I mean...)
En ég komst fram úr í morgun, eftir svefnlitla nótt. Ég er núna að hafa áhyggjur af skólanum. Mér finnst svo mikið eftir að gera, ég svo langt á eftir með allt og svo stuttur tími. Og ég næ ekki að sofa, næ ekki að vakna kl sjö til að nýta tímann fyrir vinnu til að læra, kem heim kl. fimm og þá er lítil tík sem þarf líka ástúð og athygli, skóli kl sjö til tíu, hálf ellefu, og þá reyni ég að fara að sofa. Þessi tími sem ég sit við tölvuna er frekar lítill og ég næ ekki að byrja á neinu - hef mig ekki í það.
Semst ofan á allt saman þá fæ ég hnút í magan vegna skólans og ég hreinlega má ekki við því.
mánudagur, nóvember 24, 2003
Og ég komst á lappir - ótrúlegt en satt.
Svo var líka svo fyndið þegar klukkan hringdi því Kítöru brá svo rosalega að hún datt úr rúminu (já ég leyfi henni sko að kúra uppí þegar ég er svona einmanna) og þá komst ég líka að því að timerinn á kaffikönnunni virkar!! svo þegar ég vaknaði var tilbúið kaffi frammi og þvílíkur endemis dásemdar ilmur sem lagði inn í herbergi.
Og ég kom jólaseríunum upp í gær - 1 í stofunni, og 2 í eldhúsinu.
Í gær gerði ég svo fátt annað. Reyndi að læra en komst ekki í neinn gír, var alltaf að missa einbeitninguna og var allt of eirðarlaus. Sá að þetta þýddi ekki neitt - svo ég hætti þessu bara. Það var ógissleg rigning úti og ég nennti hreinlega ekki að vera til, var þá dregin í leikinn "felum bangsann" sem gekk vel - nema hún verður fljótlega þreytt þegar hún þarf alltaf að hlýða, og leggst og sofnar!!! Hún er örugglega komin aftur upp í rúm núna - dregur mig á lappir og út í labbó og kemur mér af stað - skríður svo sjálf aftur uppí og heldur áfram að sofa.
Svo var líka svo fyndið þegar klukkan hringdi því Kítöru brá svo rosalega að hún datt úr rúminu (já ég leyfi henni sko að kúra uppí þegar ég er svona einmanna) og þá komst ég líka að því að timerinn á kaffikönnunni virkar!! svo þegar ég vaknaði var tilbúið kaffi frammi og þvílíkur endemis dásemdar ilmur sem lagði inn í herbergi.
Og ég kom jólaseríunum upp í gær - 1 í stofunni, og 2 í eldhúsinu.
Í gær gerði ég svo fátt annað. Reyndi að læra en komst ekki í neinn gír, var alltaf að missa einbeitninguna og var allt of eirðarlaus. Sá að þetta þýddi ekki neitt - svo ég hætti þessu bara. Það var ógissleg rigning úti og ég nennti hreinlega ekki að vera til, var þá dregin í leikinn "felum bangsann" sem gekk vel - nema hún verður fljótlega þreytt þegar hún þarf alltaf að hlýða, og leggst og sofnar!!! Hún er örugglega komin aftur upp í rúm núna - dregur mig á lappir og út í labbó og kemur mér af stað - skríður svo sjálf aftur uppí og heldur áfram að sofa.
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Sunnudagur, og helgin að verða búin...
Ég svaf allt of lengi - alveg til hálf tólf, náttlea með vakni um átta til að hleypa henni út að pissa - en svo skriðum við aftur í bælið og kúrðum okkur niður og hrutum eins og hross.
Svo þar fóru nokkrir klukkutímar í súginn með lærdóminn. En það verður bara að hafa það.
Takk fyrir öll kommentin - ég ætla að setja upp seríurnar á eftir - seinnipartinn þegar farið verður að dimma - hlakka til að lífga aðeins upp á tilveruna - ekki veitir af.
Ég svaf allt of lengi - alveg til hálf tólf, náttlea með vakni um átta til að hleypa henni út að pissa - en svo skriðum við aftur í bælið og kúrðum okkur niður og hrutum eins og hross.
Svo þar fóru nokkrir klukkutímar í súginn með lærdóminn. En það verður bara að hafa það.
Takk fyrir öll kommentin - ég ætla að setja upp seríurnar á eftir - seinnipartinn þegar farið verður að dimma - hlakka til að lífga aðeins upp á tilveruna - ekki veitir af.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Ok desperate í jólaljós..
Er of snemmt að setja upp jólaljósin núna - þe seríur í glugga og þess háttar??
ég óska eftir svörum í "comment" hér að neðan.....
Ég var nefnilega að kveikja á lampanum í stofunni - mér finnst svo drungalegt, svo einmannalegt eitthvað og mér datt í hug að smella þeim upp til að lífga aðeins upp á tilveruna og ráðast á myrkrið úti.. heppin ég vegna þess að ég á allar seríurnar mínar síðan í fyrra og þær virka flott!!!!
Annars erum við komnar á fætur og búnar með labbó, og núna er ekkert nema að hella sér í lærdóminn.
Er of snemmt að setja upp jólaljósin núna - þe seríur í glugga og þess háttar??
ég óska eftir svörum í "comment" hér að neðan.....
Ég var nefnilega að kveikja á lampanum í stofunni - mér finnst svo drungalegt, svo einmannalegt eitthvað og mér datt í hug að smella þeim upp til að lífga aðeins upp á tilveruna og ráðast á myrkrið úti.. heppin ég vegna þess að ég á allar seríurnar mínar síðan í fyrra og þær virka flott!!!!
Annars erum við komnar á fætur og búnar með labbó, og núna er ekkert nema að hella sér í lærdóminn.
föstudagur, nóvember 21, 2003
Það er föstudagur í dag...
og venjulega veitir það mér ómælda gleði að hafa helgina framundan. En ekki í dag. Ég hef alveg óhugnanlega mikið eftir ólært af heimanámi, aukatími á sunnudaginn í stærðfræði, hitta Hafdísi sem er með mér í Nátt til að læra eitthvað um blóðflokka og tengingu þeirra, 3 verkefni í sögu, 1 í íslensku (helvítis Laxdæla) og 2 í náttúrufræði. Ég sé ekki framá að fara til Mývó í dag né um helgina. Ég kvíði hinu daglega lífi sem er í næstu viku og hafði vonast til að gera eitthvað upplífgandi til að hressa sálartetrið við um helgina í stað þess að vera hérna ein og rolast um með bækurnar, hugsandi hvað verður og hvernig verður þetta.
Það eru ótal spurningar í hausnum á mér, og mér finnst kollurinn vera í einum hrærigraut. Það er svo margt sem togast á, fólk segir mér að gera svona og aðrir segja mér að gera hinsegin. Og þar af leiðandi þori ég ekki að segja það sem mig langar virkilega til að gera....
og venjulega veitir það mér ómælda gleði að hafa helgina framundan. En ekki í dag. Ég hef alveg óhugnanlega mikið eftir ólært af heimanámi, aukatími á sunnudaginn í stærðfræði, hitta Hafdísi sem er með mér í Nátt til að læra eitthvað um blóðflokka og tengingu þeirra, 3 verkefni í sögu, 1 í íslensku (helvítis Laxdæla) og 2 í náttúrufræði. Ég sé ekki framá að fara til Mývó í dag né um helgina. Ég kvíði hinu daglega lífi sem er í næstu viku og hafði vonast til að gera eitthvað upplífgandi til að hressa sálartetrið við um helgina í stað þess að vera hérna ein og rolast um með bækurnar, hugsandi hvað verður og hvernig verður þetta.
Það eru ótal spurningar í hausnum á mér, og mér finnst kollurinn vera í einum hrærigraut. Það er svo margt sem togast á, fólk segir mér að gera svona og aðrir segja mér að gera hinsegin. Og þar af leiðandi þori ég ekki að segja það sem mig langar virkilega til að gera....
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Komin heim aftur...
Ok sumir vita að Hjölli stakk af til Reykjavíkur undir þeim formerkjum að hann væri að fara inn á Vog - ég hálfviti og grunlaus- græn á bak við eyrum keyrði hann í sakleysi mínu út á flugvöll á þriðjudagsmorgni 11 nóv. Síðan heyrði ég ekkert í honum nema fékk veður af því að hann væri á fyllerii og hann hafði heldur ekkert hringt í mig. Mér leið afskaplega ílla. Þegar ég hringdi á þessa staði t.d. Nellýs og fl. þá heyrði ég á staffinu að hann hefði verið þarna og neitaði að tala við mig. Ég skildi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Aftur - leið mér hræðilega. Svo ég skellti mér til R-vík á fimmtudeginum til að fá að vita eitthvað og ég fann hann - talaði við hann og allt virtist verða ok - nema hann gaf skít í allt og alla þar á meðal mig og allt sem við höfðum með að stinga af aftur og fara á heljarins fyllerí og djamm um helgina.
Ég gat ekki meir og fór aftur til Mývó á sunnudaginn. Niðurbrotin.
Ég er komin heim núna - enn niðurbrotin á hvernig fólk getur verið svona grimmt.
Ég tel mig vera konu einsama í dag.
Ok sumir vita að Hjölli stakk af til Reykjavíkur undir þeim formerkjum að hann væri að fara inn á Vog - ég hálfviti og grunlaus- græn á bak við eyrum keyrði hann í sakleysi mínu út á flugvöll á þriðjudagsmorgni 11 nóv. Síðan heyrði ég ekkert í honum nema fékk veður af því að hann væri á fyllerii og hann hafði heldur ekkert hringt í mig. Mér leið afskaplega ílla. Þegar ég hringdi á þessa staði t.d. Nellýs og fl. þá heyrði ég á staffinu að hann hefði verið þarna og neitaði að tala við mig. Ég skildi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Aftur - leið mér hræðilega. Svo ég skellti mér til R-vík á fimmtudeginum til að fá að vita eitthvað og ég fann hann - talaði við hann og allt virtist verða ok - nema hann gaf skít í allt og alla þar á meðal mig og allt sem við höfðum með að stinga af aftur og fara á heljarins fyllerí og djamm um helgina.
Ég gat ekki meir og fór aftur til Mývó á sunnudaginn. Niðurbrotin.
Ég er komin heim núna - enn niðurbrotin á hvernig fólk getur verið svona grimmt.
Ég tel mig vera konu einsama í dag.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Líf sjúkdómur??
Vinkona mín skrifar:
"Er að spá í hvort að einstaklingur (sem slíkur) geti talist vera sjúkdómur?? Sjúkdómur er skilgreindur m.a. sem óeðlilegt líkamlegt eða huglægt ástand sem orsakast af sýklum, röskun erfðaefna eða áverkum."
Ég las einhverstaðar að "Líf væri sjúkdómur sem smitast við kynmök"
Hvað heldur þú mín kæra vinkona???
Vinkona mín skrifar:
"Er að spá í hvort að einstaklingur (sem slíkur) geti talist vera sjúkdómur?? Sjúkdómur er skilgreindur m.a. sem óeðlilegt líkamlegt eða huglægt ástand sem orsakast af sýklum, röskun erfðaefna eða áverkum."
Ég las einhverstaðar að "Líf væri sjúkdómur sem smitast við kynmök"
Hvað heldur þú mín kæra vinkona???
mánudagur, nóvember 10, 2003
Laxdæla....
er í íslensku, eftir frekar langan dag - en vitiði það að bíllinn virkar vel!!! Nei - ég sko lærði ekki staf í vetrarfríinu og þar á meðal hef ekki litið í þessa frægu bók Laxdælu og hef ekki skýmu um hvað er verið að tala og hvað eru svörin við þessum verkefnum sem búið er að lóda á okkur.
Veit einhver um almennilega síðu sem getur hjálpað mér með þetta???
Ég held nebbleea að þetta verði ekki einu sinni prófað... bara nennekki...
En bíllinn er yndislegur!!!!!!
er í íslensku, eftir frekar langan dag - en vitiði það að bíllinn virkar vel!!! Nei - ég sko lærði ekki staf í vetrarfríinu og þar á meðal hef ekki litið í þessa frægu bók Laxdælu og hef ekki skýmu um hvað er verið að tala og hvað eru svörin við þessum verkefnum sem búið er að lóda á okkur.
Veit einhver um almennilega síðu sem getur hjálpað mér með þetta???
Ég held nebbleea að þetta verði ekki einu sinni prófað... bara nennekki...
En bíllinn er yndislegur!!!!!!
Komin heim aftur!
Eftir hreint út sagt frábært vetrarfrí. Leiðinlegt að geta ekki hitt alla sem ég vildi hitta - og sennilegast fæ ég fúla pósta frá sumum sem fengu ekki að hitta okkur fyrir sunnan. Já gott fólk - við náðum i bílinn inn á Akureyri á miðvikudaginn, borguðum fyrir hann og brunuðum suður. Eftri átta mánaða fjarveru fannst mér ekki mikið hafa breyst. (en bíllinnn er frábær!!)
Við semst vorum komin suður á miðvikudagskvöldið. Öll þrjú afar þreytt, tíkin samt alveg ótrúlega þæg í bíl, svaf mest alla leiðina og var róleg. (alveg snilld að keyra bílinn!!)
Á fimmtudaginn skiptum við liði og reyndum að hitta alla sem við gátum hitt, og áttum rólegt kvöld þar sem við erum með hund núna þá er ekkert sem heitir að fara og fá sér öl einhverstaðar. Hún var búin að vera svo dugleg að bíða í bílum á milli heimsókna og kaffihúsa að ég hafði ekki brjóst í mér að skilja hana meira eina eftir. En það var ósköp notalegt að hitta fólk eftir svona langa fjarveru. Svo við pöntuðum okkur Ning's (matur sem fæst ekki fyrir austan) og tókum spólur og keyptum ís.
Á föstudaginn var sko farið í sund - legið i heitu pottunum og farið í morgunmat til Dóu á Kofanum - takk fyrir mig mín kæra!! Svo ákváðum við að fara með bílinn í olíuskiptingu og smur og allar græjur. Fórum í alls kyns búðir, og svo var dagurinn allt í einu búinn. Fórum samt og sáum Matrix í Kringlubíói, gátum ekki verið þekkt fyrir að fara ekkert í bíó. Svo var haldið til Kalla og Raggý á Grundarstígnum og spilað. Georg mætti líka og kominn með alskegg - alveg mega flottur!!!
Á laugardaginn var svo vaknað og öllu hent út í bíl. Buðum okkur í morgunkaffi til Gunna Lyng og Maríu og hittum þar nýjasta litla krílið þeirra hana Önnu Rakel, sem er alveg oggó pínu pons. Fórum í hádegismat til afa og ömmu - sem er alltaf gott að hitta, grautur og alles. Kíktum í nokkrar fleiri búðir og brunuðum svo aftur norður. Ferðin gekk vel norður, og vorum í kvöldmat hjá tengdapabba ásamt Rut Reginalds og hljómborðsleikaranum hennar. Monsa tíkinn hans Harðar var alveg komin á steypirinn, hún sennilegast átti hvolpana sína þá um nóttina blessunin, enda var hún svo stór, ólétt og geðill, þannig að Kítara fékk bara að bíða í bílnum á meðan. Við brunuðum svo í Mývó um kvöldið - alltaf gott að gista þar.
Sunnudagurinn byrjaði á gufu. Pabbi vildi svo skipta um hosur á bílnum, sem er alltaf gott ráð að gera til að byrja með þegar maður kaupir nýjan bíl segir hann - ég treysti honum í þessum málum. Þá komumst við að því að það er ný vél í bílnum - sennilegast ekki keyrði nema um 50þ kílómetra. Alveg snilldar uppgötvun - við vissum að við vorum að fá gott eintak af bíl - en þetta er stór plús!!! Enda er bíllinn alveg snilld!!
Vorum þar til um þrjú og brunuðum svo heim.
Alltaf gott að komast heim, Kítara sem var alveg til fyrirmyndar í alla staði var því fegin að komast heim - enda er hún búin að sofa síðan.
Svo núna tekur vinnan við aftur og skólinn.....
Eftir hreint út sagt frábært vetrarfrí. Leiðinlegt að geta ekki hitt alla sem ég vildi hitta - og sennilegast fæ ég fúla pósta frá sumum sem fengu ekki að hitta okkur fyrir sunnan. Já gott fólk - við náðum i bílinn inn á Akureyri á miðvikudaginn, borguðum fyrir hann og brunuðum suður. Eftri átta mánaða fjarveru fannst mér ekki mikið hafa breyst. (en bíllinnn er frábær!!)
Við semst vorum komin suður á miðvikudagskvöldið. Öll þrjú afar þreytt, tíkin samt alveg ótrúlega þæg í bíl, svaf mest alla leiðina og var róleg. (alveg snilld að keyra bílinn!!)
Á fimmtudaginn skiptum við liði og reyndum að hitta alla sem við gátum hitt, og áttum rólegt kvöld þar sem við erum með hund núna þá er ekkert sem heitir að fara og fá sér öl einhverstaðar. Hún var búin að vera svo dugleg að bíða í bílum á milli heimsókna og kaffihúsa að ég hafði ekki brjóst í mér að skilja hana meira eina eftir. En það var ósköp notalegt að hitta fólk eftir svona langa fjarveru. Svo við pöntuðum okkur Ning's (matur sem fæst ekki fyrir austan) og tókum spólur og keyptum ís.
Á föstudaginn var sko farið í sund - legið i heitu pottunum og farið í morgunmat til Dóu á Kofanum - takk fyrir mig mín kæra!! Svo ákváðum við að fara með bílinn í olíuskiptingu og smur og allar græjur. Fórum í alls kyns búðir, og svo var dagurinn allt í einu búinn. Fórum samt og sáum Matrix í Kringlubíói, gátum ekki verið þekkt fyrir að fara ekkert í bíó. Svo var haldið til Kalla og Raggý á Grundarstígnum og spilað. Georg mætti líka og kominn með alskegg - alveg mega flottur!!!
Á laugardaginn var svo vaknað og öllu hent út í bíl. Buðum okkur í morgunkaffi til Gunna Lyng og Maríu og hittum þar nýjasta litla krílið þeirra hana Önnu Rakel, sem er alveg oggó pínu pons. Fórum í hádegismat til afa og ömmu - sem er alltaf gott að hitta, grautur og alles. Kíktum í nokkrar fleiri búðir og brunuðum svo aftur norður. Ferðin gekk vel norður, og vorum í kvöldmat hjá tengdapabba ásamt Rut Reginalds og hljómborðsleikaranum hennar. Monsa tíkinn hans Harðar var alveg komin á steypirinn, hún sennilegast átti hvolpana sína þá um nóttina blessunin, enda var hún svo stór, ólétt og geðill, þannig að Kítara fékk bara að bíða í bílnum á meðan. Við brunuðum svo í Mývó um kvöldið - alltaf gott að gista þar.
Sunnudagurinn byrjaði á gufu. Pabbi vildi svo skipta um hosur á bílnum, sem er alltaf gott ráð að gera til að byrja með þegar maður kaupir nýjan bíl segir hann - ég treysti honum í þessum málum. Þá komumst við að því að það er ný vél í bílnum - sennilegast ekki keyrði nema um 50þ kílómetra. Alveg snilldar uppgötvun - við vissum að við vorum að fá gott eintak af bíl - en þetta er stór plús!!! Enda er bíllinn alveg snilld!!
Vorum þar til um þrjú og brunuðum svo heim.
Alltaf gott að komast heim, Kítara sem var alveg til fyrirmyndar í alla staði var því fegin að komast heim - enda er hún búin að sofa síðan.
Svo núna tekur vinnan við aftur og skólinn.....
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
jóló úti...
Það er svona ekta jólasnjókoma úti. Fór út að labba með tíkina og það er alveg stillt úti - ekki til vindur og snjórinn fellur bara svona í flygsum óáreittur niður til jarðar.
Mikið svakalega var það gott að sofa svona vel. Og vakna ekki fyrr en um tíu.. já TÍU!!! og bara dúllast með tíkinni, fara í labbó, hella í rólegheitunum upp á kaffi og koma sér vel fyrir vitandi það að ég þyrfti ekki að fara út í frekar en ég vildi.
Ég er að spá í að ræsa Hjölla samt, fá hann til að bjalla í Gumma félaga sinn, sem kannski getur skutlað okkur til Mývó. Hann er nýkominn með bílprófið aftur og finnst afar gaman að keyra. Aldrei að vita nema hann vilji taka rúnt með sinni kellu fyrst hann er í fríi.
Það er svona ekta jólasnjókoma úti. Fór út að labba með tíkina og það er alveg stillt úti - ekki til vindur og snjórinn fellur bara svona í flygsum óáreittur niður til jarðar.
Mikið svakalega var það gott að sofa svona vel. Og vakna ekki fyrr en um tíu.. já TÍU!!! og bara dúllast með tíkinni, fara í labbó, hella í rólegheitunum upp á kaffi og koma sér vel fyrir vitandi það að ég þyrfti ekki að fara út í frekar en ég vildi.
Ég er að spá í að ræsa Hjölla samt, fá hann til að bjalla í Gumma félaga sinn, sem kannski getur skutlað okkur til Mývó. Hann er nýkominn með bílprófið aftur og finnst afar gaman að keyra. Aldrei að vita nema hann vilji taka rúnt með sinni kellu fyrst hann er í fríi.
mánudagur, nóvember 03, 2003
Engar rútur!!!
Vissuð þið að það ganga engar rútur á milli Egilsstaða og Akureyrar!!! Ég er nett pirruð á þessu og flugið tekur 140 fokking mínútur og kostar fokking 8þ kall!!! Flogið fyrst til R-vík og svo til A-eyrar. Ég er alveg hvumsa á þessu batteríi hérna á þessu skeri!!!
Málið er að bíllinn sem mig langar til að kaupa er á A-eyri, sett á hann 390þ en ég fæ hann á 225þ staðgreitt. Svo ég þarf að koma mér norður - ganga frá láninu og að sjálfsögðu ná í bílinn. En mitt gamla hræ kemst ekki lengra en að Vattarnesskriðum, svo ég get gleymt því að fara á honum og auk þess: hver ætti að keyra hann heim.
En ég er komin í frí, dagurinn í dag var stuttur/langur. Þessir 2 tímar voru óhugnalega lengi að líða maður lifandi. Drakk meðal annars heila könnu af kaffi.
Vissuð þið að það ganga engar rútur á milli Egilsstaða og Akureyrar!!! Ég er nett pirruð á þessu og flugið tekur 140 fokking mínútur og kostar fokking 8þ kall!!! Flogið fyrst til R-vík og svo til A-eyrar. Ég er alveg hvumsa á þessu batteríi hérna á þessu skeri!!!
Málið er að bíllinn sem mig langar til að kaupa er á A-eyri, sett á hann 390þ en ég fæ hann á 225þ staðgreitt. Svo ég þarf að koma mér norður - ganga frá láninu og að sjálfsögðu ná í bílinn. En mitt gamla hræ kemst ekki lengra en að Vattarnesskriðum, svo ég get gleymt því að fara á honum og auk þess: hver ætti að keyra hann heim.
En ég er komin í frí, dagurinn í dag var stuttur/langur. Þessir 2 tímar voru óhugnalega lengi að líða maður lifandi. Drakk meðal annars heila könnu af kaffi.
sunnudagur, nóvember 02, 2003
Ótrúlegt en satt!!!
ég sat við tölvurnar allan daginn í gær, en bloggaði ekki staf!! Enda var ég á milljón frá hádegi til hálf níu í gær - ákvað að hætta ekki kl fimm eins og vanalega, heldur klára allt draslið - enda kláraði ég Kjörbókarritgerð, Verkefni úr snorra-eddu, Talæfingu í dönsku og ThemaII ritgerð í sögu um Rússnesku byltinguna. Já og svo snaraði ég mér í gegnum náttúrurfræðiverkefni kafli 6 í leiðinni.
Svo í dag er MORROWIND!!!!!!!!!!!!!!!
Í gær kom Valur, til að sækja eitthvað og spyrja um eitthvað, bla bla, og það var eins og við manninn mælt, allt andrúmsloft spenntist upp. Kítara reyndi að fá athygli frá honum - come on - hann er ný farinn og hún hefur alltaf vitað af honum á heimilinu - hann hefði alveg getað heilsað henni aðeins - sýnt henni smá athygli. Svo hún espist upp, og hann pirrast og þá pirrrast Hjölli og allt fer í háaloft og á endanum er Kítöru kennt um allt. Svona var þetta daglega á meðan Valur var hérna - þ.e. síðasta mánuðinn. Ég trúði þessu ekki fyrr en ég sá þetta í gær.
Ég er bara að vona að þessi dallur þeirra fari að drulla sér í burtu aftur. Meðlimir áhafnarinnar eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir. Þeir hanga á barnum og gera allt vitlaust, og Valur fílar það örugglega. Hann var t.d. að hreykja sér af því að hafa verið með þeim þegar þeir voru að stela hjólum og láta henda sér út... come on folks - how old are U!!!
Nei Valur er ekki 35 ára í þroska það er sko ábyggilegt!!!
ég sat við tölvurnar allan daginn í gær, en bloggaði ekki staf!! Enda var ég á milljón frá hádegi til hálf níu í gær - ákvað að hætta ekki kl fimm eins og vanalega, heldur klára allt draslið - enda kláraði ég Kjörbókarritgerð, Verkefni úr snorra-eddu, Talæfingu í dönsku og ThemaII ritgerð í sögu um Rússnesku byltinguna. Já og svo snaraði ég mér í gegnum náttúrurfræðiverkefni kafli 6 í leiðinni.
Svo í dag er MORROWIND!!!!!!!!!!!!!!!
Í gær kom Valur, til að sækja eitthvað og spyrja um eitthvað, bla bla, og það var eins og við manninn mælt, allt andrúmsloft spenntist upp. Kítara reyndi að fá athygli frá honum - come on - hann er ný farinn og hún hefur alltaf vitað af honum á heimilinu - hann hefði alveg getað heilsað henni aðeins - sýnt henni smá athygli. Svo hún espist upp, og hann pirrast og þá pirrrast Hjölli og allt fer í háaloft og á endanum er Kítöru kennt um allt. Svona var þetta daglega á meðan Valur var hérna - þ.e. síðasta mánuðinn. Ég trúði þessu ekki fyrr en ég sá þetta í gær.
Ég er bara að vona að þessi dallur þeirra fari að drulla sér í burtu aftur. Meðlimir áhafnarinnar eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir. Þeir hanga á barnum og gera allt vitlaust, og Valur fílar það örugglega. Hann var t.d. að hreykja sér af því að hafa verið með þeim þegar þeir voru að stela hjólum og láta henda sér út... come on folks - how old are U!!!
Nei Valur er ekki 35 ára í þroska það er sko ábyggilegt!!!
föstudagur, október 31, 2003
Og loks aftur föstudagur!!
Var að senda út fjöldapóst vegna bílaleitarinnar minnar. Það gengur brösulega að finna eitthvað nothæft. Og miðað við veðrið þá er ég að verða ískyggilega smeik um að komast ekkert í vetrarfríinu mínu. Ok lít þá á ljósu punktana - get þá lært helling á meðan.
Vona bara að ég fái eitthvað feedback frá þessu meili mínu. Ég notaði alla gömlu félagana úr vinnunni og alles.... hjálpið mér að krossleggja fingur og vona það besta!!
Var að senda út fjöldapóst vegna bílaleitarinnar minnar. Það gengur brösulega að finna eitthvað nothæft. Og miðað við veðrið þá er ég að verða ískyggilega smeik um að komast ekkert í vetrarfríinu mínu. Ok lít þá á ljósu punktana - get þá lært helling á meðan.
Vona bara að ég fái eitthvað feedback frá þessu meili mínu. Ég notaði alla gömlu félagana úr vinnunni og alles.... hjálpið mér að krossleggja fingur og vona það besta!!
fimmtudagur, október 30, 2003
Sjokk á leiðinni heim...
ég var að bruna heim í brunagaddi á mínum "fjalla bíl" sem ég taldi trú um í morgun að væri ofurtrukkur og komst á honum í vinnu og heim aftur, þegar ég var að koma heim þá mæti ég manni sem ég kannaðist mjög vel við. Ég fékk sjokk og þar á eftir kom hryllingur og vanlíðan og stresskast og ég bjóst við að dagurinn yrði bara ónýtur innan við 5 mínútur frá þessari sjón. Jú þarna var hann mættur Herra Valur!!!
Þegar heim kom þá réðst ég á Hjölla "hvurn andskotann hann væri að vilja hérna á Fáskrúðsfirði aftur" - hey - þá var dallurinn sem hann er á dreginn í land hérna!! Bara spyr : eru engin takmörk???? Tók okkur 2 1/2 mánuð að losna við hann og hann er mættur aftur!! Fór á dallinn í R-vík, og af ÖLLUM krummaskuðum sem hafa bryggjur á þessu skeri þá eru þeir dregnir í land hérna!!!!!! - samt ljósi punkturinn er að hann gistir ekki hjá okkur!!!
En helgin nálgast, og krakkarnir eru þegar farnir að tínast í burtu vegna vetrarfrísins. En viti menn - eins og mig grunaði þá verður 1 barn í skólaselinu á mánudaginn!! þessi fatlaði. Og þar sem hann er bara einn þá kemur enginn með honum "auddað reddar hún Guðrún þessu"
En í dag og í gær var hálka dauðans hérna. Og í gær "áhyggjuefni dagsins" var ekki að ástæðulausu. Ég gat ekki einu sinni snúið bílnum við fyrir framan húsið mitt. Komst ekkert. Svo þar sem ég dey ekki ráðalaus þá húkkaði ég far með brauðbílnum sem var að koma í bæinn frá Egilsstöðum upp í blokk. Þaðan fann ég einhvern vinnumann sem var á stærri bíl og hann skutlaði mér með matarkassahlunkinn upp á elliheimili - svo tryllaði ég bara með draslið á vagninum niður í blokk aftur!
Í dag þá bakkaði ég bílnum á gamla slökkviliðsplanið og snéri honum við þar - keyrði svo á miðri götunni þar sem komið var autt í hjólförum og nauðgaði bílnum í vinnuna!!
En það gengur ekkert með bílaleit. Enginn bíll neinstaðar. Ég er ekki nógu hress með það.
Jæja best að snúa sér að lærdómi.
ég var að bruna heim í brunagaddi á mínum "fjalla bíl" sem ég taldi trú um í morgun að væri ofurtrukkur og komst á honum í vinnu og heim aftur, þegar ég var að koma heim þá mæti ég manni sem ég kannaðist mjög vel við. Ég fékk sjokk og þar á eftir kom hryllingur og vanlíðan og stresskast og ég bjóst við að dagurinn yrði bara ónýtur innan við 5 mínútur frá þessari sjón. Jú þarna var hann mættur Herra Valur!!!
Þegar heim kom þá réðst ég á Hjölla "hvurn andskotann hann væri að vilja hérna á Fáskrúðsfirði aftur" - hey - þá var dallurinn sem hann er á dreginn í land hérna!! Bara spyr : eru engin takmörk???? Tók okkur 2 1/2 mánuð að losna við hann og hann er mættur aftur!! Fór á dallinn í R-vík, og af ÖLLUM krummaskuðum sem hafa bryggjur á þessu skeri þá eru þeir dregnir í land hérna!!!!!! - samt ljósi punkturinn er að hann gistir ekki hjá okkur!!!
En helgin nálgast, og krakkarnir eru þegar farnir að tínast í burtu vegna vetrarfrísins. En viti menn - eins og mig grunaði þá verður 1 barn í skólaselinu á mánudaginn!! þessi fatlaði. Og þar sem hann er bara einn þá kemur enginn með honum "auddað reddar hún Guðrún þessu"
En í dag og í gær var hálka dauðans hérna. Og í gær "áhyggjuefni dagsins" var ekki að ástæðulausu. Ég gat ekki einu sinni snúið bílnum við fyrir framan húsið mitt. Komst ekkert. Svo þar sem ég dey ekki ráðalaus þá húkkaði ég far með brauðbílnum sem var að koma í bæinn frá Egilsstöðum upp í blokk. Þaðan fann ég einhvern vinnumann sem var á stærri bíl og hann skutlaði mér með matarkassahlunkinn upp á elliheimili - svo tryllaði ég bara með draslið á vagninum niður í blokk aftur!
Í dag þá bakkaði ég bílnum á gamla slökkviliðsplanið og snéri honum við þar - keyrði svo á miðri götunni þar sem komið var autt í hjólförum og nauðgaði bílnum í vinnuna!!
En það gengur ekkert með bílaleit. Enginn bíll neinstaðar. Ég er ekki nógu hress með það.
Jæja best að snúa sér að lærdómi.
miðvikudagur, október 29, 2003
Frí 3. og 4. nóv??
Það eru sko starfsdagar hjá mér þó skólinn verði ekki - ég sendi börnin heim með miða í gær um hvort foreldrar ætluðu að nýta skólaselið þessa daga þrátt fyrir frí - kemur í ljós í dag hverjir eru íllgjarnir og hverjir ekki.....
Krossleggið fingurna með mér - kannski fæ ég alveg frí - kannski ekki..
Það eru sko starfsdagar hjá mér þó skólinn verði ekki - ég sendi börnin heim með miða í gær um hvort foreldrar ætluðu að nýta skólaselið þessa daga þrátt fyrir frí - kemur í ljós í dag hverjir eru íllgjarnir og hverjir ekki.....
Krossleggið fingurna með mér - kannski fæ ég alveg frí - kannski ekki..
Vetrarfríið enn óráðstafað.
Hundahótel kom í umræðurnar, en þá þarf tíkin að vera búin að fá 2 hvolpasprautur. Ég var einmitt sl föstudag að tala við dýralækninn á Breiðdalsvík um að koma með hana í tékk og fá sprautur, en þá þarf að líða eitthvað 10-14 dagar á milli sprautanna. Svo það er eiginlega úr sögunni. Svo sennilegast komumst við ekkert út núna.
En, ef bílamálin ganga upp eins og þau líta út í dag þá kannski bara skellum við okkur suður í fríinu, vonum bara að einhver vilji skjóta yfir okkur þrjú húsaskjóli.
Bakið er enn að drepa mig, hver einasta hreyfing er sársaukafull, ég vona bara að ég finni einhvern til að halda á helv.. matarkassanum fyrir mig upp stigann og niður stigann, hann er þokkalega stór og þungur - er bara hissa á að ég hafi ekki fengið fyrr í bakið á að dröslast með þetta flykki út og suður.
Og áhyggjuefni dagsins er; kemst bíllinn minn í vinnu í dag. Já gott fólk - hér er hálka á götum, glæra svokölluð, og bíllinn minn er aumingi dauðans sem fer í gang sökum húsbóndaholllustu og helst saman á riði og því sem eftir er af lakkinu.... hmm spennandi verk framundan.
Hundahótel kom í umræðurnar, en þá þarf tíkin að vera búin að fá 2 hvolpasprautur. Ég var einmitt sl föstudag að tala við dýralækninn á Breiðdalsvík um að koma með hana í tékk og fá sprautur, en þá þarf að líða eitthvað 10-14 dagar á milli sprautanna. Svo það er eiginlega úr sögunni. Svo sennilegast komumst við ekkert út núna.
En, ef bílamálin ganga upp eins og þau líta út í dag þá kannski bara skellum við okkur suður í fríinu, vonum bara að einhver vilji skjóta yfir okkur þrjú húsaskjóli.
Bakið er enn að drepa mig, hver einasta hreyfing er sársaukafull, ég vona bara að ég finni einhvern til að halda á helv.. matarkassanum fyrir mig upp stigann og niður stigann, hann er þokkalega stór og þungur - er bara hissa á að ég hafi ekki fengið fyrr í bakið á að dröslast með þetta flykki út og suður.
Og áhyggjuefni dagsins er; kemst bíllinn minn í vinnu í dag. Já gott fólk - hér er hálka á götum, glæra svokölluð, og bíllinn minn er aumingi dauðans sem fer í gang sökum húsbóndaholllustu og helst saman á riði og því sem eftir er af lakkinu.... hmm spennandi verk framundan.
þriðjudagur, október 28, 2003
Maður á ekki að taka til...
komst að því í gær! Ég var að brasa eitthvað og það tognaði á bakinu á mér - svo núna er ég að drepast í bakinu.
En ég er komin á ról, með kaffibollann, búin að læra heima og senda verkefni í sögu.
Hjölli kom mér á óvart í gær - hann er að spukulera að bjóða mér í helgarreisu eitthvert erlendis í vetrarfríinu okkar :o) !!! ég verð að segja að við eigum það svo sannarlega skilið að gera eitthvað svoleiðis. Bara ein spurning.. hvar eigum við að geyma hundgreyið á meðan...
komst að því í gær! Ég var að brasa eitthvað og það tognaði á bakinu á mér - svo núna er ég að drepast í bakinu.
En ég er komin á ról, með kaffibollann, búin að læra heima og senda verkefni í sögu.
Hjölli kom mér á óvart í gær - hann er að spukulera að bjóða mér í helgarreisu eitthvert erlendis í vetrarfríinu okkar :o) !!! ég verð að segja að við eigum það svo sannarlega skilið að gera eitthvað svoleiðis. Bara ein spurning.. hvar eigum við að geyma hundgreyið á meðan...
laugardagur, október 25, 2003
Og loksins komin í helgarfrí!!
Var að klára að læra - saga sem hefur valdið mér lífið leitt varðandi tíma. En þetta gekk í dag og núna ætla ég að leika mér aðeins í Morrowind og hafa það næs!!!
Ég skoðaði nokkra bíla á netinu í gær og þar koma slatti til greina - þú þarf ég bara að finna 200-300þ krónur - þjónustufulltrúinn minn sagði mér að ég myndi fá peningana í einhvernveginn formi - svo ég þarf bara að fá pabba til að fara yfir hlutina með mér um hvað sé best að gera í minni stöðu... alltaf sama pabbastelpan... :o)
Var að klára að læra - saga sem hefur valdið mér lífið leitt varðandi tíma. En þetta gekk í dag og núna ætla ég að leika mér aðeins í Morrowind og hafa það næs!!!
Ég skoðaði nokkra bíla á netinu í gær og þar koma slatti til greina - þú þarf ég bara að finna 200-300þ krónur - þjónustufulltrúinn minn sagði mér að ég myndi fá peningana í einhvernveginn formi - svo ég þarf bara að fá pabba til að fara yfir hlutina með mér um hvað sé best að gera í minni stöðu... alltaf sama pabbastelpan... :o)
föstudagur, október 24, 2003
Loksins... loksins....
komin helgi - og auddað í dag var ég til fimm (típískt er yfirleitt alltaf bara til fjögur á föstudögum) - og þurfti að fara með diskadraslið í eldhúsið á Uppsölum fyrir helgina svo ég er rétt komin heim. Frekar erfiður dagur í dag. Er nett pirruð eitthvað, þreytt, svöng og pirruð - hugsa að það sé rétta lýsingin á mér akkúrat þessa stundina.
komin helgi - og auddað í dag var ég til fimm (típískt er yfirleitt alltaf bara til fjögur á föstudögum) - og þurfti að fara með diskadraslið í eldhúsið á Uppsölum fyrir helgina svo ég er rétt komin heim. Frekar erfiður dagur í dag. Er nett pirruð eitthvað, þreytt, svöng og pirruð - hugsa að það sé rétta lýsingin á mér akkúrat þessa stundina.
Föstudagur !!!! YEEESSSSSSSSSSS !!!!!!!!!
Þar kom að því að þessi langþráði - alltaf þráði dagur kom ! Ég leyfði mér að sofa til níu - þrátt fyrir 2 söguverkefni sem ég þarf að gera, ég átti það alveg skilið að sofa aðeins núna.
Náttúrufræðiprófið gekk held ég bara ágætlega - var afar margt sem ég var nokkuð viss á, og þegar við kíktum í bækur eftir prófið þá var ég með mikið rétt - svo ég er vongóð með ok einkunn. Þakka öllum fyrir þessa ljúfu strauma sem mér voru sendir í gær - fann greinilega fyrir þeim!!!!!! Og þegar heim kom - eftir ísl og dönsku tíma þá fékk ég mér einn öl og slakaði á. Og núna er ég reiðubúin undir helgina.
Annars er kominn tími á bílaleit. Ætla að athuga hvort þjónustufulltrúinn minn í sparisjóð þingeyinga vilji hækka heimild um 2-300þ með ábyrgð frá pabba og finna mér bíl - sem virkar í snjó - eða sem virkar bara almennt - sem ég get treyst á - því ég er orðin drulluhrædd við að lokast hérna inni og komast ekki einu sinni til Egilsstaða, komast ekki til mömmu og pabba - hvað þá til Akureyrar og HVAÐ ÞÁ TIL REYKJAVÍKUR!!
Kemur í ljós.....
Þar kom að því að þessi langþráði - alltaf þráði dagur kom ! Ég leyfði mér að sofa til níu - þrátt fyrir 2 söguverkefni sem ég þarf að gera, ég átti það alveg skilið að sofa aðeins núna.
Náttúrufræðiprófið gekk held ég bara ágætlega - var afar margt sem ég var nokkuð viss á, og þegar við kíktum í bækur eftir prófið þá var ég með mikið rétt - svo ég er vongóð með ok einkunn. Þakka öllum fyrir þessa ljúfu strauma sem mér voru sendir í gær - fann greinilega fyrir þeim!!!!!! Og þegar heim kom - eftir ísl og dönsku tíma þá fékk ég mér einn öl og slakaði á. Og núna er ég reiðubúin undir helgina.
Annars er kominn tími á bílaleit. Ætla að athuga hvort þjónustufulltrúinn minn í sparisjóð þingeyinga vilji hækka heimild um 2-300þ með ábyrgð frá pabba og finna mér bíl - sem virkar í snjó - eða sem virkar bara almennt - sem ég get treyst á - því ég er orðin drulluhrædd við að lokast hérna inni og komast ekki einu sinni til Egilsstaða, komast ekki til mömmu og pabba - hvað þá til Akureyrar og HVAÐ ÞÁ TIL REYKJAVÍKUR!!
Kemur í ljós.....
fimmtudagur, október 23, 2003
Fimmtudagur og helgin nálgast!!!
og hér sit ég og læri undir náttúrufræðipróf!! Fór á fætur kl sjö í morgun - hellti upp á kaffi - fór út með tíkina í labbó - mjög hressandi og gott, og settist svo niður og er búin að vera hér síðan. Hef ekki hugmynd um hvernig ég kann þetta - mér finnst þetta allt vera svo skýrt en það fannst mér líka með söguna - svo ég hef bara ekki hugmynd um hvar ég stend. Kemur þá allt í ljós. Ætla að taka með mér námsefnið í vinnuna og læra í þessari klst eyðu þegar börnin fara í leikfimi, og svo kíki ég á þetta aftur kl fimm, en prófið er kl sjö.... allir krossleggja fingur og hugsa vel til mín í kvöld -endilega ef þið eruð klár í líffræði (Inga Hrund) sendið þá með þessum straumum allt um efnahvörf, frumur, líffæri og líffærakerfi :o)
og hér sit ég og læri undir náttúrufræðipróf!! Fór á fætur kl sjö í morgun - hellti upp á kaffi - fór út með tíkina í labbó - mjög hressandi og gott, og settist svo niður og er búin að vera hér síðan. Hef ekki hugmynd um hvernig ég kann þetta - mér finnst þetta allt vera svo skýrt en það fannst mér líka með söguna - svo ég hef bara ekki hugmynd um hvar ég stend. Kemur þá allt í ljós. Ætla að taka með mér námsefnið í vinnuna og læra í þessari klst eyðu þegar börnin fara í leikfimi, og svo kíki ég á þetta aftur kl fimm, en prófið er kl sjö.... allir krossleggja fingur og hugsa vel til mín í kvöld -endilega ef þið eruð klár í líffræði (Inga Hrund) sendið þá með þessum straumum allt um efnahvörf, frumur, líffæri og líffærakerfi :o)
miðvikudagur, október 22, 2003
Miðvikudagur og það styttist í helgina!!!
En það róast ekkert hjá mér í skólanum.. Núna er ég að læra undir lokapróf í kafla 3,4 og 5 í Náttúrufræði. Það próf er á morgun. Og þar sem ég gat ekkert lært um helgina líður mér eins og ég sé svoooo langt á eftir með allt saman. Svo hver vakandi fría stund fer í nám núna. Stærðfræðin er að bögga mig. Söguprófið gekk ekki nógu vel - 6,5.. og verkefni hlaðast upp alls staðar. Mig vantar semst núna fleiri klukkutíma í sólarhringinn.
Hvar er kallinn sem útdeilir þessum aukatímum sem sumir virðast hafa?? Helloooo I need some!!! Nú skipulegg ég tímann minn vel og hvað ég læri og hvenær - en það má bara greinilega ekkert raska því þá fer allt í hönk!
He he Bubbi Morteins var að spila hérna í gær - fór ekki - hmm - fann ekki fyrir snefil af löngun til að fara og hlusta á hann!!
En það róast ekkert hjá mér í skólanum.. Núna er ég að læra undir lokapróf í kafla 3,4 og 5 í Náttúrufræði. Það próf er á morgun. Og þar sem ég gat ekkert lært um helgina líður mér eins og ég sé svoooo langt á eftir með allt saman. Svo hver vakandi fría stund fer í nám núna. Stærðfræðin er að bögga mig. Söguprófið gekk ekki nógu vel - 6,5.. og verkefni hlaðast upp alls staðar. Mig vantar semst núna fleiri klukkutíma í sólarhringinn.
Hvar er kallinn sem útdeilir þessum aukatímum sem sumir virðast hafa?? Helloooo I need some!!! Nú skipulegg ég tímann minn vel og hvað ég læri og hvenær - en það má bara greinilega ekkert raska því þá fer allt í hönk!
He he Bubbi Morteins var að spila hérna í gær - fór ekki - hmm - fann ekki fyrir snefil af löngun til að fara og hlusta á hann!!
mánudagur, október 20, 2003
20 Október!! pælið í þessu!!!
pælið hvað tíminn er hrikalega fljótur að líða!! þetta er ekkert skondið!
Hér sit ég og drekk koffeinlaust - já takið eftir koffeinlaust instant kaffi!! Minn kæri maður var rosa duglegur á föstudaginn að versla á Egilsstöðum og keypti fyrir mistök instant kaffi...
En helgin var ok - frekar róleg. Við Kítara fórum yfir á Eskifjörð þegar ég var búin að vinna. Vorum þar í góðu yfirlæti - nema hvað Monsa - sjéffer tíkin hans tengdó var ekki alveg að meðtaka Kítöru - tók nokkrum sinnum í hana. Semst - þegar Hjölli var á skakinu (kom heim með um 50kg af fisk) eða þegar hann var að hjálpa föður sínum þá vorum við Kítara úti - vorum úti í labbó alla helgina - enginn tími fyrir lærdóm. En það slapp þar sem ekki lá mikið fyrir þessa helgi.
Svo í gær þegar heim var komið þá átti eftir að gera að fisknum - og sunnudagskvöld hjá okkur í gær var í aðgerð!! Fjör á Sunnuhvoli!!
pælið hvað tíminn er hrikalega fljótur að líða!! þetta er ekkert skondið!
Hér sit ég og drekk koffeinlaust - já takið eftir koffeinlaust instant kaffi!! Minn kæri maður var rosa duglegur á föstudaginn að versla á Egilsstöðum og keypti fyrir mistök instant kaffi...
En helgin var ok - frekar róleg. Við Kítara fórum yfir á Eskifjörð þegar ég var búin að vinna. Vorum þar í góðu yfirlæti - nema hvað Monsa - sjéffer tíkin hans tengdó var ekki alveg að meðtaka Kítöru - tók nokkrum sinnum í hana. Semst - þegar Hjölli var á skakinu (kom heim með um 50kg af fisk) eða þegar hann var að hjálpa föður sínum þá vorum við Kítara úti - vorum úti í labbó alla helgina - enginn tími fyrir lærdóm. En það slapp þar sem ekki lá mikið fyrir þessa helgi.
Svo í gær þegar heim var komið þá átti eftir að gera að fisknum - og sunnudagskvöld hjá okkur í gær var í aðgerð!! Fjör á Sunnuhvoli!!
föstudagur, október 17, 2003
Ahhhhh föstudagur!!!!!!!!!
Loksins kominn þessi ágætis dagur sem maður bíður eftir frá mánudagsmorgni... ég er nýkomin með kaffið í hendurnar, og sest með sígóina. Það er svo rólegt, og svo notalegt.
Kannski fer ég eftir vinnu yfir á Eskifjörð - ef ég nenni og ef það verður ekki þessi svarta þoka sem lá yfir öllu í gær. Langar helst bara til að rjúka af stað núna til að klára daginn sem fyrst...
Sátum í gær og horfðum á imbann - bara við tvær. Poppuðum og höfðum það kósi. En fyrst þar sem ég var ein heima þá tók ég allt í gegn - mér fannst eins og ég yrði að "þvo Val út" Og það var svo skrýtið þegar ég vaknaði í morgun - þá var allt eins og ég skildi við það í gær! Ekki komin milljón glös á bekknum við vaskinn (hann gat aldrei notað sama glasið) og ekki brauðmylsna eða ófrágengið á bekknum. Alveg hreint ótrúleg tilfinning. Þurfti ekki að "ryðja mér leið" að kaffivélinni.
Loksins kominn þessi ágætis dagur sem maður bíður eftir frá mánudagsmorgni... ég er nýkomin með kaffið í hendurnar, og sest með sígóina. Það er svo rólegt, og svo notalegt.
Kannski fer ég eftir vinnu yfir á Eskifjörð - ef ég nenni og ef það verður ekki þessi svarta þoka sem lá yfir öllu í gær. Langar helst bara til að rjúka af stað núna til að klára daginn sem fyrst...
Sátum í gær og horfðum á imbann - bara við tvær. Poppuðum og höfðum það kósi. En fyrst þar sem ég var ein heima þá tók ég allt í gegn - mér fannst eins og ég yrði að "þvo Val út" Og það var svo skrýtið þegar ég vaknaði í morgun - þá var allt eins og ég skildi við það í gær! Ekki komin milljón glös á bekknum við vaskinn (hann gat aldrei notað sama glasið) og ekki brauðmylsna eða ófrágengið á bekknum. Alveg hreint ótrúleg tilfinning. Þurfti ekki að "ryðja mér leið" að kaffivélinni.
fimmtudagur, október 16, 2003
Yfir á Eskifjörð..
Hjölli er að fara yfir á Eskifjörð núna - fer sennilegast áður en ég fer í vinnuna - pabbi hans er á leiðinni að ná í hann. Kallinn vantar aðstoð við eitthvað. Og þar sem kallinn datt niður í fjörunni um daginn og flæddi næstum yfir hann meðvitundarlausan þá gengur það ekkert að hann sé að vafrast einn í einhverri erfiðis vinnu. Það var einmitt þess vegna sem Hjölli vildi fara um síðustu helgi þegar Valur nennti ekki með honum. En VALUR ER FARINN og það er yndislegt að vakna upp á svona degi -ekkert getur skemmt þetta fyrir mér!!!!
Svo við Kítara verðum einar heima - heyriði EINAR HEIMA vegna þess að VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN!!!!!!!!!!! :o)
Hjölli er að fara yfir á Eskifjörð núna - fer sennilegast áður en ég fer í vinnuna - pabbi hans er á leiðinni að ná í hann. Kallinn vantar aðstoð við eitthvað. Og þar sem kallinn datt niður í fjörunni um daginn og flæddi næstum yfir hann meðvitundarlausan þá gengur það ekkert að hann sé að vafrast einn í einhverri erfiðis vinnu. Það var einmitt þess vegna sem Hjölli vildi fara um síðustu helgi þegar Valur nennti ekki með honum. En VALUR ER FARINN og það er yndislegt að vakna upp á svona degi -ekkert getur skemmt þetta fyrir mér!!!!
Svo við Kítara verðum einar heima - heyriði EINAR HEIMA vegna þess að VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN!!!!!!!!!!! :o)
miðvikudagur, október 15, 2003
VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN!!!!!!!!
þriðjudagur, október 14, 2003
Og dagurinn er enn góður..
allavega hefur ekkert gerst enn (sjö, níu, þrettán) Sat í dag og teiknaði dreka fyrir liðið hef ekki tölu á hve marga dreka ég teiknaði - en þau voru rosa sæl með drekana sína og ætla að lita þá og hengja upp á vegg heima hjá sér. Sumir vilja að ég teikni drekana fyrir þau á sögubækurnar sem þau eru að búa til, sem flestar fjalla um kastala, kónga og dreka - þess vegna byrjuðu drekateikningarnar.
Ég er ansi hrædd um að fá ekki hátt skor í söguprófinu. Var að spjalla við eina og hún svaraði fullt öðruvísi en ég og segist hafa verið með allt rétt.... hmm... damn it!! En það verður víst að koma í ljós.
allavega hefur ekkert gerst enn (sjö, níu, þrettán) Sat í dag og teiknaði dreka fyrir liðið hef ekki tölu á hve marga dreka ég teiknaði - en þau voru rosa sæl með drekana sína og ætla að lita þá og hengja upp á vegg heima hjá sér. Sumir vilja að ég teikni drekana fyrir þau á sögubækurnar sem þau eru að búa til, sem flestar fjalla um kastala, kónga og dreka - þess vegna byrjuðu drekateikningarnar.
Ég er ansi hrædd um að fá ekki hátt skor í söguprófinu. Var að spjalla við eina og hún svaraði fullt öðruvísi en ég og segist hafa verið með allt rétt.... hmm... damn it!! En það verður víst að koma í ljós.
Nattens Kys
Loksins búin með þessa bók og prófið í henni, datt nefnilega út af listanum hjá kennaranum - þess vegna komst ég ekki inn á prófið. Söguprófið aftur á móti... well það verður bara að koma í ljós hvernig það fór. Gekk ekkert of vel, en það gekk hvort eð er ekkert upp í gær svo af hverju ætti það hafa gengi upp?? Sumir dagar eru bara svona - og endaði með að haldfangið á tölvutöskunni minni slitnaði af og ljósaperan í svefnherberginu dó. Þetta tvennt lýsir fullkomlega deginum í gær.
En í dag er nýr dagur - og ég ætla að byrja daginn á að segja "í dag verður góður dagur" og hugsa þessa setningu í dag. Gærdagurinn er liðinn, og ég ætla ekki að hugsa meir um hann.
Loksins búin með þessa bók og prófið í henni, datt nefnilega út af listanum hjá kennaranum - þess vegna komst ég ekki inn á prófið. Söguprófið aftur á móti... well það verður bara að koma í ljós hvernig það fór. Gekk ekkert of vel, en það gekk hvort eð er ekkert upp í gær svo af hverju ætti það hafa gengi upp?? Sumir dagar eru bara svona - og endaði með að haldfangið á tölvutöskunni minni slitnaði af og ljósaperan í svefnherberginu dó. Þetta tvennt lýsir fullkomlega deginum í gær.
En í dag er nýr dagur - og ég ætla að byrja daginn á að segja "í dag verður góður dagur" og hugsa þessa setningu í dag. Gærdagurinn er liðinn, og ég ætla ekki að hugsa meir um hann.
mánudagur, október 13, 2003
Pirruð
er eitthvað svo pirruð eftir daginn. Vona að það hafi ekki áhrif á prófið sem ég tek á eftir.
Rétt eftir síðustu færslu í dag áður en ég fór í vinnuna hellti ég kaffi yfir lyklaborðið mitt. þe það gamla - svo núna á 2 dögum hef ég stútað 2 lyklaborðum. En ok, þegar ég kom heim þá var aðallyklaborðið mitt orðið ok þar sem ég tók það í morgun og þreif það með hvítspritti að innan. Vissuð þið að í gamla daga voru svuntur yfir öllu innan í lyklaborðinu en í dag er það ekki svoleiðis!!! Þannig að ef maður sullar yfir gamalt lyklaborði eru 98% líkur á að það gerist ekki neitt - en með þessi nýju (allavega Compaq lyklaborðin) þá er frekar 98% líkur á að það sé ónýtt!!! Spáið aðeins í þessu!!
er eitthvað svo pirruð eftir daginn. Vona að það hafi ekki áhrif á prófið sem ég tek á eftir.
Rétt eftir síðustu færslu í dag áður en ég fór í vinnuna hellti ég kaffi yfir lyklaborðið mitt. þe það gamla - svo núna á 2 dögum hef ég stútað 2 lyklaborðum. En ok, þegar ég kom heim þá var aðallyklaborðið mitt orðið ok þar sem ég tók það í morgun og þreif það með hvítspritti að innan. Vissuð þið að í gamla daga voru svuntur yfir öllu innan í lyklaborðinu en í dag er það ekki svoleiðis!!! Þannig að ef maður sullar yfir gamalt lyklaborði eru 98% líkur á að það gerist ekki neitt - en með þessi nýju (allavega Compaq lyklaborðin) þá er frekar 98% líkur á að það sé ónýtt!!! Spáið aðeins í þessu!!
Uppfærsla í tölvuna...
hæ mig langar í uppfærslu í tölvuna - en í augnablikinu á ég ekki til 25þ kall í svoleiðis... ég er að horfa á uppfærslu í tölvulistanum Súperuppfærslutilboð 3 eða 4. Ég læt mig bara dreyma um hvað tölvan mín yrði mikil snilld ef ég gæti fengið mér svona - þessi blessaða 2 ára gamla vél hefur staðið sig vel - en hún er að verða barn síns tíma. Er að spukulera að stofna til fjáröflunnar, svona hjálpar sjóð fyrir nauðstadda..... ætli það myndi virka??
Annars er mánudagur - again. Það virðist alltaf vera mánudagur, og í dag er rigning, og í kvöld er sögupróf. Hef ekki miklar áhyggjur af því - annað hvort kann ég þetta eða ekki. Ég vona samt að ég nái þessu.
Í gær var já letidagur. Samt fór ég og baðaði Kítöru - hún er alveg snilld í þessu - hún vill ekki fara í sturtu/bað en svo finnst henni voða gott þegar á hólminn er komið að finna volga vatnið renna eftir litla kroppinum. Við meira að segja byrjuðum á að nota sjampó í gær - svaka duglegar!!!
Svo gerði ég eiginlega ekki neitt annað - lék mér aðeins í Morrowind - og jú ég ELDAÐI !! Ekkert spes - grýtu - en samt ég eldaði - og það gerist AFAR SJALDAN.
And the saga continues:
Valur á fullu að hringja út um allt og tilkynna að hann sé að fara héðan og á bát. Held að hann hugsi ekkert út í það sem hann skilur eftir sig hérna. Hvernig þetta fer með lögfræðiskuldina veit enginn. Hjölli vonast til að heyra frá þeim í dag frá féló - og svo á Valur þessi húsgögn sem orsökuðu þessa skuld í upphafi, og hann hefur engan pening til að koma þeim í burtu - og þau eru fyrir okkur - við nennum ekkert að hafa þau hérna.
Svo er annað sem ég hugsa svolítið um - ég hélt að hann og Hjölli væru vinir - en framkoma Vals gagnvart Hjölla hefur ekki verið til að rækta vinskapinn að mínu áliti. Og ég er ansi hrædd um að Hjölli sé svolítið sár út í hann. Hjölli var að gera honum greiða og er að gera honum greiða með að leyfa honum að vera hérna - og hefur ekkert verið að bögga hann út af peningum - því við vitum að Valur á þá ekki til. En hann mætti nú sýna lit og hjálpa Hjölla með hluti. Ég veit það fyrir mína parta að allir eru velkomnir. T.d. myndi ég ekki úthýsa vinum mínum ef þau þyrftu á aðstoð að halda. Og skítt með peninga, en ég veit að maður sjálfur ef maður væri í hans stöðu þá myndi maður ekki láta svona. Engin eðlileg manneskja hefði samvisku í sér að sitja á rassgatinu allar nætur - sofa til fimm á daginn, borða kvöldmat, klára matinn sem ætti að vera daginn eftir líka, um nóttina, fara að sofa um sjö, (td núna er hann ekki enn farin að sofa)barma sér vegna peningaleysis og alls leysis, reykja frá húsráðendum, og gera svo ekki neitt á móti, ekkert.
Ég benti Hjölla á um daginn að mér liði eins og ég ræki hótel fyrir hann. Það eina sem þarf ekki að gera er þvottur. Hann þrífur fötin sjálfur. Hjölli var þá ekki alveg á sömu skoðun, en svo þegar bréfið kom, og Valur klikkaði á að borga helming af internetinu sem hann hafði lofað, þá fór Hjölli að vakna.
hæ mig langar í uppfærslu í tölvuna - en í augnablikinu á ég ekki til 25þ kall í svoleiðis... ég er að horfa á uppfærslu í tölvulistanum Súperuppfærslutilboð 3 eða 4. Ég læt mig bara dreyma um hvað tölvan mín yrði mikil snilld ef ég gæti fengið mér svona - þessi blessaða 2 ára gamla vél hefur staðið sig vel - en hún er að verða barn síns tíma. Er að spukulera að stofna til fjáröflunnar, svona hjálpar sjóð fyrir nauðstadda..... ætli það myndi virka??
Annars er mánudagur - again. Það virðist alltaf vera mánudagur, og í dag er rigning, og í kvöld er sögupróf. Hef ekki miklar áhyggjur af því - annað hvort kann ég þetta eða ekki. Ég vona samt að ég nái þessu.
Í gær var já letidagur. Samt fór ég og baðaði Kítöru - hún er alveg snilld í þessu - hún vill ekki fara í sturtu/bað en svo finnst henni voða gott þegar á hólminn er komið að finna volga vatnið renna eftir litla kroppinum. Við meira að segja byrjuðum á að nota sjampó í gær - svaka duglegar!!!
Svo gerði ég eiginlega ekki neitt annað - lék mér aðeins í Morrowind - og jú ég ELDAÐI !! Ekkert spes - grýtu - en samt ég eldaði - og það gerist AFAR SJALDAN.
And the saga continues:
Valur á fullu að hringja út um allt og tilkynna að hann sé að fara héðan og á bát. Held að hann hugsi ekkert út í það sem hann skilur eftir sig hérna. Hvernig þetta fer með lögfræðiskuldina veit enginn. Hjölli vonast til að heyra frá þeim í dag frá féló - og svo á Valur þessi húsgögn sem orsökuðu þessa skuld í upphafi, og hann hefur engan pening til að koma þeim í burtu - og þau eru fyrir okkur - við nennum ekkert að hafa þau hérna.
Svo er annað sem ég hugsa svolítið um - ég hélt að hann og Hjölli væru vinir - en framkoma Vals gagnvart Hjölla hefur ekki verið til að rækta vinskapinn að mínu áliti. Og ég er ansi hrædd um að Hjölli sé svolítið sár út í hann. Hjölli var að gera honum greiða og er að gera honum greiða með að leyfa honum að vera hérna - og hefur ekkert verið að bögga hann út af peningum - því við vitum að Valur á þá ekki til. En hann mætti nú sýna lit og hjálpa Hjölla með hluti. Ég veit það fyrir mína parta að allir eru velkomnir. T.d. myndi ég ekki úthýsa vinum mínum ef þau þyrftu á aðstoð að halda. Og skítt með peninga, en ég veit að maður sjálfur ef maður væri í hans stöðu þá myndi maður ekki láta svona. Engin eðlileg manneskja hefði samvisku í sér að sitja á rassgatinu allar nætur - sofa til fimm á daginn, borða kvöldmat, klára matinn sem ætti að vera daginn eftir líka, um nóttina, fara að sofa um sjö, (td núna er hann ekki enn farin að sofa)barma sér vegna peningaleysis og alls leysis, reykja frá húsráðendum, og gera svo ekki neitt á móti, ekkert.
Ég benti Hjölla á um daginn að mér liði eins og ég ræki hótel fyrir hann. Það eina sem þarf ekki að gera er þvottur. Hann þrífur fötin sjálfur. Hjölli var þá ekki alveg á sömu skoðun, en svo þegar bréfið kom, og Valur klikkaði á að borga helming af internetinu sem hann hafði lofað, þá fór Hjölli að vakna.
sunnudagur, október 12, 2003
Letidagur, pjúra letidagur..
samt lærði ég og undirbjó mig fyrir söguprófið á morgun. Ég komst ekkert inn í dönskuprófið á netinu en það hlýtur að reddast - ég sendi kennaranum milljón meil í gær og í dag.
Og kúkurinn er heimsmeistari í Formúla1. Til hamingju Ferrari fólk!! ég vaknaði kl hálf sex í morgun til að horfa á þetta - sat ein í stólnum mínum - meira að segja tíkin nennti ekki með mér - svo ég naut mín alveg í botn. Alveg í friði!!
Já Valur var að skríða á fætur (look at the time when this is posted!!) og tilkynnti okkur að hann væri búinn að fá pláss á bát. Ok frábært !!! Loksins!! en ein spurning þó - hvernig fer þetta með lögfræðskuldina sem er á nafni Hjölla út af honum og hvað ætlar hann að gera við þetta drasl sem orskakaði þessa skuld????
samt lærði ég og undirbjó mig fyrir söguprófið á morgun. Ég komst ekkert inn í dönskuprófið á netinu en það hlýtur að reddast - ég sendi kennaranum milljón meil í gær og í dag.
Og kúkurinn er heimsmeistari í Formúla1. Til hamingju Ferrari fólk!! ég vaknaði kl hálf sex í morgun til að horfa á þetta - sat ein í stólnum mínum - meira að segja tíkin nennti ekki með mér - svo ég naut mín alveg í botn. Alveg í friði!!
Já Valur var að skríða á fætur (look at the time when this is posted!!) og tilkynnti okkur að hann væri búinn að fá pláss á bát. Ok frábært !!! Loksins!! en ein spurning þó - hvernig fer þetta með lögfræðskuldina sem er á nafni Hjölla út af honum og hvað ætlar hann að gera við þetta drasl sem orskakaði þessa skuld????
laugardagur, október 11, 2003
Alveg er ég búin að fá nóg af Val...
og sagan heldur áfram... hann gerir ekkert hérna nema eta, sofa og vera á netinu - allt honum að kostnaðarlausu. Já og reykir frá Hjölla i leiðinni. En í morgun var mér nóg um - hann fór heldur VEL yfir strikið núna. Ok í morgun þegar ég vaknaði og ætlaði að fá mér kaffi þá var kaffið búið !! Og allur kvöldmaturinn var búinn líka - 2 fullar pönnur af fisk, og nota bene það var heil panna + eitthvað af hinni þegar ég fór að sofa í gær og það var á eftir Hjölla. Svo í morgun þegar Hjölli var að spá í að fara yfir á Eskifjörð til að hjálpa pabba sínum og kíkja á skakið þá nennti Valur ekki að hreyfa sig!!! Ég var að læra undir próf, nóg að gera hjá mér og Hjölli skildi það - en Valur - nei nennti ekki - hann nefnilega gæti misst af leiknum í dag!!! Hann semst nennir ekki heldur að aðstoða okkur við að ná í fóður handa okkur öllum!!! Hann hefur bara ekkert efni á að segja nei, hann nennti ekki að hjálpa Hjölla við að mála eitt eða neitt, hann þrífur aldrei, hann eldar aldrei, hann kaupir ekkert inn, býr algerlega frítt auk þess sem hann er búinn að ná að koma lögfræðiskuld sinni yfir á okkur!! og svo "gæti misst af leiknum" !!!!!!!!!! Þetta er komið yfir strikið!!!!!!!!!!!!
og sagan heldur áfram... hann gerir ekkert hérna nema eta, sofa og vera á netinu - allt honum að kostnaðarlausu. Já og reykir frá Hjölla i leiðinni. En í morgun var mér nóg um - hann fór heldur VEL yfir strikið núna. Ok í morgun þegar ég vaknaði og ætlaði að fá mér kaffi þá var kaffið búið !! Og allur kvöldmaturinn var búinn líka - 2 fullar pönnur af fisk, og nota bene það var heil panna + eitthvað af hinni þegar ég fór að sofa í gær og það var á eftir Hjölla. Svo í morgun þegar Hjölli var að spá í að fara yfir á Eskifjörð til að hjálpa pabba sínum og kíkja á skakið þá nennti Valur ekki að hreyfa sig!!! Ég var að læra undir próf, nóg að gera hjá mér og Hjölli skildi það - en Valur - nei nennti ekki - hann nefnilega gæti misst af leiknum í dag!!! Hann semst nennir ekki heldur að aðstoða okkur við að ná í fóður handa okkur öllum!!! Hann hefur bara ekkert efni á að segja nei, hann nennti ekki að hjálpa Hjölla við að mála eitt eða neitt, hann þrífur aldrei, hann eldar aldrei, hann kaupir ekkert inn, býr algerlega frítt auk þess sem hann er búinn að ná að koma lögfræðiskuld sinni yfir á okkur!! og svo "gæti misst af leiknum" !!!!!!!!!! Þetta er komið yfir strikið!!!!!!!!!!!!
föstudagur, október 10, 2003
FÖSTUDAGUR!!!!!!!!!!!!!! jippppíííííí skippppíííííííí
Þvílíkar dásemdar tilfinning það er!! En ég verð að vera dugleg um helgina því það er sögulokapróf í 19. öldinni á mánudaginn og dönskupróf á netinu um helgina. En við fengum frá sögukennaranum dæmi um spurningar (sem er garantít spurningar sem koma á þessu prófi) og af 15 spurningum þá klikkaði ein, þetta er nebbnilega kosturinn við að vera samviskusamur og læra heima.... bjakk - helgislepjan ég!!
En wonder of the wonders...
hvernig getur pillureseftið tínst?? Og af hverju er maður að fá snepil sem gildir í eitt ár?? er ekki samhengi þarna á milli?? Vita þeir ekki hvað eitt ár er langur tími??? og af hverju er þetta þá ekki á stærra blaði - eða í stærra umslagi eða bara eitthvað?? Ég bý núna á 2 hæðum sem eru 72fm2 hvor, þe 144 fm2 alls og eitt lítið pillureseft á afar auðvelt með að tínast í öllu þessu flæmi!! - Honestly - þá held ég að tíkin hafi náð því og étið það. Hér eftir geymi ég það þar sem ég geymi pilluna !!! Eftir að hún át brjóstsviðatöflurnar mínar þá hef ég geymt allt sem hún má ekki éta í svona "out of reach" hæð, alveg eins og hjá litlu börnunum.
og ég er semst komin á lappir og búin að hringja í doksa hérna til að fá nýtt fix. Og +inn er að ég þarf ekki að fara til læknis til að fá ársréseft - ég þurfti þess alltaf í R-vík. heheheh alltaf að græða mar!!!
Þvílíkar dásemdar tilfinning það er!! En ég verð að vera dugleg um helgina því það er sögulokapróf í 19. öldinni á mánudaginn og dönskupróf á netinu um helgina. En við fengum frá sögukennaranum dæmi um spurningar (sem er garantít spurningar sem koma á þessu prófi) og af 15 spurningum þá klikkaði ein, þetta er nebbnilega kosturinn við að vera samviskusamur og læra heima.... bjakk - helgislepjan ég!!
En wonder of the wonders...
hvernig getur pillureseftið tínst?? Og af hverju er maður að fá snepil sem gildir í eitt ár?? er ekki samhengi þarna á milli?? Vita þeir ekki hvað eitt ár er langur tími??? og af hverju er þetta þá ekki á stærra blaði - eða í stærra umslagi eða bara eitthvað?? Ég bý núna á 2 hæðum sem eru 72fm2 hvor, þe 144 fm2 alls og eitt lítið pillureseft á afar auðvelt með að tínast í öllu þessu flæmi!! - Honestly - þá held ég að tíkin hafi náð því og étið það. Hér eftir geymi ég það þar sem ég geymi pilluna !!! Eftir að hún át brjóstsviðatöflurnar mínar þá hef ég geymt allt sem hún má ekki éta í svona "out of reach" hæð, alveg eins og hjá litlu börnunum.
og ég er semst komin á lappir og búin að hringja í doksa hérna til að fá nýtt fix. Og +inn er að ég þarf ekki að fara til læknis til að fá ársréseft - ég þurfti þess alltaf í R-vík. heheheh alltaf að græða mar!!!
miðvikudagur, október 08, 2003
Well well well....
Soldið síðan ég kom heim áðan. Búin að fara út með Kítöru - förum alltaf út fyrir bæinn að hlaupa og leika okkur, henni finnst það geggjað gaman svo + það að hún verður svo miklu geðbetri.
Áðan heyrði ég að Valur er á milljón að finna aðra vinnu - svo alllir samtaka nú að krossleggja putta og vona að það hafist fljótlega!! Annars þá verður hann að borga okkur 50þ áður en hann fer - allavega 35þ því það datt inn um bréfalúguna lögfræðibréf á nafni Hjölla vegna dóts sem hann Valur keypti af sömu konu og við versluðum hjá í byrjun ágúst. Hjölli samþykkti að gera kaupsamning við konuna svo hún fengi tryggingu vegna dótsins - skiljanlega - nema hvað - við Hjölli borguðum okkar hlut en Valur ekki - svo núna er allt komið í bál og brand út af honum...ég ekki par hrifin -
en vitiði hvað¨!! ég er að spá í að læra ekkert í kvöld og spila Morrowind.... tíhíhíhi - þar sem ég lærði svo mikið í gær - því ég ætlaði að vera svoooo dugleg í skólanum í gær - að ég víst gerði heimanámið líka :D svo "helllooooo Morrowind"
Soldið síðan ég kom heim áðan. Búin að fara út með Kítöru - förum alltaf út fyrir bæinn að hlaupa og leika okkur, henni finnst það geggjað gaman svo + það að hún verður svo miklu geðbetri.
Áðan heyrði ég að Valur er á milljón að finna aðra vinnu - svo alllir samtaka nú að krossleggja putta og vona að það hafist fljótlega!! Annars þá verður hann að borga okkur 50þ áður en hann fer - allavega 35þ því það datt inn um bréfalúguna lögfræðibréf á nafni Hjölla vegna dóts sem hann Valur keypti af sömu konu og við versluðum hjá í byrjun ágúst. Hjölli samþykkti að gera kaupsamning við konuna svo hún fengi tryggingu vegna dótsins - skiljanlega - nema hvað - við Hjölli borguðum okkar hlut en Valur ekki - svo núna er allt komið í bál og brand út af honum...ég ekki par hrifin -
en vitiði hvað¨!! ég er að spá í að læra ekkert í kvöld og spila Morrowind.... tíhíhíhi - þar sem ég lærði svo mikið í gær - því ég ætlaði að vera svoooo dugleg í skólanum í gær - að ég víst gerði heimanámið líka :D svo "helllooooo Morrowind"
Góðan daginn öll !!!
ég er komin á fætur eftir svefnmikla/litla nótt. Ég slaufaði skólanum í gær - nennti bara hreinlega ekki - var ógisslega kalt og kalt úti og í þunglyndisskapi og snjór og alles - var svona í "nennekkiaðveratil" í gærkveldi - svo ég fór í bælið um hálf tíu -svaf á mínu græna til fimm i morgun þegar tíkin þurfti endilega að fara út að pissa. En svona er þetta.
Svo núna er ég að reykja síðustu sígóina fyrir vinnu og fylla systemið af kaffi fyrir daginn. Er reyndar að verða of sein... ehh who cares anyway....
ég er komin á fætur eftir svefnmikla/litla nótt. Ég slaufaði skólanum í gær - nennti bara hreinlega ekki - var ógisslega kalt og kalt úti og í þunglyndisskapi og snjór og alles - var svona í "nennekkiaðveratil" í gærkveldi - svo ég fór í bælið um hálf tíu -svaf á mínu græna til fimm i morgun þegar tíkin þurfti endilega að fara út að pissa. En svona er þetta.
Svo núna er ég að reykja síðustu sígóina fyrir vinnu og fylla systemið af kaffi fyrir daginn. Er reyndar að verða of sein... ehh who cares anyway....
þriðjudagur, október 07, 2003
Brrrr kalt úti mar....
skítakuldi úti, er búin að reyna að hýja mér á kaffi, peysum og þess háttar en ekkert virkar. Verð bara að drullast í vinnu og vinna mér til hita.
Annars er ég búin að vera geggjað dugleg í dag, gera söguverkefni og alles. Fæ topp einkunnir fyrir verkefnin mín og ég hef lært svo vel undir allt að ég er hvergi bangin fyrir prófið sem verður á mánudaginn næsta :o)
skítakuldi úti, er búin að reyna að hýja mér á kaffi, peysum og þess háttar en ekkert virkar. Verð bara að drullast í vinnu og vinna mér til hita.
Annars er ég búin að vera geggjað dugleg í dag, gera söguverkefni og alles. Fæ topp einkunnir fyrir verkefnin mín og ég hef lært svo vel undir allt að ég er hvergi bangin fyrir prófið sem verður á mánudaginn næsta :o)
mánudagur, október 06, 2003
Söknuður...
Ég talaði heillengi við vin minn Georg í gær. Og eftri símtalið þá fann ég hve mikið ég sakna vina minna í R-vík. Ég sakna ekki kaffihúsanna, barina né skemmtistaðinna, heldur það að hitta vini mína og spjalla, tala um allt og ekkert. Ég hef gefið upp leitina að "Röggu, Dóu, Jóhönnu, Vilborgu og Önnu" hérna fyrir austan, ég komst að því að þessar kjarnakonur eiga engan sinn likan neinstaðar. I'll just have to live with that......
En nú er komið að því að ég verð að koma Kítöru í skilning um að ég verði að fara að vinna, og það tekur sinn tíma, og druslast svo sjálf til vinnu.....
Ég talaði heillengi við vin minn Georg í gær. Og eftri símtalið þá fann ég hve mikið ég sakna vina minna í R-vík. Ég sakna ekki kaffihúsanna, barina né skemmtistaðinna, heldur það að hitta vini mína og spjalla, tala um allt og ekkert. Ég hef gefið upp leitina að "Röggu, Dóu, Jóhönnu, Vilborgu og Önnu" hérna fyrir austan, ég komst að því að þessar kjarnakonur eiga engan sinn likan neinstaðar. I'll just have to live with that......
En nú er komið að því að ég verð að koma Kítöru í skilning um að ég verði að fara að vinna, og það tekur sinn tíma, og druslast svo sjálf til vinnu.....
Rugluð þegar ég vaknaði..
Fór mjög snemma að sofa í gær. Held að ég hafi sofnað um tíu, sem er frekar snemmt að mínu mati. Lá uppi í rúmi og hlustaði á sögu í MP3 spilaranum mínum - Earthlink. Nema ég sofna alltaf þegar ég er í 3 kafla....
En svo vaknaði ég í morgun - rugluð eftir drauminn sem mig dreymdi. Mig dreymdi Sibba heitinn, sem lést fyrir 7 árum siðan. Draumurinn var svo raunverulegur, og svo ljúfur. Við vorum allar stelpurnar í partýi, og hann og fleiri gamlir vinir, alveg eins og í gamla daga. Og það var svo gaman, við skemmtum okkur öll svo vel.
Fór mjög snemma að sofa í gær. Held að ég hafi sofnað um tíu, sem er frekar snemmt að mínu mati. Lá uppi í rúmi og hlustaði á sögu í MP3 spilaranum mínum - Earthlink. Nema ég sofna alltaf þegar ég er í 3 kafla....
En svo vaknaði ég í morgun - rugluð eftir drauminn sem mig dreymdi. Mig dreymdi Sibba heitinn, sem lést fyrir 7 árum siðan. Draumurinn var svo raunverulegur, og svo ljúfur. Við vorum allar stelpurnar í partýi, og hann og fleiri gamlir vinir, alveg eins og í gamla daga. Og það var svo gaman, við skemmtum okkur öll svo vel.
sunnudagur, október 05, 2003
Fyrsti snjórin
þegar við vöknuðum í morgun var fyrsti snjórinn á jörðu. Það var alveg meiriháttar að fylgjast með Kítöru fara út í snjóinn og kanna aðstæður. Hún hefur aldrei séð snjóinn áður. Fór með hana út i labbó og tók myndir af henni kanna þetta hvíta kalda stöff sem var á jörðinni. Fannst rosa gaman að grípa snjókúlurnar og hoppa um. En svo kom rigningin - og engin smá þrusu rigning og skolaði öllu í burtu.
Ég er að reyna að finna lærdómsgírinn. Finn mér alltaf eitthvað annað til að dunda við en að byrja á þessu. Heppni að ég skuli ekki vera búin að lóda Morrowind, þá væri ég forever doomed......
þegar við vöknuðum í morgun var fyrsti snjórinn á jörðu. Það var alveg meiriháttar að fylgjast með Kítöru fara út í snjóinn og kanna aðstæður. Hún hefur aldrei séð snjóinn áður. Fór með hana út i labbó og tók myndir af henni kanna þetta hvíta kalda stöff sem var á jörðinni. Fannst rosa gaman að grípa snjókúlurnar og hoppa um. En svo kom rigningin - og engin smá þrusu rigning og skolaði öllu í burtu.
Ég er að reyna að finna lærdómsgírinn. Finn mér alltaf eitthvað annað til að dunda við en að byrja á þessu. Heppni að ég skuli ekki vera búin að lóda Morrowind, þá væri ég forever doomed......
laugardagur, október 04, 2003
Fattaði ekki að...
22.49 Bræðralag úlfsins BB (Le pacte des loups) væri Brotherhood of the Wolf, sem er virkilega góð mynd - sá hana fyrir all löngu síðan þegar við lóduðum henni af netinu .. þumlar upp!!
Ég sá hjá vinkonu minni að hennar reynsla af karlmönnum og húsverkum "að þeir eru nákvæmlega jafnhandicapped og þeir komast upp með að vera" - kannski er það rétt hjá henni. En nennir maður alltaf að vera að "nöldra"? alltaf að standa í þrasi um að hlutirnir séu gerðir? mér hefur alltaf fundist það sjálfsagt mál að þegar fullorðið fólk býr saman þá taki allir saman til hendinni og takist á við hin daglegu störf sem þurfa að vera unnin á heimilinu.
Eða eu karlmenn eins og hvolpar? eru með hugann við málefnið á meðan ekkert annað nær athyglinni? og á endanum þá fattar maður að þeir eru bara eilífðarhvolpar og maður hættir að nenna að standa á háa céinu til að reyna að siða þá til og fá þá til að hætta að gera stykkin sín undir sófanum???
22.49 Bræðralag úlfsins BB (Le pacte des loups) væri Brotherhood of the Wolf, sem er virkilega góð mynd - sá hana fyrir all löngu síðan þegar við lóduðum henni af netinu .. þumlar upp!!
Ég sá hjá vinkonu minni að hennar reynsla af karlmönnum og húsverkum "að þeir eru nákvæmlega jafnhandicapped og þeir komast upp með að vera" - kannski er það rétt hjá henni. En nennir maður alltaf að vera að "nöldra"? alltaf að standa í þrasi um að hlutirnir séu gerðir? mér hefur alltaf fundist það sjálfsagt mál að þegar fullorðið fólk býr saman þá taki allir saman til hendinni og takist á við hin daglegu störf sem þurfa að vera unnin á heimilinu.
Eða eu karlmenn eins og hvolpar? eru með hugann við málefnið á meðan ekkert annað nær athyglinni? og á endanum þá fattar maður að þeir eru bara eilífðarhvolpar og maður hættir að nenna að standa á háa céinu til að reyna að siða þá til og fá þá til að hætta að gera stykkin sín undir sófanum???
Úff er ekki að nenna neinu núna mar....
Vaknaði um tíu í morgun, ryksugaði, fór út með tíkina, bakaði, setti tíkina í bað, settist aðeins niður með kaffi og sígó, fór sjálf í sturtu og allt í einu var klukkan orðin eitt. Fórum út í Vattarnes í kaffi og vorum þar til að verða fimm. (þau eru með heitan pott í garðinum.. það hríslaðist um mig löngun í heitan pott og rauðvín mmmmmm)
Og núna sit ég við tölvurnar og er ekki að nenna neinu. Ætti að vera að læra - hvað, ekki með á hreinu, bara nennekki í augnablikinu. Er í algjöru letikasti. Langar einna helst til að gleyma mér í Morrowind, hef ekki spilað hann lengi.
Sat til þrjú í nótt að horfa á Andromeda sem eru starship þættir af netinu - og ég verð að viðurkenna að ég er Andromeda fíkill. Gæti alveg hugsað mér að setjast núna niður með eitthvað nasl og horfa á Andromeda og gleyma stað og stund og jafnvel sofna bara yfir imbanum... er hvort eð er nokkuð í sjónvarpinu í kvöld?
Eða taka skurk í Morrowind, spila hann til morguns, það er líka option sem mér finnst snilld, friður frá simum, hundi, köllum og öllum.....
Í kvöld er í boði:
20.35 Vögguvísa - Hriktir í stoðum 211
(Cradle Will Rock)
Bíómynd frá 1999
22.49 Bræðralag úlfsins BB 212
(Le pacte des loups)
Frönsk spennumynd frá 2001
01.10 Skaðræðisgripur IV BB e 213
(Lethal Weapon IV)
Bandarísk spennumynd frá 1998
03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
jamm Ríksisjónvarpið klikkar ekki!!!!
Vaknaði um tíu í morgun, ryksugaði, fór út með tíkina, bakaði, setti tíkina í bað, settist aðeins niður með kaffi og sígó, fór sjálf í sturtu og allt í einu var klukkan orðin eitt. Fórum út í Vattarnes í kaffi og vorum þar til að verða fimm. (þau eru með heitan pott í garðinum.. það hríslaðist um mig löngun í heitan pott og rauðvín mmmmmm)
Og núna sit ég við tölvurnar og er ekki að nenna neinu. Ætti að vera að læra - hvað, ekki með á hreinu, bara nennekki í augnablikinu. Er í algjöru letikasti. Langar einna helst til að gleyma mér í Morrowind, hef ekki spilað hann lengi.
Sat til þrjú í nótt að horfa á Andromeda sem eru starship þættir af netinu - og ég verð að viðurkenna að ég er Andromeda fíkill. Gæti alveg hugsað mér að setjast núna niður með eitthvað nasl og horfa á Andromeda og gleyma stað og stund og jafnvel sofna bara yfir imbanum... er hvort eð er nokkuð í sjónvarpinu í kvöld?
Eða taka skurk í Morrowind, spila hann til morguns, það er líka option sem mér finnst snilld, friður frá simum, hundi, köllum og öllum.....
Í kvöld er í boði:
20.35 Vögguvísa - Hriktir í stoðum 211
(Cradle Will Rock)
Bíómynd frá 1999
22.49 Bræðralag úlfsins BB 212
(Le pacte des loups)
Frönsk spennumynd frá 2001
01.10 Skaðræðisgripur IV BB e 213
(Lethal Weapon IV)
Bandarísk spennumynd frá 1998
03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
jamm Ríksisjónvarpið klikkar ekki!!!!
föstudagur, október 03, 2003
Hver hefði trúað??
að eitt af uppáhalds leikföngum Kítöru væru hráar böpplur!!? og það besta er að hún skilur ekki eftir leyfar af henni út um allt hús eins og af helv.. spítunum sem hún nagar. Hún lætur þær skoppa og boppa um allt hús sest og nagar og étur og skoppar og boppar um allt !! ekkert smá gaman að fylgjast með henni!!!
að eitt af uppáhalds leikföngum Kítöru væru hráar böpplur!!? og það besta er að hún skilur ekki eftir leyfar af henni út um allt hús eins og af helv.. spítunum sem hún nagar. Hún lætur þær skoppa og boppa um allt hús sest og nagar og étur og skoppar og boppar um allt !! ekkert smá gaman að fylgjast með henni!!!
Jæja loks staðin upp og komin á ról
Ég var frekar slöpp sunnudag, mánudag og þriðjudag. Hélt fyrst að á sunnudaginn væru bara eftirstöðvar af laugardagskvöldinu en það reyndist ekki vera. Svo á þriðjudagskvöldið var ég skotin niður og gat ekki hreyft mig úr rúminu á miðvikudaginn. Ibufen og ég are like this!!! Kítara skildi þetta bara alls ekki - ég komst ekki með hana út að labba. Svo í gær var ég líka heima - með smá hita og hausverk en ákvað í dag að láta slag standa og drífa mig af stað. Vona bara að mér slái ekki niður. Ætla að vera svo dugleg um helgina að mála - þe ef veðrið verður ok.
Núna er sko snjófjúk dauðans og geggjað kalt. Me not like og Kítara ekki heldur. Hún vildi fara út - pissa og kúka og svo "thviiinnnnn" beint aftur inn. Enda var Jeltsin ekki úti svo það var ekkert spennó í gangi.
Á þriðjudaginn mætti ég Hjölla í útihurðinni þegar ég var að koma heim úr vinnu og við röltum niður í sjoppu/hótel/bar settumst niður og fengum okkur kaffi og ræddum málin. Hann er líka geggjað þreyttur á þessu ástandi. Valur alltaf heima - Hjölli er vanur að geta verið einn heima og vill vera einn stundum - eins og við öll - en sl mánuði hefur hann ekki fengið tækifæri á því - strákurinn kom í júli, og Valur í ágúst og núna er kominn október!! Hann vonar að þetta fari að taka enda. Valur er farinn að leita sér að annarri vinnu - sótti meira að segja um hérna á frystihúsinu "til að fá peninga svo ég geti farið annað" þá á hann við "aftur suður" - krosslegg fingur !!!
Ég var frekar slöpp sunnudag, mánudag og þriðjudag. Hélt fyrst að á sunnudaginn væru bara eftirstöðvar af laugardagskvöldinu en það reyndist ekki vera. Svo á þriðjudagskvöldið var ég skotin niður og gat ekki hreyft mig úr rúminu á miðvikudaginn. Ibufen og ég are like this!!! Kítara skildi þetta bara alls ekki - ég komst ekki með hana út að labba. Svo í gær var ég líka heima - með smá hita og hausverk en ákvað í dag að láta slag standa og drífa mig af stað. Vona bara að mér slái ekki niður. Ætla að vera svo dugleg um helgina að mála - þe ef veðrið verður ok.
Núna er sko snjófjúk dauðans og geggjað kalt. Me not like og Kítara ekki heldur. Hún vildi fara út - pissa og kúka og svo "thviiinnnnn" beint aftur inn. Enda var Jeltsin ekki úti svo það var ekkert spennó í gangi.
Á þriðjudaginn mætti ég Hjölla í útihurðinni þegar ég var að koma heim úr vinnu og við röltum niður í sjoppu/hótel/bar settumst niður og fengum okkur kaffi og ræddum málin. Hann er líka geggjað þreyttur á þessu ástandi. Valur alltaf heima - Hjölli er vanur að geta verið einn heima og vill vera einn stundum - eins og við öll - en sl mánuði hefur hann ekki fengið tækifæri á því - strákurinn kom í júli, og Valur í ágúst og núna er kominn október!! Hann vonar að þetta fari að taka enda. Valur er farinn að leita sér að annarri vinnu - sótti meira að segja um hérna á frystihúsinu "til að fá peninga svo ég geti farið annað" þá á hann við "aftur suður" - krosslegg fingur !!!
þriðjudagur, september 30, 2003
Góðan daginn öll!!
er löngu vöknuð - ætlaði sko að læra í morgun - en þar sem ég bý með tveimur fullorðnum og greinilega "handicapped" karlmönnum þá komst ég ekki að kaffikönnunni í morgun fyrir sóðaskap - eftir daginn í gær held ég - fór lítið inn í eldhús í gær því hmmmm hvða var ég að gera í allan gærdag og í gærkveldi ... jú alveg rétt - var að vinna og svo læra og svo fór ég í skólann - á milli þess sem ég fann 10 mín til að leika við hundinn kl hálf sex í gærkveldi og fór með hana á uppáhaldsstaðinn hennar svo ég í sakleysi mínu ætlaði að fara inn í eldhús og hella mér upp á kaffi kl hálf átta í morgun - en nei..... semst lærdómstíminn minn fór í að þrífa !!!!!!!!!!! Hjölli var að tala um að vakna fyrr - ok semst er það svo ég hafi tíma til að þrífa eftir þá og læra???? mér er spurnÐ?? Þarf ég alltaf að biðja um að tekið sé til??? þarf þetta alltaf að fara út í það að ég verði brjáluð í skapinu og nöldri og þurfi að biðja um þetta?? og af hverju slær Hjölli slöku við þegar Valur er hérna??? ég veit að þegar hann eldar þá vaska ég upp - en ég bjóst ekki við að það væri þannig þegar ég væri í 120 % vinnu (skóli, vinna, heimalærdómur) og væri kannski að meðaltali 4 tíma heima yfir daginn vakandi og af þessum 4 tímum fara 2 og 1/2 í að læra, helst 1 tími alls í hundinn og þá á ég 30 mín eftir sem mig kannski langar til að SLAPPA AF!!!!!!!!!!!!
Annars var ok um helgina. Á laugardagskvöldið fórum við í staffapartý hjá skólanum heima hjá einni, og fórum með þeim á ballið sem var haldið í tilefni 70 ára afmælis kaupfélags fáskrúðsfirðinga. Ég skemmti mér mjög vel, dansaði helling og talaði við fullt af fólki. Við Hjölli höfum ekki farið út saman síðan í R-vík (að frátöldu þessum tveimur kvöldum í Mývó) og við nutum þess að skemmta okkur saman.
Sunnudagurinn fór svo í þynnku og leti. Horfðum á imbann og átum nammi.
Vona svo heitt og innilega að þessi vika verði jafn fljót að líða og síðasta vika og helgin komi aftur fljótlega. Ég er í svona "nennekkineinu" ástandi núna. Mér finnst eitthvað allt svo eins og það á ekki að vera - vantar að allt sé í föstum skorðum. Það er bara eitt sem veldur því = Valur. Allt þetta vesen með hann og hans vinnu og peninga og bla bla - meira að segja held að hann hafi fengið aur í gær (lifði á okkur um helgina - sígós og bjór) og hann var á barnum þegar ég kom úr vinnu og kíkti heim held ég um kvöldmatinn - át (þreif ekki) og fór svo aftur á barinn - var þar þegar ég kom úr skólanum. HVAÐ ERUM VIÐ FUCKING HÓTEL!!!!!!!!!!???????????????
er löngu vöknuð - ætlaði sko að læra í morgun - en þar sem ég bý með tveimur fullorðnum og greinilega "handicapped" karlmönnum þá komst ég ekki að kaffikönnunni í morgun fyrir sóðaskap - eftir daginn í gær held ég - fór lítið inn í eldhús í gær því hmmmm hvða var ég að gera í allan gærdag og í gærkveldi ... jú alveg rétt - var að vinna og svo læra og svo fór ég í skólann - á milli þess sem ég fann 10 mín til að leika við hundinn kl hálf sex í gærkveldi og fór með hana á uppáhaldsstaðinn hennar svo ég í sakleysi mínu ætlaði að fara inn í eldhús og hella mér upp á kaffi kl hálf átta í morgun - en nei..... semst lærdómstíminn minn fór í að þrífa !!!!!!!!!!! Hjölli var að tala um að vakna fyrr - ok semst er það svo ég hafi tíma til að þrífa eftir þá og læra???? mér er spurnÐ?? Þarf ég alltaf að biðja um að tekið sé til??? þarf þetta alltaf að fara út í það að ég verði brjáluð í skapinu og nöldri og þurfi að biðja um þetta?? og af hverju slær Hjölli slöku við þegar Valur er hérna??? ég veit að þegar hann eldar þá vaska ég upp - en ég bjóst ekki við að það væri þannig þegar ég væri í 120 % vinnu (skóli, vinna, heimalærdómur) og væri kannski að meðaltali 4 tíma heima yfir daginn vakandi og af þessum 4 tímum fara 2 og 1/2 í að læra, helst 1 tími alls í hundinn og þá á ég 30 mín eftir sem mig kannski langar til að SLAPPA AF!!!!!!!!!!!!
Annars var ok um helgina. Á laugardagskvöldið fórum við í staffapartý hjá skólanum heima hjá einni, og fórum með þeim á ballið sem var haldið í tilefni 70 ára afmælis kaupfélags fáskrúðsfirðinga. Ég skemmti mér mjög vel, dansaði helling og talaði við fullt af fólki. Við Hjölli höfum ekki farið út saman síðan í R-vík (að frátöldu þessum tveimur kvöldum í Mývó) og við nutum þess að skemmta okkur saman.
Sunnudagurinn fór svo í þynnku og leti. Horfðum á imbann og átum nammi.
Vona svo heitt og innilega að þessi vika verði jafn fljót að líða og síðasta vika og helgin komi aftur fljótlega. Ég er í svona "nennekkineinu" ástandi núna. Mér finnst eitthvað allt svo eins og það á ekki að vera - vantar að allt sé í föstum skorðum. Það er bara eitt sem veldur því = Valur. Allt þetta vesen með hann og hans vinnu og peninga og bla bla - meira að segja held að hann hafi fengið aur í gær (lifði á okkur um helgina - sígós og bjór) og hann var á barnum þegar ég kom úr vinnu og kíkti heim held ég um kvöldmatinn - át (þreif ekki) og fór svo aftur á barinn - var þar þegar ég kom úr skólanum. HVAÐ ERUM VIÐ FUCKING HÓTEL!!!!!!!!!!???????????????
föstudagur, september 26, 2003
Aðeins betur sofin!!!
Dagurinn í gær var sossum ok - það var ekki fyrr en um kvöldmat þegar ég fékk mér að borða í rólegheitunum að ég lyppaðist niður og hefði alveg getað farið þá inn í rúm að sofa. Það var víst ekki option þar sem ég þurfti í skólann. En það var nú allt í lagi. Merkilegt hvað vikurnar eru fljótar að líða þegar maður er svona upptekin á kvöldin - það er strax kominn föstudagur - ahhhh já ljúfur og notalegur föstudagur!!! það þýðir bara eitt = þá er laugardagur á morgun!!!!!!!!!!
Dagurinn í gær var sossum ok - það var ekki fyrr en um kvöldmat þegar ég fékk mér að borða í rólegheitunum að ég lyppaðist niður og hefði alveg getað farið þá inn í rúm að sofa. Það var víst ekki option þar sem ég þurfti í skólann. En það var nú allt í lagi. Merkilegt hvað vikurnar eru fljótar að líða þegar maður er svona upptekin á kvöldin - það er strax kominn föstudagur - ahhhh já ljúfur og notalegur föstudagur!!! það þýðir bara eitt = þá er laugardagur á morgun!!!!!!!!!!
fimmtudagur, september 25, 2003
Búin að setja í morgunbolludeig..
og það er að hefast núna - áætla að setja það í ofninn um sjö, frábær morgunverður, með sólþurrkuðum tómötum og alles! Hjölli og Kítara kíktu fram til að pissa - horfðu bæði hissa á mig kysstu mig bæði og fóru svo aftur í rúmið.
Svo núna vopnuð kaffi og sígó ræðst ég á líffræðina!!!!!!! GGEEERRRROOOOONIMOOOOOO
og það er að hefast núna - áætla að setja það í ofninn um sjö, frábær morgunverður, með sólþurrkuðum tómötum og alles! Hjölli og Kítara kíktu fram til að pissa - horfðu bæði hissa á mig kysstu mig bæði og fóru svo aftur í rúmið.
Svo núna vopnuð kaffi og sígó ræðst ég á líffræðina!!!!!!! GGEEERRRROOOOONIMOOOOOO
Díííísssss - look at the time.....!!!!!!!!!!!
Hreinlega bara gat ekki sofið. Vaknaði fyrst við tíkina, svo hrotur og svo hrotur í tíkinni, og þá var ég hálf vöknuð, fann ég þurfti að pissa, nennti ekki framúr, þá fór heilinn af stað, hugsa um bílamál, og þá endanlega vaknaði ég, og fór fram úr. Er búin að hella mér upp á kaffi, og ætla að læra smá. Ef um eftir klukkutíma eða tvo að ég sé sybbin þá legg ég mig bara aftur, ekki svo flókið mál.
Hreinlega bara gat ekki sofið. Vaknaði fyrst við tíkina, svo hrotur og svo hrotur í tíkinni, og þá var ég hálf vöknuð, fann ég þurfti að pissa, nennti ekki framúr, þá fór heilinn af stað, hugsa um bílamál, og þá endanlega vaknaði ég, og fór fram úr. Er búin að hella mér upp á kaffi, og ætla að læra smá. Ef um eftir klukkutíma eða tvo að ég sé sybbin þá legg ég mig bara aftur, ekki svo flókið mál.
miðvikudagur, september 24, 2003
Var að læra og nenni ekki meir....
Þurfti að klára 2 fyrstu spurningar í kafla 4 í líffræði og senda kallinum fyrir tímann á morgun. Það gekk og búin að senda. Ætti sossum að lesa og glósa kaflann almennilega núna - þarf þá ekki að gera það um helgina, en ég bara nenn'ekki meir....
Áður en ég fór í morgun þá spurði ég Hjölla hvort eitthvað lægi fyrir hjá þeim í dag, og hann fattaði hintið - þeir þrifu í dag!! ég ekkert smá ánægð. :D
Annars leið mér eins og það væri stórt "kick me" skilti á mér í dag. Dagurinn í vinnunni byrjaði á því að sú sem þrífur skólann byrjaði á að setja út á hitt og þetta - sem þær gerðu iðulega þegar ég var með selið uppi í skóla, og talaði um að mæta fyrr á morgun til að ræða það sem við Lára (sú sem sér um sveitaeldhúsið) eigum að sjá um ....?? já ég sé um skólaselið - en þar var aldrei talað um þrif eða annað slíkt. Ég gef 20 mín á hverjum degi til að ná í matarkassann og fara með hann upp á elliheimili. Ef ég á að fara að þrífa eitthvað þá er eins gott að það verði þá bara bætt á mig í vinnu og fái þá borgað meir en 80%
Svo mætti ég uppeftir á elliheimilið. Mátti ekki leggja þarna, mátti ekki vera á þessum skóm, gera þetta svona en ekki hinsegin, hugsa svona um matinn og börnin, gera þetta með matinn og börnin, gera svona en ekki svona og þegar þær byrjuðu á að babbla um hvað ég ætti að gera í skólaselinu sjálfu þá byrjaði ég að loka eyrunum. Þetta er aðallega forstöðukonan sem lætur svona. Held samt að hún hafi fattað mitt "fálega kurteisa" brosandi viðmót (þið þekkið svipinn sem ég set upp þegar ég verð pirruð en brosi bara) og hún kom svo aftur þegar ég var að fara og kom með ágætis tillögur með breytingar. Semst ég átti ekki alveg að krjúpa og sleikja gólfið sem hún gekk á heldur kom hún á móts við mig lika.
Þessi sama kona vill endilega fá mig í smá aukavinnu um helgar á elliheimilinu. Ég var alvarlega að spá í það, gefur ágætlega af sér. En ég held að ég og þessi kona getum alls ekki unnið saman. Þið sem þekkið mig vitið að ég læt ekki auðveldlega að stjórn, ég gjörsamlega þoli ekki þegar fólk reynir að ráðskast með mig, og hún er akkúrat þannig að hún vill ráðskast með allt og alla. Svo ég held að ég afþakki hennar góða boð um aukavinnu. Peningar eða geðheilsa (sem gæti leitt til líkamsáverka á henni) þá vel ég að halda geðheilsunni og hafa sakavottorðið enn hreint.
Ég fæ það á tilfinninguna að fólk sem þekkir mig ekki hérna haldi að ég sé bara fávís ung kona úr Reykjavík sem þekkir ekkert til vinnu eða samfélags úti á landi. Það eru ALLAR konur að reyna að ala mig upp hérna. En ég hugsa að ég hafi reynt og upplifað fleira um lífsleiðina þó yngri sé en flestar af þeim.
Þurfti að klára 2 fyrstu spurningar í kafla 4 í líffræði og senda kallinum fyrir tímann á morgun. Það gekk og búin að senda. Ætti sossum að lesa og glósa kaflann almennilega núna - þarf þá ekki að gera það um helgina, en ég bara nenn'ekki meir....
Áður en ég fór í morgun þá spurði ég Hjölla hvort eitthvað lægi fyrir hjá þeim í dag, og hann fattaði hintið - þeir þrifu í dag!! ég ekkert smá ánægð. :D
Annars leið mér eins og það væri stórt "kick me" skilti á mér í dag. Dagurinn í vinnunni byrjaði á því að sú sem þrífur skólann byrjaði á að setja út á hitt og þetta - sem þær gerðu iðulega þegar ég var með selið uppi í skóla, og talaði um að mæta fyrr á morgun til að ræða það sem við Lára (sú sem sér um sveitaeldhúsið) eigum að sjá um ....?? já ég sé um skólaselið - en þar var aldrei talað um þrif eða annað slíkt. Ég gef 20 mín á hverjum degi til að ná í matarkassann og fara með hann upp á elliheimili. Ef ég á að fara að þrífa eitthvað þá er eins gott að það verði þá bara bætt á mig í vinnu og fái þá borgað meir en 80%
Svo mætti ég uppeftir á elliheimilið. Mátti ekki leggja þarna, mátti ekki vera á þessum skóm, gera þetta svona en ekki hinsegin, hugsa svona um matinn og börnin, gera þetta með matinn og börnin, gera svona en ekki svona og þegar þær byrjuðu á að babbla um hvað ég ætti að gera í skólaselinu sjálfu þá byrjaði ég að loka eyrunum. Þetta er aðallega forstöðukonan sem lætur svona. Held samt að hún hafi fattað mitt "fálega kurteisa" brosandi viðmót (þið þekkið svipinn sem ég set upp þegar ég verð pirruð en brosi bara) og hún kom svo aftur þegar ég var að fara og kom með ágætis tillögur með breytingar. Semst ég átti ekki alveg að krjúpa og sleikja gólfið sem hún gekk á heldur kom hún á móts við mig lika.
Þessi sama kona vill endilega fá mig í smá aukavinnu um helgar á elliheimilinu. Ég var alvarlega að spá í það, gefur ágætlega af sér. En ég held að ég og þessi kona getum alls ekki unnið saman. Þið sem þekkið mig vitið að ég læt ekki auðveldlega að stjórn, ég gjörsamlega þoli ekki þegar fólk reynir að ráðskast með mig, og hún er akkúrat þannig að hún vill ráðskast með allt og alla. Svo ég held að ég afþakki hennar góða boð um aukavinnu. Peningar eða geðheilsa (sem gæti leitt til líkamsáverka á henni) þá vel ég að halda geðheilsunni og hafa sakavottorðið enn hreint.
Ég fæ það á tilfinninguna að fólk sem þekkir mig ekki hérna haldi að ég sé bara fávís ung kona úr Reykjavík sem þekkir ekkert til vinnu eða samfélags úti á landi. Það eru ALLAR konur að reyna að ala mig upp hérna. En ég hugsa að ég hafi reynt og upplifað fleira um lífsleiðina þó yngri sé en flestar af þeim.
þriðjudagur, september 23, 2003
Þriðjudagur enn og aftur...
og ég í eyðu - again.
Lífið heldur áfram sinn vanagang hérna fyrir austan. Eftir rólega en annasama helgi - þá á ég við - róleg = gerði ekkert og ekkert gerðist - annasöm = mikill lærdómur. Og aftur kominn þriðjudagur.
Af hverju er það að þegar við kvenfólkið tölum um að allt sé skítugt heima að við séum að nöldra? Hvernig stendur á því að þegar ég bý með 2 karlmönnum núna að sumir sem ég hef búið með lengur haldi að það sé bara allt í lagi að gera ekkert varðandi óreiðu og mess? Að ég sé meira líbó þegar annar karlmaður er kominn á heimilið? það er í raun alveg andstæðan við það. 2 karlmenn = meira mess = frekara nöldur.
Þessa dagana er ekkert að gera hjá þeim í vinnunni. þeir hanga niðri í tölvunum og lyfta ekki litla fingri til að gera neitt. Jú Hjölli eldar stöku sinnum. Valur kaupir brauð, ost og skinku (til að borga eitthvað fyrir hið fría húsnæði, netaðgang og 75% fæði) En - ég geri allt hitt. Ég vinn, ég er í skóla, og td núna í kvöld þá setti ég í skúffuköku no 2 á 2 dögum. Ég ryksuga og skúra eftir tíkina - hey ég vil geta gengið um húsið á sokkunum - er það of mikils mælst?? En það var sl sunnudag - þe fyrir VIKU OG 2 DÖGUM!!! Þeir hafa ekkert gert - nada - zip og zero!! Daginn eftir var allt komið í sama horf (tíkin er afar aktíf)- ég ryksuga aftur. og aftur og aftur og aftur.... ok - við eigum að gera þetta saman. Þá finnst mér allt í lagi að td einhver af hinum íbúum hússins - sem eru td meira heima en ég - nota þar af leiðandi td eldhúsið meira en ég, að þeir geti alveg þrifið eftir sig - td þurrka upp kaffi ef það hellist niður - ÞAÐ ERU TIL TUSKUR Á HEIMILINU!!!! Þetta virðist ekki ná til þeirra - og ef ég impra á þessu - þá er ég að nöldra!
Þetta er td ein STÓR ástæða fyrir að ég er búin að fá nóg af því að vera með auka aðila á heimilinu. Það fer ekkert þannig fyrir honum (þar sem ég setti stopp á bjórinn) nema þegar viðkemur að eldhúsinu - come on - við eigum 8 stk af stórum matardiskum - milljón glös - hey einn daginn voru 3 stk af matardiskum í eldhúsinu og örfá glös - og hvar voru þau??? nú auðvitað niðri í tölvuherbergi þeirra!!! það er borðað - ekki gengið frá , og diskar og glös á bekkjum og á borðinu uppi.
Í kvöld - hafði ég ekki geð á að borða í svínastíunni... Og það sem fer meira í skapið á mér að ÞAÐ ER ALDREI HÆGT AÐ TALA UM ÞETTA VIÐ HJÖLLA ÞVÍ HINN ER ALLTAF ÞARNA ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF
og ég í eyðu - again.
Lífið heldur áfram sinn vanagang hérna fyrir austan. Eftir rólega en annasama helgi - þá á ég við - róleg = gerði ekkert og ekkert gerðist - annasöm = mikill lærdómur. Og aftur kominn þriðjudagur.
Af hverju er það að þegar við kvenfólkið tölum um að allt sé skítugt heima að við séum að nöldra? Hvernig stendur á því að þegar ég bý með 2 karlmönnum núna að sumir sem ég hef búið með lengur haldi að það sé bara allt í lagi að gera ekkert varðandi óreiðu og mess? Að ég sé meira líbó þegar annar karlmaður er kominn á heimilið? það er í raun alveg andstæðan við það. 2 karlmenn = meira mess = frekara nöldur.
Þessa dagana er ekkert að gera hjá þeim í vinnunni. þeir hanga niðri í tölvunum og lyfta ekki litla fingri til að gera neitt. Jú Hjölli eldar stöku sinnum. Valur kaupir brauð, ost og skinku (til að borga eitthvað fyrir hið fría húsnæði, netaðgang og 75% fæði) En - ég geri allt hitt. Ég vinn, ég er í skóla, og td núna í kvöld þá setti ég í skúffuköku no 2 á 2 dögum. Ég ryksuga og skúra eftir tíkina - hey ég vil geta gengið um húsið á sokkunum - er það of mikils mælst?? En það var sl sunnudag - þe fyrir VIKU OG 2 DÖGUM!!! Þeir hafa ekkert gert - nada - zip og zero!! Daginn eftir var allt komið í sama horf (tíkin er afar aktíf)- ég ryksuga aftur. og aftur og aftur og aftur.... ok - við eigum að gera þetta saman. Þá finnst mér allt í lagi að td einhver af hinum íbúum hússins - sem eru td meira heima en ég - nota þar af leiðandi td eldhúsið meira en ég, að þeir geti alveg þrifið eftir sig - td þurrka upp kaffi ef það hellist niður - ÞAÐ ERU TIL TUSKUR Á HEIMILINU!!!! Þetta virðist ekki ná til þeirra - og ef ég impra á þessu - þá er ég að nöldra!
Þetta er td ein STÓR ástæða fyrir að ég er búin að fá nóg af því að vera með auka aðila á heimilinu. Það fer ekkert þannig fyrir honum (þar sem ég setti stopp á bjórinn) nema þegar viðkemur að eldhúsinu - come on - við eigum 8 stk af stórum matardiskum - milljón glös - hey einn daginn voru 3 stk af matardiskum í eldhúsinu og örfá glös - og hvar voru þau??? nú auðvitað niðri í tölvuherbergi þeirra!!! það er borðað - ekki gengið frá , og diskar og glös á bekkjum og á borðinu uppi.
Í kvöld - hafði ég ekki geð á að borða í svínastíunni... Og það sem fer meira í skapið á mér að ÞAÐ ER ALDREI HÆGT AÐ TALA UM ÞETTA VIÐ HJÖLLA ÞVÍ HINN ER ALLTAF ÞARNA ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF ALLTAF
mánudagur, september 22, 2003
ég veit ég veit ég vei...
ég er allt of löt við að skrifa. kannski bara þessa vikuna - búið að vera brjálað að gera - ef ég hef sest hérna niður þá hef ég verið að læra. Náttúrufræðiverkefni, söguverkefni, íslenskuverkefni og söguritgerð!! Var að læra alla helgina og á föstudaginn til half tvö um nóttina. Núna er td hundurinn að skæla því ég var að koma heim, þurfti að læra og hef ekkert leikið við hana í dag og er að fara af stað aftur - svo ég gotta go núna.....
love you all
ég er allt of löt við að skrifa. kannski bara þessa vikuna - búið að vera brjálað að gera - ef ég hef sest hérna niður þá hef ég verið að læra. Náttúrufræðiverkefni, söguverkefni, íslenskuverkefni og söguritgerð!! Var að læra alla helgina og á föstudaginn til half tvö um nóttina. Núna er td hundurinn að skæla því ég var að koma heim, þurfti að læra og hef ekkert leikið við hana í dag og er að fara af stað aftur - svo ég gotta go núna.....
love you all
þriðjudagur, september 16, 2003
Þriðjudagur.... enn ein vikan....
Er í skólanum - nenni ekki neinu - þreytt eftir daginn - langur dagur í dag, og nóg að gera.
Hjölli byrjaði að háþrýstiþvo húsið okkar - gera það klárt undir málningu. Hlakka til að sjá húsið nýmálað.
Kítara stækkar og stækkar.
Valur býr enn heima.
Heimaverkefnin klárast en alltaf koma fleiri í staðin - nýjasta er ritgerð í sögu - skila 10. október.
Komst að því að Ragga vinkona er BATMAN.
Og Auður Lilja - sú sem ég var að vinna með hjá ATV er nýji stjórnandi Djúpu Laugarinnar á Skjá 1.
Önnur vinkona mín er að sálast úr saurugum hugsunum... spurning með særingar - hvort þær dyggðu á hana - stór efa það.
Held að fleiri hafi saurugar hugsanir - en þora bara ekki að viðurkenna það!!! (taki það til sín sem eiga)
Er í skólanum - nenni ekki neinu - þreytt eftir daginn - langur dagur í dag, og nóg að gera.
Hjölli byrjaði að háþrýstiþvo húsið okkar - gera það klárt undir málningu. Hlakka til að sjá húsið nýmálað.
Kítara stækkar og stækkar.
Valur býr enn heima.
Heimaverkefnin klárast en alltaf koma fleiri í staðin - nýjasta er ritgerð í sögu - skila 10. október.
Komst að því að Ragga vinkona er BATMAN.
Og Auður Lilja - sú sem ég var að vinna með hjá ATV er nýji stjórnandi Djúpu Laugarinnar á Skjá 1.
Önnur vinkona mín er að sálast úr saurugum hugsunum... spurning með særingar - hvort þær dyggðu á hana - stór efa það.
Held að fleiri hafi saurugar hugsanir - en þora bara ekki að viðurkenna það!!! (taki það til sín sem eiga)
laugardagur, september 13, 2003
Klappa fyrir mér!!!
Búin að sitja pungsveitt yfir náttúrufræðiverkefni - sem mér reyndar þótti bara býsna skemmtilegt... I'm getting old.... sat og glósaði úr bókinni meðan ég las og svo vegna þess hve vel ég glósaði þá var það reyndar bara copy/paste við að svara verkefninu...
En núna er ég búin - og ætla að fara í langa og góða sturtu. Það er rok úti - haustveður frá helvíti..
Búin að sitja pungsveitt yfir náttúrufræðiverkefni - sem mér reyndar þótti bara býsna skemmtilegt... I'm getting old.... sat og glósaði úr bókinni meðan ég las og svo vegna þess hve vel ég glósaði þá var það reyndar bara copy/paste við að svara verkefninu...
En núna er ég búin - og ætla að fara í langa og góða sturtu. Það er rok úti - haustveður frá helvíti..
föstudagur, september 12, 2003
Og dagur að kveldi kominn...
Búin að vera ógissslega dugleg í dag. Mætti upp í sel um eitt og lærði með Jóhönnu, byrjaði á sögunni og hélt því áfram til fimm í dag, reyndar kom ég heim í millitíðinni. Tók þá dönskuna fyrir og svo endaði ég á íslenskunni. Ætla að geyma náttúrufræðina til morguns, þegar heilinn er búinn að reboota aftur... Keypti mér popp og kók til að hafa með náttúrufræðinni á morgun. Quality stund með námsbókunum í fyrramálið.
Er svo komin með 1 stk kaldan til að aðstoða heilann við að komast í sama horf aftur, ég er gjörsamlega úttroðin af þjóðernishyggju, lýðfrelsi, byltingum og konungum, sáttmálum, kjörsókn og kotungum.....
Kítara ekkert smá hamingjusöm yfir að hafa mig svona mikið heima, hefur varla viljað að sjá af mér.
Búin að vera ógissslega dugleg í dag. Mætti upp í sel um eitt og lærði með Jóhönnu, byrjaði á sögunni og hélt því áfram til fimm í dag, reyndar kom ég heim í millitíðinni. Tók þá dönskuna fyrir og svo endaði ég á íslenskunni. Ætla að geyma náttúrufræðina til morguns, þegar heilinn er búinn að reboota aftur... Keypti mér popp og kók til að hafa með náttúrufræðinni á morgun. Quality stund með námsbókunum í fyrramálið.
Er svo komin með 1 stk kaldan til að aðstoða heilann við að komast í sama horf aftur, ég er gjörsamlega úttroðin af þjóðernishyggju, lýðfrelsi, byltingum og konungum, sáttmálum, kjörsókn og kotungum.....
Kítara ekkert smá hamingjusöm yfir að hafa mig svona mikið heima, hefur varla viljað að sjá af mér.
Föstudagur; bjartur og fagur!!!
já eða þannig - mér allavega líður þannig - þó það sé rigningarlegt úti og rok. Ég er útsofin, tíkin er útsofin. búnar að fá okkur morgun gönguna, og þarf ekki að fara af stað fyrr en um eitt á eftir. Starfsdagur kennara og engin börn í skólanum. Og ekkert foreldri vildi að barnið sitt væri í selinu eftir hádegi. Nema ein mammma, og það barn er með stuðningsfulltrúa með sér, og hún er einmitt í skólanum með mér og við ætlum að læra í dag í seliinu. Nýta tímann.
Hjölli og Valur fóru að vinna kl sex í morgun.... þá held ég að Valur hafi ekkert sofið áður en hann fór. En ég slökkti á klukkunni, snéri mér á hina hliðina og hélt áfram að kúra, ekkert smá notalegt.
Rigning dauðans..
Í gær var ein sú skaðræðasta rigning sem ég hef lent í hérna á Íslandi. Ekki svona bla rigning og í R-vík - heldur RIGNING!!! maður varð gegnblautur á að hlaupa úr bílnum og inn, þetta var alveg rosalegt. 'Eg keyrði síðustu börnin heim í gær kl fimm því mér datt ekki í hug að láta þá labba heim, og þegar ég var að hoppa úr bílnum til að opna fyrir þeim og hoppa í bílinn aftur - bara við það gegnblaut - minnti mig á demburnar í US.
Starfsdagur kennara....
En mér finnst ekket smá skondið þessi "starfsdagur kennara" - þau eru öll á Djúpavogi á árshátið kennarasambandsins, og á ráðstefnu bla - sennilegast í dag eru þau öll mega þunn og meika ekki að vera til. Hátíðin var í gærkveldi - og allir horfnir úr skólanum fyrir fjögur.. semst - starfsdagur kennara í þessu tilfelli er eins og vísindaferðir í skólum.....
En foreldrar halda að kennararnir séu uppi í skóla að vinna að næstu verkefnum og undirbúning fyrir nám og þess háttar - er rétt að blekkja fólk svona og taka út dag úr skólanáminu til að halda í svona reisur???
já eða þannig - mér allavega líður þannig - þó það sé rigningarlegt úti og rok. Ég er útsofin, tíkin er útsofin. búnar að fá okkur morgun gönguna, og þarf ekki að fara af stað fyrr en um eitt á eftir. Starfsdagur kennara og engin börn í skólanum. Og ekkert foreldri vildi að barnið sitt væri í selinu eftir hádegi. Nema ein mammma, og það barn er með stuðningsfulltrúa með sér, og hún er einmitt í skólanum með mér og við ætlum að læra í dag í seliinu. Nýta tímann.
Hjölli og Valur fóru að vinna kl sex í morgun.... þá held ég að Valur hafi ekkert sofið áður en hann fór. En ég slökkti á klukkunni, snéri mér á hina hliðina og hélt áfram að kúra, ekkert smá notalegt.
Rigning dauðans..
Í gær var ein sú skaðræðasta rigning sem ég hef lent í hérna á Íslandi. Ekki svona bla rigning og í R-vík - heldur RIGNING!!! maður varð gegnblautur á að hlaupa úr bílnum og inn, þetta var alveg rosalegt. 'Eg keyrði síðustu börnin heim í gær kl fimm því mér datt ekki í hug að láta þá labba heim, og þegar ég var að hoppa úr bílnum til að opna fyrir þeim og hoppa í bílinn aftur - bara við það gegnblaut - minnti mig á demburnar í US.
Starfsdagur kennara....
En mér finnst ekket smá skondið þessi "starfsdagur kennara" - þau eru öll á Djúpavogi á árshátið kennarasambandsins, og á ráðstefnu bla - sennilegast í dag eru þau öll mega þunn og meika ekki að vera til. Hátíðin var í gærkveldi - og allir horfnir úr skólanum fyrir fjögur.. semst - starfsdagur kennara í þessu tilfelli er eins og vísindaferðir í skólum.....
En foreldrar halda að kennararnir séu uppi í skóla að vinna að næstu verkefnum og undirbúning fyrir nám og þess háttar - er rétt að blekkja fólk svona og taka út dag úr skólanáminu til að halda í svona reisur???
fimmtudagur, september 11, 2003
Góðan daginn mín kæru!
Reyndar komin á fætur um átta - út að labba með tíkina, morgunmatur, leika við tíkina, og reyna að finna einhverja eirð í mér til að læra smá - en ég held að ég sé að fá einhverja pest. Með nebbarennsli, mér er obbosslega kalt, svo ég lagðist aðeins aftur upp í rúm - og er núna komin með kaffibollann og er að telja sjálfri mér trú um að hann sé töframeðal dagsins.
Hjölli og Valur fóru um átta að vinna. Duglegir strákar. Annars var Valur að tala um að ná í bílinn sinn. En hann talar ekkert um að flytja í verbúðina þar sem hinir gaurarnir eru farnir??? Ætlar hann að setjast að hjá okkur?? ég veit ekki neitt....
Við fluttum skólaselið í gær svo núna er ég í skólaselsíbúð. Og vonandi á morgun verður dagurinn rólegur. Vorum með fund í gær, við Helga skólastjóri, með foreldrum krakkanna. Og þeir sem mættu í gær ætla ekki að senda börnin sín í skólaselið á morgun, svo kannski verð ég bara barnlaus, þá ætla ég að nýta tímann og læra - hehehehe
Reyndar komin á fætur um átta - út að labba með tíkina, morgunmatur, leika við tíkina, og reyna að finna einhverja eirð í mér til að læra smá - en ég held að ég sé að fá einhverja pest. Með nebbarennsli, mér er obbosslega kalt, svo ég lagðist aðeins aftur upp í rúm - og er núna komin með kaffibollann og er að telja sjálfri mér trú um að hann sé töframeðal dagsins.
Hjölli og Valur fóru um átta að vinna. Duglegir strákar. Annars var Valur að tala um að ná í bílinn sinn. En hann talar ekkert um að flytja í verbúðina þar sem hinir gaurarnir eru farnir??? Ætlar hann að setjast að hjá okkur?? ég veit ekki neitt....
Við fluttum skólaselið í gær svo núna er ég í skólaselsíbúð. Og vonandi á morgun verður dagurinn rólegur. Vorum með fund í gær, við Helga skólastjóri, með foreldrum krakkanna. Og þeir sem mættu í gær ætla ekki að senda börnin sín í skólaselið á morgun, svo kannski verð ég bara barnlaus, þá ætla ég að nýta tímann og læra - hehehehe
Elsku "sambands hatari"....
you I'm talking to you.... stundum veltir maður samt fyrir sér "af hverju er ég að brasa í þessu..." en svo sest maður niður - eins og núna - og pælir, - vá ! hef tíma til að pæla... nei annar handleggur... og já pælir.... og ég finn þegar ég hugsa, "af hverju, er það þess virði...?" og já oftast kemst maður að þeirri niðurstöðu að það er það. Þá eru það ekki matseldin (sem er reyndar snilld hjá minum manni) né bílaviðgerðir... (sem er reyndar ekki hjá mínum manni) heldur eitthvað óútskýranlegt, sem maður vonar að flestir fái einhvern tímann að finna fyrir.
Og allar okkar samræður á kaffihúsum um þessi málefni, hafa alltaf skilið eftir umhugsunarefni.. Pistillinn þinn var afar gott umhugsunar efni því hann kom á svo góðum tíma. Mikið í gangi í hausnum mínum þá, og akkúrat þessi spurnig "why bother...?" Hve oft þessa dagana elsku kellingin mín hef ég óskað þess að ég gæti hringt í þig og fengið þig með mér á kaffihús....
you I'm talking to you.... stundum veltir maður samt fyrir sér "af hverju er ég að brasa í þessu..." en svo sest maður niður - eins og núna - og pælir, - vá ! hef tíma til að pæla... nei annar handleggur... og já pælir.... og ég finn þegar ég hugsa, "af hverju, er það þess virði...?" og já oftast kemst maður að þeirri niðurstöðu að það er það. Þá eru það ekki matseldin (sem er reyndar snilld hjá minum manni) né bílaviðgerðir... (sem er reyndar ekki hjá mínum manni) heldur eitthvað óútskýranlegt, sem maður vonar að flestir fái einhvern tímann að finna fyrir.
Og allar okkar samræður á kaffihúsum um þessi málefni, hafa alltaf skilið eftir umhugsunarefni.. Pistillinn þinn var afar gott umhugsunar efni því hann kom á svo góðum tíma. Mikið í gangi í hausnum mínum þá, og akkúrat þessi spurnig "why bother...?" Hve oft þessa dagana elsku kellingin mín hef ég óskað þess að ég gæti hringt í þig og fengið þig með mér á kaffihús....
miðvikudagur, september 10, 2003
þriðjudagur, september 09, 2003
Í skólanum og í skólanum...........
Er í eyðu, enska núna - sem ég slepp við þessa önnina. Ætlaði að nýta timann í að læra sögu, en svo bara nennti ég því ekki.
Kom heim eftir vinnu um fjögur - næs - og fór í labbó með Hjölla og Kítöru. Fórum í búðina og versluðum í kvöldmatinn, sem var svo aldrei eldaður því Valur kom og náði í Hjölla til að fara að vinna, glætan að ég nennti að elda mér sjálf. Kannski hefði ég átt að gera það þar sem ég er í skólanum til hálf ellefu í kvöld. Well who cares anyway!! Ég spilaði bara Morrowind, og lék við tíkina, og hafði það gott.
Það er farið að dimma úti, og fjörðurinn er rosalega fallegur. Glampar á sjóinn frá húsunum og allt virðist svo kyrrt. Fjöllin gnæfa yfir hinum megin, sum undir skýjabakka, sum ekki.
Stundum hef ég velt því fyrir mér hvern andsk. ég er að gera hérna. Stundum finnst mér ég eigi ekkert eftir að vera hérna lengi, en stundum finnst mér ég eigi heima hérna. Kannski er ég bara núna að ganga í gegnum þetta tímabil þegar allt er komið í fastar skorður - ekkert nýtt og spennandi lengur og maður fær "reality check" og heldur að maður hafi verið að gera sín mestu mistök. En ég hugsa ekki. Ég verð bara að finna mér vinnu sem mér líður vel í. Það er það eina sem háir mér núna. Ég elska húsið mitt, kyrrðina hérna. Fólkið er yndælt. Finnst gaman í skólanum, fullt af krefjandi verkefnum o.fl.....
Vinkona mín talaði um hvernig fólk nennti að vera í vonlausum samböndum. Ég veit að oft haldið þið að ég sé í "dead end" sambandi. En hún kom með nokkra góða punkta. Þar á meðal það að þegar maður er ástfanginn þá vinni maður í sambandinu. En maður þarf að vera ástfanginn.
Við erum ástfangin. Okkur líður oftar vel saman heldur en ílla. Og eftir að við fluttum hingað þá kemur það einstaka sinnum fyrir - ekki nálægt því oft eins og í R-vík. Mér finnst ég hafa fundið þann sem ég vil eldast með - ég sé fyrir mér okkur í ellinni - í ruggustólunum með hátæknitölvur fyrir framan okkur, spilandi einhverja leiki og tala um allt og ekkert.
Finn enn fyrir straumnum sem ég fann fyrst þegar hann snerti mig.....
Note: fólk í samböndum þurfa líka að vera vinir. Það er líka mjög mikilvægt. Að geta gert fullt af hlutunum saman. Notið þess að vera saman - geta setið í þögn, og geta setið og kjaftað linnulaust í klukkustundir án þess að fatta það. Farið saman á kaffihús, setið og spjallað - dissa fólk í kringum sig, gera grín að því, gera grín að hvort öðru. Og einnig annað mjög mikilvægt að mínu mati - geta talað við makann eins og aðra vinkonu sína. (en ekki gera makann að vinkonu sinni = doomed) Maður þarf að finna að þegar manni líður vel eða ílla yfir einhverju - þá geti maður farið og sagt "hey mér líður......." Ekki byrgja hlutina inni og halda að þeir fari í burtu - það gerist ekki - hef reynt það.
Sumir hlaupa í burtu úr samböndum um leið og eitthvað gerist - er þá það fólk í réttu samböndunum? Held ekki - þá vissi það fólk hvernig mér líður og fatta af hverju ég er enn í mínu sambandi eftir 6 ár!
Þetta sama fólk á eftir að upplifa þetta "rétta" samband - þegar það er tilbúið að taka því sem kemur - vinna úr hlutunum og láta það ganga upp. Munið - það þarf tvo til að samband gangi upp, maður á ekki að leggja alla vinnuna á annan aðilann.
Hinn aðilinn á ekki að búa til hamingjuna fyrir mann - maður verður að gera það sjálfur - enda þoli ég ekki þennann frasa "gerir hann þig hamingjusama??" - hey - ég skapa mína eigin hamingju - hann er addon.. Hamingjan mín er mér það mikilvæg að ég treysti ekki öðrum til að sjá um það fyrir mig. En svo kemur línan þar sem hægt er að særa mann - og maður segist ekki vera hamingjusamur með so and so... er það ekki bara vitleysa að segja það?? - veit ekki með þetta - any comment ???
Allavega - vinkona mín hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt - og ég hef grun um að hún nefni fullt þarna í kaflanum sínum með mig og mitt samband að sjónarmiði. Og ég tek hattinn ofan af fyrir henni því hún "finally" fattaði hvernig mér líður og af hverju ég geri hlutina eins og ég geri.....
Jæja smókur fyrir næsta tíma - love you all!!!
Er í eyðu, enska núna - sem ég slepp við þessa önnina. Ætlaði að nýta timann í að læra sögu, en svo bara nennti ég því ekki.
Kom heim eftir vinnu um fjögur - næs - og fór í labbó með Hjölla og Kítöru. Fórum í búðina og versluðum í kvöldmatinn, sem var svo aldrei eldaður því Valur kom og náði í Hjölla til að fara að vinna, glætan að ég nennti að elda mér sjálf. Kannski hefði ég átt að gera það þar sem ég er í skólanum til hálf ellefu í kvöld. Well who cares anyway!! Ég spilaði bara Morrowind, og lék við tíkina, og hafði það gott.
Það er farið að dimma úti, og fjörðurinn er rosalega fallegur. Glampar á sjóinn frá húsunum og allt virðist svo kyrrt. Fjöllin gnæfa yfir hinum megin, sum undir skýjabakka, sum ekki.
Stundum hef ég velt því fyrir mér hvern andsk. ég er að gera hérna. Stundum finnst mér ég eigi ekkert eftir að vera hérna lengi, en stundum finnst mér ég eigi heima hérna. Kannski er ég bara núna að ganga í gegnum þetta tímabil þegar allt er komið í fastar skorður - ekkert nýtt og spennandi lengur og maður fær "reality check" og heldur að maður hafi verið að gera sín mestu mistök. En ég hugsa ekki. Ég verð bara að finna mér vinnu sem mér líður vel í. Það er það eina sem háir mér núna. Ég elska húsið mitt, kyrrðina hérna. Fólkið er yndælt. Finnst gaman í skólanum, fullt af krefjandi verkefnum o.fl.....
Vinkona mín talaði um hvernig fólk nennti að vera í vonlausum samböndum. Ég veit að oft haldið þið að ég sé í "dead end" sambandi. En hún kom með nokkra góða punkta. Þar á meðal það að þegar maður er ástfanginn þá vinni maður í sambandinu. En maður þarf að vera ástfanginn.
Við erum ástfangin. Okkur líður oftar vel saman heldur en ílla. Og eftir að við fluttum hingað þá kemur það einstaka sinnum fyrir - ekki nálægt því oft eins og í R-vík. Mér finnst ég hafa fundið þann sem ég vil eldast með - ég sé fyrir mér okkur í ellinni - í ruggustólunum með hátæknitölvur fyrir framan okkur, spilandi einhverja leiki og tala um allt og ekkert.
Finn enn fyrir straumnum sem ég fann fyrst þegar hann snerti mig.....
Note: fólk í samböndum þurfa líka að vera vinir. Það er líka mjög mikilvægt. Að geta gert fullt af hlutunum saman. Notið þess að vera saman - geta setið í þögn, og geta setið og kjaftað linnulaust í klukkustundir án þess að fatta það. Farið saman á kaffihús, setið og spjallað - dissa fólk í kringum sig, gera grín að því, gera grín að hvort öðru. Og einnig annað mjög mikilvægt að mínu mati - geta talað við makann eins og aðra vinkonu sína. (en ekki gera makann að vinkonu sinni = doomed) Maður þarf að finna að þegar manni líður vel eða ílla yfir einhverju - þá geti maður farið og sagt "hey mér líður......." Ekki byrgja hlutina inni og halda að þeir fari í burtu - það gerist ekki - hef reynt það.
Sumir hlaupa í burtu úr samböndum um leið og eitthvað gerist - er þá það fólk í réttu samböndunum? Held ekki - þá vissi það fólk hvernig mér líður og fatta af hverju ég er enn í mínu sambandi eftir 6 ár!
Þetta sama fólk á eftir að upplifa þetta "rétta" samband - þegar það er tilbúið að taka því sem kemur - vinna úr hlutunum og láta það ganga upp. Munið - það þarf tvo til að samband gangi upp, maður á ekki að leggja alla vinnuna á annan aðilann.
Hinn aðilinn á ekki að búa til hamingjuna fyrir mann - maður verður að gera það sjálfur - enda þoli ég ekki þennann frasa "gerir hann þig hamingjusama??" - hey - ég skapa mína eigin hamingju - hann er addon.. Hamingjan mín er mér það mikilvæg að ég treysti ekki öðrum til að sjá um það fyrir mig. En svo kemur línan þar sem hægt er að særa mann - og maður segist ekki vera hamingjusamur með so and so... er það ekki bara vitleysa að segja það?? - veit ekki með þetta - any comment ???
Allavega - vinkona mín hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt - og ég hef grun um að hún nefni fullt þarna í kaflanum sínum með mig og mitt samband að sjónarmiði. Og ég tek hattinn ofan af fyrir henni því hún "finally" fattaði hvernig mér líður og af hverju ég geri hlutina eins og ég geri.....
Jæja smókur fyrir næsta tíma - love you all!!!
Komin á fætur og komin á ról...
Og er við það að setja sjálfa mig í gírinn fyrir vinnudaginn. Það á víst að flytja okkur í skólaselinu, flytja okkur í blokkina á móti þar sem við fáum okkar íbúð þar. bæði gallar og kostir við það. Annars er fílíngurinn hjá mér þessa dagana að ég er ekkert svo mjög að fíla þetta starf. Mér finnst allt of mikið moð í kringum þetta, allt eitthvað svo í lausu lofti. Byrja að vinna á elliheimilinu sem ég fíla ekki - ég réð mig í skólann ekki í eldhús. Nota bílinn minn í þetta til að flytja matinn á milli - og ég borga þar af leiðandi allan kostnað þar, burðast með matarkassann upp og niður stiga (hann er þungur). Og ég veit ekki af hverju en ég finn alltaf fyrir stresshnút í maganum fyrir hvern vinnudag. Þessa dagana langar mig bara til að vera heima......
Og er við það að setja sjálfa mig í gírinn fyrir vinnudaginn. Það á víst að flytja okkur í skólaselinu, flytja okkur í blokkina á móti þar sem við fáum okkar íbúð þar. bæði gallar og kostir við það. Annars er fílíngurinn hjá mér þessa dagana að ég er ekkert svo mjög að fíla þetta starf. Mér finnst allt of mikið moð í kringum þetta, allt eitthvað svo í lausu lofti. Byrja að vinna á elliheimilinu sem ég fíla ekki - ég réð mig í skólann ekki í eldhús. Nota bílinn minn í þetta til að flytja matinn á milli - og ég borga þar af leiðandi allan kostnað þar, burðast með matarkassann upp og niður stiga (hann er þungur). Og ég veit ekki af hverju en ég finn alltaf fyrir stresshnút í maganum fyrir hvern vinnudag. Þessa dagana langar mig bara til að vera heima......
mánudagur, september 08, 2003
Í skólanum sko.....
Já það sem ég vildi sagt hafa þegar ég ýtti á "post & publish" í greddukasti - er að ég er í skólanum - með netið (loksins) og er að læra um viðlýkingar og myndliði og kenniliði.... Öl á næsta bar fyrir þann sem fattar í hvaða tíma ég er!!!!
En næst er stærðfræði - og ég skoðaði dæmin heima og ég skildi ekki bofs!!! Aftur = öl á næsta bar sem getur opnað leyndardóma stærðfræðinnar fyrir mér!!!
Þetta fer allt í einn graut....
Já það sem ég vildi sagt hafa þegar ég ýtti á "post & publish" í greddukasti - er að ég er í skólanum - með netið (loksins) og er að læra um viðlýkingar og myndliði og kenniliði.... Öl á næsta bar fyrir þann sem fattar í hvaða tíma ég er!!!!
En næst er stærðfræði - og ég skoðaði dæmin heima og ég skildi ekki bofs!!! Aftur = öl á næsta bar sem getur opnað leyndardóma stærðfræðinnar fyrir mér!!!
Þetta fer allt í einn graut....
Enn einn mánudagurinn....
Og við Kítara erum búnar að fara í labbitúrinn okkar, borða, leika okkur og alles. Þeir fóru til vinnu snemma í morgun svo við erum bara hérna tvær að dúlla okkur.
Var svaka dugleg um helgina að læra, kláraði öll verkefnin og las allt sem átti að lesa.
Annars var helgin róleg, vídeó og popp.
Af öðru að frétta - þá voru sumir mjög aumir, mjög skömmustulegir, og það sem okkur fór á milli fer ekki hér á prent.
Þannig að í dag heldur lífið áfram í sínum vanagang, og eins og ég hef oft sagt - vandamál eru verkefni sem þarf að leysa.
Og við Kítara erum búnar að fara í labbitúrinn okkar, borða, leika okkur og alles. Þeir fóru til vinnu snemma í morgun svo við erum bara hérna tvær að dúlla okkur.
Var svaka dugleg um helgina að læra, kláraði öll verkefnin og las allt sem átti að lesa.
Annars var helgin róleg, vídeó og popp.
Af öðru að frétta - þá voru sumir mjög aumir, mjög skömmustulegir, og það sem okkur fór á milli fer ekki hér á prent.
Þannig að í dag heldur lífið áfram í sínum vanagang, og eins og ég hef oft sagt - vandamál eru verkefni sem þarf að leysa.
fimmtudagur, september 04, 2003
Komin heim úr skólanum með viðkomu á Hótel Bjargi...
Jæja - þá er deginum finallly lokið. Ég parkeraði bílnum og fór niður á bar og fékk mér öllara. Valur átti leið hjá og ég dró hann inn - "misery loves company" eins og máltækið segir... Komum heim uppúr tíu og Hjölli var í rúminu "sofandi" veit ekkert um það. Ég allavega hef minnstan áhuga á að sofa þar í nótt - hugsa með góðri tilhugsun um stólinn minn í stofunni - eða já svefnbekkinn okkar góða þar. Þið sem þekkið mig - vitið hvernig ég verð þegar ég er svona reið. Þið skiljið hvað ég á við. Ég er alveg snarvitlaus ennþá í skapinu út af þessu. Samt finn ég að ég er að þroskast - ég næ að skilja þetta frá hinu daglega lífi þe vinnu og þess háttar. Áður fyrr þá tók þetta upp alla mína orku og hugsun. Áður fyrr hefði ég allls ekki sofið undir þessum kringumstæðum, eins og sl nótt, svaf eins og ungabarn með engar áhyggjur. Spurningin er bara hvernig þetta verður þegar við mætumst á morgun.... hugsa að það fari alfarið eftir hvernig ég verð í skapinu. Núna td gæti ég alls ekki rætt þetta - ég held að ég myndi hreinlega stúta manninum.....
(nú hugsar Dóa "vá Guðrún er reið.."
Jæja - þá er deginum finallly lokið. Ég parkeraði bílnum og fór niður á bar og fékk mér öllara. Valur átti leið hjá og ég dró hann inn - "misery loves company" eins og máltækið segir... Komum heim uppúr tíu og Hjölli var í rúminu "sofandi" veit ekkert um það. Ég allavega hef minnstan áhuga á að sofa þar í nótt - hugsa með góðri tilhugsun um stólinn minn í stofunni - eða já svefnbekkinn okkar góða þar. Þið sem þekkið mig - vitið hvernig ég verð þegar ég er svona reið. Þið skiljið hvað ég á við. Ég er alveg snarvitlaus ennþá í skapinu út af þessu. Samt finn ég að ég er að þroskast - ég næ að skilja þetta frá hinu daglega lífi þe vinnu og þess háttar. Áður fyrr þá tók þetta upp alla mína orku og hugsun. Áður fyrr hefði ég allls ekki sofið undir þessum kringumstæðum, eins og sl nótt, svaf eins og ungabarn með engar áhyggjur. Spurningin er bara hvernig þetta verður þegar við mætumst á morgun.... hugsa að það fari alfarið eftir hvernig ég verð í skapinu. Núna td gæti ég alls ekki rætt þetta - ég held að ég myndi hreinlega stúta manninum.....
(nú hugsar Dóa "vá Guðrún er reið.."
Fínn dagur í vinnunni.... samt enn pirruð/reið vegna........
Í góða veðrinu í gær fórum við skólaselið í gönguferð upp í fjall. Tilgangur ferðarinnar var að tína blóm og jurtir til að föndra úr í dag. Ég nefnilega þurfti sko að tína plöntur fyrir náttúrufræðitímann í kvöld og sá mér leik á borði að slá þessu öllu saman. Var nefnilega alveg snilldar veður í gær, geggjaður hiti, en engin sól.
Svo í dag, þá settumst við börnin niður og föndruðum svona gluggaskraut, þe settum inn í plast og settum svo inn í hitavél sem límir þetta einhvernveginn saman, rosa gaman hjá okkur, meira að segja sú sem vill aldrei gera neitt var alveg óð í að gera meira. Reyndar fer lítið upp í glugga því allir vildu fara með heim og sýna mömmu og pabba. Og ég náði að gera mitt náttúrufræðiverkefni :D
Á morgun ætla ég svo að taka af þeim myndir, sem þau svo líma á litaðan A3 pappír að eigin vali, skreyta pappírinn með fram, og svo skellum við þessu í sömu vélina og voila - diskamottur :D
Svo ákvað ég að kíkja heim - aðallega til að athuga með tíkina, talaði við Val áðan og hann sagði að Hjölli hefði komið heim um hádegi. As we speak þá liggur hann "sofandi" inni í herbergi. hvort hann sé sofandi eða þykist vera sofandi veit ég ekki - hugsa að hann vilji bara ekki tala við mig því hann veit að ég er brjáluð út í hann.
Ég ætla líka að ganga á hann með peningana - ég veit að hann laug að mér í gær með það - aftur - svo ég ætla að leggja mín spil á borðið - þetta gengur ekki lengur - ég er alveg við það að fá nóg..... nei ég er komin með nóg.......
Í góða veðrinu í gær fórum við skólaselið í gönguferð upp í fjall. Tilgangur ferðarinnar var að tína blóm og jurtir til að föndra úr í dag. Ég nefnilega þurfti sko að tína plöntur fyrir náttúrufræðitímann í kvöld og sá mér leik á borði að slá þessu öllu saman. Var nefnilega alveg snilldar veður í gær, geggjaður hiti, en engin sól.
Svo í dag, þá settumst við börnin niður og föndruðum svona gluggaskraut, þe settum inn í plast og settum svo inn í hitavél sem límir þetta einhvernveginn saman, rosa gaman hjá okkur, meira að segja sú sem vill aldrei gera neitt var alveg óð í að gera meira. Reyndar fer lítið upp í glugga því allir vildu fara með heim og sýna mömmu og pabba. Og ég náði að gera mitt náttúrufræðiverkefni :D
Á morgun ætla ég svo að taka af þeim myndir, sem þau svo líma á litaðan A3 pappír að eigin vali, skreyta pappírinn með fram, og svo skellum við þessu í sömu vélina og voila - diskamottur :D
Svo ákvað ég að kíkja heim - aðallega til að athuga með tíkina, talaði við Val áðan og hann sagði að Hjölli hefði komið heim um hádegi. As we speak þá liggur hann "sofandi" inni í herbergi. hvort hann sé sofandi eða þykist vera sofandi veit ég ekki - hugsa að hann vilji bara ekki tala við mig því hann veit að ég er brjáluð út í hann.
Ég ætla líka að ganga á hann með peningana - ég veit að hann laug að mér í gær með það - aftur - svo ég ætla að leggja mín spil á borðið - þetta gengur ekki lengur - ég er alveg við það að fá nóg..... nei ég er komin með nóg.......
Sofa lengur......
Var svo gott að kúra - við tíkin sváfum á okkar græna til tíu, obbosslega næs. Ég var svo dugleg að læra í gær eftir vinnu að ég var búin með allt sem ég þurfti að gera fyrir skólann í dag. Byrjaði líka á söguverkefninu - franska byltingin - skemmtilegur kafli!!
Ég hins vegar komst að því í gær að ég get ekki treyst Hjölla til að fara með strákunum til Egilsstaða til að mæta á fund uppi í ME. Veit ekki enn hvort hann mætti á fundinn uppi í skóla, og akkúrat þessa stundina - don't give a rats ass!! Hann er ekki kominn heim enn. Veit að hann sefur úr sér á Reyðarfirði as we speak.
Málið var að hann og Valur fóru eftir fimm þegar ég kom heim í gær á bilnum okkar, upp á Egilstaði. En þar hittu þeir Gumma og Rimu. Valur leggur af stað áður en Hjölli fer á fundinn, pirraðist eitthvað út í liðið, og síðan heyrist ekkert frá neinum. Valur hringir í Gumma um hálf tólf í gær og þá eru þau komin heim, Gummi fullur og enginn Hjölli. Þá hafði Hjölli rokið eitthvað í burtu. Og þau farið heim. Hjölli lætur ekkert í sér heyra og ekki neitt. Núna áðan hringdi Stína frá Reyðarfirði, kona Jóns vinar Hjölla, og segir mér að hann sofi í sófanum þeirra, hún hafi ekki hugmynd um hvernig hann kom eða hvernig hann komst inn. Hún náði engu sambandi við hann - hann semst liggur þar sofandi úr sér áfengið.
Ég er semst brjáluð .... nei það er vægt orð yfir hvað ég er akkúrat núna.....
Var svo gott að kúra - við tíkin sváfum á okkar græna til tíu, obbosslega næs. Ég var svo dugleg að læra í gær eftir vinnu að ég var búin með allt sem ég þurfti að gera fyrir skólann í dag. Byrjaði líka á söguverkefninu - franska byltingin - skemmtilegur kafli!!
Ég hins vegar komst að því í gær að ég get ekki treyst Hjölla til að fara með strákunum til Egilsstaða til að mæta á fund uppi í ME. Veit ekki enn hvort hann mætti á fundinn uppi í skóla, og akkúrat þessa stundina - don't give a rats ass!! Hann er ekki kominn heim enn. Veit að hann sefur úr sér á Reyðarfirði as we speak.
Málið var að hann og Valur fóru eftir fimm þegar ég kom heim í gær á bilnum okkar, upp á Egilstaði. En þar hittu þeir Gumma og Rimu. Valur leggur af stað áður en Hjölli fer á fundinn, pirraðist eitthvað út í liðið, og síðan heyrist ekkert frá neinum. Valur hringir í Gumma um hálf tólf í gær og þá eru þau komin heim, Gummi fullur og enginn Hjölli. Þá hafði Hjölli rokið eitthvað í burtu. Og þau farið heim. Hjölli lætur ekkert í sér heyra og ekki neitt. Núna áðan hringdi Stína frá Reyðarfirði, kona Jóns vinar Hjölla, og segir mér að hann sofi í sófanum þeirra, hún hafi ekki hugmynd um hvernig hann kom eða hvernig hann komst inn. Hún náði engu sambandi við hann - hann semst liggur þar sofandi úr sér áfengið.
Ég er semst brjáluð .... nei það er vægt orð yfir hvað ég er akkúrat núna.....
miðvikudagur, september 03, 2003
Beyglaðar þessar kellingar hjá Spron í Skeifunni...
Sko þessi banki er búinn að taka mig svo oft í rassgatið að ég er farin að skíta kleinuhringjum!!!!
Þetta er nú bara smá :
Kona: "nei sko það er ekki hægt að loka reikningnum vegna þess að þú lagðir inn þessar 500.- í mánuðinum"
ég: "já en ég varð að leggja inn þessar 500.- til að borga kostnað svo þið gætuð lokað honum, hún bað mig um það - ætlaði að loka reikningnum þegar þessir kostnaðaliðir væru farnir út"
Kona: "já en það tekur alltaf tíma til þess að loka - þú hefur kannski ekki sagt öllum að þú ætlaðir að loka reikningnum og svo leggur fólk inn á hann"
Ég:"hurðu vina - skoðaðu færslur sýnist þér einhver vera að nota þennan reikning?, ég ætla sko ekki að fá einhverjar auka kostnaðarfærslur sem koma alltaf inn öll mánaðarmót. Þjónustufulltrúi sem heitir Vala sagði mér að borga þessar 500,- inn, og um mánaðarmótin næstu - semst þessi, mundi reikningnum verða lokað"
Kona: "já ég verð þá bara að tala við hana Völu, hún virðist þá hafa einhvern bókhaldslykil sem við hinar höfum ekki....."
Þetta er svona típíst attitjúd sem ég er búin að vera að fá frá þeim. Alltaf sama skítkastið alltaf hreint!!!
Sko þessi banki er búinn að taka mig svo oft í rassgatið að ég er farin að skíta kleinuhringjum!!!!
Þetta er nú bara smá :
Kona: "nei sko það er ekki hægt að loka reikningnum vegna þess að þú lagðir inn þessar 500.- í mánuðinum"
ég: "já en ég varð að leggja inn þessar 500.- til að borga kostnað svo þið gætuð lokað honum, hún bað mig um það - ætlaði að loka reikningnum þegar þessir kostnaðaliðir væru farnir út"
Kona: "já en það tekur alltaf tíma til þess að loka - þú hefur kannski ekki sagt öllum að þú ætlaðir að loka reikningnum og svo leggur fólk inn á hann"
Ég:"hurðu vina - skoðaðu færslur sýnist þér einhver vera að nota þennan reikning?, ég ætla sko ekki að fá einhverjar auka kostnaðarfærslur sem koma alltaf inn öll mánaðarmót. Þjónustufulltrúi sem heitir Vala sagði mér að borga þessar 500,- inn, og um mánaðarmótin næstu - semst þessi, mundi reikningnum verða lokað"
Kona: "já ég verð þá bara að tala við hana Völu, hún virðist þá hafa einhvern bókhaldslykil sem við hinar höfum ekki....."
Þetta er svona típíst attitjúd sem ég er búin að vera að fá frá þeim. Alltaf sama skítkastið alltaf hreint!!!
þriðjudagur, september 02, 2003
Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera.....
er í eyðu - þar sem ég meikaði enskuprófið þá er ég ekki í tíma núna - gaman gaman - get hangið á netinu í staðinn (hehehehehe)
hmmm - af hverju er ég ekki að nýta tímann í heimalærdóm...... af hverju er ég ekki agaðri ......
Aðeins betra skap núna - talaði aðeins við Hjölla um málefnið - og hann fattaði hugsa ég hvað ég átti við. En við ætluðum að tala betur um það þegar ég kæmi heim - en viti menn - haldið ykkur nú .... auddað var Valur heima og og og tengdapabbi + bróðir hans!!! svo glætan að það hafi verið nokkur friður til að tala um eitt eða neitt - en ég sá að þeir voru ekki búnir að drekka neitt - svo kannski náði ég inn á einhvern streng þarna fyrr í dag.
En svo kemur á móti að ég vil ekki vera algert bitch - ég vil ekki banna þeim alfarið að fá sér öl - en það má öllu ofgera... er þakki????
er í eyðu - þar sem ég meikaði enskuprófið þá er ég ekki í tíma núna - gaman gaman - get hangið á netinu í staðinn (hehehehehe)
hmmm - af hverju er ég ekki að nýta tímann í heimalærdóm...... af hverju er ég ekki agaðri ......
Aðeins betra skap núna - talaði aðeins við Hjölla um málefnið - og hann fattaði hugsa ég hvað ég átti við. En við ætluðum að tala betur um það þegar ég kæmi heim - en viti menn - haldið ykkur nú .... auddað var Valur heima og og og tengdapabbi + bróðir hans!!! svo glætan að það hafi verið nokkur friður til að tala um eitt eða neitt - en ég sá að þeir voru ekki búnir að drekka neitt - svo kannski náði ég inn á einhvern streng þarna fyrr í dag.
En svo kemur á móti að ég vil ekki vera algert bitch - ég vil ekki banna þeim alfarið að fá sér öl - en það má öllu ofgera... er þakki????
Erfiður dagur hugsa ég..........
Hef áhyggjur að þetta eigi eftir að verða erfiður dagur. Börnin eru óróleg, erfið. Ég er þreytt og ekkert allt of vel fyrirkölluð í dag.
Ég er soldið að stressast upp yfir að þetta eigi kannski ekki við mig. Margt við þetta sem ég er ekki að fíla. En kannski er það líka bara dagurinn í dag sem er svona - ég er sifjuð, svöng og þreytt.
Talaði við Hjölla áðan - hann hélt að ég væri svona í skapinu vegna þess að ég væri fúl yfir peningum, huh.... right. Ég sagði honum í síman áðan að það væri vegna bjórsins og ekkert annað - benti honum á það sem hann sagði við mig áður en Valur kom - "huh já ég man" svo sagði ég við hann að ég vildi ekki ræða þetta í símann núna - heldur bara þegar ég kæmi heim. "ha já já" (þe ef ég lifi þennan dag af...)
Já svo er skólinn í kvöld - ég held að það eigi eftir að vera bara gaman þar - hressar stelpur sem eru með mér í skólanum - og hresst lið. Algebran á eftir að vera mér erfið hugsa ég.... en meira um það seinna
later..............
Hef áhyggjur að þetta eigi eftir að verða erfiður dagur. Börnin eru óróleg, erfið. Ég er þreytt og ekkert allt of vel fyrirkölluð í dag.
Ég er soldið að stressast upp yfir að þetta eigi kannski ekki við mig. Margt við þetta sem ég er ekki að fíla. En kannski er það líka bara dagurinn í dag sem er svona - ég er sifjuð, svöng og þreytt.
Talaði við Hjölla áðan - hann hélt að ég væri svona í skapinu vegna þess að ég væri fúl yfir peningum, huh.... right. Ég sagði honum í síman áðan að það væri vegna bjórsins og ekkert annað - benti honum á það sem hann sagði við mig áður en Valur kom - "huh já ég man" svo sagði ég við hann að ég vildi ekki ræða þetta í símann núna - heldur bara þegar ég kæmi heim. "ha já já" (þe ef ég lifi þennan dag af...)
Já svo er skólinn í kvöld - ég held að það eigi eftir að vera bara gaman þar - hressar stelpur sem eru með mér í skólanum - og hresst lið. Algebran á eftir að vera mér erfið hugsa ég.... en meira um það seinna
later..............